Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 35 Minning: Sigfús Davíðsson fyrrv. bóndi, Lœk Fæddur 13. febrúar 1903 Dáinn 8. mars 1985 í dag er til moldar borinn afi minn, Sigfús Davíðsson, fyrrver- andi bóndi að Læk í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Hann var fædd- ur 13. febrúar 1903 að Kalmans- tungu á Hvítársiðu. Foreldrar hans voru Davíð Sigurðsson og Svanborg Ágústa Vigfúsdóttir. Afi minn var elstur fjögurra systkina, en þau sem eftir lifa eru: Sigurbjörg, Þórdís og Sveinbjörn sem öll eru búsett i Keflavik. Ég veit ekki mikið um bernsku afa, en ungur fluttist hann ásamt foreldrum sinum að Stokkseyrar- seli i Stokkseyrarhreppi, þar sem yngri systkini hans fæddust. Inn- an við fermingu fór hann að Aust- vaðsholti í Landsveit til sumar- dvalar en dvöl þessi varð lengri. Svo fór að hann dvaldist þar meira og minna fram yfir tvítugt hjá þeim heiðurshjónum, ólafi og Guðrúnu, sem voru honum svo kær og hann talaði alltaf um með mikilli virðingu. Á þessum árum stundaði hann sjóinn á veturna, en var í sveitinni á sumrin. Afi minn og amma hófu sinn búskap í Reykjavík, en sveitin heillaði þau alltaf og fluttu þau fljótlega að Læk í Holtahreppi. Þrjú fyrstu æviárin mín dvaldi ég hjá þeim og naut umhyggju þeirra, svo og öll sumur fram yfir fermingu. Ég minnist afa míns sem hjartahlýs og réttláts manns. Hann var sívinnandi og ætlaðist líka til mikils af öllum sem hann umgekkst, enda lærðum við börn- in sem vorum í kringum hann að vinna. Verk hans bera þess líka glöggt merki hve harðduglegur hann var. í tvígang varð hann að byggja upp öll húsin á jörðinni sinni, íbúðarhús jafnt sem útihús, og ekki má gleyma jarðræktinni sem unnin var án stórvirkra véla fyrstu árin. Afi var auðvitað ekki einn að störfum, því amma var ekki síður dugleg og svo börnin þeirra þegar þau fóru að geta hjálpað til. Á heimili afa og ömmu var jafnan margt um manninn, enda stóð það ávallt opið öllum þeim sem koma vildu. Afa og ömmu varð sex barna auðið, auk þess sem þau ólu upp tvö fósturbörn og eru þau öll á lífi. Með þessum línum kveð ég elskulegan afa minn sem var mér svo kær og ég hefði svo gjarnan viljað fá að njóta samvista við lengur. Elsku amma mín á nú um sárt að binda, en eftir á hún minning- una um góðan mann. Megi góður guð blessa minningu um heilsteyptan mann og veita ömmu minni styrk í sorgum henn- ar. Margrét Karlsdóttir í dag verður til mqldar borinn frá Hagakirkju Sigfús Davíðsson frá Læk í Holtum. Hann fæddist í Kalmanstungu í Borgarfirði 13. febrúar 1903. For- eldrar Sigfúsar fluttu á Akranes og mun hann hafa alizt upp þar að mestu á fyrstu árum ævinnar, nema um nokkurn tíma voru for- eldrar hans á Stokkseyri. Um 10 ára aldur fór svo Sigfús að sumri til að Austvaðsholti í Landsveit sem snúningadrengur til ólafs Jónssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, er þar bjuggu, og var hann sið- an þar mikið viðloðandi, allt þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Eftir að Sigfús óx úr grasi og barnaskola lauk, og sumardvöl i sveitinni, var farið að huga að þeim verkefnum sem tiltæk voru og mun sjórinn hafa heillað á timabili, og stundaði hann sjó- mennsku jafnt sem sveitastörf á unglings- og uppvaxtarárum. Það var varla um annað að ræða fyrir unga menn en þessa hefðbundnu vinnu, vertíðarstörf á vetrum og sveitastörf að sumrinu, en Sigfús var eftirsóttur til starfa bæði til sjós og lands á þeim árum. Árið 1929 staðfestir Sigfús ráð sitt og gengur að eiga Margréti Eyjólfsdóttur ættaða vestan úr Mýrasýslu og var það stórt gæfu- spor fyrir Sigfús og þau bæði, því saman hafa þau gengið síðan og tekist sameiginlega á við þau verkefni, sem borið hafa að, er oft hafa verið erfið, en þau hafa leyst með sameiginlegu átaki. Þau Sig- fús og Margrét bjuggu í Reykjavík fyrstu ár búskapar síns og var Sigfús þá á togurum, en hugur beggja var bundinn sveitinni og sveitastörfum, svo að þau ákváðu að festa sér jörð og fyrir valinu varð jörðin Lækur í Holtum í Rangárvallasýslu. Ég held að hún hafi á þeim tíma þótt fremur kostarýr og húsakostur lítill, svo það hefur þurft áræði og bjartsýni að takast á við það verkefni að hefja búskap á jörðinni, en þau létu ekkert aftra sér í þessum áformum og hófu starfið með þeim árangri, að jörðin varð að stórbýli í höndum þeirra í þeirra búskapartíð. Á Læk í Holtum hefur oft verið mannmargt hjá þeim hjónum. Þau hændu að sér fólk, bæði börn og fullorðna. Þeim varð 4 barna auð- ið, auk Sigurðar, sem var elztur og alinn upp að öllu leyti hjá þeim. Sigurður býr á Akranesi, hans kona er Vigdís Magnúsdóttir, Eygló býr í Keflavík, hennar mað- ur er Halldór Þorkelsson, Ólafur býr á Ketilsstöðum í Holtum, kona hans er Hólmfríður Hjartardóttir, Davíð býr i Sumarliðabæ, kona hans er Hlín Magnúsdóttir, Hall- dóra er gift Karli Steinbergssyni og búa þau í Hafnarfirði, Pálmi er bóndi á Læk, hans kona er Vigdis Guðmundsdóttir. Auk þess ólu þau upp Erlu Björgvinsdóttur, sem býr á Rauðalæk í Holtum, hún er gift Þorsteini Runólfssyni, og Sig- mund Eggertsson, sem hefur verið á heimili þeirra að undanförnu. Afkomendur þeirra Lækjarhjóna eru orðnir býsna margir og hinn mannvænlegasti hópur. Þegar lit- ið er til baka yfir lifshlaup Sigfús- ar á Læk, sem hóf búskap í miðri kreppunni af litlum efnum, en miklum kjarki, sést að hann hefur lyft Grettistaki. Menn átta sig ekki á þvi í dag við hvað var að stríða í búskap fyrir 50 árum, þeg- ar tækin voru nánast engin, ekki vegir, rafmagn eða sími, sem menn telja til sjálfsagðra hluta, en þau hikuðu hvergi i uppbygg- ingunni og ávallt voru sama bjartsýnin og kjarkurinn á hverju sem gekk. Lifsstarf Sigfúsar var helgað jörðinni og á þeim vettv- angi vann hann alla ævi og skilaði hlutverki sinu með sóma. Þeir sem tekið hafa þátt i að byggja upp sveitir þessa lands tóku við næst- um eins og landnámsmennirnir og skiluðu þvi uppbyggðu eins og i dag, aðeins á 50 árum, eiga þakkir skildar og hafa unnið þjóð sinni vel og skilað afkomendunum góð- um og verðmætum hlutum. Þegar við kveðjum að lokum Sigfús á Læk er okkur þakklæti i huga að hafa átt hann að samferð- amanni um tima. Hann var góður fulltrúi þessa timabils i sögunni. Spor hans eru hvatning til fram- tiðar um að yfirstiga erfiðleika á hverju sem gengur og takast á við verkefnin þó þau virðist vera tor- leyst. Ég vil að lokum óska öllu venzlafólki Sigfúsar mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég hygg að hann hafi verið tilbúinn til far- arinnar. Heilsan var búin og þá er ekki eftir neinu að bíða. Blessuð sé minning hans. Sæmundur Jónsson t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KAROLÍNA MARÍA FRIOBJARNARDÓTTIR, Hjarðarhóli 22, Húsavik, andaöist i Sjúkrahúsl Húsavíkur fimmtudaginn 14. mars. Gunnlaugur Sigurösson, Sveinn Bjarklind. Geróur G. Bjarklind, Eiöur Gunnlaugsson, Karl Gunnlaugsson, Sólveig Gunnlaugsdóttir, Hermann Ágústsson, Sigrlöur Gunnlaugsdóttir, Hreinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaölr og afi, KRISTBERGUR JÓNSSON, Laug, Biskupstungum, lést 14. mars i Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi. Jón Kristbergsson, Hrefna Kristbergsdóttir, Guömann Kristbergsson, tengdabörn og barnabörn. Móöir okkar, t ÁSTA EINARSDÓTTIR, Skaftahlíó 6, Reykjavlk, er látin. Sígrlöur Kristín Ragnarsdóttir, Hafdfs Ragnarsdóttir Critelli. t Bróöir minn, JÓNASGUÐMUNDSSON fró Flateyri, lést á Elliheimilinu Grund 6. mars. Jaröarförin hefur farið fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Magnús Guömundsson. t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR fró Hamrahólí, andaöist á heimili sinu, Eyjum i Kjós, aöfaranótt fimmtudagsins 14. mars. Guörún Tómasdóttir, Magnús Sæmundsson, Guöjón Tómasson, Margrét Eínarsdóttir. t Ástkær móöir min, LÁRA J. SCHRAM, Vesturgötu 36 B, veröur jarösunginfráDómkirkjunnimánudaginn 18,marskl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Jónlna Vigdls Schram. t Okkar innilegustu þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BJÖRNS JÚLÍUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistfólks á Dvalarheimilinu Hlið, Akureyri, og lækna og starfsf ólks lyf Jadeildar Fjóröungssjúkrahúss- ins á Akureyri fyrir góöa aöhlynningu i veikindum hans. Snjólaug Hjörleifsdóttir, Jóhanna M. Björnsdóttir Hjörleifur Björnsson, Rósa Björnsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Július Björnsson, Jófrióur Björnsdóttir, Daniel Björnsson, Árni Björnsson, Ólafur Björnsson, Björk Guömundsdóttir, Ármann Sigurjónsson, Valgeir Stefánsson, Lisbeth Bjömsson, Kristinn Helgason, Guóný Guölaugsdóttir, Þórey Agnarsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug víö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS HALLDÓRS SIGURJÓNSSONAR loftskeytamanns, Álfaskeiói 57, Hafnarflrói. Gertrud M. Sigurjónsson, Þór Gunnarsson, Ásdls Valdimarsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Þorbjörg Bernhard, Ludwig H. Gunnarsson, Guörún Jónsdóttir og böm. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ÁGÚSTU MAGNEU RAFNAR, Suóurhólum 28. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar 14-G á Landspitalanum fyrir góöa umönnun. Jóhanna Hjálmtýsson, Þórunn Rafnar, Hallgrfmur Jónsson, Hildur Padgett, James Padgett, Stefán Jóhannsson, Katrfn Árnadóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, RAGNHEIÐAR BOGADÓTTUR, Frakkastfg 6A. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hafnarbúöa fyrir frábæra umönnun i veikindum hennar. Gunnar Ólafsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn R. Einarsson, Ragnheióur Gunnarsdóttir, Bragi Hannesson, Elisabet Gunnarsdóttir, Júllus P. Guöjónsson, Ólafur Gunnarsson, Elsa Benjaminsdóttir. I \ i ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.