Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 35
t.«or t rr’rr ? flTinifTTiTMMT’í mnuwnnffm* Nanna varö fyrir því mikla áfaili fyrir allmörgum árum að hreppa sjúkdóm sem svipti hana minninu. MeÖ óbilandi kjarki og þrautseigju sem var nálega ofurmannleg barð- ist Hjálmar fyrir því að Nanna fengi einhverja bót meins síns, þó læknar teldu það borna von, og fékk því framgengt að hún væri ekki lokuð inná hæli. Þó árangur þessarar linnulausu viðleitni bæri ekki þann árangur sem til var stefnt, þá var verulega hjartnæmt að fylgjast með því hvernig Nanna átti afturkvæmt í mannlegt sam- félag, með þeim annmörkum sem óminni eru samfara, og hve sam- hentir þeir feðgar voru í tillits- semi, umhyggju og blíðlæti við hina ógæfusömu húsmóður. Ég hygg að fátt lýsi betur lynd- iseinkunn og hugarþeli Hjálmars heitins en þrotlaus barátta hans fyrir bata konu sinnar, og er þó vissulega af mörgu öðru að taka. Þar get ég trútt um talað. Um leið og ég kveð ljúfan vin, sem reyndist mér hollari og drenglundaðri en flestir aðrir, sendi ég börnum hans, stjúpdótt- ur, eftirlifandi konu, fjórum systkinum og öðrum aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur með þeim huggunarorðum, ef þau mættu sefa sárasta sviðann, að slikan mannkostamann sem Hjálmar Ólafsson var geyma allir sem til hans þekktu í þakklátri minningu. Fordæmi hans verður stöðug áminning til okkar, sem eftir lifum, um að leggja heila hönd á þann plóg sem rótar upp harðbölum mannlífsins, svo þar megi rækta þau litfögru blóm sem látnum vini varð stundum skraf- drjúgt um. Dæmi hans mun geym- ast að hausti og ári og um langan aldur. Sigurður A. Magnússon Þegar ég frétti óvænt andlát Hjálmars Ólafssonar, þá komu upp í hugann ýmsar gamlar og góðar minningar. Hjálmar Ólafsson var einn af þeim mönnum, sem ekki gleymast. Hann kunni ódæmi af sðgum og vísum, og frásagnarsnilldin brást honum seint. Ég minnist þess er við fórum saman til Vejle í Dan- mörku fyrir nokkrum árum á fund og vorum svo saman í borginni við sundið á eftir. Söguslóðir íslend- inganna í Kaupmannahöfn voru honum helgir staðir líkt og Þing- völlur og Skálholt. í hans augum voru þær hluti af íslandi, sögu þess og menningu. Þá var það ekki sfður ógleyman- legt að heyra hann flytja tækifær- isræður í samkvæmum á góðum dögum, þá lék hann á als oddi og það gneistaði af meitluðu málfari hans. En skap hans var eins og íslenskt veðurfar. Það gat stormað skyndilega eftir blíðuveður og það gat lægt jafnskyndilega aftur. Ekkert var Hjálmari leiðara en langvarandi lognmolla og aðgerð- arleysi. Mörgum finnst í dag, að norræn samvinna og norræn vinátta séu jafn sjálfsagðir hlutir eins og sól og regn, en ef þess er gætt, að fyrir rúmri öld þá börðust þessar þjóðir og kúguðu hver aðra, þá má það ljóst vera, að mikið hefur breyst á hundrað árum i þessum efnum. Ekki er að efa, að norrænu félögin eiga stóran þátt í þeirri hugarfarsbreytingu, sem orðin er á þessari öld hér á Norðurlöndum. Andi hinnar norrænu samvinnu er hugsjón, sem vitrir og framsýnir menn hrundu úr hlaði, og síðan hefur þessi hugsjón verið borin uppi af eldheitum baráttu- mönnum. Einn af þeim var Hjálmar Ólafsson. Af öllum þeim störfum, sem hann fékkst við á lífsleiðinni — og þau voru hreint ekki svo fá — þá átti starfið í Norræna húsinu ekkert skylt við brauðstrit — heldur var það hug- sjón og þar voru mínútur aldrei taldar. Þegar Hjálmar ólafsson varð formaður Norræna félagsins á ís- landi árið 1975, þá kom fljótt í Ijós, að hann ætlaði sér stóra hluti. Árangurinn liggur á borð- inu, Norrænu félögin á íslandi eru langtum fjölmennari en á öðrum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1984 Norðurlöndum miðað við fólks- fjölda, og æ fleiri svið koma þar til umfjöllunar. Hjálmar var oft fljótur að finna réttar leiðir og rétta menn til að koma málum f höfn. En nú er skip i nausti, Norræna félagið á á bak að sjá foringja, sem stóð báðum fótum í ístaðinu. Skarð hans verðu vandfyllt. Ég vil þakka honum örugga forystu og margar góðar endurminningar. Eiginkonu hans og börnum votta ég innilega samúð mína. Þorvaldur Þorvaldsson, Akranesi. Hjálmar Ólafsson er látinn — samferðamaður og félagi í fjölda ára alfarinn á besta aldri. „Svo ungur með fullt af verkefnum, sem hann átti ólokið," sagði einn vinur hans. Okkur finnst að ekkert hafi legið á — öll rötum við loka- sprettinn. En við höfum ekki til- lögurétt — það er einn sem ræður. Hjálmar var eldhugi, en þeir eru ekki margir með hverri kyn- slóð. Það var lífsfylling að þekkja hann og vinna með honum. Við verðum að sætta okkur við að þvf er lokið og enginn kemur f staðinn, þó sagt sé að maður komi manns í stað. Stórt hjarta er hætt að slá. Hjálmari voru falin mörg verk- efni — sum erfið — en hann leysti þau. Ég veit að tilveran er meira en það sem ég sé. Ég trúi að nú hafi höfund hennar vantað boðbera til einhvers verkefnis, sem við ekki þekkjum — þvf ber aðeins að segja þökk fyrir samfylgdina. Guð gefi honum góða ferð og ástvinum hans huggun. Þórður J. Magnússon Hjálmar ólafsson lést snögg- lega á heimili sfnu i Kópavogi 27. júní sl., tæplega sextugur. Hann skildi víða eftir sig spor og verða eflaust ýmsir til að minnast hans að leiðarlokum. Ég læt öðrum, mér þar um fróðari eftir að rekja ættir hans og uppruna og ýmis störf, en vil með nokkrum orðum minnast hans sem samstarfs- manns. Hjálmar réðst kennari í dönsku að Menntaskólanum við Hamra- hlíð sumarið 1970 og starfaði þar síðan, þegar frá er talið vetrar orlof. Hann var vel búinn undir kennslu við menntaskóla, með próf í ensku, dönsku o.fl. frá Há- skóla íslands og verulegt viðbót- arnám við norrænar menntastofn- anir. Auk þess hafði Hjálmar langa starfsreynslu að baki sem kennari við gagnfræðaskóla. Þegar Hjálmar kom til starfa í Menntaskólanum við Hamrahlíð var þar hafinn undirbúningur að nýju skipulagi skólans, sem sfðan hefur sett mark sitt á marga framhaldsskóla aðra. Guðmundur rektor Arnlaugsson fékk þá heim- ild ráðuneytis til að ráða aðstoð- arskólastjóra, konrektor, og tók Hjálmar það starf að sér, fyrstur manna við menntaskóla hérlendis. Þegar staða konrektors var skil- greind með lögum var Hjálmar formlega skipaður í starfið haust- ið 1972 og gegndi þvf sfðan um árabil. Árið 1972 tók til starfa við skól- ann kvöldskóli fyrir fullorðna, öld- ungadeild. Daglegur rekstur deild- arinnar var fyrstu árin að mestu í höndum Hjálmars ólafssonar, og margir nemendur deildarinnar frá þessum árum minnast hans með hlýju og þakklæti. Nokkru eftir að Hjálmar kom að Menntaskólanum við Hamrahlið varð hann fyrir því þunga mótlæti að eiginkona hans veiktist snögg- lega og alvarlega og hefur síðan ekki gengið heil til skógar. Aldrei hygg ég að drenglyndi Hjálmars hafi betur komið f ljós en þá, svo vel reyndist hann konu sinni í erf- iðum sjúkleika. Þau hjón eiga fjóra mannvænlega syni, sem stóðu við hlið föður sfns í þessum þrengingum, þótt ungir væru að árum. Minntist hann þess stund- um við mig, þegar talið barst að högum fjölskyldunnar. Síðustu árin hvarf Hjálmar frá stjórnunarstörfum við skólann, en var þar dönskukennari til dauða- dags, eins og fyrr segir. Hann hafði þá með höndum auk kennsl- unnar önnur trúnaðarstörf, eink- um á vegum Norræna félagsins. Ég á margar minningar af sam- starfi okkar Hjálmars. Á erfiðri stund í mfnu lifi sýndi hann mér og mínum hlýju og samhygð, sem ég mun aldrei gleyma. Á fyrstu starfsárunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð var Hjálmar löng- um hrókur alls fagnaðar á sam- komum kennaranna, þegar hann hafði kannski grafið upp sönglag við einhvern góðan texta íslenskan og stýrði svo söngnum. Þannig vil ég helst minnast hans. Ég veit að ég rita fyrir hönd alls starfsliðs Menntaskólans við Hamrahlíð og nemenda skólans eldri og yngri, þeirra er kynntust Hjálmari ólafssyni, þegar ég votta samúð konu hans, Nönnu Björnsdóttur, sonum þeirra hjóna, Ólafi, Birni, Eiriki og Helga, dótt- urinni af fyrra hjónabandi, Dóru, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldunni allri. Örnólfur Thorlacius. Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins á íslandi, vann óþreytandi fyrir norræna sam- vinnu fram á sfðustu stund. Að- eins tveim vikum fyrir andlát sitt var hann nýkominn heim bæði frá stjórnarfundi f Þórshöfn í Færeyj- um, sem einn af meðlimum stjórn- ar Norræna hússins hér, og einnig frá Norrköping, sem er vinabær Kópavogskaupstaðar og hélt nú upp á 600 ára afmæli sitt. Kvöldið áður en hann dó var hann að undirbúa tvær ræöur, sem hann ætlaði að halda daginn eftir. Önnur ræðan var fyrir fólk frá Nordkalotten, sem tók þátt f íslensku málanámskeiði, og hin fyrir námsmenn frá Finnlandi. Þegar konan mín, Rakel Sigurð- ardóttir, og ég fluttum til Kópa- vogs 1983 hélt Hjálmar elskulega ræðu til þess að óska okkur til hamingju með að vera flutt til Kópavogskaupstaðar, sem honum var svo hjartfólginn. Sem formað- ur Norræna félagsins í Kópavogi gaf hann okkur borðfána með merki Kópavogskaupstaðar. Vissulega fannst okkur við vera velkomin. Sjálfur minnist ég einn- ig Hjálmars frá fundum í Nor- ræna húsinu, sundsprettum f Laugardalslaug og kvöldstundum á heimili okkar hjóna, þegar oft var sest við píanó og t.d. gluntar Gunnar Wennerbergs sungnir. Alltaf var gaman að hitta þennan góða dreng. Sökum gáfna sinna og óvenju- lega mikillar hjartahlýju, sem geislaði frá honum, eignaðist Hjálmar ótal vini víða um Norður- lönd. Öll minnumst við hans með söknuði. Við sendum hans nánustu okkar dýpstu hluttekningu. Hjálmar Ólafsson er látinn. En ævistarf hans lifir. Esbjörn Rosenblad, sendiráð Svfþjóðar. Aðskilnað getur borið brátt að. Hvorugan okkar gat grunað, að lokakveðja fælist f handtakinu, þegar við Hjálmar kvöddumst f Norræna húsinu f Reykjavík sl. þriðjudag (26. júnf). Eins og jafn- an áður var hann svo lifandi, svo önnum kafinn f áformum og vinnu. Fáir voru jafn brennandi í áhuga fyrir norrænum málefnum sem hann, svo áfram um sam- kennd milli bræðra. Við ræddum um Samband norrænu félaganna og um stórmótið í Jönköbing f Sví- þjÖð í ágúst. Við töluðum um vina- bæjasamstarfið og samskiptin á grundvelli þess félagsskapar, sem hann helgaði svo mikið af tfma sfnum og kröftum. Einnig vikum við að fyrri íslandsheimsókn minni í apríl. Þá áttum við góða kvöldstund saman í Hafnarfirði, þar sem danskur visnasöngur setti svipmót á samkomu Norræna fé- lagsins. * Þeir áttu þá ekki eftir að vera fleiri norrænu fundirnir og móts- kveldin með Hjálmari, hversu erf- itt sem það er fyrir okkur að trúa því og sætta okkur við tilhugsun- ina. Okkur þótti hann eiga svo margt eftir ógert. Ef til vill er þetta mildasti dauðdaginn fyrir þann, sem hefur mikið umleikis og beinir sjónum til framtíðarinnar. Að geta kvatt á meðan maður enn virðist vera ómissandi og finnur sig nógu styrkan til þess enn að geta horft fram á veginn. „Lifið skal vegið í mætti verka en ekki í mergð daga,“ segja Svfar. Þau lóð eru þung á vogarstöng- inni. Þau sætta okkur við missinn vegna allt of skyndilegrar brott- farar manns, sem við mátum svo mikils sakir verka og vináttu. Þeir fjölmörgu vinir, sem Hjálmar eignaðist í Noregi og á vettvangi Norræna félagsins þar, vita, að við eigum honum skuldir að gjalda. Við minnumst hans með söknuði, en þó fyrst og fremst með þökk fyrir verk hans í þágu norrænnar samvinnu og þess, sem hann veitti okkur af vináttu. Helge Seip, formaöur Norræna félagsins í Noregi. litla smáin, lofi fáin lipurtáin gleðinnar. Ertu dáin út f bláin eins og þráin sem ég bar. H.L Þessar ljóðlínur komu í huga okkar þegar við fréttum fráfall vinar okkar Hjálmars ólafssonar. Kynni okkar hófust þegar Hjálm- ar fór að kenna sem stunda- kennari í Ingimarsskóla haustið 1944. 40 ár eru ekki langur tími í stundaglasi eilífðarinnar, en í. okkar jarðvist er þetta langur tími. Hjálmar var fljótur til að taka að sér ábyrgðarstörf, þ.ám. að kenna okkur landafræði. Ökkur fannst hann svolítið strangur, en þegar á leið fundum við vel hvað undir bjó. Eftir því sem á leið dvöl okkar í Ingimarsskóla lögðumst við öll meira og meira að Hjálm- ari. í lok skólavistar var komin á gagnkvæm vinátta milli hans og allra þeirra, sem útskrifuðust vor- ið 1947. Eins og gengur fer skóiafólk í ferðalag að lokinni vetursetu á skólabekk — og var svo einnig með okkur. Hjálmar fór ávallt með okkur í þessar ferðir sem fé- lagi, ekki sem siðapostuli. Söng- elskur var hann með afbrigðum og kunni heil býsn af ljóðum, inn- lendum sem erlendum. Var hans IP 35 fróðleikur á þessu sviði okkur krökkunum góður skóli. 10 árum eftir að gagnfræðanámi lauk tók þessi hópur — sem verið hafði mjög samstilltur í skóla — að ókyrrast — og fór svo, að skipuð var níu manna nefnd til undirbún- ings hátíðar. Hjálmar þótti sjálfkjörinn sem tíundi nefndar- maður. Hefur þessi nefnd setið allar götur síðan og undirbúið há- ' tíð fimmta hvert ár. Ekki lá Hjálmar á liði sínu við undirbún- ing, þótt þess væri ekki af honum krafist. Gott og hlýlegt viðmót var ein- kennandi í fari Hjálmars. Mikið hvíldi á herðum hans hin síðari ár og var það aðdáunarvert hve djarfmannlega hann barðist gegn þeim erfiðleikum, sem við var að etja. Við minnumst allra samveru- stundanna með Hjálmari í gegn- um árin, hvort heldur var á skóla- hátíðum á fimm ára fresti eða á fundum með níu manna nefndinni. Við minnumst fallega brosins, hlýlega handartaksins og orða þeirra, sem fylgdu kveðjum hans. Við þökkum Hjálmari fyrir sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að taka vel á móti ljúflingnum okkar og halda verndarhendi sinni yfir eftirlifandi konu hans og börnum. F.h. gagnfræðinga Ingimars- skólans 1947. NSu manna nefndin. 4. maí sl. komum við saman til að minnast 35 ára gagnfræðinga- afmælis okkar. Við buðum Hjálm- ari fyrrverandi kennara okkar með eins og öll hin skiptin sem við höfum hitst á þessum 35 árum. Gagnfræðingamót án Hjálmars kom aldrei til greina. Þetta kvöld áttum við skemmtilega stúnd saman og naut Hjálmar ekki síður samverunnar en við skólasystkin- in, hann með sitt vinalega og fal- lega bros. En engan grunaði að hann hyrfi okkur svona fljótt, sem þóttu svo vænt um hann. Hjálmar var skemmtilegur kennari og hélt allt- af góðum aga og samvinnu, en gaf sér alltaf tíma til að hlusta á vandamál og uppörva aðra. Við vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Minningin um Hjálmar mun ávallt fylgja okkur. Fari hann í guðs friði og hafi þökk fyrir allt. Gagnfræðingar í Ingimarsskóla við Lindargötu og Sjómanna- skóla 1949. Bladburðarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Lindargata frá 1—38 Skólavörðustígur Bjarnarstígur Laugavegur frá 101 — 171 I 1 #v0nnl A 8 £ Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.