Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Tvær hljóð- myndir Mynd kemur upp í huga „fjöl- miðlagagnrýnandans" (afsakið orðbragðið en eitthvert starfsheiti verða víst allir að hafa). Undirrit- aður situr í mjúku bílstjórasæti gamals amerísks-kagga er siglir inn þjóðveg 101, og hefir rétt rennt fram hjá skilti er segir: þjóðvegur 101 er fegursti þjóðveg- ur heims. Það er hlýtt í bílnum, þrátt fyrir loftkælinguna, enda sólin hátt á himni, einna líkust hundraðkerta ljósaperu sem hefir verið skrúfuð í festinguna að ei- lífu. í eyrum glymur hávær diskó- músík. Sum sé ekta Hollywood- stemmning frá sjötta áratugnum. En vegurinn framundan virðist aldrei ætla að taka enda, og brátt þreytast eyru mörlandans á diskó- inu. En hann man ekki eftir því, að í henni Ameríku eru yfir átta þúsund útvarpsstöðvar, og hyggst því slökkva á tækinu, en slær þess í stað af einhverri slysni á sjálf- leitarann, nálin þýtur til í viðtæk- inu. Þá man mörlandinn eftir því, að hann er staddur utan áhrifa- svæðis Ríkisútvarpsins. Já, það er gaman að lifa í henni Hollywood og nú er lamið og barið á sjálfleit- arann, en þá gerist undrið, það er nefnilega alveg sama hvar nálin staðnæmist, diskódrullan vellur úr tækinu og að lokum gefst mör- landinn upp, og slekkur rétt eins og þegar sinfóníurnar voru að gera útaf við hann heima á Fróni. En þetta gerðist nú áður en rás 2 sá dagsins ljós. Undirritaður er staddur í hót- elherbergi í Lundúnaborg. Það er dumbungur í lofti og neonljós næturinnar vart horfin af spegli götunnar. Flugið er ekki fyrr en seinnipartinn, og smá bið á hótel- inu. Af rælni kveikir mörlandinn á útvarpinu, og er fyrr en varir sokkinn ofan í umræður um einka- skóla í Bretlandi, og pantar því ekki morgunverðinn, fyrr en seint og síðarmeir. Þá er umræðan um breska skólakerfið orðin nokkuð langdregin, og minnugur þeirra orða ónefnds hússtjórnarkennara að holt sé að hlýða á létta tónlist undir borðum, skiptir mörlandinn um rás og viti menn, úr tækinu seitlar létt klassísk tónlist. Svo er að pakka og þá dugir ekkert nema poppið, og ekki bregst breska ríkisútvarpið skyldu sinni, fremur en Nelson forðum. Kæru lesendur, ég hef brugðið upp þessum ólíku „hljóðmyndum" úr safnþró minninganna, svona meira í gamni en alvöru. Þær staðfesta ekki persónulegt álit mitt á svokölluðu „frjálsu" útvarpi annarsvegar og „einokunarút- varpi" hinsvegar. Ég vil aðeins benda á að vandrataður er vegur- inn milli frelsis og helsis. Frelsi í útvarpsmálum sem helgast af óljósum kröfum óskilgreinds hlustendahóps, getur að mínu mati smám saman leitt til helsis því þá er ansi hætt við að ein- hverskonar „vinsældamoðmulla" verði ofaná, þannig að, þótt skipt sé um rás, þá erum við í rauninni alltaf að hlusta á sama diskóið, sé diskó á annað borð í tísku þá stundina. Með öðrum orðum, að- eins ein stöð stendur mönnum til boða þrátt fyrir fjölda rása, og þá er stutt í einokunina. Um lagasetningu Ég bið háttvirta alþingismenn að hafa þetta í huga þá þeir setja lög um frjálslegri útvarpsrekstur. Minnist þess að það eru aðeins dýrin sem eru alfrjáls, í þeim skilningi, að þau lúta af eðlishvöt lagasetningu náttúrunnar, við mennirnir erum bundnir af þeirri lagasetningu er helgast af skyn semi vorri. Stundum vill eðlishvöt- in taka yfir í mannlegu samfélagi, þá er það ykkar, kæru alþingis- menn, að ganga allsgáðir til verka, og feta þannig fremur i fótspor Njáls en Gunnars. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP íslensk tónlist og viðtöl 1 Morgunþátt- ur Rásar 2 er í dag í umsjá Kristjáns Sigurjónsson- ar og Sigurðar Sverris- sonar. Að sögn þess síð- arnefnda verður þáttur- inn með hefðbundnu sniði í dag. „Á fimmtu- dögum er venjan sú, að spiía ísienska tónlist fyrsta hálftímann og kynna einhverja hljóm- sveit eða tónlistar- mann,“ sagði Sigurður. „Við Morgunþáttarmenn reynum að hafa einhver 10,M) sérkenni á þættinum dag hvern, t.d. er gesta- plötusnúður á miðviku- dögum og vinsælda- listinn á föstudögum, svo fátt eitt sé nefnt." Sigurður sagði, að í Morgunþættinum í dag yrði spjallað við að- standendur Revíuleik- hússins, sem sýna Litla Kláus og Stóra Kláus í Hafnarfirði. „Við fáum sjálfsagt fleiri í heim- sókn, en hverjir það verða ræðst af því hvað okkur þykir forvitnilegt í fréttum við blaðalestur áður en við skellum okkur í útsendinguna," sagði Sigurður. „Það er því oft lítill fyrirvari fyrir þá sem koma í við- töl, en fólk hefur undan- tekningarlaust tekið við- talsbeiðnum mjög vel.“ Beint útvarp frá Alþingi 2000 í kvöld verður útvarpað beint frá sölum Al- þingis, þegar rædd verð- ur vantrauststillaga á hendur ríkisstjórninni. Flutningsmenn tillög- unnar eru Svavar Gests- son (Alþbl.), Kjartan Jó- hannsson (Alþfl.), Guð- mundur Einarsson (Bl.jafn.) og Kristín Halldórsdóttir (Kvl.). í umræðunum í kvöld verða tvær umferðir og fær hver flokkur 30 mín- útur til umráða saman- lagt, 15—20 mínútur í fyrri umferð og 10—15 mínútur í seinni umferð. Fyrstur talar fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Svavar Gestsson, síðan Steingrímur Her- mannsson, forsætis- ráðherra, og næstir þingmenn Alþýðuflokks, Bandalags jafnaðar- manna, Sjálfstæðis- flokks og loks þingmað- ur Samtaka um kvenna- lista. AIls munu umræð- ur þessar standa í 3 tíma. Músík, sem minnir á haustið Oddur Björns- son, leikrita- skáld, verður með fyrstu Músíkvöku sína í kvöld kl. 23.10. Hann sagðist ætla að spila tónlist, sem minnti á haustið, t.d. eftir Rich- ard Strauss og Leif Þór- arinsson. „Það verður svona hitt og þetta úr klassískri tónlist í þætt- inum,“ sagði Oddur. „Ég spila einnig leikhústón- list og læði jafnvel Ijóðalestri inn á milli. Þetta verður alla vega ekki popp, né heldur jazz, enda sér Jón Múli um hann.“ Oddur sagði, að þáttur hans yrði á dagskrá útvarps hálfs- mánaðarlega, en ekki væri ákveðið hve margir þættirnir yrðu, en þeir 2310 yrðu eitthvað fram eftir vetri. ÚTVARP FIMMTUDMSUR 8. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorö: — Sigurvelg Georgsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur Jóna Þ. Vernharösdóttir les (7). 9J20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 Ég man þá tfö Lög frá liönum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 „Sagt hefur paö veriö H j á I m a r Arnason sér um þátt af Suöurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynnlngar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunnvör Braga. 13.30 Tónleikar 14.00 „A Islandsmiöum" eftir Pierre Loti Séra Páll Pálsson á Berg- þórshvoli les pýöingu Páls Sveinssonar(11). 14.30 A frlvaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 192S Veröld Busters. Nýr flokkur. — Fyrsti þáttur. Danskur framhakfsmynda- flokkur I sex þáttum, geröur eftir samnefndri barnabók eftir Bjarne Reuter og Bille August sem komiö hefur út I islenskri þýöingu Ólafs Hauks Slmonarsonar. (Nord- vision — Danska sjónvarp- ið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 16.20 Slðdegistónleikar a. Sónata I A-dúr fyrir selló og planó eftir Franz Schu- bert. Gisela Depkat og Raffi Armenian leika. b. Trló I Es-dúr op. 40 fyrir fiðlu, horn og planó eftir Jo- hannes Brahms. Thomas Brandis, Norbert Haupt- mann og Tamás Vásáry leika. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar FOSTUDKGUR 9. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Helgi E. Helgason. 21.10 Skonrokk. Umsjónarmenn Anna Hlnr- iksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 2140 Hláturinn lengir Iffiö. Annar þáttur. Breskur myndaftokkur I þrettán þátt- um um gamansemi og gam- anleikara I fjölmiðlum fyrr og sföar. Þýöandi Guöni Kol- beinsson. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur. 20.00 Utvarp frá Alþingi: Tillaga til þingsályktunar um vantraust á rlkisstjórnina. Umræöan skiptist I tvær um- ferðir og hefur hver þing- flokkur samtals 30 mfn. ræðutlma. 23.10 Músfkvaka 22.10 Saigon á ári kattarins. Ný bresk sjónvarprsmynd. Leikstjóri Stephen Fears. Aöalhlutverk: Judy Dench, Frederic Forrest og E.G. Marshall. Myndin gerist á lokastigi styrjaldarinnar I VI- etnam. Bresk kona, sem starfar I banka I Saigon, kynnist bandarlskum leyni- þjónustumanni og þau leika bæði nokkurt hlutverk I brottflutningi Vesturlanda- búa frá borglnni. Þýöandi Kristrún Þóröardóttir. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. Tónlistarþáftur I umsjá Odds Björnssonar. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 FIMMTUDAGUR 8. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur Fyrstu þrjátlu mlnúturnar helgaðar Islenskrl tónlist. Kynning á hljómsveit eða tónlistarmanni. Viðtöl ef svo ber undir. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—154» Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15410—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 164)0—17.00 Jóreykur að vest- an Litið inn á Bás 2 þar sem fjósa- og hesthúsamaöurinn Einar Gunnar Einarsson lltur yflr farinn veg og fær helstu hetjur vestursins til að taka lagið. 174)0—164» Gullöldin - iðg frá 7. áratugnum Vinsæl lög frá árunum 1962—1974 — Bltlatlmabil- ið. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.