Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JtJLÍ 1984 19 er ef til vill of gagnrýnin, en ég hefði þó gjarnan viljað vita meira um skipulag hjá þessum alþjóð- legu listasamtökum, sem bæði Frakkar og Svisslendingar standa að. Skriffinnskan var tvöföld, en það er auðvitað freistandi að taka svona boði í þessari miklu lista- borg, sem ég hef ekki dvalið i að ráði síðan á námsárunum. Það gladdi mig síðan sérstaklega, að einnig íslendingar í París sýndu áhuga á þessari þátttöku minni og tóku mér vel,“ segir ólöf. En mér er kunnugt um, að henni hefur nú borist nýtt boð frá öðrum stórum listasamtökum, um þátt- töku í sýningu i Paris á næstunni. Sú sýning mun eiga að standa á þriðja mánuð í París og fara jafn- vel víðar. Er ég hafði samband við ólöfu seinna kvaðst hún vera mjög efins um möguleika sina á að taka þátt i þessari sýningu, enda var hún stödd á Indlandi með manni sínum i opinberum erind- um er boðið barst og átti eftir að taka afstöðu til þriggja sýningar- tilboða í London. Þegar ég spyr hana um listalífið heima á fslandi, segir ólöf að sér virðist vera þar mikil gróska í listalifi almennt og feikna sýn- ingargleði. — Er langt síðan þú hefur sýnt á Norðurlöndum? „Já, því miður. Ég hef t.d. ekki komið því við að taka þátt í sýn- ingum „Den Nordiske" undanfarin ár, en ég er einn af stofnendum þeirra samtaka, var í fyrstu stjórn þeirra og vil ógjarnan missa tengslin við Norðurlöndin, starfsbræður og vini þar. En að líkindum læt ég frekari sýningar lönd og leið fyrst um sinn. Þarf að einbeita mér að því að fá mér vinnustofu heima á ís- landi, vinna ný verk og ljúka öðr- um sem bíða úrvinnslu." Að lokum má geta þess að ólöfu Pálsdóttur hefur síðan borist heiðursskjal frá „Les Salons des Nations" og tilmæli um að hún haldi einkasýningu, sem gestur á þeirra vegum, seinna. Má því segja að hún hafi gert góða för til Parísar. Anna Theodórsdóttir, París. hvatningu og ekki síst með því að fara með í fyrstu gönguferðirnar. Morgunleikfimi útvarpsins er góð hjálp. Reyndar væri ekki úr vegi að fá sérstakan leikfimiþátt fyrir aldraða í ríkisfjölmiðlum. Að mínu mati er það framtaksleysi að efla ekki líkamsrækt meðal aldr- aðra miklu meira en gert er. Fólk verður að finna sín tak- mörk hvað þetta snertir. Það er með viðbragðsíþróttir eins og hnit, að ef fólk hefur ekki alist upp við þær, þá er ekki heppilegt að taka þær upp á gamals aldri. Ef viðkomandi hefur stundað slíkar íþróttir þá er ekkert í vegi fyrir því að halda áfram. Reyndar má þjálfa líkmann upp á hvaða ald- ursskeiði sem er og ná gífurlegum framförum og er slík þjálfun stunduð erlendis." Þá segir Ársæll Jónsson, læknir, ennfremur: „Líkaminn hefur þörf fyrir notkun. Þeir líkamshlutar sem ekki eru notaðir hrörna. Líkams- rækt dregur líka úr stirðnun, bæt- ir almenna líðan, blóðþrýstingur- inn lækkar og menn sofa betur, sem er mjög mikilvægt og tápið eykst. Margir hafa lika bent á að hugrækt geti að sama skapi verið holl fyrir hugann." Og þá er ekki úr vegi að enda með orðum Cicerós þar sem hann ræðir um sömu atriði í bók sinni „Um ellina": „En ekki nægir að hlúa að Hk- amanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þær dvína einnig með aldrinum eins og ljós á lampa ef honum er eldsneytisvant. Hugur og hönd þroskast við hæfilega þjálfun. Sá er þó munurinn á að líkaminn þreytist við áreynslu, en andinn fjörgast og hressist þegar honum er beitt.“ Sauðárkrókur: Sumarsæluvika SUMARSÆLUVIKA, sú önnur í röð- inni, stóð yfir hér dagana 30. júní til 8. júlí sl. Dagskráin var hin fiöl- Hluti leikhópsins „Afturúr“ gengur um götur Sauðárkróks í Sumarsæluviku. breyttasta, útiskákmót, jasskvöld, golfmót, götuleikhús o.fl. o.fi. Eitthvað mun þó hafa fallið niður af auglýstum dagskrárlið- um, en vonandi hefur það ekki komið að sök. Sumarsæluvikunni lauk með skemmtun á íþróttavell- inum. Hana sótti mikill fjöldi fólks, enda veður skaplegt, sólskin og norðanandvari. STOFNFJÁRREIKNINGUR SKATTALÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000.- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé inn á stofnfjárreikning íþví skyni að stofna síðar til eigin atvinnu - rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar máfarafram hvenœr sem er innan 6 árafrá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstæður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. Landsbankinn býður 1.54% vaxtaálag á þessa reikninga. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hætti? Sé svo getur þú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfært þig við þá um rekstur fyrirtækja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs - deildum Landsbankans LANDSRANKINN Græddur er geyntdur eyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.