Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 Sýning Ólafar Pálsdóttur í París: „Eins og stutt heim- sókn til íslands“ En snúum okkur að sýningunni í París, þar sem Ólöf sýndi fimm skúlptúra, alla úr bronsi. Verk ólafar eru tignarleg og svo íslensk, að þrátt fyrir fjarveru hennar frá íslandi I fjölda ára vegna búsetu foreldra, listnáms og síðar starfa manns síns sem sendi- herra í mörgum löndum hefur hún síður en svo fjarlægst ísland. Fyrir mig persónulega var sýning hennar eins og stutt heimsókn til íslands meðan ég dvaldi í sýn- ingardeild hennar á „Les Salons des Nations". Verk Ólafar seld hjá Christie’s í London ÓLÖF Pálsdóttir myndhöggvari tók í febrúar sl. þátt í alþjóðlegri listsýn- ingu, „Les Salons des Nations“ ( París. Var sýningin haldin f „Centre International d’Art Contemporain” og var Ólöf eini íslendingurinn, sem boðin var þátttaka svo ég viti til. Hún hefur jafnan hlotið frábæra dóma listgagnrýnenda erlendis og er eina íslenska listakonan, sem veitt hafa verið gullverðlaun Konunglega listaháskólans f Kaupmannahöfn. Árið 1982 sýndi Ölöf yfir þrjátíu höggmyndir eftir sig í London á einkasýningu sem vakti þar mikla athygli. Leitaði Tate Gallery m.a. eftir ýtarlegum upplýsingum um hana í bókasafn sitt og The Times sagði sérstaklega frá sýningunni og birti stóra mynd af einu verkanna á henni. Nýlega var svo skúlptúr eftir Ólöfu boðinn upp og seldur á hinu fræga Christie’s- uppboði í London, í flokknum „Impressionist and Modern Sculp- ture and Paintings", ásamt verk- um manna á borð við Nicholson, Picasso, Roden og Reonoir. Ólöf Pálsdóttir við eitt verka sinna. Ég hitti ólöfu að máli í miðjum önnum hennar í sambandi við sýn- inguna og spurði hana nokkurra spurninga. M.a. hvernig henni fyndist að vera listakona á íslandi i dag, eftir að hafa dvalist svo mörg löng tímabil erlendis, nú síð- ast í fjórtán ár? „Ég er svo að segja nýkomin heim, er að reyna að byggja upp okkar gamla hreiður á Útsölum og hef engin vinnuskilyrði eins og er,“ segir hún. „Ég hafði eiginlega hvorki tíma né orku til að taka þátt í þessari frönsku sýningu en ákvað samt að kasta mér út í þetta, þar sem ég hef svo oft þurft að afþakka áhugaverð boð um sýn- ingar vegna anna, sem á mig hafa hlaðist á öðrum sviðum. En ég verð að viðurkenna, að það er erfitt að taka ein þátt í höggmyndasýningum erlendis og vera búsett á íslandi. Það er mun léttara ef heil samtök eða hópar standa saman að því. Oft hef ég þurft að fá lánaðar styttur eftir mig í bronsi frá öðrum löndum, á síðustu árum t.d. frá Ítalíu til Cambridge, frá Danmörku til London og núna frá íslandi, Danmörku og Svíþjóð til Parísar. Stórir skúlptúrar eru ekki auð- veldur varningur til flutnings og það hvarflar stundum að mér þeg- ar þetta umstang stendur sem hæst, að það hefði verið auðveld- ara að vera málari. En í þetta skiptið naut ég aðstoðar tveggja óskyldra aðila, sem ég met mik- ils.“ — Hvernig finnst þér að sýna í París? „Mér finnst það spennandi. Ég MÁLEFNI ALDRAÐRA Þórir S. Guöbergsson Líkamsrækt aldraðra Nú á dögum er mikið rætt um líkamsrækt. Mikil áhersla er lögð á að allir þurfi á æfingum að halda til að halda þreki og þoli sem allra lengst. Auglýsingar í fjölmiðlum blasa við okkur með spengilega vöxnum líkömum og venjulegast hálfnöktum — ein mynd áður en lík- amsræktin er hafin og önnur þegar henni er að Ijúka. Og árangurinn lætur ekki standa á sér. Líkamræktarstöðvar hafa sprottið upp undanfarin ár nær því eins og gorkúlur á haustdögum og öll aðstaða fólks til þess að rækta líkama sinn hefur batnað til muna frá því sem áður var. Og víst er það, allir þurfa á hreyfingu og þjálfun að halda. Hver skyni gædd vera veit að þeir líkamshlutar sem ekki eru notaðir hörna. Liggjum við i rúminu þó ekki sé nema 2—3 sólarhringa finnum við strax hvað við erum stirð þegar við komumst á fætur aftur. Æfingar, þjálfun, líkamsrækt, heilsuræktarstöðvar og skokk þekktist ekki hér fyrr á tímum og eldri kynslóðin á því e.t.v. erfitt með að átta sig á þessum hröðu breytingum sem hafa orðið á þessu sviði á undanförnum árum. Aldraðir þurfa þó ekki síður æf- inga við en þeir sem ungir eru þó að stundum gleymist á tímum auglýsingaílóðs og samkeppni að leggja áherslu á það. „Líkaminn hefur þörf fyrir notkun. Þeir lík- amshlutar sem eru ekki notaðir hrörna. Líkamsrækt dregur líka úr stirðnun, bætir almenna líðan, blóð- þrýstingurinn lækkar og menn sofa betur sem er mjög mikilvægt og tápið eykst. Margir hafa líka bent á að hugrækt geti að sama skapi verið holl fyrir hugann“ Þrek og þol Líkamlegt þrek og þol breytist með aldrinum. Hámarksþreki náum við um 25—30 ára aldur, en síðan fer það þverrandi eftir því sem við eldumst. Ef gengið er út frá því að há- marksgeta 25 ára mann sé 100 — þá er hámarksgeta 50 ára manns um 70 og hjá sjötugum manni yrði getan um 55. Oft er það svo að við nýtum ekki hámarksgetu okkar — stundum vegna vanþekkingar, stundum vegna aðstæðna. Ef við setjum okkur að 25 ára maður nýti aðeins um 50% af hámarksgetu sinni { vinnu sinni — en sjötugur maður nýti hins vegar getu sina til fulls ættu þeir að ná sömu afköstum við sömu vinnu og svipaðar aðstæður. Aðeins er drepið á þetta hér þar sem undirritaður verður ítrekað var við að erfiðleikarnir fyrir mið- aldra og eldra fólk fara vaxandi ef það missir atvinnu á efri árum eða leitar út á vinnumarkað um og eft- ir sextugt. Ekki má gleyma því i öllu lífsgæðakapphlaupinu að aldraðir geta oft nýtt orku sina betur en yngri kynslóðin vegna reynslu sinnar og hagkvæmni, fjarvistir úr vinnu eru fátíðari og með markvissri þjálfun og æfingu er unnt að halda við þreki og þoli langt fram eftir aldri. Þannig er ekkert sem mælir gegn þvi að 65 ára maður í góðri þjálfun hafi jafnmikla afkastagetu ef því er að skipta og sá sem er tvitugur. Þeg- ar líkamleg vinnugeta skerðist því til muna eftir fertugsaldurinn á það fremur rætur sinar að rekja til lítillar þjálfunar en að orsak- anna sé að leita i breytingum á vefjum og líffærum likamans. Líkamsrækt aldraðra Flestum ber saman um að lik- amlegar æfingar komi að góðum notum fyrir unga sem aldna, en æfingarnar verða þó að miðast við hæfni, getu og þol hvers og eins. Ársæll Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum, svaraði eitt sinn á eftirfarandi hátt er hann var spurður um líkamsrækt aldr- aðra: „Besta aðferðin er nefnilega ein- foldust, þ.e. góðar göngur svo og liðkandi æfingar og sund þó að erf- itt sé að alhæfa í þessum efnum. Miðað er við að æfingin komi að gagni þegar fólk nær því að verða létt mótt. Það er oft erfitt og þarf tðluvert átak fyrir eldra fólk að byrja að stunda reglulega líkamsæfingar ef það er ekki vant þvi. Aðstandend- ur gætu veitt góða aðstoð með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.