Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Lífsblóm og steingervingar Myndlist Bragi Ásgeirsson Ein af þeim sýningum er opnuðu dyr sínar í upphafi verk- falls, var sýning Listasafns ís- lands á glermyndum Leifs Breiðfjörð. Sýningin var svo að sjálfsögðu lokuð í verkfalli BSRB, en opnuð aftur að því loknu og stendur til sunnudags- ins 11. nóvember. Listrýnirinn hefur staðið í ströngu undanfar- ið við að gera þeim sýningum nokkur skil, er stóðu yfir verk- fallsdagana, og hann náði að skoða, en sér nú loks hilla undir lokin. Sýning verka Leifs er, að því er ég best veit, hin eina í langri röð listsýninga, er ein- angruðust í hinu langa og stranga verkfalli, og ég á eftir að fjalla um. Hún nýtur þeirra for- réttinda, að mögulegt var að framlengja hana og vonandi um leið þeirrar vaxandi ásóknar listnjótenda í menningarviðb- urði, er víða hefur orðið vart, eftir að hjólin fóru að snúast á ný. í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands fékk starfs- fólk safnsins þá hugmynd, að gert yrði meðal annars varanlegt listaverk í nokkrum jafngildum eintökum, og skyldi velunnurum safnsins og öðrum listunnendum gefinn kostur á að eignast þau. Hugmyndin var borin upp við Leif Breiðfjörð, sem strax sýndi áhuga á að gera slík listaverk, og eftir nokkra umhugsun taldi hann vænlegra, að gerð yrðu all- mörg verk í einu eintaki í stað eins verks, sem fjölfaldað yrði. Hann lagði til, að verkin yrðu 25—30 og bauðst til að gefa safn- inu alla sína vinnu, útvega bestu fáanlega glergerðarmenn til verksins, fylgjast með því og mála myndirnar fyrir brennslu. Leifur lét ekki sitja við orðin tóm, vann 30 frummyndir og fór sjálfur utan til að annast um- sjón með endanlegri gerð verkanna, sem eru gerð hjá Der- ix/Studios í Rottweil í V-Þýska- landi. Þetta er í stuttu máli forsaga sýningarinnar „Lífsblóm og steingervingar“, sem getur að líta í sölum Listasafns íslands fram á sunnudagskvöld og eru upplýs- ingarnar sóttar í hina fágætlega vönduðu sýningarskrá. Víst er Leifur Breiðfjörð okkar snjallasti listamaður í gerð steindra glerverka og enda sá eini, er gert hefur fagið að aðalvettvangi sínum á listasviði. Hann hefur og einnig hlotið hina fullkomnustu undirbúnings- sem og framhaldsmenntun i faginu og haft yfrið nóg að starfa eftir að námi lauk. Hér hafa íslend- ingar eins og svo oft áður verið lánsamir með brautryðjanda á myndlistarsviði, því að braut- ryðjandi telst Leifur í faginu, að því leyti, að hann gengur að því óskiptur. Leifur hefur og einnig verið lánsamur að því leyti, að hann getur helgað þessu sviði alla krafta sína og hefur aidrei þurft að leita á náðir hjáleits tímafreks brauðstrits og standa uppi með nær óseljanlega fram- leiðslu. Sýningin á listasafninu bygg- ist sem sagt á 30 frumverkum og að auki frumdrögum að verkun- um. Allt eru þetta sjálfstæð verk og sem fyrr segir sérstaklega gerð fyrir þessa sýningu. í sýn- ingarskránni eru hugleiðingar um steint gler eftir listamann- inn, sem ég vísa sérstaklega til fyrir ágætan og mikilsverðan fróðleik. Þá ber þess og að geta, að sýningin er tileinkuð föður listamannsins, Agnari Breið- fjörð blikksmíðameistara, sem lést árið 1983, „með þakklæti og virðingu fyrir allan þann stuðn- ing og uppörvun, er hann veitti mér“, svo sem þar stendur skrif- að. Þessi tileinkun er eðlileg og á mikinn rétt á sér, því að faðir hans bjó syni sínum hinar ágæt- ustu aðstæður til listsköpunar og var honum í öllu hollur hauk- ur á bergi. Hér má og koma fram, að Agnar Breiðfjörð var m.a. þekkt- ur í byggingariðnaðinum fyrir uppfinningar sínar og að Guð- mundur faðir hans stofnaði Breiðfjörðs blikksmiðju, sem fyrst var til húsa fremst á Lauf- ásveginum en er nú við Sigtún. Það er því stutt í traust hand- verk, hugvitsemi og stórhug hjá Leifi, er bætti hér við listrænu hugviti á heimsmælikvarða. Verk Leifs bregða nýjum og óvenjulegum svip yfir rými Listasafns íslands. Hér er í senn um litaglöð verk að ræða og verk með einn bjartan litatón eða grátón sem uppistöðu. Þau eru yfirleitt í þægilegri stærð og, sem vænta mátti, tæknilega í háum gæðaflokki. Mikið ber á formum, er sést hafa áður frá hendi listamannsins í öðrum verkum, og hann fitjar þannig ekki upp á neinu nýju né tekur beina áhættu í útfærslunni. Sýn- ingin er þannig nokkuð slétt og felld frá hálfu gerandans og staðfestir ágætlega styrk hans og stöðu, en kemur hvergi á óvart. Magnaðastar þóttu mér myndir grátónatilbrigða svo sem myndirnar í innsta sal nr. 16—20, sem eru jarðbundnar og sterkar í allri útfærslu. Mér þótti sem í þeim kæmi myndlist- armaðurinn í Leifi Breiðfjörð einna sterkast fram og er að- dáunarvert, hve hann gerir hér mikið úr litlu. Leifur er kominn það langt í list sinni, að hann þarf ekki endilega að beita fyrir sig hinu litfegurra gleri til að myndir hans hrífi. Þá þykir mér það áberandi, hve vel gerandinn vinnur frum- drög sín þannig, að ósjaldan standa þau glermyndunum lítið að baki um listræna útfæslu. Leifur hefur þannig tvímæla- laust allt eins getað lagt fyrir sig málaralistina með ágætum ár- angri, og teiknari er hann góður. Það er mjög eðlilegt, að þegar listamaður vinnur ákveðinn fjölda verka á sérstaka sýningu, sem fyrirhuguð er í virtustu Iistastofnun þjóðarinnar, leggi hann ekki út á nýjar og ókann- aðar brautir. Hér voru tíma- mörkin líka í knappara laginu, svo sem einkennandi er fyrir framkvæmdir á listasviði hér- lendis. Eitt á ég bágt með að melta í sambandi við þessa sýningu, og það er stimpill listasafnsins, er fylgir samsíða áritun lista- mannsins, „Listasafn tslands 100 ára“. Máski eykur þetta minja- gildi verkanna, líkt og frímerkja, en mér sem fleirum þykir að stimpillinn hefði átt að vera á minna áberandi stað. þetta eru nefnilega sjálfstæð verk, og varla gætu menn hugsað þá hugsun til enda að gera eitthvað svipað við málverk. Að öllu öðru leyti hefur Leifur Breiðfjörð mikinn sóma af sýningunni allri og starfsfólk listasafnsins fyrir hugmyndina og að búa henni veglega umgerð. Þetta er sýning sem fæstir ættu að láta óséða. Meistari moðsins Árni Þórarinsson Talsverður hluti af framboði myndefnis á myndbandamarkaðnum hérlend- is eru amerískar sjón- varpsmyndir sem þar vestra eru kallaðar „míníseríur". Stundum er þessum syrpum slengt saman í eina langa mynd, stundum eru þær settar í margra spólu pakka. Syrpur þessar eru af ólíku sauða- húsi og sumar þeirra eru hér trú- lega í algjöru leyfis- og réttleysi. í framboðinu leynast mjög for- vitnilegar syrpur, eins og Blind Ambition, tvær spólur með frás- ögn John Deans, fyrrum ráðgjafa Nixons Bandaríkjaforseta, af frækornum og vexti Watergate- málsins; afar ítarlegt heimildar- drama með úrvalsleik. Flestar þessar myndir eru þó viðamiklar sápuóperur úr glansheimi auðs og valda, þar sem allar hvatir eru á Dallas-plani. Þarna eru spólur, reistar á vinsælum eldhúsreyfur- um, eins og Lace og Princess Da- isy, og sú aívinsælasta, Master of the Game. Sá sem ber ábyrgð á hráefninu í Master of the Game er metsölu- sorpsséníið Sidney Sheldon. Hann starfar í sömu verksmiðju og eldri æsisagnahöfundar eins og Harold Robbins og Arthur Hailey, en virðist hafa enn minna til brunns að bera en þeir. Þessir kallar hafa engu að síður dottið niður á forskrift að met- sölubókum, þar sem gjarnan eru í brennidepli átök um ástir og dollara eins og þau birtast í auð- ugum stórfyrirtækjum og arist- ókratískum stórfjölskyldum. Einskis er svifist við að fá sitt fram hjá þessu sögufólki og um það fjallar ernmitt Master of the Game; hvernig öllu sem dýrmætt má teljast er fórnað á altari valdataflsins, þegar það eitt gild- ir að vera „herra leiksins". Á þeim rúmu sex klukkutímum sem það tekur að horfa á spól- urnar þrjár af Master of the Game verður maður ekki fyrir neinni nýrri lífsreynslu, nema þá þeirri að engin takmörk virðast vera fyrir því hvernig simplar og sjúskaðar söguhetjur geta orðið enn simplari og sjúskaðri. Þessi þríleikur er ættardrama, þar sem ramminn er afmæli hinnar öldr- uðu ættmóður, Kate Blackwell, og innan hans er svo upprifjun á sögu hennar. Fyrsta spólan, Jam- es McGregor, dregur nafn sitt af föður Kate Blackwell og segir frá því hvernig hann leggur drög að auði og völdum ættarinnar með því að finna demantsnámu í Suður-Afríku fyrir síðustu alda- mót. Þessi þáttur er langskásti hluti þríleiksins með ágætum leik Ian Charleson í titilhlut- verkinu, og ekki síður Donald Pleasence í dæmigerðu skúrks- hlutverki, litríkri umhverfis- mynd og þokkalegri vinnslu kan- adíska leikstjórans Harvey Harts, en hver þáttur hefur eigin leikstjóra. Önnur spólan lýsir valdatöku dóttur McGregors á fyrri hluta aldarinnar, fyrr- nefndrar Kate Blackwell, sem Dyan Cannon leikur. Þá fer að halla undan fæti og maður þarf að hafa sig allan við til að halda út klæki og siðleysi þessa leiðind- apakks, ekki verður það af Dyan Cannon skafið að hún er á köfl- um býsna mögnuð sem nornin Kate og ljær henni manneskju- lega dýpt, sem má teljast ofur- mannlegt miðað við orð hennar og gerðir. í þriðja hlutanum fer svo allt í steik í fáránlegu upp- gjöri milli tvíburanna Eve og Al- exandra, sonardætra Kate Blackwell og stendur varla steinn yfir steini í byggingu sög- unnar og persónusköpun. Þótt Master of the Game sé augljóslega vinsæl afþreying sé ég ákaflega fátt sem skýrir það, — nema formúluna sjálfa, sem þessi sáputegund er gerð eftir og ég gat um hér á undan. Ef af- þreyingargildi er mælt í spennu, skemmtilegri atburðarás og áhugaverðum persónum, að ógleymdri góðri fagvinnu, sem hér er rétt í meðallagi, þá hefur Master of the Game almennt lít- ið af þessu. En mikið af leiðind- um. Greifi sendir frá sér bók Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Stefán Snævarr: Greifinn af Kaos. Reykjavík 1984. Megi fyrir sjónir mínar bera það sem engin augu hafa áður séð. Þannig lýkur Stefán Snævarr ljóðabók sinni, Greifinn af Kaos. Dul smáljóðsins er dæmigerð fyrir margt í Greifanum af Kaos. En þó má segja að ljóð tilraunaeðlis séu fleiri. Skáldið hefur gaman af hvers kyns tilraunum, jafnvel ærslum. ... Um lokaða garða heitir eitt Ijóðið. í því eru línurnar Hringiða krókóttra stíga/ um lokaða garða endurteknar fjórum sinnum. Mönnum þykir þetta ef til vill keyra úr hófi, en hrynjandi ljóðs- ins er skemmtileg engu að síður. Sama er að segja um margar þess- ar tilraunir. Þær þreyta að minnsta kosti ekki undirritaðan, en vitanlega hafa slíkar málaiðk- anir verið stundaðar, ekki síst af konkretistum. Smálegt er sumt, en meinlaust. Ég mun hafa áður vikið að því að styrkleiki Stefáns Snævarrs Stefán Snævarr kemur vel fram í smáljóðum. Ég nefni úr Greifanum af Kaos: Dá- valdur, Vita, vara, Tónninn, Ann- ars staðar, Bak við alla spegla. öll ljóð Greifans af Kaos eru að vísu smáljóð, en með nafngiftinni á ég við þau sem mest njóta þess hve sparlega er farið með orð. Aðferð Stefáns Snævarrs birtist Iesanda m.a. i Einsemd: Einsemd mín fuglinn syngur í hári þínu Einsemd mín vatnið talar við hendur þínar Einsemd mín gatan stynur undir skugga þínum Einsemd mín fuglinn sem syngur um vatnið sem talar um götu sem stynur um einsemd sem er fuglinn sem syngur í hári þínu. Ljóð Stefáns Snævarrs eru aldr- ei langt frá því að vera eins konar orðaleikur, misjafnlega heppnað- ur sem slíkur, en stundum með óvæntum flötum hugsunar og til- finningar. Greifinn af Kaos er að sönnu bók þar sem greina má bæði veik- leik og styrkleik skáldsins. Hann bætir litlu sem engu við þá mynd sem lesandinn á af honum. En þó hygg ég að þessi bók sé til vitnis um að Stefán Snævarr er um margt sérstæður þegar litið er til hans skáldakynslóðar og af henni fáist varla heilleg mynd án hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.