Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 56
Fvrr e Tll DAGIiGRA NOTA óing Fyrr en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Nýrnaveiki fundin í laxi í Kollafjarðarstöðinni Stööin þegar einangruð, engin ákvörðun tekin um frekari aðgerðir tvisvar áður komið upp hér á landi og var niðurskurði og sótthreinsun beitt í báðum tilvikum. Sigurður sagði að nýrnaveiki hefði ekki fundist við fyrri rannsóknir í Kollafjarðarstöðinni. „Það er ekki ástæða til að fyllast vonleysi á fiskeldi hér á landi þó þetta hafi komið upp nú. Við höfum að ýmsu leyti góða aðstöðu til að halda stöðvunum hreinum af sjúk- dómum. Við notum til dæmis svo til eingöngu smitfrítt lindarvatn í stöðvunum. Ég geri mér vonir um að nú verði aðstaða okkar hér á Keldum bætt svo við verðum betur í stakk búin til að takast á við þessi verkefni," sagði Sigurður. Laxcldisstöð ríkisins í Kollafirði. Morgunbladiö/Rafn Hafnfjörð. Skríflegar hugmyndir forsætisráðherra: Megináhersla lögð á skattahækkanir — þingflokkur sjálfstæðismanna hafnar hugmyndunum Stefán Jónsson með fánann. Dularfullur fánafundur A LAUGARDAGINN fann hús vörður Morgunhlaðshússins, Stef- án Jónsson, bandarískann fána í þakrennu á skúr á baklóðinni. í bandaríska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að fáni af þessari gerð væri frá 1776, en hér væri um eftirlíkingu að ræða. Á þessum tíma hafi engin ákveðin regla verið um hvernig ætti að raða stjörnunum á hinn bláa flöt fánans og því hafi þessi fáni ekki verið tekinn fram yfir aðra samtímafána og aldrei ver- ið viðurkenndur sem opinbert tákn. Hinsvegar náði þessi gerð fána miklum vinsældum þegar Bandaríkin minntust 200 ára af- mælis síns 1976, vegna tölunnar 76, sem á honum er. Spurningunni um hvernig fán- inn lenti í þakrennunni er hins- vegar ósvarað. 41 % hækkun á ýsuflökum HÁMARKSVERÐ á ýsu og þorski í smásölu var hækkað í gær í samræmi við hækkun almenns fiskverðs. Ýsu- flök hækkuðu úr 85 kr. í 120 kr. hvert kfló, eða um 41 % horskfiök hækkuðu úr 66 kr. í 79 kr. kílóið, eða um 19,7%. Farmgjöld vöruflutningabifreiða voru hækkuð um 2—12%, eða nálægt 8% að meðaltali. Sementsverð hækkaði að meðaltali um 14—15%. 50 kílóa poki af portland-sementi hækkaði úr 207,40 kr. í 244,30, eða um 17,8%. Þá var heimiluð hækkun á þjónustugjöldum skipafélaganna, það er geymslugjaldi og fleiri slíkum gjöldum, um 15% Ástæðurnar fyrir erfiðleikum fé- lagsins eru í tilkynningu félagsins sagðar löng verkstöðvun vegna verkfalls BSRB, gengisfellingar umfram aðstefnd mörk stjórnvalda og samsvarandi mikið gengistap undir lok ársins, þá lækkun taxta vegna samkeppni svo og tilkoma Rainbow Navigation auk greiðslu- írfiðleika viðskiptamanna og margföldun hvers kyns vanskila og Landbúnaðarráðherra hefur ákveð- ið að setja Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði í einangrun vegna nýrna- veiki sem þar hefur fundist. llm- fangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í stöðinni frá því nýrnaveiki varð vart í seiðum frá Kollafirði hjá Sjóeldi í Höfnum og hefur nú verið staðfest að veikin er þar í fiski. Veik- in hefur enn ekki fundist í seiðum en veruleg einkenni reyndust vera í 13% klakfisks sem slátrað var. Seiði og hrogn frá stöðinni hafa farið í eldis- stöðvar og ár úti um land. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um frekari aðgerðir. Árni tsaksson, settur veiðimála- stjóri sem er jafnframt fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar, sagði í samtali við Mbl. að í stöðinni væru nú 170 þúsund gönguseiði og um 500 þúsund nýklakin seiði. Sagði hann að ekkert yrði selt frá stöð- inni á meðan málið væri í rannsókn og einnig hefðu verið gerðar ráð- stafanir til að hindra smit innan stöðvarinnar. Aðrar aðgerðir biðu ákvörðunar stjórnvalda. Árni sagði að ekki væri hægt að áætla tjónið, það yrði ekki hægt fyrr en ákvörð- un um aðgerðir iægi fyrir. Sagði hann að í sumar hefðu seiði frá stöðinni verið seld í tvær eldis- stöðvar en tiltölulega lítið farið í ár. Hrogn frá stöðinni hafa farið á nokkra staði. Sigurður Helgason, fisksjúk- dómafræðingur og ráðgjafi fisk- sjúkdómanefndar, sagði í samtali við Mbl. að í framhaldi af því að nýrnaveiki hefði orðið vart í Kolla- fjarðarstöðinni yrði settur aukinn kraftur í rannsóknastarfið. Yrði útbreiðsla veikinnar í stöðinni rannsökuð frekar og aðrar stöðvar yrðu jafnframt rannsakaðar svo og villtur lax. Að fengnum niðurstöð- um rannsóknanna, sem hann sagði að væru erfiðar og gætu tekið nokkurn tíma, yrðu teknar ákvarð- anir um aðgerðir í einstökum til- vikum. Ekki vildi Sigurður nefna hugsanlegar aðgerðir, taldi of snemmt að vera með yfirlýsingar um það á þessu stigi málsins. Þess má geta hér að nýrnaveiki hefur greiðslutregðu í þjóðfélaginu. Þá kemur fram í tilkynningunni, að eiginfjárstaða félagins hafi jafnan verið mjög slæm. Hins veg- ar hafi félagið á síðustu árum notið vaxandi stuðnings aðila flutn- ingamarkaðarins, sem hafi viljað stuðla að fleiri valkostum í sigling- um til landsins og frá. Engu að síð- ur segir í tilkynningunni, að stjórn Hafskips hafi komist að þeirri STEINGRÍMUR Hermannsson, for- sætisráðherra, hefur kynnt þing- mönnum stjórnarflokkanna skrifleg- mðurstöðu að eigi að treysta fram- tíð félagsins, „sem er eins og fjár- hagslegur dvergur milli tveggja stórvelda, hf. Eimskipafélags fs- lands og SÍS, þurfi m.a. að koma til erlend tekjuöflun og starfsemi óháð kollsteypum íslensks efna- hagslífs", eins og segir í tilkynning- unni og að sögn forráðamanna fyrirtækisins er hér átt við hinar beinu siglingar skipa Hafskips milli Ameríku og Evrópu, sem gef- ið hafa góða raun. Sjá: „Erum þess fullvissir að þetta muni takast" á forsíðu blaðs um viðskipti og atvinnulíf og fréttatilkynningu Hafskips í heild á B4. ar hugmyndir um efni yfirlýsingar stjórnarflokkanna í samræmi við það sem ráðherrann sagði í ármótaávarpi sínu um endurskoðun stjórnarstefn- unnar. Meginkjarni þessara hug- mynda er að skattar verði hækkaðir svo scm með skyldusparnaði, hækk- un eignaskatts og nýju gjaldi á stórar fasteignir eða gamlar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hlutu hugmyndir forsætisráðherra engar undirtektir á þingflokksfundi sjálf- stæðismanna á mánudag. Mikil áhersla var lögð á það við þingmenn stjórnarflokkanna að ekkert spyrðist út um hugmyndir forsætisráðherra eftir fundi þeirra á mánudag. Að því er heimildar- menn Morgunblaðsins segja er lögð áhersla á þennan ríka trúnað nú af tveimur ástæðum: Fréttaleki spilli fyrir því að árangur náist og það sé engum til góðs að hugmyndir for- sætisráðherra spyrjist. Fyrri ástæðuna bar hæst á fundi fram- sóknarmanna en hina síðari hjá sjálfstæðismönnum. Að því er Morgunblaðið hefur fregnað hefur fleiri en eitt skriflegt skjal verið á ferðinni manna á með- al frá forsætisráðherra. 1 umræð- um um þau staldra menn helst við skattahækkunarhugmyndirnar og áhersluna sem lögð er á skattamál- in. Kemur það heim og saman við opinberar yfirlýsingar ráðherra Framsóknarflokksins eins og Alex- anders Stefánssonar, félagsmála- ráðherra, sem vill auka tekjuöflun til húsnæðismála. Auk nýrra skatta í því skyni hreyfir forsæt- isráðherra því að reglur verði sett- ar um skuldabréfakaup lífeyris- sjóða. Forsætisráðherra vill að erlend- um lántökum verði settar skorður til að stöðva erlenda skuldasöfnun á nokkurra ára bili. Vaxtaákvarð- anir hér miðist að einhverju leyti við raunvexti erlendis eða á erlend- um skuldabagga þjóðarinnar. Bönkum verði settar skorður í út- lánum og þeirra gætt með aðhaldi. Stefnt verði að rekstrarafgangi hjá ríkissjóði í ár. Að sögn viðmælenda Morgun- blaðsins eru hugmyndir forsætis- ráðherra um uppstokkun á Stjórn- arráðinu ekki eins ljósar og gefið hefur verið til kynna í fréttum, meðal annars í NT, blaði ráðherr- ans. Á hinn bóginn vill hann að stjórn efnahagsmála færist meira en nú er i hendur forsætisráðherra. Umræðum er ekki lokið um þess- ar hugmyndir í þingflokkum stjórnarliða en eins og áður sagði var þeim þunglega tekið í Sjálf- stæðisflokknum. 80 milljón króna hlutafjárútboð Hafskips: Á að styrkja rekstur- inn vegna erfiðleika STJÓRN Hafskips hefur boðað til hluthafafundar hinn 9. febrúar nk. og verður þar lögð fram tillaga um nýtt hlutafjárútboð að upphæð 80 milljónir króna til styrktar eiginfjárstöðu félagsins, en bókfært hlutafé nemur aðeins 15 millj. króna í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Hafskip hefur átt við rekstrarerfiðleika að stríða undanfarna mánuði og er Ijóst að rekstrartap félagsins á síðasta ári skiptir nokkrum tugum milljóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.