Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 1
127. tbl. 72. árg. Líbanon: Hóta að drepa finnsku gíslana Beirút, 7. júní. AP. HER kristinna manna í Suður-Líb- anon, sem nýtur stuðnings fsraela, tók 24 finnska hermenn gísla í dag og bótaði að drepa þá alla „einn á klukkutíma fresti“ ef hermenn shíta yrðu ekki við þeim kröfum að láta lausa 11 kristna hermenn, sem verið hafa fangar shíta. Finnsku hermennirnir eru úr friðargæzluliði Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon. Átta klukkustund- um eftir að þeir höfðu verið teknir til fanga voru tveir þeirra látnir lausir í þorpinu Qantara. Var þá ekki vitað til þess, að neinn úr hópnum hefði verið tekinn af lífi. Finnska stjórnin skoraði í kvöld á fsraelsstjórn að gera allt, sem i hennar valdi stæði, til þess að frelsa finnsku gíslana. Skýrði Seppo Pietinen, talsmaður finnska utanríkisráðuneytisins, frá því, að Mauno Koivisto forseti og Paavo Vayrynen utanríkisráðherra stæðu i beinu sambandi við sendiherra fsraels í Finnlandi og að þeir fylgdust með rás atburða frá einu augnabliki til annars eins og frek- ast væri unnt. Timur Goksel, talsmaður friðar- gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, sagði í kvöld, að erfitt væri að gera sér grein fyrir hve mikil alvara lægi að baki hótun líbönsku her- mannanna um að drepa Finnanna. Ekki væri þó unnt að horfa fram hjá því, að finnsku hermennirnir kynnu að vera i mikilli lífshættu og að allt yrði gert til að bjarga þeim. Pólland: Lögreglan sökuð um falsanir (Mink. 7. juni AP. SKÝRSLA pólsks leynilögreglu- manns um yfirheyrslu yfir andófs- manninum Bogdan Lis, hefur nú verið vefengd í verulegum atrið- um. Hefur lögreglumaðurinn orðið tvísaga hvað eftir annað varðandi lengd yfirheyrslunnar, en meira máli þykir skipta, að eyður hafa komið fram í hljóðrituninni af yfir- heyrslunni. Var þetta haft eftir verjanda Lis í dag. Lis heldur því fram, að hljóð- rituninni hafi verið breytt í því skyni að rangfæra ummæli hans. Réttarhöidin yfir honum og þeim Adam Michnik og Wladyslaw Frasyniuk hafa nú staðið í ti daga og fa engir vest- rænn fréttamenn að vera þar viðstaddir. Þeir Bogdan Lis og fyrrnefnd- is- téiagai' hann getn át>, aMt að ám faiigels! yfir höfði sér veröí þeiv x'undnit sekir uin und- irróður gegx ríkini’. með því aö hvetja til verkfalla. 56 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjórir fálkar skotnir á Tjörnesi Fálkarnir fjórir, sem lögreglan á Húsavík fann í frystihólfi frystihúss þar í fyrrakvöld. Það er Árni Dan Ármannsson lögreglumaður sem heldur á þeim. Tveir ungir menn voru í haldi hjá lögreglunni í gærkvöldi og hafa þeir viðurkennt að hafa skotið fálkana á Tjörnesi. Sjá nánar á baksíðu. Fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins lokið: Engin samþykkt gerð um geimyarnaáætlun „Sterk og einörð samstaða NATO- ríkjanna,“ segir Geir Hallgrímsson FUNDI utanríkisráðherra rikja Atlantshafsbandalagsins lauk í Estoril í Portúgal í gær. í yfirlýsingu fundarins er lýst fullum stuðningi við tilraunir Bandaríkjamanna til að ná samkomulagi við Sovétmenn um takmörkun vígbúnaðar, en AP-fréttastofan segir, að utanríkisráðherrar Danmerkur, Frakklands og Grikklands hafi komið í veg fyrir að samþykkt yrði að lýsa yfir sérstökum stuðningi við geimvarnarannsóknir Bandaríkjastjórnar. í yfirlýsingu ráðherranna er Sovétstjórnin hvött til þess, að vinna með Atlantshafsbandalag- inu að því að fækka kjarnorku- vopnum og öðrum vopnum, banna efnavopn og fækka í herjum í Evr- ópu. Þá fordæma ráðherrarnir hryðjuverk og segja, að þau ógni hugsjónum þeim, sem lýðræði er byggt á. Ennfremur skora þeir á Sovétmenn, að fara með her sinn frá Afganistan og hvetja til „þjóð- arsáttar“ i PóMandi. „Þaö hefuv konuð fram viss skoðanamunm' uir geinxvarna- aæiiunina og ég heid aö Bantla- ríkjamenn hafi ekki áíí voti á meiri stuöningi viö iiaiui er þeiv fengu, sagó’ Geiv Haiigrimsson, utanrikisráóherra, seni sat fund- inn fyrir íslands hönd. Hann sagði, að þrátt fyrir þessar efa- semdir hefðu menn talið að það væri nauðsynleg varfærni af hálfu Bandaríkjamanna að hefja geim- varnarannsóknir vegna þess að Sovétmenn væru þegar farnir af stað með þær. Geir Hallgrímsson sagði að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði spurt utan- ríkisráðherra annarra aðildar ríkja að þv1' hvernig ætti að bregð ast við þvi, að Sovétmeni! hafa brotið SALT tl-samkomuiagið í veigamiklum ar.riðuni. Baiula- ríkjaþing hefur ekki sraðfesr, sanx- komuiagiö og Bandarikjastjórr, íhugav nú hvort hún eigi að hærta að virða það. „Það var almennt álit manna, að reyna ætti að halda AP/Símamynd Geir Hallgrímsson í fundi utanrfkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins í Estoril í Portúgal. Við hlið hans situr Giulio Andreotti, utanríkisráðberrs Ítalíu. ákvæði samkomuiagsins og fá I ! Sovétmenu tiil ad viróa þaö,“ sagð' | i Geiv. (íei!' Bailgj'inisson sagói að á fujKÍi utanvíkisráöiien'anna heföi veríð áberand’ samhugui og vel- vilji þran. fyrir skoðanamun um | ýmis efni. Menn hefðu alls ekki I viljað veikja á neinn hátt samn- ingssstöðn Bandaríkjamann;\ á Genfartundummi. „Þessi ráð- herrafundtu' hefttv styrkv. tru min á, að santstaði', ríkjanna I Ati- antshafsbandalaginu se sterk og einórð, og ekki un> neinn þann ágreining að ræða. sem skapi sam- tökunum hættu,“ sagði utanríkis- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.