Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Sœrðist í árás ísraelskur herlæknir og óbreyttir borgarar hjálpa manni sem særðist í arabískum strætisvagni skammt frí hinum gamla hluta Jerúsalem. Vagninn varð fyrir flugskeyti og á miða sem fannst sagði á herbrezku að árásin hefði verið gerð til að hefna tveggja gyðinga, sem Palestínumaður hafði myrt í Jerúsalem. írskir blaðamenn farast í flugslysi Jeyington, 14. nóvember. AP. Flugmaður og átta farþegar tveggja hreyfla flugvélar af gerðinni Rock- well Aerocommander, fórust er flug- vélin (laug í fjallshlíð við suður- strönd Bretlands er hún var á leið- inni frá írlandi til Frakklands. Hið versta veður var á slysstaðnum, úrhellisrigning og myrkvað vegna skýjaþykknis. Sást til flugvélarinnar lágt yfir baðstrandarbænum Eastbourne, sem er í nágrenni slysstaðarins, og virtist flugvélin eiga í örðugleik- um. f hópi farþega voru kunnir veit- ingamenn frá Dyflinni og blaða- menn tveggja systurblaða, The Dublin Evening Herald og The Ir- ish Times. Voru þeir á leið til Frakklands til að bragða á fyrstu framleiðslu af Beaujolais-vínum þessa árs. Hefur það verið árlegur viðburður siðasta áratuginn og á heimleið- inni er jafnan í farangrinum nokkrar flöskur í árlega veizlu af sama tilefni. Blaðamennirnir, sem fórust, voru Nial Hanley ritstjóri Even- ing Herald, John Feeney dálka- höfundur við Evening Herald, Kevin Marrov dálkahöfundur, fyrrum ritstjóri Dyflinnarblaðs- ins Sunday World, og Tony Henn- igan dagbókarritstjóri Irish Ind- ependent. „Clockwork Orange“- stigamenn gómaðir Rómarborg, 14. nÓTember. AP. Lögreglustjórinn f Rómarborg sagði í dag að lögreglunni hefði tek- ist að hafa hendur í hári 30 félaga í stigamannaflokki sem hefur tekið sér til fyrirmyndar bófaflokk í þekktri kvikmynd, „A Clockwork Orange“. Samkvæmt lögreglustjóra Ötrúlegur eiturlyfjafundur í Mexíkó: Lögreglan brenndi 8.000 tonn af eiturlyfjum og frelsaði 7.000 þræla Mexíkóborg. 14. nÓTember. AP. FJÖLDI lögreglu- og hermanna hafa frelsað 7.000 þræla og jafn- framt stöðvað einhverja um- fangsmestu eiturlyfjaframleiðslu sem um getur á fjalla- og eyði- merkursvæðum Mexíkó nærri landamærum þess við Texas. Þeg- ar hafa yfírvöid lagt eld að 8.000 tonnum af maríuana, en giskað hefur verið á, að það magn hefði fært framleiðendunum 10 millj- arða dollara í tekjur. Eduardo Sanchez, talsmaður lögreglunnar í Mexíkóborg, sagði að lögregluaðgerðirnar hefðu breyst í björgunaraðgerð- Persaflóastríðið: írakar með nýjar friðarhugmyndir D.AJul Í..L 14 AD Baghdad, írak. 14. nÓTember. AP. STJÓRNVÖLD í írak eru sögð hafa áhuga á því að losna úr hinu langvinna stríði við íran og hafa lagt drög að friðarsáttmála, sem vonast er til að íranir geti gengið að. Krónprins Kuwait, Saad prins, upplýsti þetta eftir að hafa farið í opinbera heimsókn til írak og rætt þar við æðstu ráðamenn, þar á meðal forset- ann, Saddam Hussein. Við brottförina frá írak sagði hann frá friðarsáttmálanum og bætti við: „Ég geri mér talsverðar vonir um þessar hugmyndir." Hann lýsti þeim þó ekki að neinu marki, en gat þess að þær Skák frestaö MoskTu, 14. nÓTember. AP. 23. einvígisskák þeirra Anatolys Karpov og Garys Kasparov í heimsmeistaraeinvíginu í skák var frestað í dag og var það gert að beiðni heimsmeistarans, Karpovs. Hann leiðir nú 4—0 og vantar tvo vinninga. Hvert jafnteflið hefur rekið annað að undanförnu og ein- vigið dregist mjög á langinn af þeim sökum þar sem jafntefli telj- ast ekki. yrðu ræddar nánar á fundi Saudi Arabíu, Kuwait, Quatar, Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, Bahrain og Oman, síðar í þessum mánuði. ir, því forsprakkarnir á staðn- um hefðu haft þúsundir manna í prísund. Hafði vinnufólkinu verið lofuð vinna við löglega jarðyrkju, en þegar á hólminn hefði verið komið hefði raunin verið önnur. Fjöldi vopnaðra varða voru á staðnum og fengu verkamenn hvergi að fara, auk þess sem aðbúnaði þeirra mætti líkja við þann, sem finna mátti í útrýmingarbúðum nasista í síð- ari heimsstyrjöldinni. Sanchez sagði ennfremur, að 140 manns hefðu gætt uppsker- unnar, en hinir raunverulega foringjar hefðu aldrei komið nærri. Flestum hinna 140 tókst að komast undan, aðeins 14 voru handteknir, en mikil leit er nú gerð að þeim sem sluppu. Sagði fulltrúinn auk þess, að lögreglan hefði frétt af maríu- anaekrunum fyrir um mánuði síðan, en ekkert aðhafst fyrr en nú vegna þess að vonir hefðu staðið til að hægt væri að góma forsprakkana. Sú von brást og er ljóst varð hvernig farið var með vinnufólkið var ekki stætt á því að fresta aðgerðum ganga 18 aðrir félagar enn lausir, en þeirra er leitað. Bófarnir náðust er lögreglan gerði skipulega leit í nokkrum borgarhverfum í Róm. Eru stiga- mennirnir ákærðir fyrir að hafa framið yfir 700 innbrot, einkum í íbúðir stjórnmálamanna, lög- manna, skemmtikrafta og iðnrek- enda. „Vinnubrögð þeirra minna mjög á kvikmyndina „Clockwork Orange“, þeir klæða sig líkt og í myndinni, berja og limlesta hús- ráðendur og nauðga oft kvenfólki sem kann að vera fyrir í ránunum. Að barsmíðum og nauðgunum loknum láta þeir svo greipar sópa og stela öllu steini léttara," sagði lögreglustjórinn. ERLENT Risagreiðslur fyrir Picasso- pastelmyndir New York, 14. DÓTember. AP. MÁLVERK eftir meistara Pablo Picasso var slegið á 4,29 milljónir dollara i málverkauppboði í „Christie’s“ í dag. Annað eftir Mo- Frakkland: Hjón myrtu 7 af 12 börnum sínum Tnlle. I'nkkludi, 14. DÓTembtr. AP. FRÖNSK hjón, Jean Pierre Leym- arrie 45 ára og Rolande Leymarrie 32 ára hafa fengið fangelsisdóma fyrir að hafa myrt 7 af 12 börnum sínum. Hlaut fjölskyldufaðirinn 8 ára dóm, kona hans 5 ára skil- orðsbundinn dóm. Ástæðurnar sem hjónin gáfu voru að þau hefðu ekki ráð á því að gefa svo stórri fjölskyldu að borða. Leymarrie-hjónin hafa búið nærri fjallaþorpi litlu, La Bonnefougie, í fjöllunum í Mið- Frakklandi. Þau eiga tvö börn á lífi, 11 og 13 ára, en þrjú stálpuð börn þeirra hafa látist af slys- förum. Þau gengu í hjónaband árið 1968. Börnin sem hjónin myrtu fæddust á árunum 1976 til 1983. Fjölskyldufaðirinn kæfði þau öll í fæðingu og gróf þau í haug fyrir aftan litlu hlöðuna þeirra. Það voru nágrannar sem bentu yfirvöldum á að ekki væri allt með felldu á Leymarrie-bænum. Jean Pierre bar við að bú þeirra gæti ekki séð fyrir einum munni til viðbótar, slfk væri fá- tæktin. Hann sagði jafnframt að þau hjónin hefðu verið ásátt um morðin fyrirfram, en því and- mælti móðirin. Aðspurð hvort þau hefðu aldrei heyrt getið um getnaðarvarnir, svaraði móðirin neitandi, en faðirinn þagði. digliani var slegið á 1,925 milljónir dollara og alls voru 45 listaverk sleg- in á 21,3 milljónir dollara. Picasso-verkið, pastelmynd frá árinu 1923, heitir: „Femme Assise Au Chapeau" og var önnur tveggja Picassoverka á uppboðinu. Þetta er næst hæsta verð sem greitt hef- ur verið fyrir Picassomynd á upp- boði. Kaupandinn nú gaf ekki upp nafn, en metið á sjálfsmynd sem listamaðurinn gerði og seldist árið 1981 á 5,8 milljónir dollara. Hitt Picassoverkið sem boðið var upp var slegið á 1,925 milljónir doll- Egyptar efla flugher sinn Kxiró, 14. nÓTember. AP. EGYPTAR fá 40 nýjar F-16 orrustu- þotur frá Bandaríkjunum í lok næsta árs. Fengu Egyptar nýverið 80 flugvélar af þessu tagi frá Bandaríkjamönnum. Þá fá Egyptar í næsta mánuði fyrstu Hawkey-eftirlitsflugvélina, sem einnig er smfðuð i Bandarikj- unum. Er hvort tveggja hluti af hern- aðaraðstoð, sem Bandaríkjamenn ákváðu að veita Egyptum í kjölfar friðarsamningsins við ísrael 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.