Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 29 fíéttur áagsins Margrét Þorvaldsdóttir í heimsborginni París er þekktur veitingastaður er nefnist Maxim’s. Þangað kemur þekkt fólk til að sjá aðra enn þekktari og borða góðan mat. í þjóðfélagi eins og okkar finnum við eigin „Maxim’s" innan veggja. Það er við kvöldverðarborðið þegar mikilvægt fólk nær að sji og ræða við aðra enn mikilvægari — yfir málsverði eftir uppskrift frá Max- im’s. Fylltar kjötrúllur 750 gr. hakkaö kjöt (ekki feitt) 1 stk. egg 2—3 sýrðar gúrkur 3 sneiðar bacon hveiti, salt og pipar. 1. Setjið kjötið í skál, bætið egginu út í og hrærið saman. Egg- ið á rétt að blandast kjötinu, ann- ars verða rúllurnar stífar. 2. Kjötið er síðan flatt út á rök- um fleti og mótað í 12 reiti. Þetta kjötmagn á að gefa 12 rúllur. 3. Baconsneiðarnar eru skornar í jafnmarga hluta og settar á kjötrúllurnar. Gúrkurnar eru skornar í strimla og lagðar á bac- onið. 4. Því næst er hver kjötreitur vafinn upp utan um fyllinguna, baconið og gúrkuna, og reynt að hylja sem best. 5. Hitið síðan feiti á pönnu, ca. 2 matsk. matarolía á móti 1 matsk. smjörva eða smjöri, kjötið brúnast betur. Setjið hveiti á disk og veltið kjötrúllunum létt upp úr hveitinu og steikið í feitinni, sam- skeytin fyrst. Rúllurnar eru brún- aðar vel og snúið oft til að fá fal- legri lögun. 6. Að síðustu er % —1 bolli af vatni með uppleystum kjötkrafti hellt yfir kjötrúllurnar og þær soðnar í 10 mín. Pannan er hrist af og til. Hveitið af rúllunum jafn- ar sósuna. Þennan kjötrétt má bragðbæta á ýmsan hátt t.d. er oft gott að skera fínt 1 sneið af baconi og steikja með kjötrúllunum. Þegar meira er við haft má steikja sveppi og setja yfir kjötið á síð- ustu mínútum suðu. Einnig má jafna sósuna með sýrðum rjóma. Krydd er ekki nauðsynlegt þar sem fyllingin í rúllunum gefur sósunni mjög ljúffengt bragð. Sýrðar gúrkur má fá í glösum af mörgum stærðum. Þær geymast vel í kæliskáp og getur verið gott að hafa þær við hendina þegar bragðbæta þarf mat. Stappaðar kartöflur eiga vel við þennan kjötrétt, einnig gúrkusalat og soðið grænmeti hvers konar. Verð á hráefni kjöt (kinda), ca. kr. 160.00 egg kr. 7.50 gúrkur áætlað kr. 10.00 kr. 177.50 Viðvörun. Margar matareitr- anir má rekja til borðklútar eldhússins. Hann er hinn ákjós- anlegasti eldisstaður baktería (gerla) vegna þess hve margnýttur hann er. Bent hefur verið á að: 1. Skipta oft um borðklút. 2. Geyma hann ætíð þurran, 3. — eða nota helst bréfaþurrkur. Microline prentarar BM whr Svsl ystem 34/36/38 Mtkró h/f býður nú notendum IBM System 34/36/38* nýja valkosti við útprentun. Microline 92 er nettur og öflugur prentari fyrir pappírsbreidd A4 og hentar því sérstaklega vel við útprentun á sölunótum, kvittunum og gíróseðlum og fl. Kostir þessara prentara eru ótvíræðir, þvl að afrif eyðublaða er sérstaklega þægilegt. Microline 93 getur notað breiðari pappír og er því sérlega fjölbæfur prentari í flest verkefni. Báðir þessir prentarar hafa ótrúlegan prentbraða (160 stafi á sek.), skýrt letur, margar leturstærðir og með einfaldri rofastillingu er bægt að prenta gæðaletur, sem hæfir ritvinnslu. Þessir prentarar hafa að fullu verið aðlagaðir JOBM System 34/36/38* og geta komið í stað prentara af gerðunum 8228 og 8286. Hafið samband við Bjarna Lárusson eða Eggert Claessen í síma 39666 og fáið nánari upplýsingar, eða fáið þá í heimsókn og sjáið þessa prentara vinna ykkar verkefni. Microline — Mestu seldu tölvuprentarar á íslandi MÍKRÖ Skeifunni 11 Sími 685610 * IBM System 34/36/38 eru skrásett vörumerki IBM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.