Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Borghildur Óskarsdóttir Myndlist Bragi Ásgeirsson í gallerí Langbrók sýnir Borghildur Óskarsdóttir 12 kera- mikverk og stendur sýningin til 16. þ.m. Borghildur hefur víða komið við á sviði leirlistar einnig að því leyti að henni er gjarnt að breyta um form og útfærslu verka sinna. Þannig koma verk hennar nokkuð á óvart hverju sinni og svo er einnig með þær myndir er hún kynnir að þessu sinni. Klipp og skapalón Ómar Skúlason, er einn af þeim ungu hæfileikamönnum er stunduðu sitt nám af kostgæfni innan veggja Myndlista- og handíðaskóla Islands en litið hafa haft sig í frammi eftir að þeir útskrifuðust. Hann hélt að vísu einkasýningu á Kjarvals- stöðum árið 1978, eða einu ári eftir að hann lauk námi, en síðan hefur hann haldið sig við þátt- töku í samsýningum ýmiss kon- ar. Ómar hefur nú opnað sýningu á 47 myndverkum í Listmuna- húsinu og segir í sýningarskrá, að nefna megi framtakið yfir- litssýningu á afrakstri síðustu átta ára. Gerandinn notar blandaða tækni í útfærslu myndverka sinna, svo sem málun, „skapa- lón*1, þrykk og klipp. Það má kenna áhrif víða að í myndum gerandans og þá einkum frá hin- um ýmsu meisturum popp-tíma- bilsins svo sem Roy Lichtenstein og Richard Rauschenberg. En Ómar á til persónulega æð, sem þó kemur ekki nægilega fram á þessari sýningu. Áberandi er hve litirnir eru ágengir og stingandi á köflum og formin óróleg — en þær venjast furðuvel, sem ég hef orðið var við endurteknar heim- sóknir á sýninguna. Gerandinn virðist hafa ágæta tilfinningu fyrir samsetningu myndheildar en hefur því miður tilhneig'ngu til að sundra þessari heild með innleggi, er kemur líkt og skratt- inn úr sauðaleggnum. Stundum tekur maður ekki eftir þessu óviðkomandi myndformi fyrr en við nánari skoðun og virkar það þá strax truflandi. Lftum t.d. á hina athyglisverðu myndaröð frá árinu 1976, hér hefur gerand- inn í þriðju myndinni „Fjögur" (10) bætt inn klippi af gáska- fullri hofróðu, sem rífur heild- ina. Eg er þó næsta viss um að Ómar gerir þetta af ásettu ráði og skilgreinir það sem sprell en Þykir mér listakonan hafa fjarlægst keramikina, eða máski réttara, leirlistina, allnokkuö i þessum myndum er meira höfða til skúlptúrlistarinnar. Að visu eru þetta leirlistaverk hvað tækninni viðkemur en útfærslan minnir óneitanlega meira á skúlptúr. Þessi lausn er um margt al- gengur og vinsæll framgangs- máti innan listasviðsins vfða um heim og á vissulega fullan rétt á sér. En að gæða slík form „dyn- amískum" krafti er mikil list og vandasöm og hér stendur hnífur- inn í kúnni ef svo má að orði komast. Hér þurfa nefnilega í flestum tilvikum að koma til þjálfaðar hendur myndhöggvar- ans því að ella verða formin svipuð innihaldslitlum eftirlfk- ingum. Þetta á þó ekki alltaf við um verk Borghildar því að þau eru í senn einföld og látlaus. Hrein og slétt og án nokkurs íburðar. Það er styrkur þeirra þó að óneitanlega skorti hér herslu- muninn til að úr verði verulega hrifmikil verk. Gerandinn hefur sem sagt lagt út á mjög kröfu- harða braut og ég fæ ekki betur séð en að hann megi vera sáttur við árangurinn miðað við allar aðstæður. tilgangurinn er vafasamur og launkímnin hittir ekki í mark. Sama má segja um myndina „Nafnlaus“ (21), þar sem tízku- daman raskar heildarforminu. Hins vegar eru myndirnar „Kerti" (22), „Fiat“ (39) og „Högni“ (40) dæmi um myndir þar sem allt gengur upp. Mikið ber á eldspýtnaformi hvers konar í myndunum á sýn- ingunni og kæmi mér ekki á óvart þótt hér sé á ferð kyntákn — þetta undirstrikar gerandinn Kjuregej Alexandra Argunova í anddyri Norræna hússins sýnir þessa dagana Kuregej Alex- andra Argunova 32 myndir f efni er hún nefnir „appliacation“ ásamt sjö veggteppum. Kuregej Alexandra er fædd i Jakúta í norð-au3tur Síberíu. Hneigðist hugur hennar snemma að söng- og leiklistarnámi og innritaðist er fram liðu stundir i ríkisleik- listarháskólann f Moskvu og lagði þar stund á söng- og leik- listarnám í fimm ár. Frá árinu 1966 hefur Kuregej verið búsett á íslandi og víða komið við f leiklistinni ásamt þvf að sfðustu með einu samvinnuverki og einni mynd eftir Egil Eðvarðsson. Innleggið styrkir ekki sýninguna né heildarsvip hennar að mínu mati. Upphengingin er frekar óróleg og kemur það einkum fram þá er myndir hanga sér á vegg því að þær njóta sín svo miklu betur. Sýningin staðfestir ágæta hæfileika ómars Skúlasonar og einnig það, að hann ætti að geta gert miklu betur með átakameiri og samfelldari vinnubrögðum. árin hefur hún kennt sjúklingum ríkisspítalanna leikræna tján- ingu. Kuregej hefur einnig fengist við ýmislegt er tengist listiðnaði svo sem batík, leir og að sauma og hefur fengið mikinn áhuga á myndsköpun f ýmis efni og mætti nefna tæknina „efnishag- nýtingu" eða einfaldlega búta- saum. Þetta er f fyrsta skipti sem myndir gerandans koma fyrir al- menningssjónir en þær eru allar gerðar á árunum 1979—84. Það má sjá það á myndunum, að Kuregej á til f senn haglega, sem listræna hönd. Myndirnar eru vel og nostursamlega unnar og hún hefur lagt mikið af sjálfri sér í útfærslu þeirra. Yfirborð þeirra er oft mjög skrautlegt og íburðarmikið og máski kemur gerandinn með þessa tilfinningu fyrir samsetningu og útfærslu myndanna frá heimaslóðum sfn- um. Á mig virka slíkar myndir full skrautlegar og mjög í ætt við almennan heimilisiðnað en gæti þó talist í ætt við alþýðulist á heimaslóðum gerandans i norð-austur Síberfu — máski sem andstæða kuldans og gráma hvunndagsins. Það voru einkum einfaldar myndir, samræmdar í formi og lit, sem athygli mina vöktu svo sem: „Rætur“ (I), „1 hnút“ (23),- „Ljúba" (31) og „Rætur 11“ (38). Þá kemur fram skemmtilega innilegur húmor í myndinni „Einsemd" (11). Dregið saman f hnotskurn þá er nokkur tómstundabragur yfir sýningunni og frá verkunum stafar hlýju heimilisiðnaðar og þeirrar einlægni er honum fylgir einatt. Og máski er þá tilgangin- um náð. SIEMENS ? NÝTT! Siemens- FERÐ AVIÐT ÆKIN: Ódýr og handhœg og henta vel til nota heima og heiman. SIEMENS-einkaumboö: SMITH & NORLAND H/F, Nóatúni 4, sími 28300. KORKFUSAR < - *’ýjz \ : ->v ;.'t . ... ( ÍÉZ.X . /V *• Korkflísarnar frá Portúgal sóma sér vel á hvaða gólfi sem er. Þœr eru 5 mm. þykkar, níðsterkar og ódýrar. Verö pr/m2 ólakkaöar: 285 kr. Korkflísarnar eru 28x28 cm. og auðvelt er að sníða Opið á þœr og leggja. laugardögum. Byggingavöruverslun Tryggva Hannessonar BYGGINGAVÖRURj Síðumúla 37, símar 83290 og 83360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.