Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1984 I sumar- bústaðinn og ferðalagiö: Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR, KEÐJUR. Handfæravindur MEÐ STÖNG Sjóveiðistengur MEÐ HJÓLI. ÖNGLAR, PILKAR, SÖKKUR. SILUNGANET UPPSETT BLÝ- OG FLOTTEINAR. • VATNA- OG INN- F J ARÐARBÁT AR úr trefjagleri 9 og 14 fet. VIÐLEGUBAUJUR. SÚÐHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJAD/ELUR, BÁTADÆLUR. • Garðyrkjuáhöld ALLSKONAR. ORF, LJÁIR, LJÁBRÝNI. HEYHRÍFUR. GRASKLIPPUR. GARÐSLÁTTUVÉLAR. • Handverkfæri ALLSKONAR. RYDEYOIR — RYDVÖRN. • Bátalakk og málning FERNISOLÍA, VIDAROLÍA. HRÁTJARA. CARBÓLÍN. BLAKKFERNIS. PLASTTJARA. PENSLAR, KÚSTAR. Útigrill GRILLTENGUR — GRILLGAFFLAR VIÐARKOL Gasferðatæki STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR. MINKAGILDRUR MÚSA OG ROTTUGILDRUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR GÖNGUSKÓR SPORTSKÓR lL ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opiö föstudaga til kl. 7. Hverfishátíð Vinnu- Nemendur Vinnuskólans fylgjast með keppni í langstökki. Mbl./KEE. skóla Reykjavíkur VINNUSKÓLI Reykjavíkur hélt 27. júní sl. árlega hverfishátíð með starfsliði unglingavinnunnar í Fossvogi og nágrenni. Hátíðin var sett í blíðskaparveðri með íþrótta- móti á Víkingsvelli við Hæðargarð. Unglingar Vinnuskólans kepptu í langstökki, hlaupi, limbódansi og fótbolta. Að því loknu var hátíðin flutt yfir í félagsmiðstöðina Bú- staði, þar sem boðið var upp á veit- ingar og farið í leiki. Blm. Morgunblaðsins hitti nokkra unglinga Vinnuskólans að máli þar sem þeir sátu í makindum og fylgdust með íþróttamótinu á Víkingsvelli. „Er ekki orðin nógu hress til að keppa“ Vinkonurnar Þórdís Hjör- leifsdóttir og Guðlaug ólafs- dóttir, báðar 15 ára, vinna ásamt fleiri stúlkum við að snyrta til við Miklubraut. “Ég er búin að vera veik og ekki orðin nógu hress til að keppa á íþróttamót- inu,“ sagði Guðlaug. Aðspurð sagðist hún einnig hafa unnið i fyrrasumar hjá Vinnuskólanum. „Það er auðvitað ekkert gaman að vinna úti þegar veðrið er leið- inlegt en samt líkar mér þetta ágætlega. Vona bara að veðrið haldist eins og það hefur verið í dag,“ sagði hún brosandi. Þórdís sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hún ynni hjá Vinnu- skólanum og líkaði henni vel. „Ég er meidd á fæti og ætti því eiginlega ekki að taka þátt í íþróttamótinu, en ég er nú samt aö hugsa um að láta mig hafa það og keppa í fótbolta," sagði Þórdís. „Ætlum nú hvorugur að leggja garðyrkju fyrir okkur“ Félagarnir Björn Scheving Thorsteinsson og Helgi Þór Ág- ústsson, báðir 14 ára, sögðu að þetta væri í fyrsta skipti sem þeir ynnu hjá Vinnuskólanum, enda er hann einungis ætlaður unglingum í sjöunda og áttunda bekk grunnskóla. Þeir sögðust báðir vera í vinnuhóp sem sæi um að snyrta til í kringum Vík- ingsheimilið. „Ég hef nú engan sérstakan áhuga á garðyrkju en þar sem ég er of ungur til að fá aðra vinnu ákvað ég að taka það sem bauðst,“ sagði Helgi. Björn tók brosandi undir orð félaga síns. „Við ætlum nú hvorugir að leggja garðyrkju fyrir okkur, en ég kvarta ekki á meðan veðrið er svona gott. Vinnuhópurinn sem við Helgi erum í keppir á eftir í fótbolta við hópinn úr Fossvog- inum, og ég veit að við burstum þá,“ sagði Björn kankvís. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur eru nú starfandi um 1.200 ungl- ingar í 50 hópum sem hafa að- setur sitt víðsvegar í borginni og næsta nágrenni hennar. Helsta verkefni nemenda Vinnuskólans er umhirða opinna svæða og snyrting við íþróttavelli, skóla og borgarstofnanir. ■ ffSwllltWlgl Þórdís Hjörleifsdóttir og Guðlaug Ólafsdóttir. ! Í! Björn Scheving Thorsteinsson og Helgi Þór Ágústsson. Étik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.