Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 139. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins E1 Salvador: Lýsa ábyrgð á fjölda- morði Su Sahador. 22. júaf. AP. LÍTT þekkt skærulidasamtök vinstri manna í El Salvador, Mardoqueo Cruz, hafa lýst ábyrgð sinni á fjölda- morði því sem átti sér stað á úti- veitingastað í San Salvador í fyrra- dag. Þá skutu 10 menn klæddir ein- kennisbúningi stjórnarhersins í El Salvador 13 manns til bana, þar á meðal fjóra bandaríska hermenn. í tilkynningu skæruliða segir að fórnarlömbin hafi verið banda- rískir hernaðarráðgjafar og bandamenn þeirra. Jose Duarte, forseti E1 Salva- dors, sem kvað þjóðina harmi slegna yfir þessum atburði, vott- aði Bandaríkjamönnum samúð sina með því að hringja f Reagan Bandaríkjaforseta og vera við- staddur minningarathöfn um her- mennina fjóra áður en lík þeirra voru flutt með sérstakri flugvél flughersins til Bandaríkjanna. Sprenging í Briissel Brttaoel, 22. jání. AP. SPRENGJA, sem sprakk í dag í höf- uðstöðvum vestur-þýska efnafyrir- tækisins Bayer í Briissel, olli nokkru tjóni á anddyri byggingarinnar, en engan sakaði að sögn belgísku lög- reglunnar. Hafa óþekkt umhverfisvernd- arsamtök, sem kenna sig við frið- arbaráttu, lýst á hendur sér ábyrgð á sprengingunni. Maður, sem ekki vildi segja til nafns, hringdi í AP-fréttastofuna og kvað samtökin hafa komið sprengjunni fyrir í ruslakörfu í aðalbyggingunni til að mótmæla losun úrgangsefna á vegum Bayer í Norðursjó, og aðgerðum fyrir- tækisins gegn umhverfisverndar- samtökum Grænfriðunga. írakar hrinda sókn írana Budad, írak. 22. iúní AP ÍRAKAR skýrdu frá því í dag að þeir hefðu hrundið sókn frana á suður- hluta víglínunnar, og fellt um 200 íranska hermenn. Talsmaður íraka vísaði einnig á bug fréttum frana um að þeir hafi náð frumkvæði í stríðinu og unnið mikla hersigra að undanförnu. Sagði talsmaðurinn að tilgangur frana með þessum staðhæfingum væri greinilega að reyna að bæta andann í herbúðum þeirra og hvetja hermenn sína til dáða. Morgunbladið/RAX Sumar á Húsavík Discovery: Tilraun með leysi-geisla ber árangur KauTenlbörta. 22. jiof. AP. FERÐ bandarísku geimferjunnar Discovery gengur að óskum. f morgun voru geimfararnir að reyna að ná um borð gervihnettinum Spartan, sem þeir komu sjálfir á braut umhverfis jörðu í því skyni að afla upplýsinga um svonefnd „svarthol" í miðri Vetrarbrautinni, sem lengi hafa verið vísinda- mönnum mikil ráðgáta. í gær gerðu geimfararnir til- raun með leysigeisla og er það liður í rannsóknum Bandarikja- manna á möguleikum varnar- kerfis í geimnum. Spegill var settur í einn glugga geimferjunn- ar og leysigeisli sendur frá jörðu til að leita ferjuna uppi. Átti til- raunin að sýna hvernig ljósgeisl- inn dreifist á ferð sinni gegnum gufuhvolfið og hvaða leiðrétt- ingar þurfi að gera til að koma í veg fyrir að geislinn brotni og dreifist. Að sögn geimferðayfir-. valda á Kanaveralhöfða varð til- raunin árangursrík og því fallið frá því að endurtaka hana í dag. Tveir útlendingar eru um borð í geimferjunni. Annar þeirra er Frakkinn Patrick Baudry, sem vinnur að rannsóknum á áhrifum þyngdarleysis á mannslíkamann. Hinn er Salman Al Saud, soldán frá Saudi-Arabíu, bróðursonur Fahd konungs. Hann hefur m.a. tekið myndir af heimalandi sínu frá geimferjunni. t>ær gætu leitt í ljós nýjar auðlindir undir yfir- borði jarðar. Lausn á gísladeiluiini ekki í sjónmáli: Bandarískar herþot- ur á flugi yfir Beirút Beirút, 22. júnf. AP. ÓÞEKKTAR herþotur flugu yfir Beirút árla í morgun og fullyrðir út- varpsstöð kristinna manna, að þar hafi verið á ferð bandarískar orr- ustuþotur af gerðinni F-14, sem komið hafi frá flugmóðurskipi ei staðsett sé 8 km undan strönd Líb anons. Fjörutíu Bandaríkjamenn eru enn gíslar flugræningjanna, sem rændu farþegaþotu bandaríska flugfélagsins TWA á leiðinni frá Aþenu til Rómar fyrir röskri viku. Eru 37 þeirra í haldi víðs vegar í Beirút og nágrenni, en þrír úr áhöfn vélarinnar eru í gíslingu í stjómklefa þotunnar á flugvellin- um í Beirút. Tilraunir til að fá fólkið látið laust hafa enn engan árangur borið. Vonir voru í gær bundnar við að tveir gíslanna, sem talið er að séu heilsutæpir, yrðu látnir lausir, en af þvi hefur ekki orðið. Ræningjarnir krefjast þess að um 770 líbanskir fangar í lsrael, sem flestir eru shítar, verði látnir lausir í skiptum fyrir Bandaríkja- mennina. ísraelsstjórn segist hafa ■ hyggju að láta fangana lausa þegar ástandið er orðið eðlilegt, en ekki fyrir þvinganir. Hernaðaryfirvöld í Beirút hafs ekki staðfest, að þoturnar hafi verið bandarískar. Algengt er, af herþotur ísraela fljúgi eftirlits- flug yfir Líbanon. Hins vegar hafa líbönsk hernaðaryfirvöld viður- kennt, að bandarískt flugmóð- urskip hafi fært sig nær strönd landsins, en segja að þau séu enn utan lögsögunnar. Bandaríska sendiráðið í Beirút hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um mál þetta. Mafíufélagar handteknir Kóm.borg, 22. júni. AP. ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 107 manns, sem gninaðir eru um að eiga aðild að mafíunni. Er þetta liður í þeirri viðleitni yfirvalda að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi á Ítalíu. Mennirnir voru handteknir víðs vegar á Ítalíu, en lögreglan leitar nú 43 í viðbót sem riðnir eru við mafíuna. Meðal hinna handteknu voru Eduardo Form- isano, sem er fyrrverandi borg- arráðsmaður i Róm og félagi i ítölsku nýfasistahreyfingunni, og Vincenzo Femia, sem sakaður er um að hafa ætlað að ræna brasilísku knattspyrnustjörn- unni Paulo Roberto Falcao.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.