Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 3. MARS 1985 29 Goðmögnuð veröld Fínna og íslendinga 150 ár frá fyrstu prentun úr Kalevala Hinn 28. febrúar sl. voru 150 ár frá því að Elías Lönnrot (1802—’84) sendi frá sér fyrsta hluta hins frœga þjóðsagnakvœð- is Finna, Kalevala, en hann safnaði því saman og prentaði eftir munnlegum heimildum. Finnar halda upp á afmœlið með ýmsu móti og í samvinnu við háskólann í Helsingfors og stórblaðið Helsingin Sanomat gefur Books from Finland út sérstakt Kale- valahefti þar sem eru greinar eftir höfunda frá ýmsum löndum. Matthías Johannessen skrifar þar um Kalevala á íslandi, úrdrátt úr grein þeirri sem hér birtist. I Kalevala kom út í tveimur hlutum á íslandi, 1957 og 1962, í þýðingu Karls ís- felds (1906—1960). Hann var þjóðkunnur fyrir þýðingar sínar bæði í bundnu máli og óbundnu, en auk þess frumsamdi hann talsvert af ljóðum og gaf út dálítið ljóða- safn, Svartar morgunfrúr 1946. Kverið vakti þó nokkra athygli en hún var samt smámunir miðað við þær viðtökur sem Kalevala-þýðingar Karls hlutu, þegar þær birtust á prenti. íslendingar höfðu lengi haft ýmsar hugmyndir um Kalevala og þekktu kvæð- ið af afspurn, sumir af þýðingum á Norð- urlandamálum. Mín kynslóð þekkti þó betur annan skáldskap finnskan og þá einkum ljóð sænskumælandi stórskálda í Finnlandi, sem þjóðskáldiö Matthías Jochumsson hafði þýtt. Matthías var persónulega kunnugur Runeberg og þýddi Ijóð hans. Sagnaskáldskap finnskan þekktum við einnig af þýðingum og minn- ist ég þess einkum hvernig við lógðumst í Sögur herlæknisins eftir Tobelius í þýð- ingu Matthíasar. Ég held ég hafi ekki lesið önnur rit útlenzk af meiri áhuga, ef undan er skilinn Robinson Crúsó. Finnland var í huga mínum óvenjulegt land og harla ólíkt íslandi. Það var ná- komið okkur, en þó í fjarlægð. Fyrir áhrif frá Snorra Sturlusyni taldi ég að Finnar væru fjölkunnugir: þeir höfðu uppi seið og fjölkynngi og af þeim námu menn kunnustu. Ungur drengur gerði þá engan greinarmun á Finnum og Sömum þegar hann las Heimskringlu. í vetrarstríðinu varð Finnland hluti af veruleika okkar. Ég taldi mér trú um að ég yrði að heimsækja þetta sérkennilega og fagra land, og það gerði ég þegar ég var sjómaður á unga aldri og við fluttum frosinn fisk til Leningrað sumarið 1946. Þá komum við til Helsinki, sigldum upp Finnska flóann í fylgd með hafnsögu- mönnum, því að tundurdufl gátu enn leynzt á siglingaleið, vörpuðum akkeri undir kvöld, en lögðum aftur af stað að morgni, syntum í sjónum og fórum í land. Þessi ferð er eitt af ævintýrum æsku minnar. II Fyrstu verulegu kynnin sem við höfð- um af Kalevala var grein eftir Karl ís- feld, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1949. Þar segir hann frá hetjulandinu og við fórum að velta fyrir okkur andrúmi þessa finnska goðsagnakvæðis, efni þess og uppruna. Karl gerði ágæta grein fyrir kvæðinu og persónum þess, vitnaði í það á finnsku og lét brot úr þýðingu sinni fylgja með. Það var eftirminnilegur lest- ur. Síðan liðu nokkur ár og það var ekki fyrr en Kekkonen Finnlandsforseti kom í opinbera heimsókn til íslands 1957, að fyrri hluti Kalevala-þýðingarinnar var birtur. Forsetanum var afhent fyrsta ein- takið við hátíðlega athöfn í Háskóla ís- lands. Það var mikill viðburður. Karl hafði lengi verið blaðamaður og við þekktumst vel, þar sem við vorum starfsbræður í faginu. Ég minnist þess hve stoltur ég var af því að blaðamaður ynni það bókmenntaafrek sem við höfð- um nú orðið vitni að. Hrifning mín birtist í Morgunblaðinu. Þar er þess getið að í þýðingunni sé fylgt sömu bragreglum og í frummálinu, hver sem bar ábyrgð á þeirri vitneskju. Við þetta tækifæri flutti Davíð Stefánsson Kekkonen drápu og jók það enn á mikilvægi stundarinnar og minnti á forna frægð þegar íslenzk hirðskáld fluttu konungum drápur, sungu þeim lof og gerðu list sína ódauðlega. Éða öllu heldur: gerðu þá ódauðlega. III Karl ísfeld hafði þýtt verk margra merkra höfunda og má þar nefna Dick- ens, Dumas, Hasek, Hemingway, Tolstoi og Steinbeck. En nú bætti hann mikils- verðum þætti við íslenzkar bókmenntir, því að Kalevala-þýðingin er sérstætt verk á íslensku og ólík öllu öðru sem við áttum að venjast. Hún hafði því veruleg áhrif, þótti hljómfögur og athyglisverð. Við ís- lendingar sáum að hér var á ferðinni verk sem var skyldara fornbókmenntum okkar en nokkrar aðrar bókmenntir sem við höfðum kynnzt, hljómfallið íslenzkt ekki síður en finnskt, hefðbundin íslenzk stuðlasetning og þótt hún minnti á ýmis- legt í frumkvæðinu virtist hún fastari og óbrigðulli en þar. Elías Lönnrot IV Þegar báðir hlutar Kalevala-þýðingar- innar höfðu birzt á prenti gerðum við okkur grein fyrir hvílíkur fjársjóður þessi einföldu þjóðkvæði eru. Þýðingin átti eftir að auka virðingu okkar fyrir menningarþjóð sem hafði sett saman slíkar bókmenntir fyrr á öldum. Við sáum í hendi okkar að margt var líkt með Kale- vala og fornum íslenzkum skáldskap, ekki sízt hetjukvæðum Eddu, enda skírskotar Karl ísfeld oft til íslenzkra fornkvæða og goðsagna og verða menn að þekkja Eddurnar til þess að skilja sumt í þýð- ingu hans. Hann notar þannig gömul heiti yfir konu, sprund og svanni, sótt í Snorra-Eddu, iðjagrænn úr Völuspá, kög- ursveinn úr Hárbarðsljóðum, og þegar hann kallar himininn fagraræfur leitar hann fanga í Alvíssmálum, en þar er sagt að orðið sé úr álfamáli. Þá notar Karl nöfn úr fornri goðafræði, svo að enn séu dæmi tekin, Fróðakvörn er úr Gróttasöng, Iðavellir úr Völuspá og taldir samkomu- staður guðanna. Þá skírskotar hann í för Þórs til Útgarða-Loka og fer vel á því, enda er sú goðsögn dæmigerð fyrir slíkar sagnir úr norrænu þjóðlífi. Karl ísfeld var fæddur Þingeyingur og alinn upp þar nyrðra, átti ættir að rekja til þekktrar skáldaættar og því hand- genginn íslenzkum alþýðukveðskap. Rím- ur sem voru meginkjarni ljóðlistar okkar í 500 ár og varðveittu íslenska tungu öðru fremur ásamt Guðbrandsbiblíu voru Karli inngróinn arfur úr æskuumhverf- inu og má sjá áhrif frá þeim í þýðingun- um, t.a.m. í upphafi kaflans Bónorðsförin: Þegar óttan rann hin rauða, roði morguns sást á skýjum, sigldi hann út á sæinn auða, sigldi eftir leiðum nýjum. Þegar Karl notar hringaskorða um konu er það t.a.m. sótt í rímur (gnoð og knörr eru forn skipaheiti). Óðalsfrúin Útgarðsþjóðar orðum vék að hringaskorðu: „Seg mér hvorn þú ætlar eiga — yndi veita og tryggðum heita — þann er gnoð um bláa boða beinir hingað, aldinn Váinö, og færir oss á fríðum kneri farm af dýru gulli skíru, eða hinn, er ekur sleða, Ilmarinen, fláan skelmi, með æki þungt afkerskni, klækjum, köpuryrðum, flærð og glöpum ? Af þessu sést að Karl ísfeld hefur snúið Kalevala á íslensku með þeim hætti að tungutak þess er í góðum tengslum við fornan arf, enda er bragarhátturinn sótt- ur í klassískan skáldskap okkar með kliðmjúku og hljómmiklu innrími, hálf- rími og endarími, sumt hrynhent en ann- að með endarími eingöngu. ófreskt efni kvæðisins minnir einnig á bókmenntir okkar. Þegar ég las Kalevala þótti mér ég einatt vera í næsta nágrenni við fornald- arsögur Norðurlanda, ýkju- og furðu- sagnir sem sagðar voru á íslandi á 13. öld, en skráðar um og eftir 1300, en í þýðing- unni eru einnig falleg leiftur, sem minna á samhengið í íslenzkum skáldskap ekki síður en heimssöguleg bókmenntaafrek finnskrar alþýðu: Skógar laufgast, grundir gróa, grænka lundir um vorsins stundir, væna laufið og lyngið græna litkar jörð, en fuglahjörðin sezt á við með söngvakliði, sumargestir: erlur og þrestir. Öxin blána, berin vaxa, blómahafi, allt er kafið. Yndi sumars, varmir vindar, vekja af dvala grösin dala, syngja milt við ilmreyr ungan anganmildan sóldag langan. Matihías Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.