Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 14
Reykjavíkurtjörn eftir Hilmar Biering Með því að breyta örlítið orða- lagi gamallar setningar má ef til vill segja að það sé að bera í bakkafulla tjörnina að skrifa nú enn eina grein um Reykjavíkur- tjörn. Um mál Tjarnarinnar hafa margir tjáð sig í ræðu og í riti og nú síðast Flosi ólafsson leikari, sem í bók sinni 1 kvosinni fer á kostum eins og honum er lagið þegar hann lýsir uppvexti sínum við og í Tjörninni. En það er ekki aðeins í óeigin- legri merkingu sem Tjörnin er að verða bakkafull heldur er því mið- ur svo komið að hún er að verða bakkafull af leir og leðju og það svo að fyrir nokkrum árum var talið að vatnið væri 40 til 70 senti- metrar að dýpt en leirlagið tveir til þrír metrar. Saga Tjarnarinnar er svo sam- ofin sögu Reykjavíkur að ekki verða þær sögur sagðar sitt í hvoru lagi og því til sönnunar má til dæmis minnast þess, að vorið 1944 þegar verið var að grafa fyrir húsinu Tjarnargötu 4, þar sem Happdrætti Háskóla íslands er nú til húsa, fannst meðal annars óhögguð eldstó af sömu gerð og þær sem fundist hafa í bæjarrúst- um frá elstu byggð íslands. Á næsta ári minnumst við 200 ára afmælis kaupstaðarréttinda Reykjavíkur en þegar kaupstað- arlóðin var fyrst mæld út árið 1787 voru syðstu mörk lóðarinnar sett við noðurenda Tjarnarinnar og austurmörkin við Tjarnarlæk- inn, en syðsti hluti Austurvallar gekk þá undir nafninu Tjarnar- völlur og 1789 var þarna á norður- bakka Tjarnarinnar hafin bygging Dómkirkjunnar. Tæpri öld síðar, 1880, þegar bygging Alþingishúss- ins hófst var ákveðið að framhlið þess skyldi vera í línu við syðri hlið kiricjunnar en smiðimir neit- uðu vegna þess að þar var þá svo mikil leðja í jarðveginum og varð það að ráði að byggja Alþingis- húsið fjær Tjörninni þannig að framhlið þess væri í línu við norð- urhlið kirkjunnar. Sem dæmi um mannlíf á Tjörn- inni sjálfri má nefna að á gaml- árskvöld 1871 var í fyrsta sinn far- in blysför í Reykjavík. Gengust stúdentar og skólasveinar fyrir blysförinni og urðu blysin yfir 70 að tölu. Flestir höfðu blysberar höfuðbúnað og komu fram sem ljósálfar eða svartálfar. Kom ann- ar flokkurinn sunnan frá Tjarnar- enda en hinn norðan frá Læknum. Mættust þeir svo á miðri Tjörn- inni og dönsuðu þar og sungu. En þetta ár kom einnig fram hug- mynd um nýtingu á Tjörninni því árið áður hafði Sigurður Guð- mundsson málari verið kosinn í bygginganefnd Reykjavíkur. Hann setti árið 1871 á blað hugmyndir sínar um bæjarskipulag og fólst það meðal annars í þvf að Tjörn- ina ætti að hlaða upp og að þar ætti að vera höfn höfuðstaðarins, en brygðist það að höfnin kæmi þar átti að fegra umhverfi Tjarn- arinnar og setja þar marga gos- brunna. En sem dæmi um mannlíf við Tjörnina má nefna þrjú félög sem völdu starfsemi sinni stað á tjarn- arbakkanum. Fyrsta íþróttafélag- ið í Reykjavík var stofnað 1867 og hét að þeirrar tíðar hætti Skytte- foreningen í Reykjavík en gekk þó jafnan undir nafninu Skotfélagið. Félagið byggði á árunum 1868 til 1870 hús þar sem nú er Suðurgata 35 en skotbakkarnir voru við Tjörnina. Iðnaðarmannafélagið f Reykjavík var stofnað sama ár, 3. febrúar 1867, og það byggði Iðnað- armannahúsið (Iðnó) algjörlega á uppfyllingu út í Tjörnina skömmu fyrir aldamót. Þriðja félagið er svo Sjómannafélagið Báran sem var stofnað 1894 og reisti Báru- húsið 1906 á uppfyllingu í norð- vesturhorni Tjarnarinnar. Sverrir Runólfsson steinsmiður var nafnkunnur maður í Reykja- vik og um 1870 vildi hann reisa veitingahús í Tjarnarhólmanum. Hann ætlaði einkum að miða hús sitt við vetraríþróttir en einnig átti að vera hægt að nota veitinga- húsið að sumarlagi með því að smíða trébrú frá Skálholtstúni, lítið eitt norðar en Fríkirkjan stendur nú, út í hólmann. í veit- ingahúsi Sverris áttu bæjarbúar að geta hlustað á „góða og hríf- andi músík" en bæjarstjórn synj- aði Sverri um allar framkvæmdir í hólmanum. Norðan við frárennslið úr Tjörninni við enda Lækjargötu er lítill, hallandi steinpallur þar sem hestar drógu upp sleða með ís af Hilmar Biering Morgunblaðií/ólafur „Þeir sem horfa gladir um öxl til æskuára viö og á Tjörninni vona að aldrei Ijúki að segja sögu Reykjavíkurtjarn- ar en hljóta einnig að vona að komið sé að þeim kaflaskiptum í sögunni að Tjörninni verði sýndur sá sómi sem henni ber.“ Tjörninni fyrir íshúsin sem þang- að sóttu ís á vetrum. Á hverju horni pallsins standa enn til- höggnir steinstólpar sem voru keyptir um 1892 og voru þá ætlað- ir til þess að girða Austurvöll og átti að setja járnpípur milli stólp- anna. Girðingin var aldrei reist en stólparnir seinna settir niður fyrir framan Menntaskólann og þeir fjórir, sem áður er getið, við Tjörnina. Áður en horfið er frá tjarnar- bakkanum er ef til vill rétt að geta þriggja húsa sem þar standa. Arið 1898 var Barnaskólinn reistur við Tjörnina og þótti tryggara að byggja hann úr timbri því þá mundi hann frekar standast jarð- skjálfta. Árið 1902 var Fríkirkjan byggð þar sem hún enn stendur en hefur þó tvisvar sinnum verið stækkuð. Kvennaskólinn í Reykja- vík var í fyrsta sinn settur í húsi sínu við Fríkirkjuveg árið 1909 en það var fyrsta stórhýsi sem byggt var úr steinsteypu. Að lokum má svo geta þess að Slökkvistöðin í Tjarnargötu var tekin í notkun ár- ið 1913 og þá tekin upp brunavakt allan sólarhringinn. Eftir að Knud Zimsen varð borgarstjóri, árið 1914, var Tjörn- inni skipt í tvennt með lagningu Skothúsvegar þvert yfir Tjörnina frá litlum tanga sem gekk út í Tjörnina að vestanverðu. Þá hafði þegar verið hafist handa við fyrsta skipulagða skrúðgarðinn i Reykjavik, Tjarnargarðinn, því að árið 1913 hófst gróðursetning trjáa við Bjarkargötu og lagði Hjálpræðisherinn sitt fram við þá gróðursetningu. Hljómskálinn var reistur í Tjarnargarðinum árið 1923. Þak Hljómskálans var haft flatt til þess að lúðrasveitin gæti hafst við þar uppi en einnig var gengið svo frá gluggum að hægt var að taka þá úr svo að lúðrasveitir gætu spilað þar inni en tónlistin borist um garðinn. Ekki urðu þó not af þessari fyrirhyggju því bæjarbúar höfðu vanist því að hlusta á lúðra- sveitirnar leika á Austurvelli og vildu halda því áfram. Þannig hafa bæjarbúar ekki alltaf kunnað að meta það sem gert hefur verið við Tjörnina þó að það hafi ekki verið sýnt jafn alvarlega og þegar Hafmeyjan, myndastytta Nínu Sæmundsson, sem sett var á Tjörnina sumarið 1959 var sprengd í loft upp á gamlárskvöld það sama ár. Þá má segja að bæjarbúar hafi sjálfir fellt þá tillögu, sem sam- þykkt var einróma í Borgarráði 1964, að byggja ráðhús Reykjavík- ur í norðurenda Tjarnarinnar. Ráðhúsið átti að vera tveggja hæða að grunni til en austast sex hæðir þar ofan á þannig að þar hefði orðið átta hæða háhýsi. Andmælendur töldu að þessi bygging mundi skerða Tjörnina stórlega og að svo mikil bygging mundi bera hinar eldri byggingar miðbæjarins, svo sem Álþingis- húsið og Dómkirkjuna, algerlega ofurliði. Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur nú hreyft þeirri hugmynd að byggja ráðhús við Tjörnina og yrði því ætlaður staður í norðvesturh- orni Tjarnarinnar þar sem áður stóð Bárubúð. Þessi hugmynd er allra góðra gjalda verð ef gætt er hófs í stærð hússins og hugað vel að samræmi við umhverfið. Stað- urinn sjálfur er öllum öðrum ákj- ósanlegri. En nú er rétt að víkja aftur að umhverfinu og verður þá fyrst fyrir að ræða um leðjuna sem minnst var á í upphafi. Þegar læknum var lokað, árið 1911, var sett rist við frárennslið frá Tjörn- inni við enda Lækjargötu. Vatns- borði Tjarnarinnar hefur verið haldið stöðugu með því að renna loku fyrir ristina en vegna þessa hefur leirinn ekki náð að renna frá Tjörninni. Ekki er þó þessi leir- söfnun neitt nýtt vandamál því fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík, Páll Einarsson, sem tók til starfa 1908, og líklega allir borgarstjórar síðan hafa fengið orð í eyra vegna leðjunnar í Tjörninni. Fyrir meira en hálfri öld var fengin hingað uppmokstursvél norðan frá Akureyri fyrir atbeina Tryggva Gunnarssonar til þess að hreinsa upp leðjuna en sú tilraun kom ekki að notum. Knud Zimsen, borgarstjóra, þótti gefast best að kraka leðjunni upp á fleka en það eina sem eftir stendur af þeim framkvæmdum er hólminn á syðstu tjörninni sem gerður er úr því sem upp kom. Nútíma tækni ætti að gera þetta starf auðveld- ara eða jafnvel auðvelt. En þá kemur til spurning sem sumum þykir ef til vill ekki auðvelt að svara en hún er hvaða áhrif þetta mundi hafa á lífríki Tjarnarinnar. Árið 1977 var Tjörnin hulin miklum þörungagróðri og það svo að enginn mundi annað eins. í framhaldi af því fór fram rann- sókn á lífríki Tjarnarinnar og ein af niðurstöðunum var sú að Nátt- úrufræðistofnun taldi, í áliti sem fram kom 1980, að ekki mætti dýpka tjörnina. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur lét hins vegar það álit í Ijós 1962 að fyrsta skilyrðið væri að dýpka Tjörnina. Þessar andstæðu skoðanir koma ef til vill fram vegna þess að til ársins 1956 höfðu stokkendur og kríur ráðið ríkjum á Tjörninni en það ár var hafist handa um fjölg- un fuglategunda. Það virðist því um tvennt að velja, að Tjörnin verði að fúlum pytt með fjölda fuglategunda eða tiltölulega hrein og fóstraði þá aðeins upphaflega íbúa sína. Mér virðist valið auð- velt því hreinni Tjörn væri borg- arbúum til meiri ánægju en tæki- færi til að skoða fuglategundir. Annað atriði sem huga þarf vel að eru bakkar Tjarnarinnar og mega þá tvenn mistök verða víti til varnaðar, hin fyrri eru hinn hái bakki að norðanverðu sem bókst- aflega getur verið lífshættulegur og hin síðari að gera vesturbakk- ann óaðgengilegan vegna runn- agróðurs. f þessari grein hefur aðeins ver- ið stiklað á stóru þvi af nógu er að taka þegar litið er til Tjarnarinn- ar og til dæmis alveg verið gengið framhjá því sem segja má um Tjarnarlækinn en um hann mætti rita langt mál. Þá hefur ístöku á Tjörninni ekki verið getið né held- ur skautaferða, skútusiglinga, hornsílaveiða og ótal margs ann- ars sem vert væri að gera skil. En tilgangur þessarar greinar er tví- þættur: Að vekja Reykvíkinga til umhugsunar um sögulegt gildi Tjarnarinnar og að hvetja Reyk- víkinga til að knýja á að Tjörnin verði hreinsuð. Þeir sem horfa glaðir um öxl til æskuára við og á Tjörninni vona að aldrei ljúki að segja sögu Reykj avíkurtj arnar en hljóta einnig að vona að komið sé að þeim kaflaskiptum í sögunni að Tjörninni verði sýndur sá sómi sem henni ber. Hilmar Biering er borgarstarfs- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.