Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 7
‘M0RGUKBLAPIÐ,‘SUlfflUDAQUR 2. JÚNl 1985 Ofanleitishamar þar sem Jón kleif „ókleifan" hamarinn. Hann stendur beint fyrir ofan þar sem hann kleif upp. Jón í Holti i bjargbrún Ofanleitiahamars þar sem hann kom upp forðum. Morgunblaðið/RAX reyndum að vekja á okkur athygli. í birtingu sáum við loks hvar við vorum staddir og þá fór Eiður að tala við mig og spyrja mig hvort ég treysti mér til þess að fara þarna upp bergið. Eg féllst á að reyna það og áður en ég lagði í bergið reyndi ég að berja mér til hita, því mér var ansi kalt og var á sokkaleistunum. Áður en ég lagði af stað fékk ég lánaðan sjóvettling hjá einum há- setanum og hafði hann á annarri hendi til þess að róta snjó úr berg- inu og reyna að finna handfestu, en það var mikill snjór í berginu á örðunum. Svo hélt ég sjóvettlingn- um á milli tannanna, á meðan ég fikraði mig upp. Þetta gekk allvel þangað til ég var kominn upp i mitt bergið, þá ætlaði mér að ganga illa að finna handfestu. En ég hafði samt að vega mig upp og siðan gekk ágætlega upp undir brún. Þá biasir það við að brúnin slútir fram yfir sig. Það leit illa út í þessari stöðu og það var líka inn- byggt, að við vorum hræddir peyj- arnir í Eyjum við hamarinn, hann var svo laus í sér. En einhvern veginn hafði ég að teygja fingur- gómana í festu á brúninni og hún hélt, en ég varð hreinlega að vega mig upp á fingurgómunum. Mér ætlaði að ganga illa að komast síðasta spölinn, en það hafðist. Ég varð ógurlega kátur þegar ég var kominn upp, en lík- lega hef ég verið um 15 mínútur á leiðinni. Eg leit aldrei við. Það var engin von til þess að komast aftur niður þá leið sem ég fór upp. Þegar ég var kominn á brún ákvað ég að ganga að Norðurgarði, sá að það var styst og ég var kunnugur þarna. Ég fór allhratt fyrst. Það var kafaldssnjór, en ég sá fljótt að ég mátti ekki fara svona hratt því að ég þreyttist svo og hægði þess vegna ferðina. Þegar ég var nýlagður af stað gerði svartaél, en þegar stytti upp var ég kominn heim undir Brim- hóla um það bil einum kílómetra norðan við Norðurgarð. Ég vissi að það var enginn sími þar og ákvað því að fara alla leið heim til mín heim i bæ og fór það, sagði hvernig komið væri, hvar menn- irnir væru. Síðan var farið í leið- angur og skipsfélögum mínum náð, en Sigurður heitinn Hró- bjartsson á Litlalandi seig niður, góður fjallamaður og nágranni minn, og það gekk mjög vel. En einn skipsfélaga minna var orðinn allþjakaður. Þegar ég lagði í bjargið var það ekki alveg árennilegt, eins og ég sagði, og ég bjóst við því að það yrði erfitt, sérstaklega ef maður þyrfti að snúa við eins og þú þekk- ir. Ég vissi líka að Hamarinn er mjög laus. Maður er vanur príli eins og strákar á þessum árum en ég stundaði aldrei fjallamennsku. En það var ekki frost og það hefði verið enn erfiðara við slíkar að- stæður. En ég átti í raun enga möguleika á að snúa aftur niður þegar ég hafði lagt í bergið, upp undir 20 metra hátt þverhnípt bjarg. Jú, mér er sagt að þarna hafi verið ókleift en ég hélt nú alveg ró minni og einbeitti mér að þessu og þakkaði Guði fyrir þegar ég var kominn á brún. Áður en ég lagði af stað upp bergið tók ég það loforð af skipsfélögum mínum að þeir reyndu ekki að koma á eftir mér. Yfirnáttúrulegt, jú, víst er það og það er fleira, sem hér kemur til, eins og það, að báturinn kemur tvisvar á sama stað að berginu í brimgarðinum, skerjagarðinum. Það er eins og það séu einhver æðri völd að verki þegar svona gerist. Þetta var eina nibban á mörg hundruð metra löngu svæði sem hægt var að komast á. Um morguninn var báturinn allur kominn í smáspæni, allur brotinn í spón eins og tilbúinn í upp- kveikju. Hann var talinn 17 tonn, hafði verið lengdur upphaflega úr 12 tonna stærð. Ég fór stuttu seinna að skoða aðstæður á hamr- inum, þá voru Ofanbyggjarar að hirða brak úr bátnum i eldinn. En ég veit ekki hvað segja skal um það þegar ég skoðaði svæðið. Mig langaði allavega ekki að reyna aft- ur við þetta berg.“ «Ba7 Heba heldur vióheilsunni HEBA „PÚL-KÚR“ Konur! Nú er að hrökkva eða stökkva. eí koma á sér í form fyrir sumarið og sólina. Látið okkur í Hebu aðstoða ykkur með sjö daga sumar-.púlkúr”. Púlkúr I 7.-14. júní. Púlkúr II 10.-19. júní. Leiðbeinandi: Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari. Upplýsingar og innritun í símum 41309 og 42360. Pinotex VERNDAR VÐINN OG GÓÐA SKAPIÐ PINOTEX SUPERDEC þekjandi viðarvörn þegar breyta á um lit. Þekjandi viðarvörn úr acryl olíuefnum. Olían síast í viðinn og acrylefnið myndar yfirborðshimnu. Hámarksveðrunarþol, lyktarlaust og slettist ekki. /Í9*0úni 3oikt& Fínar ferðir í þrjár vikur á eina vinsælustu strönd Spánar: Hvítu ströndina. Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis) eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar. Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu af öllu tagi: Verðdæmi: (búðagisting frá kr. 23.910.- pr. m. Næturklúbba, diskotek, alpjóðleqa veitingastaði, kaffihus, Hjón i íbúö með tvö börn frá kr. 17.932.-pr skemmtigarða tívolí, golfvelli, sjóskíði, dýragarð ... miðalda- veislu. Btthvað fyrir alía. Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10 BJAHM OAGUR'AUGl. TiKNBTOf A FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.