Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 47 Ólöf Stefáns- dóttir — Kveðja Fædd 9. desember 1951 Dáin 9. október 1984 Mig setur hljóða þegar ég sest niður til að rita nokkur kveðjuorð um nýlátna elskulega vinkonu mína hana Ólöfu. Mér finnst ég varla eiga orð. Svo ótrúlegur er sannleikurinn. Hún kvaddi jarðlíf- ið þann 9. október 1984 að morgni þess dags. Hún hafði heyjað erfiða baráttu við þann sjúkdóm sem á hana herjaði, og barðist hún af miklum krafti, það var stundum óskiljanlegt hver dugur hennar var, og þá sérlega síðustu vikurnar sem hún lifði. Við Ólöf gengum fyrst í sama barnaskólann (Breiðagerðisskóla). Okkar kynni urðu fyrst veruleg er við vorum samferða í Verknámið, Brautarholti, (saumadeild), sem svo fluttist í Ármúlaskóla, en það- an lukum við gagnfræðaprófi og ég þakka enn í dag Ólöfu það að ég tók þá ákvörðun að ljúka þessari gagnfræðagráðu, sem þótti bara ágætt þá. Upp frá því eyddum við flestum okkar stundum sem við gátum saman. Síðan lá leið Ólafar í Fóst- urskóla íslands, og þar var Ólöf á réttri leið sem hefur sýnt sig hvarvetna sem hún hefur starfað og utan við það, hennar mikla þol- inmæði og ástúð sem hún beitti á óskiljanlegan hátt, hún hafði sér- stakt lag á börnum. Ólöf var einstaklega sanngjörn og heiðarleg manneskja og alltaf var hægt að leita til hennar óhræddur. Ég á fullt af yndislegum minn- ingum frá hinum ýmsu tímum er ég naut vináttu hennar, sem ég ætla ekki að rekja hér í smáatrið- um, en mun varðveita í brjósti mér. Ég minnist þess kvölds enn í m & <* n dag þegar Ólöf kynntist eftirlif- andi eiginmanni sínum sem studdi hana af mikilli ástúð frá upphafi kynna þeirra til dauðadags og á hann sannarlega góðar þakkir skilið. Ég votta ástvinum hennar öll- um mína dýpstu samúð og bið góð- an Guð að styrkja þau í erfiðri sorg. Kveðja frá Sirrý vinkonu Kína: Dagblað afhjúpar valdníðslu Pekiog, 5. nóvember. AP. FORMAÐUR flokksdeildar komm- únistaflokksins í fámennu byggðar- lagi í Suður-Kína hefur orðið uppvís að því að kúga íbúa þorps nokkurs á áhrifasvæði sínu. Hefur hann sett þá í varðhald, þvingað út úr þeim fé og þjakað þá á fleiri vegu. Að minnsta kosti eitt af fórnarlömbum hans hef- ur framið sjálfsmorð og annað geng- ið af vitinu, að því er fram kemur í dag í blaði einu í Peking. Frásögnin af máli þessu var á forsíðu blaðsins og formaðurinn, Liang Yugui frá þorpinu Zhanghua, sagður hafa haft sér til fulltingis flokk glæpamanna. Hafi þeir beint spjótum sínum að íbúum nágrannaþorpsins Liwu- tang, sem eru 114 talsins, og geng- ið í skrokk á þeim. Birting fréttarinnar endur- speglar áhyggjur stjórnvalda af “smákóngum" úti á landsbyggð- inni, þ.e.a.s. harðstjórum sem hreppt hafa embætti á vegum flokksins og misnotað svo vald sitt og aðstöðu til þess að kúga al- menna borgara. Stjórnvöld telja þetta skaða álit kommúnista- flokksins hjá almenningi. Hreinsanir hafa verið í gangi í flokknum frá því í október 1983 og m.a. verið á stefnuskránni að losna við fólk eins og formanninn sem áður var getið. En ekki hefur verið látið uppi, hversu mörgum hafi verið vikið frá embætti. Já hinn nýji framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. MAZDA 626 DIESEL hefur hlotið einstaklega góðar viðtökur hérlendis, því að á þessu ári höfum við selt yfir 50 slíka bíla, sem er einsdæmi fyrir fólksbíla með dieselvél. Við getum nú boðið örfáa MAZDA 626 DIESEL GLX með vökvastýri og ríkulegum búnaði á einstöku verði. Mest fyrir peningana! BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. si'mi 812 99 Veriö velkomin. ópavogsbúa athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, ijalástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv; Opið frá kl. 9—18 á virkum dögum.i Lokaö á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. 8ECJ7 HJÁLPARKOKKUKINN KENWOOD CHEF ,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika. ÖMBOÐSMENN: REYKJAVÍK JL-húsið, Hringbraut 121 Rafha hf., Austurveri AKRANES Rafþjónusta Sigurd. Skaga- braut 6. BORGARNES Húsprýði STYKKISHÓLMUR Húsið BÚÐARDALCIR Verslun Einars Stefánssonar DALASÝSLA Kaupfélag Saurbæinga. Skriðulandi ÍSAFJÖRÐUR Póllinn hf. BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar HVAMMSTANGI Verslun Sigurðar Pálmasonar BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga Radío- og sjónvarpsþjónustan AKUREYRI Kaupfélag Eyfirðinga HÚSAVÍK Grímur og Árni EGILSSTAÐIR Verslun Sveins Guðmundssonar HELLA Mosfell SELFOSS . Kaupfélag Árnesinga Radío- og sjónvarpsþjjónustan VESTMANNAEYJAR Kjarni PORLÁKSHÖFN Rafvörur GRINDAVÍK Verslunin Bára KEFLAVÍK Stapafeil hf. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOODchef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.