Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Kristján Thorlacius og Albert Gudmundsson handsala kjarasamninginn að Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara viðstöddum. Fjölmiðlafár vegna verkfallsátaka Úrklippa úr Þjóðviljanum frá 12. desember. Bókarhöfundar afhenda Haraldi Steinþórssyni, framkvKmdastjóra BSRB, eintak af verki sínu. „Þakka ykkur fyrir, félagar," sagði Haraldur. Bækur Björn Bjarnason VERKFALLSÁTÖK OG FJÖLMIÐLAFÁR Höfundar. Baldur Kristjánsson og Jón Guðni Kristjánsson. 153 bls. með myndum. Útgefandi: Samtíminn hf., 1984. í þessari bók leitast höfundarn- ir, sem báðir eru blaðamenn á NT, við að lýsa verkfallsátökum opin- berra starfsmanna á nýliðnu hausti. Bókin er síður en svo tæm- andi. Hún snýst einkum um þá þætti verkfallsins sem hörðustu taismenn þess tíunda þegar þeir rökstyðja að BSRB hafi borið sig- ur úr býtum í átökunum. Lítið sem ekkert er fjallað um hag, stöðu og afkomu hins almenna launa- manns. Þegar höfundarnir færðu Haraldi Steinþórssyni, fram- kvæmdastjóra BSRB, bókina sagði hann: „Þakka ykkur kærlega, fé- lagar, þið eigið hrós skilið,“ sam- kvæmt frétt í Þjóðviljanum. Megintilgangur höfunda er sá að sýna og sanna að verkfallsátök- in hafi í raun verið ríkisvaldinu að kenna, aldrei hafi neitt verið að marka skattaleiðina svonefndu og allt það sem aflaga fór vegna hörku og yfirgangs megi rekja til Sjálfstæðisflokksins og forystu- manna hans. Bókin leiðir, þvert ofan í tilgang höfunda, i ljós, að staða BSRB var mjög veik. Bandalaginu mistókst flest sem það ætlaði sér og setti á oddinn í verkfallinu. Hér skulu nefnd 10 atriði þessari fullyröingu til stuðnings (tilvitnanir innan gæsalappa eru úr bókinni): 1. Öllum var Ijóst, að útilokað væri fyrir BSRB að ná fram þeirri kröfu, að iaun hækkuðu um 30% frá 1. september 1984 í stað 3% eins og samið var um í febrúar. „Það er enginn vafi að 30% krafan er sett fram sem málamiðlun sem tryggði samstöðu." Kröfugerðin miðaðist sem sagt við það að halda BSRB saman í einni fylkingu. Hún stangaðist hins vegar á við hug- myndirnar sem uppi voru innan Alþýðusambands Islands, en lausn kjaradeilnanna rauf þannig ein- ingu launþega. Þegar tvær vikur voru frá þvi að opinberir starfs- menn lögðu niður störf, eða hinn 15. október, settu samningamenn BSRB fram kröfu um kaupmátt- artryggingu launa, sem þeir vissu að rikisstjórnin mundi aldrei sam- þykkja. Þegar talsmenn BSRB héldu uppi vörnum fyrir kjara- samninginn að lokum notuðu þeir meðal annars þessi rök á félags- fundi: „Fyrr færi ríkisstjórnin frá en að fallast á kaupmáttartrygg- ingu og það gæti þýtt það, að BSRB yrði fryst i verkfalli í lang- an tíma.“ Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann að kröfugerðin hafi snúist i höndun- um á BSRB. 2. Úrskurður Félagsdóms í mál- inu sem BSRB höfðaði gegn Reykjavikurborg fyrir hönd starfsmannafélags borgarinnar vegna þess að laun voru ekki greidd fyrirfram frá og með boð- uðum verkfallsdegi, hefur tekið broddinn úr öllum árásum á þá Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson vegna þess máls. 3. Frjálsu útvarpsstöðvarnar settu verkfallsmenn gjörsamlega úr skoröum. Þær gerðu að engu áform um að neyða ríkisvaldið til að láta undan kröfum verkfalls- manna vegna neyðarástandsins sem skapaðist við það að allri skipulegri fjölmiðlun var hætt i landinu. Þvert á móti neyddu stöðvarnar starfsmenn útvarpsins til að kúvenda i afstöðu sinni og hefja fréttaflutning að nýju. 4. Verkfallsmönnum mistókst að hindra flugsamgöngur milli ís- lands og annarra landa. Tollverðir á Keflavikurflugvelli hófu eðlileg störf án þess að hafa til þess heimild frá forystumönnum BSRB og án þess að Kjaradeilunefnd breytti úrskurði sínum. 5. Verkfallsmönnum mistókst að skapa þrýsting með þvi að halda skipum frá bryggju og gáfu eftir í því efni. 6. Verkfallsmenn mættu harð- ari og öflugri andstöðu meðal há- skólastúdenta en þeir höfðu vænst. „Einn verkfallsvarða (við Háskólabygginguna, innsk. Bj.Bj.), sem hafði verið stúdent við Háskólann 10 árum áður, sagði við bókarhöfunda, að hann hefði ekki trúað því að hann ætti eftir að upplifa það að standa fyrir fram- an óvígan her stúdenta og vera sjálfur undir hálfgildings lögregluvernd." Og höfundar draga þessa ályktun: „Atburðirnir við Háskólann sýndu að sú mikla vinstri bylgja sem setti svip sinn á Háskólalífið á síðasta áratug er að verulegu leyti gengin yfir.“ Stúd- entar sýndu sem sagt verkfalls- mönnum fulla andstöðu og fór svo að Háskólinn var opnaður þrátt fyrir verkfallið og einnig flestir aðrir framhaldsskólar. Húsverðir Háskólans hófu að vísu störf eftir öðrum leiðum en þeim sem fjár- málaráðuneytið vildi, og hefur því verið leitast við að snúa eftirgjöf verkfallsmanna þar upp i sigur BSRB. 7. Samningar náðust vegna þess að fulltrúum rikisins tókst að reka fleyg í samninganefnd BSRB og ná trúnaðarsambandi við fulltrúa kennara (Guðmund Árnason og Hauk Helgason) og starfsmanna félags ríkisstofnana (Einar Ólafsson og Gunnar Gunnarsson). „Þar með má segja að samningur- inn hafi verið kominn. Aðeins átti eftir að fara hina formlegu leið. Leiða forystumenn þá Albert Guð- mundsson og Kristján Thorlacius inn á þennan farveg.“ 8. BSRB mistókst að kljúfa rik- isstjórnina. Tilraunir til að lokka Steingrím Hermannsson inn í Karphús fóru út um þúfur. „Auð- vitað varð aldrei af því að Stein- grimur fengi að koma til fundar við nefndina (samninganefnd BSRB, innsk. Bj.Bj.), hann kom aldrei i Karphúsið á meðan deilan stóð.“ 9. Ríkið stóð fast við skilning sinn á hlutverki Kjaradeilunefnd- ar og fékk BSRB honum ekki hnik- að. 10. Samningar þeir sem náðust að lokum skila félagsmönnum BSRB ekki meiri kaupmætti en þeir nutu áður. „BSRB krafðist þess á sl. hausti að stigið yrði skref í jafnréttisátt. Því var al- gerlega hafnað," segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þar að auki I áramótahugleiöingu í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir þessi 10 atriði og fleiri sem nefna mætti til sögunn- fái hann yfirlit yfir allt það sem gerðist í kjarasamningunum á liðnu hausti. Höfundar líta á verk- fallið eins og hverja aðra valda- baráttu og sýna hag launþega hvorki samúð né skilning. Lítið sem ekkert er fjallað um viðræður Vinnuveitendasambandsins og Al- þýðusambandsins. Heiti bókarinn- ar gefur að vísu ekki fyrirheit um að litið sé til allra átta, það tak- markar viðfangsefnið við „verk- fallsátök og fjölmiðlafár". Aldrei kom að vísu til verkfalla hjá ASÍ, en nákvæm lýsing á viðræðum fulltrúanna á almenna vinnum- arkaðinum á fullan rétt á sér. Þar var farið fram af mun meiri skynsemi en hjá BSRB og ríkinu, þótt niðurstaðan sé ekkert fagnað- arefni. Þegar sagt er frá því „að í lögum BSRB“ (á að vera að samkvæmt landslögum) sé BSRB skylt að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamninga er klykkt út með þessu: „Þetta er einsdæmi hér á landi og i nálægum löndum og jafnvel í heiminum. Þó skal ekkert um það fullyrt." Hvað á lesandinn að halda? Þessi aðferð að fullyrða og draga síðan í land setur nokk- urn svip á bókina. Einfaldar staðreyndir, svo sem rangt. Hann fór á vegum Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna. Þá er sagt að Hannes H. Gissur- arson búi að Austurbrún 2, sem einnig er rangt. Heimili hans hér á landi er í Kópavogi. Þá segir að framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins hafi óskað eftir því „að húsrannsókn yrði framkvæmd í Valhöll til að skorið yrði úr því hvort þar starfaði útvarpsstöð eða ekki“. Þetta er rangt. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri, gekk ótilkvaddur á fund rann- sóknarlögreglunnar og upplýsti hvaðan sent væri út og hverjir væru helstu forsvarsmenn Frjáls útvarps. Hér nefni ég aðeins þrjú dæmi um villur af þessu tagi. Hroðvirknin takmarkast ekki við þetta. Stundum falla orð úr tilvitnunum þótt ekki raski það meiningu. Víða eru hortittir. Prentvillur eru margar. Efnistök eru óskipuleg. Sjálfan kjarasamn- ing BSRB og rikisins vantar í bók- ina. Áróður gegn Sjálf- stæðisflokknum Þegar ástæðurnar fyrir því að verkfallið dróst á langinn eru ti- ar tókst BSRB að skapa öngþveiti i þjóðfélaginu og koma höggi á ríkisstjórnina, þannig að staða hennar er verri eftir en áður. Mestu skiptir í því efni, að ríkis- stjórnin var hrakin af þeirri braut í efnahagsmálum, sem hún hafði mótað og hefur ekki enn tekist að fóta sig á nýjum leiðum sem njóta almenns stuðnings. Ráðherrunum mistókst að halda þannig á stjórn landsmála, að víðtækar sættir væru um markmið og leiðir. Niðurstaða samninganna var jafn fjarri því sem ráðherrar vildu í upphafi og því sem BSRB-forystan vildi. Illa unnin bók Ritun samtímasögu er vanda- samt verk. Lesendur hljóta að gera verulegar kröfur til ná- kvæmni. Hennar verður að gæta í smæstu atriðum svo að frásögnin sé trúverðug. Höfundar hafa lýst vinnsiu bókar sinnar á þann veg, að þar sé um einsdæmi að ræða: „Bókin er unnin á einum mánuði, sett á tveimur dögum og prentuð á fjórum og er nú komin út rétt í tæka tíð,“ sagði Baldur Krist- jánsson í samtali við Þjóðviljann 12. desember sl. Með orðunum „rétt í tæka tíð“ er væntanlega vísað til bókavertíðarinnar fyrir jólin. En hvers vegna lá svo mikið á að skrifa þessa bók? Hefði ekki verið nær að ætla sér meiri tíma og kanna málin betur? Höfundar taka viðfangsefnið alltof þröngum tökum fyrir þann lesanda sem heldur, að í bókinni eins og dagsetningar vefjast oft fyrir höfundum. Til dæmis segja þeir, að stjórn og samninganefnd BSRB hafi samþykkt að segja upp launalið kjarasamninganna 29. júlí 1984, en það gerðist 23. júlí. Þá segja þeir oftar en einu sinni, að verkfall bókagerðarmanna hafi stöðvað blöðin í sjö vikur. Hið rétta er að blöðin stöðvuðust í sex vikur. Þá segir að formanna- og flokksráðsfundur sjálfstæð- ismanna hafi verið haldinn 9. og 10. október, en á að vera 13. og 14. október. Þá segir, að Benedikt Sig- urjónsson hafi vísað til 26. greinar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þegar hann færði rök að því að greiða bæri laun fyrirfram þótt boðað hafi verið verkfall. Hann vísaði til 20. greinar í þessum lögum. Enn segir að fyrirtækið Einstakt tæki- færi hafi verið stofnað að kvöldi miðvikudagsins 19. október, en það hlýtur að eiga að vera 19. sept- ember. Sagt er að sendingar frjálsra útvarpsstöðva hafi byrjað að kvöldi 3. október. Stöðin Frjálst útvarp hóf útsendingar að kvöldi 2. októbers. Skógarfossi Eimskipa- félags íslands er lýst sem „50 þús- und tonna skipi“. Þannig mætti áfram telja villur þar sem rang- lega er farið með tölur. Meðferð á staðreyndum að öðru leyti er oft ónákvæm, auk þess sem efast má um að allt séu stað- reyndir sem höfundarnir lýsa á þann veg. Fullyrt er að Magnús Ólafsson, ritstjóri NT, hafi ásamt fleiri blaðamönnum farið í boðs- ferð „á vegum NATO“. En þetta er .PaMu yfdujr fynr. tétagar' Haraldur Stwntiórsson h|4 BSRB tefcur wð wntaio af bók Jóns Guðna KntJ|ánMonar (Lh.) og séri BaJóurs Knsþánssortar um verictall BSRB Bók.n hettir .Verirtillsátök og IjölmidllfAr- Ljöwti E.ól. BSRB Verkfallssaga Einsdœmi í útgáfu. Unnin á einum mánuði. Niður- skurðalistinnfrœgi birtur ásamt verkfallslimrum og -Ijóðum K akki ykkur kjrrfefi, féiagar, V þéfi ctfið hrfe skUifi, siffii HaraMur StetnþórawNi, fnm- kvarmdistjóH BSRB þegar bon- um var I %rr afhrnt fyrsta rin- tikifi af „Vrrkfallsátók of Qöi miðlafár*', arm fjallar um verfc- fall BSRB í haust menn á keppinaut okkar í Sídu- múlanum. NT „Pað kennir margra. mjög forvitnilegra grasa í bókinni" sagdi Jón Guðnt. „meðal annars er birtur sá frægi nidurskuróar- listi sem gekk manna á milli í Gardastrætinu. húsi VSÍ. þegar skattal. ‘- ‘ ■“ í bókinni er medal annars kafli sem heitir Októberbyltingm og ætti ad hlýia gömlum byltingar - seggjum.þö hannTjaili um BSRB en ekki þá sovésku byltinguna. Margt verkfallsljóða cr (bókinm, eitt þeirra limra og fjallar á dóna- legan hátt um þið vitift hvern:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.