Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ 1913 137. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGIIR 21. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morfunblaðsins Beinin sögð Mengeles Smo Pmulo, 20. júní. AP. RANNSÓKN er lokið á beinum, sem talin eru leifar stríAsglæpamannsins Josefs Mengele, og er búist við niður- stöðu á morgun eða laugardag. Heimildir úr brazilísku lögregl- unni herma að í herbúðum vísinda- mannanna leiki enginn vafi á því að beinin séu Mengeles og hann hafi látist fyrir mörgum árum. Aðrar heimildir herma að v-þýzkir vísindamenn hafi fundið 24 vís- bendingar um að beinin séu Meng- eles, og að þeir hafi skýrt yfirvöld- um í Bonn frá því að líkið, sem grafið var upp í Brazilíu á dögun- um, hafi verið lík Josefs Mengele. Bandaríkin: Hagvöxtur eykst á ný Wuhington, 20. jáni. AP. HAGVÖXTUR hefur aukist á ný í Bandaríkjunum samfara minnk- andi verðbólgu samkvæmt efna- hagstölum, sem stjórnin opinber- aði í dag. Verð á neysluvöru í Banda- ríkjunum hækkaði aðeins um 0,2% i maí. Að sögn stjórnarinn- ar er ástaeðan fyrir minnkandi verðbólgu tvíþætt: annars vegar lækkaði verð á matvöru í annað sinn á tveimur mánuðum, og hins vegar hækkaði verð á bens- íni mun minna í maí en apríl. En bensínverð hækkar venjulega á vorin í Bandaríkjunum. Samkvæmt annarri tilkynn- ingu stjórnarinnar fer hagvöxt- ur aftur vaxandi í Bandaríkjun- um þar sem hann er nú 3,1% á ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins var þar nánast enginn hagvöxt- ur. Að sögn efnahagssérfræðinga bendir flest til þess að verðbólga haldist niöri í Bandaríkjunum i sumar, og í raun sé ekki við því að búast að hún aukist að ráði á þessu ári. Ginn flugræningjanna í þotu TWA bindur enda á samtal Johns Testrake flugstjóra og blaðamanns á flugvellinum í Beirút. Óstyrkir og folleitir gíslar á blaðamannafundi í Beirút: til að shítar AP/Símamynd Hvetja haldi ísraela 1 Beirút, 20. júní. AP. FIMM gíslar úr TWA-þotunni komu fram á róstusömum blaðamanna- fundi í Beirút í kvöld og hvöttu Reag- an Bandaríkjaforseta til að revna ekki að frelsa þá með hervaldi. Ginn gíslanna, Thomas Cullins, sagði þá „óttast aflciðingar" björgunartilraun- ar af því tagi. Voru gíslarnir tauga- óstyrkir og fólleitir og komu sér hjá því að svara viðkvaemum spurning- um. Lýstu þeir „vonbrigðum“ sínum með það sem þeir kölluðu framtaks- leysi stjórnar Reagans við að tryggja frelsi þeirra. Hvöttu gíslarnir banda- rísk yfirvöld til að beiu sér fyrir frelsi shíta í haldi fsraela til að binda enda á flugránið. Allir gislarnir hafa verið fluttir úr AP/Símamynd Frá blaðamannafundinum róstusama i Beirút í gærkvöldi, þar sem fimm bandarísku gíslanna, sem eru í haldi shíta, voru leiddir fyrir fréttamenn. Á myndinni eru þrír gíslanna sitjandi við borð og les einn þeirra, Allyn Conwell, yfirlýsingu fyrir hönd gíslanna. Ame Treholt dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir: „Niðurstaðan lýsir fremur dómurunum en sekt minni“ Osló, 20. júní. Frá Jan Erik Laure, frrtlaritara MorgunblaOains. „DÓMIIRINN er mjög sérkennilegur og lýsir fremur dómurunum en sekt minni," sagði njósnarinn Arne Treholt í kvöld, eftir að hann hafði verið dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu sovézku leyniþjónustunnar 1974—84 og þeirrar írösku 1981-83. Skaut Tre- holt niðurstöðunni til hæstaréttar. Dómurinn er hámarksrefsing samkvæmt norskum lögum og á friðartímum hefur enginn maður, sakaður um njósnir, fengið harðari dóm. Að mati dóm- aranna er Treholt stórnjósnari, sem hefur vald- ið öryggishagsmunum norska ríkisins alvarleg- um skaða. Treholt sagðist áfrýja dóminum á þremur forsendum. I fyrsta lagi kveðst hann hafa verið dæmdur fyrir verknað, sem hann væri saklaus af. f öðru lagi fyrir að hafa þegið fé sem hann hefði aldrei tekið við og 1 þriðja lagi væri hann dæmdur fyrir setu í háskóla AP/Símamynd Arne Treholt í sakborningastúkunni f dóms- húsinu í Osló í gær þegar dómur var kveðinn upp yfir honum. hersins, sem stjórnin hefði sent sig í. Ljóst er að umræðan um dóminn mun snúast um það atriði að stjórnin samþykkti setu hans í skólanum, þrátt fyrir að hann lægi þá þegar undir grun. Treholt heldur því fram að sú ákvörðun hafi verið ögrun. Dóm- ararnir segja í niðurstöðum sínum að Tre- holt hafi mestum skaða valdið þegar hann var nemandi í háskóla hersins, og telja sannað, að hann hafi á þeim tíma komið ýmsum mjög mikilvægum upplýsingum til KGB. Áhrifamenn í Noregi sögðu dómsniður- stöðuna sýna hversu málið væri alvarlegt og mikið. Dómurinn minnti á að norska þjóðin yrði að vera vel á verði gagnvart þeim, sem vildu öryggi hennar og sjálfstæði feigt. Sjá „Lygndi aftur augunum og drúpti höfði“, „Fundinn sekur um öll ákæru- atriði nema eitt“ og „Staðfestir hve málið er mikið og alvarlegt" á bls. 20. frelsi þotunni til að koma í veg fyrir áhlaup á hana og eru í haldi á 8 til 10 stöðum í Beirút. Til handalögmála kom milli blaðamanna og hermanna shfta. Vopnaðir AK-47 rifflum veittu shítarnir blaðamönnum áverka og eyðilögðu myndavélar fyrir ljós- myndurum. Einn gíslanna, Allyn Conwell, varð að gera hlé á lestri yfirlýsingar vegna ringulreiðar á fundinum. Hann sagði gislana við hestaheilsu og vistin væri góð. Baö hann fyrir kveðjur til fjölskyldna og ættingja gislanna, vina þeirra og allrar bandarisku þjóðarinnar. Leiðtogi shita, Nabih Berri, þáði i dag boð um hugsanleg skipti á líbönskum föngum ísraela og gisl- unum færu fram í Sviss. Stjórnvöld í ísrael gáfu í skyn að þau væru tilbúin að veita frelsi a.m.k. hluta 700 shíta, sem þar eru í haldi. Rab- in varnarmálaráðherra sagði að Bandarikjamenn yrðu að kunngera kröfur sínar í þvi sambandi. Bandarikjamenn hafa ekki óskað eftir því að fangarnir verði leystir úr haldi, en það er talið mundi trygRja frelsi gíslanna. Shitar krefjast frelsis fanganna allra í skiptum fyrir gíslana. Pólitískar tilraunir til að fá gísl- ana lausa jukust um allan helming í dag og ræddi Reagan m.a. við for- seta Alþjóða Rauða krossins í því sambandi. ísraelar kváðust enga ábyrgð bera á öryggi gíslanna, hvöttu til varfærni og vöruðu við „óþarfa yfirlýsingum“, sem kynnu að stofna þeim í hættu. Hnefa- leikamaðurinn Muhammad Ali bauð fram aðstoð sína til að greiða fyrir frelsi gíslanna. Ræningjar í þotunni skutu tvisv- ar á hóp blaðamanna á flugvellin- um í dag én engan sakaði. Gramd- ist ræningjunum tilraun dulbúins líbansks blaðamanns til að lauma sér um borð í þotuna. Sjá „Hver verða örlöj; banda- rísku gíslanna?" á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.