Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1984 Sovézk vél rauf lofthelgi Japans Tókýó, 12. aÓT. AP. FJÖRUTÍU japanskar orustuvélar voru sendar í loft í morgun, þegar viðvörun barst um að sovésk sprengjuflugvél v«ri komin inn í loftbelgi Japans og hefði ekki skeytt endurteknum aðvörunum frá Japan. Talsmaður japanska varnar- málaráðuneytisins sagði að vélin, TU-16, hefði verið ein níu véla þessarar gerðar, sem hefði flogið yfir Tsushima-sund sem er milli Suður-Kóreu og Japans. Fjórar af Fékk tíma- kaup að konu sinni látinni AP. FYRIR skömmu dæmdi dóm- stóll í Bamberg í Vestur- Þýskalandi tryggingafélag nokkurt til að greiða ekkju- manni 400 mörk (rúmar 4.600 ísl. kr.) á mánuði vegna heimilisstarfa, sem hann þurfti að annast eftir að kona hans lést í bílslysi. Maðurinn hafði borið fyrir rétti, að þau hjónin hefðu annast heimilisstörf- in saman, en eftir lát eigin- konunnar hefði hann orðið að bæta á sig u.þ.b. einnar og hálfrar klukkustundar starfi dag hvern. Eftir þessu reiknaði dómurinn manninum tímakaup og ákvað, að bæturnar skyldu haldast til ársins 2011, en þá hefði eiginkonan orðið 72 ára. Ekkert frelsi án Samstöðu“ Varsjá, 12. ■órcnbcr. AP. LÖGREGLUMENN beittu vatns- byssum til að tvfstra 4.000 manna stuðningshópi Samstöðu á sunnu- dagskvöld. Hrópaði fólkið: „Það er ekkert frelsi tií án Samstöðu," en einnig nafn prestsins Popieluszk- os, sem myrtur var af pólskum leynilögreglumönnum. Hafði fólk- ið safnast saman til þess að minn- ast þess, að 66 ár voru liðin frá því að Pólland varð sjálfstætt ríki. Fólkið hugðist síðan halda áfram og leggja blómsveig að leiði óþekkta hermannsins, en hafði ekki farið nema stutta leið, er lögreglumenn lokuðu leiðinni og meinuðu fólkinu að komast fram- hjá. Urðu flestir að snúa við, en um 100 manns var þó leyft að halda áfram að lokum og leggja blómsveiginn á þann stað, sem honum hafði verið fyrirhugaður. níu sprengjuvélunum tóku svo stefnu til norðurs og fóru inn i japanska lofthelgi yfir sundinu. Ein vélanna fjögurra hélt síðan för sinni áfram og fór yfir Okin- oshima-eyju í tvær mínútur, en hinar vélarnar sneru á brott þegar sendar voru viðvaranir frá jörðu. Þegar japönsku vélarnar komu síðan á staðinn var sovéska vélin flogin burt. Sovétmenn brutu síð- ast lög um japanska lofthelgi þann 15. nóvember 1983 og alls hafa Sovétmenn sextán sinnum gerst brotlegir hvað þetta varðar frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Síðustu fimm árin hafa sovéskar sprengju- og orustuflugvélar mjög oft farið afar nærri mörkum jap- anskrar lofthelgi, en sjaldnast sýnt jafn augljósar ögranir og nú, að því er segir i tilkynningu um atburð þennan. Tískan lœtur ekki að sér hœða Tískan lætur ekki að sér hæða eins og þessi mynd ber með sér, en á henni má sjá sýningarstúlkur sýna það nýjasta frá einu af virtari tískuhúsum Lundúna. Þetta er vortískan fyrir 1985 og er óþarfi að hafa einhver orð um herlegheitin, myndirnar tala sínu máli. Sendiráð Vestur-Þýzkalands í Prag yfirfullt af flóttamönnum EFTIR margra vikna árangurslausar samningaviðræður við austur-þýzk stjórnvöld hafa stjórnvöld í Bonn gefizt upp og hvatt þi Austur-Þjóð- verja, sem leitað hafa hælis í vestur- þýzkum sendiráðum í Austur- Evrópu, til að fara þaðan og snúa aftur heim til sín. Um 180 Austur-Þjóðverjar dveljast nú sem flóttamenn í sendiráöum Vestur-Þýzkalands I Prag, Varsjá, Búdapest og Búkar- est og virðist engin von vera til þess, að þetta fólk fái nokkru sinni leyfi til að fara þaðan til Vestur- Þýzkalands. Flestir eru flóttamennirnir í vestur-þýzka sendiráðinu í Prag, eða yfír 100 talsins. Talið var, að margir þeirra myndu yfirgefa sendiráðið um helgina, ef ekkert gerðist í málum þeirra. „Mikið vonleysi hefur búið um sig á meðal flóttamannanna, þar sem þeir vita ekki hvað um þá verður," var haft eftir starfsmanni við vestur-þýzka sendiráðið í Prag. Stjórnvöld í Bonn hafa þó látið í veðri vaka, að allt verði gert til þess að gera þessu fólki kleift að komast til Vestur-Þýzkalands, þótt síðar verði. r 4 w Linda og Paul McCartney. Hugðust ræna konu bítilsins LomIh, 12. BÍTember. AP. LÖGREGLAN befur handtekið hóp manna, sem taldir eru viðriðnir mcint áform um að ræna eiginkonu bítilsins Paul McCartney, Lindu, að sögn lögreglunnar í Sussex á Englandi. Hermt er að tilræðismennirn- ir hygðust krefjast 10 milljóna sterlingspunda lausnargjalds fyrir Lindu. Ráðgerðu þeir að ræna henni nærri sveitasetri þeirra hjóna I Sussex-sýslu suð- ur af London og halda henni í gíslingu á felustað í afskekktu skóglendi þar til lausnargjaldið hefði verið borgað. Að sögn talsmanns McCartney voru launráðin brugguð fyrir um það bil ári, en lögreglan komst fljótlega á snoðir um fyrirætlan- irnar við rannsókn óskyldra mála og er talið að allir samsær- ismennirnir séu nú á bak við lás og slá. Deilt um nýja hernaðaraðferð Bnuwel, 12. aÍTember. AP. Ný hernaðaraðferð NATO, þar sem gert er ráð fyrir árásaraðgerð- um inn í Austur-Evrópu sem svar við árás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra á Vesturlönd, kann að vera úrelt sökum nýlokinna breytinga I hernaðaráformum Sovétmanna. í skýrslu frá Karsten Voigt I dag, en hann á sæti á Sambands- þinginu I Bonn, kom fram, að hin nýja kenning um hernaðaraðgerð- ir virtist vera byggð á úreltum upplýsingum um búnað og skipu- lagningu sovézka hersins í Aust- ur-Evrópu. Nýrri upplýsingar gæfu til kynna, að Sovétmenn legðu nú meiri áherzlu á að styrkja her- sveitir sínar í fremstu fylkingu en minni áherzlu á þær hersveitir, sem væru í annarri víglinu. Önnur hjartagræðsl- an á tveimur lífsárum PitWborc, 1Z nóT. AP. UM HELGINA var grætt hjarta í tveggja ára telpu, Kellie Cochr- anan svo og var grædd í hana ný lifur og er þetta í annað skipti á stuttum lífsferli, að telpan fær nýtt hjarta. Læknar segja líðan bpnnar alvarletra. en nf snemmt að spá um hvort hún muni lifa af. Eldri systir hennar sjö ára þjáist einnig af hjartasjúkdómi en ekki á jafn háu stigi. Þetta er í fyrsta skipti sem samtímis er grætt hjarta og lifur í manneskju. Hittast Peres og Mubarak? , 12. nórember. AP. SHIMON PERES, forsætisráðherra ísraels, sagði í ræðu í Jerúsalem í dag, að hann hefði farið þess á leit við Hosny Mubarak, forseta Egyptalands, að þeir hittust á völdum stað við landamæri ísraels og Egyptalands og ræddu kólnandi sambúð landanna. Sagði Peres að Mubarak hefði tekið málaum- leitan sinni vel, en áskilið sér rétt til að undirbúa þann fund um óákveðinn um vesturbakka Jórdanárinnar og landnám ísraela á þeim slóðum ekki bætt ástandið. ísraelska ríkisútvarpið greindi frá því í dag, að sendinefnd væri væntanleg frá Egyptalandi til að undirbúa jarðveginn fyrir vænt- anlegan fund þeirra Mubaraks og Peresar. Sambúð umræddra landa kóln- aði mjög er ísrael gerði innrás sína í Líbanon og þremur mánuð- um eftir innrásina kölluðu Egypt- ar sendiherra sinn heim í mót- mælaskyni við innrásina, svo og við fjöldamorðum falangista á flóttamönnum frá Palestínu sem ísraelsmenn voru taldir hafa gefið vilyrði sitt fyrir. Þá hafa deilur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.