Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 38
38 I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1985 — athvarf allslausra „Virki“ - Aldrei á ævi minni, sem oft hef- ur samt borið mér óvænt undur og uppfyllingu óska, hef ég orðið meira undrandi og glaður en einu sinni laust fyrir miðnætti í fyrra- vetur, þegar einn minna fyrrver- andi fermingardrengja hringdi til mín og sagði mér frá því í örstuttu samtali, að hann væri ákveðinn og eiginlega búinn að stofna „athvarf fyrir allslausa". En ég hafði einmitt nokkrum dögum áður ritað smágreinar um þetta málefni, aðra „við gluggann" í „Mogga“ og hina í „Vernd." Hvernig þetta mátti verða var mér ráðgáta og er það að vissu leyti enn. Það er út af fyrir sig afrek á heimsmælikvarða, hvernig þessi starfsemi hefur dafnað mán- uðum saman, þótt fáir viti um það til fullnustu. Sagt er að gestir þarna, „hinir allslausu", hafi skipt mörgum hundruðum á mánuði, sem bæði þáðu gistingu og greiða, kaffi eða mat. En nú mun svo komið, að þessi glæsilega líknarstarfsemi verði ekki lengur rækt sem skyldi, ef til vill aðeins minning en ekki veru- leiki framar. Vart mun nokkur vafi, að hér hafa orðið einhver mistök og misskilningur, sem staf- ar af þvi, að þarna hefur ekki unn- izt tími til athugunar og skipu- lagningar. Því miður hafa sjálfsagt margir misnotað tækifæri til aðstoðar. „Það er vandi að þekkja þurfa- manninn," var sagt í gamla daga. Þá voru samt þúsund sinnum fleiri allslausir þurfamenn, en nú gætu verið á Islandi. Svo margt hefur batnað og breyst. Einmitt á því sviði erum við nú orðin meðal hinna hæstu í heimi. Sjúkrahús, líknarstofnanir og alls konar aðstoð við bágstadda og hjálparvana, eru nú talin í tugum og hundruðum þar sem ekkert var áður. Svo má Guði kærleikans og þroska þjóðarinnar fyrir þakka. Samt virðist aldrei nóg. Krafan um „meira og meira" fyrir bág- stadda eykst stöðugt. Allt verður þó að eiga sín takmörk. Annars rífur þjóðin niður með vinstri hönd það, sem hin hægri byggir upp. „Athvarf allslausra" hlýtur að lúta þessu sama lögmáli. Það getur að sjálfsögðu ekki tekið við öðrum en þeim, sem augnabliksneyð þrengir að og ekki eiga þá neinsstaðar athvarf. Þetta verður að athuga vel. Og það er býsna mikill vandi býst ég við. Gert er ráð fyrir að „athvarf allslausra" byggi sína starfsemi á fórnum hinna „glöðu gjafara" samfélagsins. Þar kæmu engir „styrkir", „gjöld“ eða „skattar" til greina, heldur aðeins gestrisni, gjafmildi og líknarlund íslenzkra þegna, fórnfýsi og miskunnsemi. Ekki væri þá sízt að stórverzl- anir og auðug fyrirtæki gætu sent því „haframélslúku" og „kaffi- pakka“ eða „sykurpund" í morgun- verð hinna allslausu. Gætum við nefnt þá „flakkara" nútímans. Væri slík fórnarstarfsemi rækt sem skyldi reglulega í viku hverri eða mánuði yrði þetta líkt og gestrisni islenzka sveitafólksins í gamla daga. En slíkt var og er enn lýsandi dyggð og leiðarljós á vegum ís- lendinga, ljós, sem aldrei slokkna skal. Svipað mætti segja um sæng- urfatnað eða teppi. Og þá ekki síð- ur um klæðnað, sem konur virðast varla vita, hvar þær eiga að koma fyrir, þegar skartað hefur verið skamma stund. Þetta eru nú aðeins ábendingar, sem göfugt fólk getur ekki mis- skilið. Allt verður allslausum auð- ur. Engan skal lítilsvirða. Verði hins vegar „Virki“, þetta „athvarf allslausra" á Barónsstíg 13, lagt niður vegna aðgangs, frekju og blekkinga þeirra, sem eru ekki án athvarfs, en vilja notfæra sér ein- asta skjól hinna raunverulega allslausu og hrekja þá þaðan út, þá er verið að rífa upp eitt Ijúfasta ilmblómstur elskunnar við brautir samfélagsins hér nú. Þarna verður að kunna sér hóf. Hinar skefjalausu kröfur, sem birtast í sundurlyndi, „sáttafund- um“ og deilum, verkföllum og vit- leysisgangi hinna offylltu, rífa óðar en varir niður slíkt athvarf — já, meira að segja ala vegsemd á vegum þjóðarinnar. Það sem „Virki“, þessu unga at- hvarfi, er líklega nauðsynlegast nú, er að einhver taki sér ferð á hendur þangað sem hægt er að læra af reynslunni hið nauðsyn- legasta um aðferðir, reglur og starfrækslu slíkra líknarstofnana. Ekki þyrfti nú alveg að loka þess vegna á Barónsstígnum. Margir, ekki sízt unga mennt- aða fólkið sem vill starfa að líkn- armálum og „eiga sér hlutverk" hlýtur að eiga erindi til útlanda í sumar, ætti þá að hafa þetta í huga. Helzt einhverjir tveir aðilar, gæddir áhuga, víðsýni og fórnar- lund. Auðvitað þyrftu forystumenn í „Virki“ og þeir sem þar standa næst að taka virkan þátt i slíkri námsferð frá upphafi. Fræða svo aðra, þegar heim er komið. Að síðustu þetta: Látið þennan fallega draum bjartsýnna göfugmenna rætast í framkvæmd, Reykjavík og íslandi öllu til sóma. Byggjum þarna upp stofnun á vegum miskunnseminnar, sem orðið gæti föðurfaðmur mörgum týndum syni samfélagsins og um leið fyrirmynd framandi þjóða og framtíðarkynslóðum hér. Reykjavík, 17. júní 1985. Árelíus Níelsson. || Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. FM Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLElDlR Flug 09.. hvaÖ? Flug og skip. Flug út, skipheim, skip útog flug heim, eÓa eins og þú vilf: Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Hafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Dæmi um verð: Flogið frá Reykjavík til Osló. Siglt frá Bergen til Seyðisfjarðar. Flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. kn 13.316.- Flug og skip, ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.