Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANtJAR 1985 43 Plassey tækni- og yísindagarðurinn Plassey tækni- og vísindagarðurinn — eftir Steinar Steinsson Á skömmum tíma hafa atvinnu- vegir íra tekið stakkaskiptum. Landbúnaður var meginatvinnu- greinin, jarðirnar voru litlar og erfitt að koma við vél- og tækni- væðingu, og framleiðni því lág. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að efna iðnþróun og beita margskon- ar aðferðum í því skyni. Erlent fjármagn og tækniþekking hefur verið löðuð til landsins, innlendur iðnaður örvaður til nýrra verk- efna, tæknistofnanir efldar og tæknimenntun stóraukin. Plassey-tæknigarÖurinn Stofnun Plassey-tækni- og vís- indagarðsins í Limerick er ein af mjög athyglisverðum fram- kvæmdum stórnvalda til að byggja upp jákvæð viðhorf al- mennings til tækni og vísinda. Skipulag þetta er nýtt á írlandi og er fengið frá Bandaríkjunum. Mið- punktur garðsins er mikill tækni- skóli, sem er nýbyggður og er hluti af tækni- og vísindaumhverfi í glæsilegum lystigarðsramma. Garðurinn hefur hlotið nafnið Plassey Technological Park og er um 500 ekra skógivaxið landsvæði á bökkum Shannon-árinnar. Auk stofnana, sem þarna verða byggð- ar, verður mikil íþróttaaðstaða til afnota fyrir skólann, stofnanirnar og tækni- og vísindamenn iðjuvera í nágrenninu. Markmið garös- fyrirkomulagsins Garður þessi á að verða safn- staður tækni- og viðskiptaþekk- ingar fyrir írskt atvinnulíf. Það er hugmyndin að þarna verði há- þróað umhverfi, sem dregur að sér lifandi þekkingu og þróunarkraft. Þarna verða menntaðir og fóstr- aðir verðandi stjórnendur írsks atvinnulífs á sviði viðskipta, iðn- aðar og tæknivísinda. Allmargar stofnanir og fyrirtæki á sviði mennta, tækniþróunar og við- skipta hafa þegar haslað sér völl í garðinum og fleiri munu gera það í nánustu framtíð. Enterprise House Enterprise House er ein þeirra bygginga, sem staðsettar eru í Plassey-tækni- og vísindagarði. í byggingunni hafa nokkrar stofn- anir aðsetur og eru þær eftirtald- ar: The Innovation Center, The Ir- ish Productivity Center, The Local Government Computer Services Board og The National Microelec- tronic Application Centre. Þessar stofnanir eru ekki stórar hver um sig en hafa náin tengsl við ýmsar móðurstofnanir varðandi ýmis- konar sérfræðiaðstoð. Þessar stofnanir allar eru til þjónustu við iðnaðinn svo og nýiðnað. Þrjár fyrst töldu stofnanirnar eru opinberar stofnanir en sú síðast talda er hinsvegar einkafyrirtæki er selur ráðgjafaþjónustu. Innovation Centre Ein stofnananna í Húsi fram- taksins sem er ákaflega athyglis- verð er Nýiðnaðarmiðstöðin. Verkefni hennar var að veita fólki og fyrirtækjum er höfðu snjallar hugmyndir um vöruframleiðslu uppörvun og aðstoð. Þegar munu vera í framleiðslu margar nýjar vörur er hafa verið þróaðar í tengslum við stofnunina. Enn- fremur leitar hún að nýjum vöru- tegundum fyrir fyrirtæki, er vant- ar viðfangsefni. Þá annast hún út- tekt á markaðshorfum og þróun- arhorfum vöru og vöruflokka. Þessi stofnun er ung að árum, um fjögurra ára, en hefur skilað mikl- um árangri. StuÖningur viö hugmyndir Fólk með hugmyndir hefur hér tækifæri til að koma þeim á fram- færi. Útfærsla hugmyndanna þarf ekki að vera merkileg, grófar skissur eða gróf frumsmíði, sem skilgreinir hugmyndina. Sérfræð- ingar stofnunarinnar skoða inn- komnar hugmyndir og leggja mat á möguleika sem í henni felast til nýframleiðslu. Sé mat stofnunar- innar jákvætt er hugmyndin þróuð áfram. Markaðsmálin eru skoðuð ýtarlega, vandað er til hönnunar og nákvæmar fram- leiðsluáætlanir gerðar svo og fjár- magnskönnun. * Urvinnsla hugmynda Þegar góðar hugmyndir koma á borð stofnunarinnar er lögð áhersla á að byggja upp fyrirtæki til framleiðslu á vörunni. Reynt er að fá til samstarfs um stofnun fyrirtækis menn með sem víðtæk- asta þekkingu. í flestum tilvikum eru það ungir tæknimenn, sem koma með hugmyndirnar og er sá þáttur því oftast vel tryggður þeg- ar í upphafi. Maður með markaðs- þekkingu og útflutningsreynslu er talinn mjög nauðsynlegur aðili að hópnum. Ennfremur er talið æski- legt að fjármálamaður með traust í bönkum sé fenginn til liðs við fyrirtækið. I flestum tilvikum hef- ur þessi skipan tekist vel og fyrir- tæki stofnuð á þennan hátt hafa staðið sig vel og aflað erlendra markaða og skapað ný störf. Hugmyndir eru auölind í kynnisferð fengum við að sjá dæmi um frumhugmyndir svo og fullmótaða vöru eftir að stofnunin hafði veitt ofannefnda aðstoð. Þetta minnti á ummæli danska hönnuðarins, sem hélt fyrirlestur á vegum Sparisjóðs Reykjavíkur. Hann hélt því fram að hráefni, tækni og þekking væru þættir, sem allar þjóðir hefðu aðgang að ef þær bæru sig eftir henni. Hinsvegar væri skortur á hug- myndum að vörum, sem slægju í gegn á markaðnum. Það er ljóst að írsk stjórnvöld hafa komist að raun um að hugmyndir eru auð- lind sem vert er að virkja og leggja mikið kapp á að greiða þeim leið inn í framleiðslukerfi og á markað írsku þjóðarinnar. Ný verkefni fyrir fyrirtæki Fyrirtæki sem eru að leita að nýjum vörum til að framleiða geta snúið sér til stofnunarinnar. Stofnunin er í tengslum við hug- mynda- og framleiðslubanka en þangað er hægt að sækja upplýs- ingar um framléiðsluleyfi á margskonar vörum. Þá gefur stofnunin út dreifirit með upplýs- ingum um margháttaða vöru, sem hægt er að kaupa framleiðsluleyfi á. Mörg fyrirtæki nota þjónustu stofnunarinnar þegar þau hyggj- ast auka reksturinn, eða til að nýta betur vannýtt tæki. Einnig er hægt að Ieita til stofnunarinnar ef sala á framleiðsluvörum fyrirtæk- is er dalandi og fá gerða úttekt á markaðsstöðunni. í mörgum til- vikum hefur þetta leitt til endur- hönnunar vörunnar eða breyttra markaðsaðferða. En í einstaka til- vikum hefur framleiðslunni verið hætt og nýrrar framleiðsluvöru leitað. Leit aö nýjum viöfangsefnum Vinnubrögðin í þessu tilviki eru í meginatriðum eftirfarandi: — Fyrirtækið snýr sér til stofn- unarinnar með beiðni um að- stoð. — Sérfræðingar frá stofnun- inni skoða fyrirtækið og meta framleiðsluhæfni þess, tækniþekkingu og markaðs- reynslu. Þá ræða þeir ýtar- lega við stjórnendur um þá vöru er þeir hefðu áhuga fyrir og reyna að skilgreina hana eftir því sem kostur er. — Gerð er kostnaðaráætlun „Skipulag þetta er nýtt á Irlandi og er fengiö frá Bandaríkjunum. Miöpunktur garösins er mikill tækniskóli sem er nýbyggöur og er hluti af tækni- og vísinda- umhverfi í glæsilegum lystigarÖsramma.“ fyrir könnun og leit að vöru- tegundum er hentað geta fyrirtækinu og gerður samn- ingur um greiðslu þess kostnaðar. — Nokkrar vörutegundir, sem eru taldar henta framleiðslugetu fyrirtækisins ásamt upplýs- ingum um þær eru lagðar fyrir stjórn fyrirtækisins. Fyrirtækið tekur nú ákvörð- un um framhaldið. — Feli fyrirtækið stofnuninni að annast málið er samið um greiðslu kostnaðar við þann þátt og annast þá stofnunin samningagerðina. Til athugunar Það er athyglisvert hvaða að- ferðum írsk stjórnvöld beita til að skapa þau viðhorf, að tækni er menning og að vert sé að helga sig henni. 011 menning hefur orðið til fyrir einhverskonar tækni síns tíma og tæknin hefur stuðlað að því að gera menninguna í ríkari . mæli aðgengilega fyrir almenning. Ekki er að efa að tækni- og vísind- agarður, í sama stíl og er í Limer- ick, hefði mjög örvandi áhrif á iðnþróun okkar. Ekki væri úr vegi að byggja slíka aðstöðu í Keldna- holti. Þar eru þegar komnir veru- legir vísar að tæknistofnunum en til viðbótar þarf að byggja aðstöðu fyrir Tækniskólann svo og viðsk- iptaskóla, sem helga sig mark- aðsmálum. Fyrir litla þjóð er ha- gkvæmni slíks framtaks augljós. Kostnaður við að tækjavæða tækniskóla og tæknistofnanir er geysimikill miðað við nútíma þarfir en slík tæki er unnt að sam- nýta í ríkum mæli við gott sam- býli slíkra stofnana. Þá er augljós ávinningur að því að auka sam- skipti reyndra sérfræðinga og verðandi tækni- og við- skiptamanna, sem fengju ákjósan- lega aðstöðu til að kynnast málum íslenskra framleiðsluatvinnuvega. Steinar Steinsson er skólastjóri Iðnskólans í Hafnartírði. Hann er nú í náms- og kynningarferd um Morðurlönd og Bretland. ,Við kaupum lopapeysur á hæsta verði hveiju sinni w /^lafoss Peysumóttakan, Vesturgötu 2, sími 22091. Opiö alla virka daga 9 til 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.