Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 212. tbi. 71. árg. FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins - Símamynd/ AP. INDLAND — Frá óeirðunum í Nýju Delhí í gær. Hús í miðborginni stendur í björtu báli og óbreyttir borgarar flýja undan eldtungunum. Blóðug átök hindúa og sí kha á Indlandi Hundruð þúsunda gengu fram hjá líkbörum Indiru Gandhi Nýju Delhí, I. nóvember AP. ÚTGÖNGUBANN var sett á í Nýju Delhí og fleiri borgum á Indlandi í dag eftir að til blóðugra bardaga kom milli hindúa og síkha í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi forsæt- isráðherra. Upplýsingar um fjölda fallinna og særða stang- ast á, en talið er að a.m.k. 115 manns hafí látið lífíð og nokkur hundruð slasast í átökum víðs vegar um landið, þar af um sex hundruð í höfuðborginni. Sonur Indiru, Rajiv, sem tekið hefur við embætti forsætisráð- herra, flutti útvarpsávarp til þjóð- arinnar i gærkvöldi og hvatti til stillingar. Lögreglumönnum hefur verið skipað að skjóta á þá óeirða- seggi, sem ekki hlýða fyrirmælum þeirra. Að sögn Wali, innanríkisráð- herra Indlands, hafa sveitir her- manna verið kallaðar út til að að- stoða lögregluna við að bæla óeirðirnar niður. „Við munum ekki líða ástand af þessu tagi,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann kvaðst vongóður um, að á morgun, föstudag, yrði kyrrð komin á víðast hvar í landinu. Morðingjar Indiru Gandhi, tveir síkhar í öryggissveitum hennar, voru nafngreindir í dag. Þeir eru Beant Singh, sem skotinn var til bana eftir ódæðisverkið, og Satw- ant Singh. Þeir notuðu hríðskota- riffil og skammbyssu til að myrða forsætisráðherrann. Fjölskyldu- fólk þeirra Beants og Satwants, feður þeirra, bræður og systur, var handtekið í dag, en kona Be- ants og börn voru horfin á braut þegar lögregla kom á heimili hans í Nýju Delhí. í morgun gengu hundruð þús- unda manna framhjá líki Gandhi, sem liggur á viðhafnarbörum á heimili föður hennar, Nehrus, sem var fyrsti forsætisráðherra Ind- lands. Á tímabili var fjölmennið slíkt, að lögregla varð að beita táragasi til að halda aftur að fólki. Margir reiðir hindúar í röðinni, sem var rúmlega þriggja kíló- metra löng, hrópuðu á hefndir fyrir víg leiðtogans. „Blóð fyrir blóð,“ heyrðist víða kallað .Útför Gandhi verður gerð á laugardag og munu helstu þjóðhöfðingjar og stjórnmálaleiðtogar heims fylgja henni til grafar. Símamynd/ AP. HUNDRUÐ þúsunda gengu fram hjá líkbörum Indiru Gandhi í gær og vottuðu hinum látna leiðtoga virðingu sína. Andófsmenn í Gdansk hvetja til verkfalls Walesa andvígur aðgerðunum VnrNjá, 1. nóvember. AP. HÓPUR andófsmanna í borginni Gdansk í Póllandi hvatti í dag til þess, að vinna yrði lögð niður í eina klukkustund til að mótmæla morð- inu á séra Jerzy Popieluszko, sem var einn helsti málsvari óháðu verkalýðshreyfingarinnar í klerka- stétt landsins. Lech Walesa, fyrrum leiðtogi Samstöðu, segist ekki taka undir þessa hvatningu þar eð að- stæður séu ekki heppilegar til slíkra aðgerða nú. Þá hafa fyrrum forystumenn Samstöðu í Varsjá hvatt til þriggja mínútna þagnarstundar í öllum verksmiðjum landsins á há- degi á laugardaginn, þegar séra Popieluszko verður borinn til grafar. Andófsmennirnir í Gdansk leggja til að verkfallið verði annað hvort á laugardaginn eða 9. nóv- ember, ef frí verður gefið frá vinnu á útfarardaginn. í hópnum í Gdansk er m.a. And- rzej Gwiazda, sem á sínum tíma keppti við Walesa um forystuhlut- verk í Samstöðu. Hann var, ásamt sjö öðrum foringjum óháðu verka- lýðshreyfingarinnar, náðaður í júlí sl. þegar pólitískum föngum voru gefnar upp sakir. Veggurinn umhverfis kirkju heilags Stanislas í Varsjá, þar sem séra Popieluszko þjónaði og útför hans verður gerð, var þakinn log- andi kertum og skrýddur blómum í dag, Allra heilagra messu, sem er helgidagur í Póllandi. Þar gat einnig að líta myndir af prestinum og spjöld með pólitískum vígorð- um. Stöðugar messur hafa verið í kirkjunni allan daginn og hefur mannfjöldi streymt að án afláts Bretland: Er ógerlegt að semja við Scargill? London, 1. nóvember. AP. STJÓRNENDUR ríkisreknu kolanámanna í Bretlandi segja, aö þeir sjái ekki nokk- urn möguleika á því að sam- komulag takist, sem bindi enda á verkfall kolanámu- manna, meöan marxistinn herskái, Arthur Scargill, er í forystu fyrir samtök þeirra. í gær slitnaði upp úr samn- ingafundi í vinnudeilunni, sem staðið hefur í sjö mánuði. Ian MacGregor, formaður stjórnar kolanámamanna, sagði að ekki virtist neinn grundvöllur fyrir frekari viðræðum. Arthur Scargill sagði aftur á móti, að samkomulag gæti tek- ist ef stjórn kolanámamanna félli frá þeirri fyrirætlan sinni að loka námum, sem ekki skila arði. Hann kvaðst ekki ætla að falla frá andstöðu sinni við lok- un náma af fjárhagslegum ástæðum. Eina réttlætingin fyrir lokun náma væri, að verkamönnum væri hætta búin í þeim. Svetlana farin til Rússlands? London, 1. nóvember. AP. SVKl LANA Peters, dóttir Jósep Stalíns, fyrrum leiðtoga Sovétríkj- anna, hefur snúið til Rússlands ó ný eftir 17 ára útlegð ó Vestur- löndum, að því er skólastjóri í skóla þeim í Essex ó Englandi, sem 13 óra gömul dóttir hennar hefur sótt, greindi fró í kvöld. „Svetlana hringdi í mig 22. október," sagði skólastjórinn, „og sagðist vera á förum til Moskvu. Olga, dóttir hennar, myndi því ekki koma aftur í skólann.“ Svetlana Peters, sem er 59 ára að aldri, yfirgaf Sovétríkin í mars 1967 þegar hún var á ferðalagi á Indlandi. Hún fékk pólitískt hæli í Bandaríkjunum og giftist þar bandarískum ark- itekt, William Peters, sem er faðir Olgu. Þau slitu samvistum árið 1973. Þá fluttist Svetlana til Cambridge á Englandi. Nánir vinir Svetlönu á Bret- landi hafa lýst furðu sinni á þessum fréttum og segjast eiga erfitt með að trúa þeim. Hvorki sovéska sendiráðið í London né útlendingaeftirlitið hafa vilja staðfesta fregnina. Svetlana á son og dóttur frá fyrsta hjónabandi sínu og eru þau búsett í Sovétríkjunum. I viðtali við Lundúnablaðið The Observer í mars sl. sagði hún, að það væri „nánast ofurmann- legt að streitast við að kasta ekki öllu frá sér, hlaupa á brott, ná í farseðil og fara og hitta þau“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.