Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 16. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: 38 fórust í flugslysi PekÍBK, 19. janáar. AP. ÞRJÁ'nU og átta manns létu lífið í gærkvöldi þegar kínversk farþega- flugvél brotlenti á flugvellinum í Jin- an í Shandong-héraði. Það var hin opinbera fréttastofa, Xinhua, sem greindi frá þessu í morgun. Um borð í vélinni, sem er af gerðinni Antonov 24 og smíðuð i Sovétríkjunum, voru 41, og lifðu þrír slysið af, en þeir eru mjög alvarlega slasaðir. Tveir hinna látnu eru bandarískir kaupsýsl- umenn, en hinir eru Kínverjar. Ekki hefur verið upplýst hver ástæða brotlendingarinnar var, en rannsóknarnefnd er komin á slysstað. Bretland: Verkfalls- mönnum líkt við Viet Cong London, 19. jnninr. AP. ARTHUR Scargill, leiðtoga breskra námamanna, var heitt í hamsi i gær þegar hann skoraði á þá að gefast ekki upp á verkfallinu, sem nú hefur staðið í 10 mánuði. Sagði hann, að nú væri eins komið fyrir náma- mönnum og Viet Cong og Norður- Víetnömum undir lok Indókína- stríðsins, sigurinn væri á næsta leiti. Scargill lét þessi orð falla á fundi 1.500 námamanna í Ashing- ton í Norðaustur-Englandi en samtímis skýrði stjórn rikiskola- félagsins frá því, að 215 náma- menn hefðu hætt verkfaliinu þann daginn og hefðu þá 2.967 snúið aft- ur til vinnu í þessari viku, 500 fleiri en í fyrri viku. Nærri 75.000 námamenn hafa nú virt að vettugi verkfall Scar- gills að sögn stjórnar ríkiskolafé- lagsins en þeir eru alls um 189.000 talsins. Á fundinum i Ashington sagði Scargill, að 200 námamenn hefðu aftur farið í verkfall í vik- unni vegna þess, að þeir hefðu ekki viljað sætta sig við að „vera komnir upp á náð og miskunn samviskulauss vinnuveitanda" og líkti hann verkfallsmönnum við Viet Cong og hermenn Norður- Víetnama undir lok striðsins í Indókína og sagði, að nú, þegar verkfallsmönnum væri spáð ósigri, væri sigurinn á næsta leiti. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, er ekki alveg sammála Scargill um það þvi nú i vikunni sagði hún, að nú væri farið að sjást fyrir endann á verkfallinu, sem verður ársagamalt 12. mars nk. til þess var boðað með ólögleg- um hætti, án undangenginnar allsherjaratkvæðagreiðslu, þegar stjórnvöld ákváðu að loka 20 nám- unum af 174 vegna mikils halla- reksturs á þeim. Morgunblaftiö/Friðþjófur Sott i loðnuna Það eru fleiri en maðurinn sem sækja í loðnuna. Hvalurinn gerir sig oft heimakominn í nálægð við loðnubátana, þegar þeir eru að þurrka að loðnunni í nótinni og byrja að dæla henni um borð. Þá fellur oft eitthvað til fyrir hvalinn, sem hann gerir sér að góðu. Hér stingur hann sér við hlið Hrafns GK, sem er að draga nótina. Sjá frekari myndir af loðnuveiðum á bls. 20—21B í blaðinu í dag. Mitterrand Frakklandsforseti á Nýju Kaledóníu: Tugþúsundir mót- mæltu aðskilnaði Noumea, 19. janúar. AP. RÖSKLEGA þrjátíu þúsund manns, af frönsku bergi brotnir, tóku þátt I kröfugöngu í Noumea, höfuðborg Nýju Kaledóníu, í dag, til að lýsa andstöðu sinni við fyrirhugað sjálfstæði eyjarinnar, sem lýtur stjórn Frakka. Til mótmæl- anna var efnt vegna komu Mitterrands Frakklandsforseta til eyjarinnar. Miklar viðsjár hafa verið á Nýju Kaledóníu að undanförnu og hefur komið til blóðugra átaka sjálfstæð- issinna, sem flestir eru af melan- eskum uppruna, og þeirra eyjar- skeggja, sem vilja áframhaldandi yfirráð Frakka, en þeir eru flestir af frönskum eða evrópskum ættum. Landsstjórnin hefur sett neyðar- Loodon, 19. janúar. AP. Sjónvarpsáhorfendur víða um heim munu fá tækifæri til að vinna til mikilla verðlauna á hausti kom- anda ef þeir eru skarpskyggnir og hafa leynilögregluhæfileikana í lagi. Þá verður sýnd sakamálamynd frá ITN-sjónvarpsstöðinni bresku að ölhi leyti nema því, að endinum verður sleppt að sinni og hann lát- inn bíða þar til áhorfendur hafa spreytt sig á lausn morðgátunnar. lög, sem banna mannfundi, en lög- regla lét ekki til skarar skríða gegn mótmælendum, þrátt fyrir geysi- legan viðbúnað. Mitterrand átti í dag viðræður við leiðtoga hinna stríðandi fylk- inga á eynni og jafnframt við Edgard Pisani, landstjóra. Leiðtog- 1 tilkynningu frá sjónvarps- stöðinni segir, að endir myndar- innar „Morð i geimnum" verði ekki sýndur fyrr en áhorfendur hafi fengið nokkurn tíma til að glíma við gátuna en verðlaunin, sem eru í boði, nema milljónum dollara. Lausn gátunnar hefur enn ekki verið tekin upp og svo mikil leynd hvílir yfir henni, að handritið er geymt í bankahólfi. ar þeirra Nýju Kaledóníumanna, sem eru af evrópskum uppruna, en þeir eru í meirihluta á eynni, sögðu forsetanum að þeir mundu aldrei sætta sig við aðskilnað. Mitterrand sagði fréttamönnum hins vegar í lok fundanna, að allir sem hann ræddi við hefðu verið reiðubúnir til frekari viðræðna og kvaðst hann vera mjög ánægður með það. Búist er við því að Frakklands- forseti haldi heim á leið þegar í kvöld. Talið er, að höfundur handrits- ins sé kunnur, bandarískur rit- höfundur en hann notaði að þessu sinni skáldanafnið Wesley Fergu- son. Gerði hann það af ótta við, að ófyrirleitnir áhorfendur rændu honum og neyddu upp úr honum lausnina. Myndin er tveggja stunda löng og hefur þeg- ar verið seld sjónvarpsstöðvum víða um heim. Max Kampelmann Kampelman aðal- samningamaður WmakinKton, 19. janóar. AP. RONALD Reagan Bandarfkjaforseti hefur skipaó þrjá menn til að hafa forystu fyrir samninganefndum Bandaríkjastjórnar í fyrirhuguðum afvopnunarviðræðum við Sovétstjórn- ina. Þá var upplýst í Washington í gær, að bandarískir og sovéskir emb- ættismenn hefðu þegar átt með sér fund um það hvenær og hvar viðræð- urnar skyldu hefjast. Aðaisamningamaður Banda- ríkjastjórnar verður Max Kamp- elman, en næstir honum ganga þeir John Tower og Maynard Glitman. Kampelman, sem er íhaldssamur demókrati, á að hafa yfirumsjón með viðræðunum og jafnframt stjórna nefndinni sem ræðir um geimvopn. Tower, sem er fyrrum þingmaður repúblikana i öldunga- deildinni, verður fyrir nefndinni sem ræðir um fækkun langdrægra eldflauga, sprengjuflugvéla og kafbáta. Loks stjórnar Glitman, sem hefur staðið i samningum um framtíð bandarískra hersveita á meginlandi Evrópu, viðræðunum um meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar. Milljónir í boði fyrir að leysa sjónvarpsgátuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.