Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 15 RLR fékk 4392 mál til rannsóknar í fyrra „Á SÍÐASTLIÐNU ári bárust Rannsóknariögreglu ríkisins 4392 mál til rannsóknar. Þaö er 470 málum fleira en 1983 og er aukningin rétt um 12%,“ sagði Hallvarður Einvarösson, rann- sóknarlögregiustjóri ríkisins, í samtali við blm. Mbl. „Auðvitað segja tölur ekki alla söguna. Mál til rannsóknar eru ákaflega misjöfn að umfangi. Mörg mál krefjast mikillar vinnu fjölda manna, sérfræðiþekkingar og eru tímafrek, en önnur eru lítil að umfangi eins og gengur,“ sagði Hallvarður. „Áberandi aukning hefur verið í fjórum málaflokkum. Þjófnuðum fjölgaði mjög — á síðastliðnu ári komu til rannsóknar alls 2465 þjófnaðarmál og er aukningin rúm 45% frá árinu áður. Þá fjölgaði málum til rannsóknar vegna skjalafals og skattabrota og það færist í vöxt að fólk, sem gerst hefur sekt um innbrot og fölsun- armál, hafi komið við sögu fíkni- efnamála og nægir í því sambandi að benda á fógetamálið svokall- aða. Af þeim 28 einstaklingum, sem ítrekað voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald á síðastliðnu ári, höfðu 23 komið við sögu fíkniefna- rnála," sagði Hallvarður. „Af skjalafölsunarbrotum eru langflest ávísanamisferli, en einn- ig komu mörg mál vegna fölsunar skuldabréfa til rannsóknar. Fjár- svikamálum fækkaði á síðastliðnu ári, en skýringing er fyrst og fremst sú að 1983 varð gífurleg aukning á fjársvikamálum. Árið 1982 komu 347 fjársvikamál til rannsóknar, 620 1983 og 568 á síð- astliðnu ári. Einni tegund mála hefur fækkað mjög eftir holskeflu sem yfir gekk, en það eru svik í bifreiðaviðskiptum," sagði Erla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá RLR. Af stærstu málaflokkum, sem til rannsóknar komu, má nefna: Skjalafals, 360 mál, aukning frá 1983 er tæp 47%. Þjófnaður og innbrot 1348 mál, aukning 42,5% frá fyrra ári. Annar þjófnaður 1117, aukning tæp 3%. Fjárdrátt- ur 88 mál, aukning rúm 14%. Skilasvik 44 mál, aukning 37%. Eignaspjöll 13, aukning 24%. Brot gegn lögum um tollheimtu og toll- eftirlit 18. Brot gegn ýmsum sér- refsilögum 104, en á þeim vett- vangi varð aukningin rúm 28%. Blaðamaður spurði Hallvarð hvort fjölgað hefði í starfsliði RLR vegna stöðugrar aukningar á málafjölda allar götur síðan RLR var stofnuð 1977, fyrst og fremst með tilkomu nýrra málaflokka. „Nei, mannfjöldi RLR hefur verið óbreyttur allar götur frá stofnun RLR. Stöðug aukning hefur verið á málum til meðferðar og við höf- um fengið nýja málaflokka til meðferðar vegna setningar nýrra laga og breytinga á lögum,“ sagði Hallvarður Einvarðsson. Hún Gunna litla er hörkukerting og það er Ijósritunar- vélin sem hún heldur á líka. Við höfum kallað MITA DC-111 Ijósritunarvélina LITLA RISANN í MITA fjölskyldunni því eins og aðrir úr þeirri fjölskyldu er hún viljug, fljótvirk, vandvirk og í alla staði áreiðanlegur starfskraftur. Síðast en ekki síst fellur aldrei úr heill dagur hjá LITLA RISANUM vegna okkar frábæru viðgerðarþjónustu. *•* ' Visr3 DC111 mfdas FJOLVAL HF. Klapparstíg 16 Sími 26659 Söluumboð ISKRIFSTOFU HUSGOGN HALLARMÚLA 2. SÍMt 83509 Ný sending Dagkjólar, kvöldkjólar, jakkar, sundbolir, hálsfestar, eyrnalokkar. TÖLVU- NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI helgarnámskeiö í notkun hinnar vinsælu einkatölvu frá IBM. Tími: 26. og 27. janúar kl. 10—12 og 13—17. Töflureiknirinn Multiplan 3ja daga námskeiö í töflureikninum Multiplan. Tími: 21., 22. og 24. janúar kl. 13—17. Námskeiö þetta er þarfaþing fyrir fjármálastjóra og aöra sem semja fjárhags- og rekstraráætlanir fyrir fyrirtæki. Heimilistölvur Gleðifrétt fyrir alla smátölvueigendur Námskeið í notkun Commodore, BBC, Sinclair Spectrum, Oric, Spectravideo, Amstrad og fleiri heimilistölva. Þátttakend- ur mæti meö sína eigin tölvu. Tölvufræöslan útvegar sjónvörp. Tími: 28., 29., 30. og 31. janúar kl. 18—20. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt byrjendanámskeiö fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost aö læra um tölvur í skóla. Kennd eru undirstööuatriöi í notkun tölva, forritun í BASIC, ritvinnsla meö tölvu, töflureiknir o.fl. Tími: 22., 24., 29. og 31. janúar kl. 18—21. Innritun í símum 687590 og 686790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.