Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1984 ntmmn ^fÓLtCerfariéí kuaria. yfír of mikLu ofbeídL á KeUi5i/ep9junurri." ... að bera sóláburð á Þad stendur á pakkanum sáist sncmma. Nokkur orð um klám, Banda- ríkin og íslenska blaðamennsku Amerískur íslandsvinur skrifar. „Velvakandi. Það er engin furða, þó að margir Bandaríkjamenn, sem dvelja lengi á íslandi, þreytist mjög á fordóm- um og vanþekkingu margra ís- lendinga á heimalandi sinu. Enda ríkir oft kæruleysi í íslenskri blaðamennsku varðandi Bandarík- in, sérstaklega þegar um menn- ingarleg mál er að ræða. Oft er alhæft um Bandarikin eins og þau væru lítið, fremur einlitt norður- evrópskt þjóðríki með sterka mið- stjórn, alveg eins og ísland. Ég hef jafnvel heyrt alhæfingar um veð- urfarið í Bandarikjunum, rétt eins og sömu aðstæðuri ar væru fyrir hendi í Maine og í kaliforniu. Lítil klausa, „Klám dagsins", sem birt- ist í Mbí. 1. júli sl. er aðeins litið dæmi þess konar kæruleysis, en ég hef kosið að svara þeirri litlu grein vegna þess, að i henni sést upphaf fordóma á dæmigerðan hátt. l)„í Bandaríkjunum er hægt ad hringja í ákveðið símanúmer og hlusta á klámsögur og hevra dónaleg orð...“ Ég spyr hvar? I New York og Honolulu, Waco, Texas, eða Wagon Wheel, Oregon? Er þetta ef til vill ókeypis rikisþjónusta? Eða hefur einhver brjálaður milljónamæringur getað keypt sér 800-langlínu? En hneykslanlegt! En Bandarikjamenn eru ef til vill ekki lengra leiddir en annað fólk. Við skulum fmynda okkur karlmann i litlum, kristilegum bæ, Clover, Vestur-Virginiu. Ekki er hægt að finna neitt símanúirer af þessu tagi í upplýsingunum þar. Ætli hann reyni lengi að finna slíkt númer i gegnum langlínu- upplýsingar? Ætli hann kæri sig um að vera þekktur fyrir slíkt í sveit þar sem, eins og kemur fyrir i sveitinni á íslandi, fólk kynni að liggja á línunni? Athugið: í Bandarikjunum eru nú orðið mörg sfmafyrirtæki. Mörg þeirra ná yfir ekki nema lítil svæði. Margs konar þjónusta er til. Þar er engin stofnun sem sam- „Klám dagsins“ . 1 Bandarfkjunum er haegt að hringja i ákveðin aímanúmer og hlusta á klámsðgur og heyra dónaleg orð á gama hátt og hér á landi er hægt að slá á þráðinn og j hlýða á guðsorð. Fyrir hefur komið að börn þar vestra I hringja og hlusta á Jdám dags- I ins“ og sem vonlegt er þykir for- eldrum og uppeldisfrðmuðum það ekki geðfellt. Nú er verið að ] reyna að stemma stigu við þessu , og á dögunum voru settar reglur, j sem banna þessa „simaþjónustu” að degi til. Nú er aðeins hsegt að j heyra dónaskapinn milli kl. 9 á kvðldin og 8 á morgnana, en þá ‘ eru bðrn — eða ættu að vera — í sofnuð. Sú undanþága er þó gerð, [ að hægt er að hlusta á klámið að | degi til ef i upphafi símtals kem- ur fram að greitt verður fyrir það með krftarkorti og númer 1 þess gefið upp. svarar póst- og sfmamálastofnun.- inni á íslandi. 2) „... i sama hátt og hér á landi er hægt að slá á þráðinn og hlýða á guðsorð." Hér er gefið í skyn að Bandarikjamenn séu eins spilltir og heiðnir og Islendingar eru sið- ferðilegir og guðræknir. Hér má geta þess, að víða er algengt í stórborgum Bandaríkj- anna, að ýmsir trúarflokkar bjóði upp á guðsorð f símanum (t.d. „Di- al a Prayer"). Sums staðar er ennfremur hægt að hringja í „ljóð dagsins“, „íþróttafréttir dagsins“, „fréttir friðarhreyfingar" (the „Freeze Hotline“) og margt annað. Að sjálfsögðu er slfk þjónusta rek- in og kostuð af einkafyrirtækjum eða áhugahópum. 3)... á dögunum voru settar regl- ur sem banna þessa „símaþjónustu" að degi til“. Hverjir settu þessar reglur“? Lútherski meirihlutinn i St. Olaf, Minnesota? Ibúar Clov- ers, Vestur-Virginiu? I samræmi við hvaöa eftirlit, við hvaða síma- fyrirtæki? Blaðamaðurinn virðist hafa gleymt, að i Bandarfkjunum er enginn landssími. Ætli slik gleymska hafi ekki verið á bakvið þá þjóðtrú á Islandi, að i Banda- rikjunum hafi verið bannaður sjónvarpsþátturinn Löður ? En Washington miðstjórnin hefur mjög takmarkaðan rétt til að skipta sér af notkun og rekstri einkafyrirtækja. Hún ræður ekki heldur efninu i fjölmiðlunum. I þorpum, sýslum, borgum, og jafn- vel fylkjum getur almenningur komið sér saman um að banna hitt og þetta í menningunni. En slfk bönn eru sjaldan samþykkt, enda valda slíkar tilraunir mjög heitum deilum um frelsi. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að banna klám f ýmsu formi á mörgum stöðum i Banda- ríkjunum. Undanfarið hefur slík barátta verið háð af kvennasam- tökum i Minneapolis. En niður- staða dómaranna er oftast sú, að hið sama skilyrðislausa málfrelsi, sem verndar rétt róttækra tíma- rita eins og Mother Jones eða Workers’ Vanguard til að gagnrýna Reagan, tryggir rétt klámfram- leiðenda líka — því miður. Haldið er fram, að það, að almenningur þurfi annaðhvort að þola eða berj- ast gegn tilveru kláms, sé ekki nema einn af fylgifiskum dýrmæts málfrelsis. Gagnlegt væri að hætta að rembast um Bandaríkin, og að horfast frekar í augu við þau þjóð- félagslegu vandamál, sem (slend- ingar geta skipt sér af. Leiðinlegt er t.d. að sjá klámblöðin, sem eru oft til sýnis í allmörgum islensk- um „sjoppum". Maður, littu þér nær.“ Eftir fréttir á laugardögum Hrönn Viggósdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Fyrir skömmu hélt Helgi Pét- ursson stutta þáttaröð á laug- ardagskvöldum eftir kvöldfrétt- ir, klukkan 19.00, sem hét „Eftir fréttri“. Ég er nú ekki mikið inni fjöl- miðlum né fréttamennsku og hafði satt að segja lítinn áhuga á að kynnast henni. En af tilviljun kveikti ég á fyrsta þættinum og reyndi að missa ekki af þeim eft- ir það. Helgi er góður fréttamað- ur, að öðrum ólöstuðum, og þættirnir voru honum til mikils sóma. Bæði voru þeir fræðandi og skemmtilegir og fjölluðu um afar mikilvægan en viðkvæman hluta í lífi okkar, sjónvarp, út- varp og blöð. Rakin var þróun fjölmiðlatækni og nýjustu fram- farir og flóknustu skilnings- Helgi Pétursson, fréttamaður með meiru, umsjónarmaður þáttanna „Eftir fréttir“. atriði voru barnaleikur, jafnvel fyrir grænjaxla á þessu sviði eins og mig. Það er oft kvartað yfir ýmsu sem heyrist í útvarpi og einnig yfir starfsfólki þess, en sjaldan er hrósað því sem betur er unnið. I því sambandi vil ég nefna fréttirnar í kvöldútvarpi sem eru til mikillar fyrirmyndar. Hvergi þar sem ég hef komið eru fréttir jafn almennar og fjölbreyttar eins og hjá Ríkisútvarpinu. I framhaldi af því langar mig að vita hvort standi til að endur- flytja þáttaröðina einhvern tíma og þá hvenær. Að lokum vil ég aðeins þakka Helga fyrir og vona að hann eigi eftir að sjá um fleiri þætti af þessu tagi. Að hefnast fyrir hús- móðurstörfin Katrín hringdi og hafði eftir- farandi að segja. Mig langar til að leggja spurn- ingar fyrir Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, varðandi skattamál hjóna. 1. Hvers vegna er hjónum hegnt fyrir það skattalega séð, ef annað er heimavinn- andi? 2. Hvenær verður starf hins heimavinnandi metið til fjár? 3. Er ekki kominn tími til að endurskoða sérsköttunar- málin? Það er eitthvað að í skatta- málum þjóðarinnar þegar iveim heimilum með sömu tekjur er mismunað skattalega séð, vegna þess að á öðru heimilinu eru tvær fyrirvinnur en ein á hinu? Er ekki ósanngjarnt að refsa heimilinu með einni fyrirvinnu sem leggur á sig ómælda vinnu til þess að makinn geti verið heimavið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.