Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 149. tbl. 71. árg.____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Guatemala: Carlos fangi hjá ísraelum? T«J AtIt, 2. júll, AP. YITZHAK Shamir, forsKtisráðherra fsraels, sagðist f dag ekki trúa þeirri frétt, að herskip frá ísrael hefdu tekið til fanga alþjóðlega hryðjuverkamann- „Carlos" Sagði Shamir á kosn- ingafundi fyrir sunnan Tel Aviv: „Ég álít, að ef það væri satt, þá hefði ég strax verið látinn vita.“ Fréttin um handtöku Carlosar birtist í brezka blaðinu Evening Standard. Þar var jafnframt sagt, að hjá ísraelsstjórn ríkti nú mikill fögnuður yfir því, að „sjakalinn" hefði verið handtekinn. Blaðið segir, að Carlos hafi stigið um borð í ferjuskipið Alison Blanco, rétt áður en það fór frá Larnaca á Kýpur áleiðis til Beirút. Israelsk herskip sigldu í veg fyrir ferjuskipið og færðu það til hafnar I lsrael. Flestir farþeganna voru fljótlega látnir lausir, en ísraelar héldu 9 þeirra í varðhaldi þrátt fyrir ásakanir ýmissa rikja um sjó- rán og héldu því fram, að fangarnir væru grunaðir um „fjandsamlegar aðgerðir gegn fsrael". Carlos, sem fæddur er í Venezú- ela og heitir réttu nafni Ilyich Ramirez-Sanchez, er m.a. eftirlýst- ur i sambandi við fjöldamorðin á ísraelskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum 1972 og mann- rán i Vínarborg 1975 á oliumála- ráðherrum olíuútflutningsríkjanna (OPEC). Anatoly Dobrynin, sendiherra Sovétrfkjanna f Bandarfkjunum (til vinstri á myndinni), og Ronald Reagan forseti ræða saman f garðveizlu í Hvíta húsinu í Washington á sunnudagskvöld. Bandarfkjamenn svara tillögum Rússa: Segjast reiðubúnir til að ræða bann við geimvopnum Wuhiafton o* MohIctu, 2. júli. AP. BANDARÍKIN eru reióubúin til þess að ganga til viðræðna við Sov- étrikin í Vínarborg í haust um bann við geimvopnum, en þau vilja einnig nota það tækifæri, sem þar gefst, til þess að taka upp viðræður um kjarn- orkuvopn að nýju. Skýrði Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjafor- seta, frá þessu í dag. „Við munum mæta til þessara viðræðna í sept- ember,“ sagði hann ennfremur. I grillveizlu í Hvíta húsinu í fyrrakvöld skýrði Ronald Reagan forseti afstöðu Bandaríkjastjórn- ar í þessu máli fyrir Anatoly Dobrynin, sendiherra Rússa í Washington. Tók George Shultz utanrfkisráðherra einnig þátt i þessum viðræðum. Larry Speakes kvaðst i dag ekki geta skýrt frá einstökum atriðum þessara við- ræðna, en lagði áherzlu á, að fyrir- fram væri það ekki skilyrði af hálfu Bandarikjastjórnar fyrir viðræðum um geimvopnabann, að rætt yrði samtímis um fækkun kjarnorkuvopna. „Við teljum við- ræður um kjarnorkuvopn hins vegar það mikilvægar nú, að mjög æskilegt væri að taka þær með.“ Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði f Moskvu í dag, að neiti Rússar framkomnum tilmælum um að taka upp viðræð- ur um kjarnorkuvopn að nýju, mætti jafna því við „uppgjöf". Lýsti Howe yfir stuðningi sínum við tillögur Bandaríkjastjórnar um að hefja slíkar viðræður að nýju samtimis viðræðum um geimvopnabann. f viðræðum við Andrei Grom- yko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, í dag gerði Howe ennfremur mannréttindi að umtalsefni og sagði, að Vesturlönd álitu Sovét- rikin hafa framið brot á alþjóða- samningum á þvi sviði. Tilgreindi hann fimm kunna andófsmenn, sem grundvallarmannréttindi hefðu verið brotin á, þeirra á með- al Andrei Sakharov og konu hans. Handtekinn í Leningrad TH Atít, 2. júlí. AP. BLAÐ í fsrael skýrði frá því í dag, að Ephraim Katzir, fyrrum forseti lands- ins, hefði verið handtekinn af sovézk- um leynilögreglumönnum í Leningrad i dag, eftir að hann hafði heimsótt and- ófsmann af gyðingaættum á beimili hans. Risaolíuskipið Tiburon ónftt eftir árás íraka Manama, Bahrain, 2. júli. AP. RISAOLÍUSKIPIÐ Tiburon var í dag dregið að svonefndum „skipa- kirkjugarði“ úti fvrir strönd Bahr- ain, þar sem reynt verður að dæla olíufarmi þess, sem er um 50 millj- óna dollara virði, yfir í önnur skip. „Tiburon er illa á sig komið. Það er í rauninni algerlega ónýtt,“ sagði talsmaður björgunarfélagsins. „Það hefur hins vegar tekizt að slökkva eldinn í skipinu og allt kapp verður nú lagt á að tæma olíuna úr því.!‘ Tiburon varð fyrir eldflaug frá íraskri herþotu í síðustu viku, er skipið var statt í gvennd við olíu- höfn írana við Khargeyju. í gær gerðu írakar enn loftárásir á skip á leið til írans og sögðust hafa grandað þar fimm skipum, auk þess sem tundurdufl þeirra hefðu eyðilagt tvö önnur skip. Utanrík- isráðuneytið í Suður-Kóreu stað- festi í dag, að herþotur frá írak hefðu eyðilagt flutningaskip það- an nærri olíuhöfn trana við Band- ar Khomeini. Mikil spenna ríkti í dag á víglín- unni milli íraks og írans og kom víða til átaka. Beittu írakar óspart þyrlum gegn stöðvum trana fyrir austan borgina Basra og sögðust í kvöld hafa eyðilagt 8 þeirra og fellt marga tugi manna í þessum árásum. Útvarpið i Israel sagði i dag, að ekki væri vitað um dvalarstað Katz- irs, eftir að honum var skipað að yfirgefa heimili andófsmannsins Yaacov Gorodetzky. Þá væri það ekki fullljóst, hvort hann hefði verið handtekinn eða aðeins skipaö af KGB (sovézku leynilögreglunni) að yfirgefa heimili Gorodetzkys. Katzir, sem er kunnur lffefna- fræðingur, var forseti ísraels 1973-1978. Ephraim Katzir, fyrrverandi forseti tsraels. Miðflokkurinn með mest fylgi GulemaU-bor*, 2. júlí. AP. ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Guatemala á sunnudag og er talningu atkvæða úr Guatemala-borg lokið. Miðflokkurinn þykir sigurstrangleg- astur, en hann hafði hlotið yfir 25% talinna atkvæða. Ekki var búið að telja atkvæði nema úr Guatemala-borg og ná- grenni, en úrslitatalna er að vænta á þriðjudag. Kristilegir demókratar höfðu fengið næstmest fylgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.