Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 150. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norsk vorgots- sfld fer á flakk Ósló, 3.júlí. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. NÚ VIRÐIST sfldin vera að taka upp gamla göngulagið að nýju og það gæti haft í för með sér slæmar afleiðingar í utanríkismálum Norðmanna. í frétt frá norsku fréttastofunni NTB sagði, að brátt yrðu Norð- menn að láta af þeirri skoðun Air Florida gjaldþrota Mimmi. 3. jólf. AP. FLUGFÉLAGIÐ Air Florida, sem éx á skömmum tíma úr litlu félagi með takmörkuð umsvif I umsvifamikið flugfélag á alþjóðavettvangi, lýsti sig gjaldþrota í dag. Air Florida var stofnað 1972 og voru þrjár tveggja hreyfla flugvél- ar í flota þess til að byrja með. Flogið var eingöngu innan Flór- ída, en þremur árum seinna jók það umsvif sin með því að hefja flug til norðausturríkjanna, Kar- íbahafsins og loks Evrópu. Þegar bezt lét flaug félagið til 40 borga í 15 löndum. En 1982 tók að halla undan fæti hjá Air Florida, og óx þá ekki lengur hraðar en önnur, eins og um tima, heldur hnignaði hraðar. Tap á rekstri Air Florida sið- ustu þrjú árin nam 134,8 milljón- um dollara. Að undanförnu hefur félagið selt 12 flugvélar, sagt upp 1.200 starfsmönnum og fækkað flugleiðum. sinni, að norska vorgotssildin væri innlend auðlind, sem landsmenn gætu sjálfir ákveðið, hversu mikið yrði veitt úr, án tillits til annarra landa. Þetta hefur orðið ljóst eftir nýj- ustu rannsóknir fiskifræðinga. Þær sýna, að smásíld úr árgangin- um frá 1983, sem var mjög sterk- ur, hefur yfirgefið efnahagslög- Noregs. skýrslu fiskifræðinganna kem- ur fram, að verulegur hluti ár- gangsins heldur sig nú innan sov- éskrar efnahagslögsögu i Bar- entshafi. Lausir úr haldi AP/Símamynd Fimm farþegar af níu sem fsraelar hnepptu í varðhald er þeir téku ferjuna Alisur Blanco á leið frá Kýpur til Líbanon í sL viku. Fjórir farþeganna eru enn í haldi, en fimmmenningunum var sleppt í dag og var meófylgjandi mynd tekin er þeir hvfldust á samyrkjubúi áéur en þeir béldu til Líbanon. Viðræður í Moskvu. „ekki hughreystandi WjLHhington, MoNkvu, 3. júlí. AP. ANATOLY Dobrynin, sendiherra Sov- étrikjanna í Washington, rsddi í 90 mínútur við George P. Shultz utanrík- isráðherra og hélt síðar til Moskvu. Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, lauk tveggja daga viðræðum við ráðamenn þar í borg og sagði að „Gagnlegur fundur‘ AP/Símamynd Anatoly Dobrynin sendiherra yfirgefúr bandaríska utanríkisráðuneytið eftir fund með George Shultz. Dobrynin kvað fund þeirra hafa verið gagnlegan. þsr hefðu ekki verið hughreystandi, þar sem Rússar virtust meiri áhuga hafa á að koma ákveðnum vestrænum ríkjum í mikla klípu en vinna að frið- samlegri sambúð austurs og vesturs. Dobrynin ræddi ýms ágreinings- efni stórveldanna ýtarlega við Shultz, þ.á m. bann við geimvopn- um, og sagði fund þeirra, hinn fjórða á þremur vikum, gagnlegan. Dobrynin og Ronald Reagan forseti spjölluðu einnig lengi saman í garð- veizlu forsetans á sunnudagskvöld. I opinberri tilkynningu Rússa um viðrséður Howe sagði að enda þótt þær hefðu verið gagnlegar hefði hann engar jákvæðar tillögur fært, aðeins endurtekið afstöðu NATO til ágreiningsefna austurs og vesturs. Howe ræddi við Chernenko flokks- leiðtoga og Gromyko utanrikisráð- herra. Sagði hann tóninn í Kreml- verjum neikvæðan, og væru þeir fráhverfir því að taka upp viðræður að nýju um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga í Evrópu. Howe sagði Rússa í sérvizku sinni ekki vilja fylgja eftir eigin frum- kvæði í afvopnunarmálum. Hefði hann sjálfur borið Gromyko þau skilaboð yfirvalda i Washington að Bandarikjamenn væru reiðubúnir til viðræðna um bann við geim- vopnum án skilyrða, en Rússar hefðu svarað með því að segja til- boð þeirra „með öllu ófullnægjandi. 1 fyrri viku hvöttu Rússar til við- ræðna um geimvopnabann, en Bandarikjamenn voru neikvæðir i fyrstu vegna örðugleika varðandi eftirlit, auk þess sem Rússar hefðu nú þegar framleitt vopn til að eyða gervihnöttum. Hafa Bandarikja- menn nú söðlað um og öllum hindr- unum verið rutt úr vegi.en þá ger- ast Rússar fráhverfir hugmyndinni í sérvizku sinni og órökvisi, að sögn Howe. Hættulegir glæpamenn handteknir í Frankfurt I rmnkfurt, 3. júlí. AP. LÖGREGLA náði fjérum eftirlýst- ustu hryðjuverkamönnum Vestur- Þýzkalands í áhlaupi á íbúð þeirra í íbúðahverfl I Frankfurt í dag. Fannst þar mikið magn vopna. Fjér- Bardagasveitir brott frá Beirút Beirút, 3. júli. AP. KRISTNIR menn og shítar hófu í dag brottflutning þungavopna sinna frá Beirút og 8.000 stjórnarhermenn tóku sér stöðu víða í borginni, en búist er við að bardagasveitir hinna stríðandi fylkinga verði á brott og stjórnarherinn í nýjum stöðvum á morgun, miðvikudag. Mikill fögnuður ríkir meðal íbúa í Beirút með brottflutning bar- dagasveita kristna manna, shita og drúsa, og var stjórnarher- mönnum fagnað er þeir óku um götur borgarinnar til nýrra stöðva þar. Shítar drógu sín hergögn til suðurútborga Beirút, drúsar yfir- gáfu vesturhluta Beirút og héldu með sitt hafurtask til fjalllendis- ins austur af borginni, og kristnir menn hurfu frá Austur-Beirút til heimkynna kristinna manna norð- ur af borginnni. Leiðtogar shíta, drúsa og krist- inna manna sögðust verða á brott fyrir miðnætti og hétu þeir að af- vopnast og kasta einkennisklæð- um, samkvæmt friðaráætlun fyrir Beirút. menningarnir voru m.a. eftirlýstir vegna morðanna á Siegfried Buback saksóknara, Jiirgen Ponto banka- stjóra og iðnjöfrinum Hans-Martin Schleyer árið 1977. Fjórmenningarnir, tveir karl- menn og tvær konur, eru félagar í Rauða hernum, öfgasamtökum vinstrimanna. Ekki var hleypt af skoti í áhlaupinu á ibúð þeirra, en það sem kom lögreglunni á sporið var að slysaskot hljóp úr byssu eins fjórmenninganna í fyrra- kvöld, og lét íbúi á næstu hæð fyrir neðan vita. Sjö stórvirkar byssur, þ.á m. colt-skammbyssa, sem rænt var af vopnasala í Frankfurt 1977, fund- ust í íbúðinni, einnig handsprengj- ur, miklir peningar, innlend og út- lend persónuskilríki, fjarskipta- búnaður og sex tímasprengjur. Hryðjuverkamennirnir eru Christa Eckes, 34 ára, Ingrid Jak- obsmeier, 30 ára, Stefan Frey, 24 ára og Helmut Pohl, 40 ára. í íbúð- inni voru einnig Barabara Ernst frá Hamborg, 29 ára, og óþekktur karlmaður, en Ernst er félagi í samtökum sem nefnast „Konur gegn styrjöldum heimsvalda- sinna“, sem á náið samstarf við Rauða herinn. Guatemala: Kristilegir demókratar taka forystu (■Batemalaborg. 3. júlí. AP. KRISTILEGIR demókratar höfðu tekið forystuna er lokið var taln- ingu 63% atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings í Guatemala, en kosningabandalag hægri manna, sem spáð hafði verið sigri, hefur dregist aftur úr. Þegar talin höfðu verið 63% atkvæðanna, höfðu Kristilegir demókratar hlotið 17,7% greiddra atkvæða, Miðflokkur- inn, nýr flokkur, sem efndi til sniðugrar auglýsingaherferðar, hafði hlotið 14,9% greiddra at- kvæða og kosningabandalag hægrimanna 12,4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.