Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 Símamynd AP. Zhao í Frakklandi: Vill hlúa að vináttu og friði París, 30. maí. AP. ZHAO ZIYANG, forsætisráð- herra Kína, kom til Frakklands í dag, og er það fyrsti viðkomu- staöur hans í 6—landa ferð til Vesturlanda. Við komuna sagði hann tilgang ferðarinnar að leita eftir friði, vináttu og samvinnu. Zhao Ziyang, sem verður í Frakklandi í 5 daga, hélt strax til fundar við Francois Mit- Zhao tv. með Mitterrand í París. terrand, en ekkert spurðist út um hvað rætt var um á fundi þeirra. Hann ávarpaði einnig þingið í dag, en fátítt er að erlendir leiðtogar geri það í Frakklandi. Þegar erindum Zhao Ziyang í Frakklandi er lokið, heldur hann til Belgíu, síðan til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Ítalíu, en alls mun ferð hans standa yfir í 17 daga. Scargill handtekinn við mótmælaaðgerðir ui_fr...u on a 1» SherTieM. 30. maí. \l*. TIL átaka kom í dag í Yorkshire milli verkfalls- manna og lögreglunnar og voru nokkrir þeirra fyrr- nefndu handteknir. Nokkru áður hafði leiötogi náma- manna, Arthur Scargill, verið handtekinn þegar hann ásamt öðrum reyndi að loka stálverksmiðju. Tvö hundruð lögreglumenn voru til varnar þegar námamenn í verkfalli með Scargill í broddi fylkingar reyndu að koma í veg fyrir koksflutninga til Orgrea- ve-stálverksmiðjunnar í York- shire. Var Scargill handtekinn þegar hann og aðrir gengu að verksmiðjunni og lokuðu um leið Mótmæli í bígerð vegna komu Botha I>ondon, 30. maí. AP. MIKIL mótmæli eru nú í bígerð í London vegna komu Pieter W. Botha, forsætisráðherra Suður- Afríku, til borgarinnar á laugar- dag. Margaret Thatcher, for- sætisráðherra, féllst í dag á að hitta að máli leiðtoga hreyfingar- innar, sem berst gegn aðskilnað- arstefnu suður-afrískra stjórn- valda. Botha mun gera stuttan stans í London og fara þaðan sam- dægurs en hann ætlar að fara til átta Evrópulanda í ferðinni. Hreyfingin, sem berst gegn að- skilnaði kynþátta, og borgar- stjórn Stór-Lundúna, sem Verkamannaflokkurinn ræður, hafa tekið höndum saman um að mótmæla heimsókn Botha og segja mótmælin munu verða þau mestu, sem hingað til hefur verið efnt til gegn kynþátta- misrétti. Miklar deilur hafa verið í Bretlandi um heimsókn Botha. Stjórnarsinnar benda á, að tengslin milli landanna hafi verið mikil frá fornu fari, Suður-Afríka á sínum tíma bresk nýlenda og 40% íbúanna enskumælandi auk þess sem Bretland hafi mikilla viðskipta- legra hagsmuna að gæta þar, en stjórnarandstæðingar leggja áherslu á aðskilnaðarstefnuna og annað misrétti í landinu. Hreyfingin, sem berst gegn aðskilnaði kynþátta, fagnaði því í dag, að Thatcher hafði fallist á að hitta Trevor Huddleston, biskup anglíkönsku kirkjunnar og leiðtoga hreyfingarinnar. Fer fundur þeirra fram í Down- ingstræti 10 og kveðst Hudd- leston ætla að leggja áherslu á, að heimsókn Botha til Bret- lands sé áfall fyrir baráttuna fyrir mannréttindum. veginum fyrir annarri umferð. Scargill er handtekinn á sama tíma og leynilegar viðræður eiga að fara fram milli fulltrúa kola- ráðsins og námamanna. Sams konar viðræður í siðustu viku fóru út um þúfur þegar þeim lenti saman í háværu rifrildi Scargill og Ian MacGregor, for- manni kolaráðsins. Búist var við, að Scargill mætti til viðræðn- anna í dag þrátt- ísland í Datapost ÍSLAND og Sameinuöu arabísku furstada min eru nú komin á skrá hjá bresku póstþjónustunni yfir þau lönd, sem hegt er aó senda til böggla meó sérstökum flýti. Sagöi frá þessu í bandaríska blaðinu The Journal of Commerce 14. þ.m. Bretar klalla þessa þjónustu Datapost og á það nú aðeins að taka tvo daga eða skemur að senda skjöl og blöð til Reykjavíkur. Burðargjald fyrir fyrstu tvö kílóin er 11,50 pund eða rúmlega 470 kr. isl. Að senda til Sameinuðu arab- isku furstadæmanna með Data- post tekur skemmri tima en burð- argjaldið nokkru meira. Verða haldnir rauðir leikir? — Metþátttaka í leikunum í Los Angeles ÓEINING er meðal kommúnista- ríkjanna, sem hætt hafa við þátt- töku í Ólympíuleikunum f Los Angeles, hvernig staðið skuli að mótahaldi fyrir þá íþróttamenn sem missa af leikunum í Los Ang- eles, og virðast áætlanir um „rauða Olympíuleiki" úr sögunni. Á sama tíma skýra fram- kvæmdaaðilar leikanna í Los Angeles frá því að 123 ríki mæti til leiks á sumarleikunum, eða einu fleira en í Múnchen 1972 er 122 ríki voru þátttakendur. Jafn framt verða 300 fleiri íþrótta- menn í Los Angeles en Múnchen. Virðist því sem ákvörðun Rússa og þrýstingur þeirra á önnur ríki að hætta við þátttöku, hafi lítinn árangur borið. Samkvæmt heimildum í aust- antjaldsríkjunum hófst undir- búningur „rauðra leika" þegar um páskana og skyldu þeir haldnir í Sófíu í Búlgaríu. Mark- miðið með leikunum var m.a. að friðþægja þá íþróttamenn, sem líklegir þóttu til verðlauna í Los Angeles. Fljótlega upphófust miklar deilur á bak við tjöldin og lögðust sum ríkja Varsjárbanda- lagsins hart gegn því að Búlgarir fengju allan heiðurinn af rauð- um leikum. Einnig kom í Ijós að það væri skýrt brot á ólympíu- sáttmálanum að halda rauða leika samtímis leikunum í Los Angeles. Jafnframt var ágreiningur mikill um hvort farið skyldi að áskorun Rússa um að taka ekki þátt í leikunum í Los Angeles, og létu mörg ríkja Varsjárbanda- lagsins loks undan þrýstingi þeirra en með miklum trega, og gátu t.d. ólympíuleiðtogar í Pól- landi ekki leynt vonbrigðum sín- um, er þeir lýstu heimasetunni sem „óþægilegri ákvörðun". Af þessum sökum virðist sú hugmynd ætla að verða ofan á að halda mót í tveimur til þremur Ólympíugreinum á hverjum stað. Fyrirhugað er að mótin fari fram samtímis Ólympíuleik- unum í hinum ýmsu ríkjum Varsjárbandalagsins. Þangað verður boðið íþróttamönnum þeirra bandalagsríkjanna og fylgiríkja Rússa utan bandalags- ins, sem heima sitja. Þær upplýsingar berast nú frá Tékkóslóvakíu að þegar í marzmánuði hafi fyrirtækjum þar í landi, sem sauma áttu klæðnað og framleiða annan út- búnað íþróttamanna og forystu- manna, sem til Los Angeles færu, verið sagt að hætta þeirri vinnu. Er það talið til marks um að þá þegar hafi Rússar verið ákveðnir i að taka ekki þátt í leikunum 1 Los Angeles og hafi verið byrjaðir að þrýsta á fylgi- ríki um að fara að gera slíkt hið sama. (Newsweek-Observer.) Skákmótið f Bugojno: Timman í forystu Bugojno, Júgóslavíu, 30. maf. AP. JAN Timman frá Hollandi tók í gærkvöldi forystuna á alþjóólega stórmeistaramótinu í skák, sem fram fer í Bugojno í Júgóslavíu. Var þá lokið við að tefla biðskákir úr fyrstu umferð mótsins en nú er fjór- um umferðum lokið. Staðan á mót- inu er nú þessi: Timman 3 v.; Tal og Ribli 2'/i v.; Ljubojevic 2 v. og bið- skák; Miles, Smyslov, Gligoric og Spassky 2 v.; Kovacevic l'/i v. og biðskák; Andersson, Belyavski, Ivanovic og Torre l'/i v. Kiinvill aukin tengsl Berlín, 30. maí. AP. KIM IL SUNG, leiðtogi norður- kórcska Kommúnistaflokksins, er staddur í Austur-Berlín um þessar mundir og er það þriðji viðkomustaðurinn af fjórum sem hann heimsækir í Austur- Evrópuferð sinni. Hann hefur átt viðræður við austur-þýska forsetann Erich Hönecker. Austur-þýska stjórnarfrétta- stofan greindi frá heimsókn Kim 11 Sung og sagði hann hafa sagt í ræðu, að hann hefði komið til að efla tengsl og samvinnu tveggja þjóða sem væru nátengd fyrir tilstilli sameiginlegs bar- áttumáls. Kim er búinn að heimsækja Sovétríkin og Pól- land, en frá Austur-Þýskalandi liggur leið hans til Tékkoslóv- akíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.