Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 80
OPID ALLA DAGA FRÁ KL 11.45-23.30 O //*'í •' ^aakeninn AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SÍMI 11633 HIEKKURIHÐMSKEDJU FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Átök um framhald kjarabaráttunnar í Kennarasambandi ÁGREININGUR um framhald kjarabaráttu kennara varð til þess að þrír forystumenn Kennarasambands fslands, þar á meðal varaformaður og fram- kvæmdastjóri KÍ, féllu út úr viðræðunefnd sambandsins á fundi fulltrúaráös og samninganefndar KÍ um síðustu helgi. Viðrsðunefndin mun hafa forystu í væntanlegum sérkjarasamningum kennara við ríkisvaldið. Þremenningarnir, Guðmundur Árnason, varaformaður og fram- kvæmdastjóri KÍ, Gísli Baldvins- son, formaður Kennarafélags Reykjavikur, og Haukur Helgason, skólastjóri í Hafnarfírði, sögðu í samtölum við blm. Mbl. i gær, að ástæðan fyrir því að þeir væru ekki í viðræðunefndinni væri sú, að þeir hefðu talið rétt að fara aðrar leiðir í væntanlegum sérkjarasamning- um en meirihluti samninganefndar vildi fara. Haukur Helgason sagði ljóst, að í samtökum kennara væri óánægja með heildarsamning BSRB, sem hann hefði átt þátt í að gera. Hvað varðaði sérkjarasamn- ingana, þá hefðu þeir viljað halda öðru vísi á málum — „við óttumst að meðbyr kennara nýtist ekki með þessari framsetningu kröfugerðar- innar,“ sagði hann. Gísli Baldvinsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að hann hefði nú ákveðið að láta af störfum sem kennari eftir 13 ára starf og snúa sér að öðru. Hefur hann sagt upp með lögboðnum þriggja mánaða fyrirvara frá og með deginum í dag. „Ástæðurnar eru bæði persónulegar og fjár- hagslegar — m.a. þær, að ég treysti mér ekki lengur til að lifa á launum kennara," sagði hann. Sjá nánar á bls. 4. Kjörbúðaríki í Mjóddinni „VIÐ eigum bolu þarna uppi í Mjódd- inni, þar sem í nokkur undanfarin ár hefur veríð etlunin að reisa áfengis- útsölu og hugmyndin er að taka þar upp kjörbúða-fyrirkomulag," sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, er hann var spurður hvað liði framkvæmdum við áfengisútsölu ríkisins í Mjóddinni í London Shakespeare Company sýn- ir Machbeth LONDON Shakespeare Company nefnist átta manna leikhópur sem væntanlegur er hingað til lands 11. desember nk. og verða mun með nokkrar sýningar á hinu þekkta leikriti Shakespeares Machbeth. Gísli Alfreðsson þjóðleikhús- stjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið, að leikhópurinn kæmi hingað fyrir milligöngu breska sendiherrans í tilefni 50 ára af- mælis The British Council. Hóp- urinn verður hér með fjórar sýn- ingar, í Þjóðleikhúsinu 12. og 15. desember og á Akureyri 13. og 14. s.m. Breiðholti. Höskuldur sagði að í tengslum við þessar byggingaframkvæmdir hefði það verið athugað á sínum tíma, að taka upp svipað fyrirkomulag og tíðkast í Finnlandi, það er, með kjörbúðasniði. Þetta fyrirkomulag felur einnig í sér að birgðir eru tald- ar um leið, en í afgreiðsluborðinu verða tæki sem lesa af sérstökum miðum á vörunni, og er mikil hag- ræðing þessu samfara. Aðspurður sagði Höskuldur að ekki væri vitað hvenær útsalan í Mjóddinni yrði opnuð, enda væru framkvæmdir enn nánast á byrjunarstigi, og hefði lítið þokast um nokkuð langt skeiö. 9aC v* Ljísmynd: Árni iohnnen. Útskipun með gamla laginu á Gjögri Það er óvíða hér við land sem skipað er út með gamla laginu, en þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum á Gjögri á Ströndum þar sem verið var að skipa saltfiski út í Hekluna sem lá við festar skammt undan bryggjusporðinum. Traktorar með kerrur fluttu saltfiskpakk- ana niður að útskipunarprammanum, sem var síðan siglt að skipshlið Heklu. Heklan sótti sama dag fisk í Djúpavík og einnig á Norðfjörð, en venjulega er skipað út þaðan. Mjög langt er liðið frá því að skipað hefur verið út á þennan hátt á Gjögri. Teppabúð í Sigtún EIGENDASKIPTI hafa orðið á stór- um hluta húseignarinnar Suður- landsbraut 26, þar sem veitingahús- ið Sigtún er til húsa. Halldór Svav- arsson kaupmaður keypti megin- hluta hússins af Sigmari Péturssyni veitingamanni. Halldór mun flytja verslun sina, Teppabúðina sem nú er í Síðumúla 31, í húsið. Það húsnæði sem Hall- dór keypti er 1100 fermetrar að flatarmáli, en Sigmar á áfram efri hæðina og lítinn hluta neðri hæð- arinnar. Verður hann þar áfram með veitingastað. Halldór fær húsnæðið afhent um áramót og býst hann við að flytja Teppabúð- ina þangað í apríl á næsta ári en talsverð vinna er við að breyta húsnæðinu úr skemmtistað í verslun. Hærri vextir fjárfestinga- lánasjóða RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað fjárfestingalánasjóðum að taka allt að 8% vexti af verðtryggðum útlán- um. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi ríkisstjórnarinnar sl. þriðju- dag, að sögn Þórðar Friðjónssonar, efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Fjárfestingalánasjóðum er þar með heimilað að taka jafn háa vexti og bankarnir en vextir sjóð- anna hafa verið nokkuð lægri um nokkurra mánaða skeið. Viðbótarsala fyrir 200 milljónir til Portúgals: Allar saltfiskigeymslur verða tómar um áramót HAFIN er útskipun á þrjú þús- und tonnum af saltfíski, að verð- , mæti um 200 milljónir króna, I sem SÍF hefur selt til Portúgals. Stefnt er að því að saltfískurinn verði kominn til Portúgals fyrir Afurðalán vegna útflutnings sjávarafuróa: Fjármögnuð með erlendum lánum SEÐLABANKI íslands hefur heimilað viðskiptabönkunum að fjármagna af- urðalán vegna útflutnings sjávarafurða með erlendum lánum og því fé sem er á innlendum gjaldeyrisreikningum í bönkunum. Jafnframt verða lánin hækkuð í 75% af útflutningsverðmæti. Ekki er talið að þetta leiði til aukinnar erlendrar lántöku, heldur flytjist lántakan frá Seðlabanka til viðskiptabankanna. Lárus Jónsson, bankastjóri (Jt- vegsbankans, sagði í samtali við Mbl. að þessi breyting ætti ekki að leiða til þess að ný erlend lán verði tekin heldur verði um að ræða breytingar á lánum sem þegar hefðu verið tekin, vegna þess að þörf Seðlabankans fyrir erlend lán ætti að minnka á móti. Sagði hann að lánin yrðu hækkuð í 75% af út- flutningsverðmæti birgða, en gat þess að bankarnir hefðu hvort eð er verið bundnir með þetta fé í at- vinnugreininni vegna slæmrar stöðu sjávarútvegsins. Þá væri stefnt að því að Seðlabankinn hætti að endurkaupa afurðalánin en lagði á það áherslu að það yrði að gerast í áföngum. Lárus sagði að þetta fyrirkomu- lag ætti að létta eitthvað á aðal- viðskiptabönkum sjávarútvegsins, sem þurft hefðu að binda mikið af fjármagni sínu í sjávarútveginum þegar miklar birgðir söfnuðust þar fyrir. Sagði hann að þessi lán ættu ekki að vera óhagstæðari fyrir lán- takendur en fyrri lán, ef gengi væri stöðugt, en ef gengið félli þá myndu útflutningsvörurnar í geymslunum hækka að sama skapi. Birgðir sjáv- arafurða væru í raun og veru gjald- eyrisvarasjóður þjóðarinnar og sagðist hann þess vegna telja meiri ástæðu til að fjármagna þær með erlendu lánsfé en margt annað. 12. desember en þá er talið aö 12% tollur á innfluttan saltfísk taki gildi, en gildistöku hans var frestað í sumar eftir opinbera heimsóks Barretos, þáverandi viðskiptaráóherra landsins, til íslands. í árslok verða litlar sem engar birgðir af saltfíski til í landinu en svo hefur ekki verið í langan tíma. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SÍF, var gerður við- bótarsölusamningur við Portú- gali fyrir nokkrum vikum um 3 þúsund tonn af saltfiski. Stað- festing á samningnum barst í fyrradag. Strax var hafist handa við lestun fyrsta skips- ins og allt kapp er lagt á að koma fiskinum til Portúgals fyrir 12. desember. Friðrik sagði að saltfiskframleiðslan af þorski hefði verið orðin 28.500 tonn 1. nóvember síð- astliðinn og hefði verið búið að flytja út 26 þúsund tonn af framleiðslunni. Þegar þau 3 þúsund tonn sem seld voru til viðbótar væru komin í skip væru allar saltfiskgeymslur orðnar tómar. Fyrir utan þetta sagði Friðrik að allur sá tand- urfiskur sem framleiddur væri færi jafnóðum til Spánar. Brenndist við skammhlaup í rafmagnstöflu VINNUSLYS varð í fyrirtækinu Stálveri á Funahöfða 17 laust uppúr klukkan 15 í gær. Rafvirki brenndist í andliti og á höndum af völdum sprengingar sem varð við skamm- hlaup í rafmagnstöfíu sem hann var að vinna við. Rafvirkinn var að tengja loft- pressu við rafmagnstöfluna en ekki var ljóst í gærkvöldi af hvaða ástæðum skammhlaup varð í raf- magnstöflunni. Maðurinn brennd- ist talsvert á andliti og höndum en var í gær ekki talinn í lífshættu. Hann var með gleraugu sem talið er að hafi hlíft augum hans að einhverju leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.