Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985 5 íslensk málnefnd: Fundur norrænna íðorðafræðinga ÍSLENSK málnefnd stendur fyrir fundi norrænna íAorAafrædinga í ÁrnagarAi 27. til 28. júní. Tveir sérfræAinganna hafa boAist til aA halda námskeiA fyrir íslenskt áhugafólk um íAorAafræAi og verA- ur þaA haldiA í ÁrnagarAi miAviku- daginn 26. júní. 1 frétt frá íslenskri málnefnd segir, að víða um heim sé lögð vaxandi áhersla á ræktun sér- fræðilegs og starfsbundins orða- forða, þ.e. á myndun, söfnun og útgáfu svonefndra íðorða. Á Norðurlöndum vinna sérstakar stofnanir að þessu viðfangsefni og er Islensk málstöð, sem er nýtekin til starfa, ein þeirra þó að hún gegni að vísu fjölþættara hlutverki. Fyrir 10 árum tóku starfsmenn þessara norrænu íð- orðastofnana að efla með sér samstarf, sem þeir kalla NORDTERM. Þeir hafa gengist fyrir sameiginlegum fundum og námskeiðum og haft samvinnu um ýmis mál, t.d. íðorðabanka og tölvuvinnslu íðorðasafna. ís- lendingar hafa tekið þátt í þessu samstarfi og vænta góðs af því, enda er vaxandi áhugi á íðorða- störfum hér á landi, eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá ís- lenskri málnefnd. Það er ein- mitt NORDTERM sem heldur þennan fund nú og er það í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. íslandskynning á Naustinu í sumar VEITINGAHÚSIÐ NaustiA gengst fyrir íslandskynningu í sumar í sal- arkynnum veitingahússins, f sam- vinnu viA Álafoss. Dagskrá þessi er einkum ætluA feröamönnum og verAur hún á fimmtudags-, fostu- dags-, sunnudags- og mánudags- kvöldum, frá 21. júní til 18. ágúst. Boðið verður upp á sjávarrétta- borð og skyr og sýndur verður ís- lenskur fatnaður á tískusýningum. Þá munu Bergþóra Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sjá um þjóðlagaflutning og flytja bæði gömul og ný íslensk lög. (Úr frétUtilkynningu) María Markan áttræð MARÍA Markan, óperusöngkona, fæddist 25. júní 1905. Hún ólst upp í Laugarnesinu í fjölskyldu, þar sem söngur og tónlist voru í hávegum höfð. Hún útskrifaöist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík, hugðist um hríð leggja stund á hjúkrun en vegna frábærra náttúruhæfileika varð það úr, að hún legði fyrir sig söng. Hún hélt fyrstu sjálfstæðu tón- leika sína á íslandi árið 1930. Söngnám stundaði María Markan í Þýzkalandi, nanar tiltekið hjá Ellu Schmucker í Berlín, en hún var sjálf nemandi Pauline Viard- ot-Garcia af hinni víðfrægu Garcia söngfjölskyldu. María Markan hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína í Berlín árið 1935 og var ráðin sama ár að Schiller- óperunnni í Hamborg. Á næstu árum söng hún víðsvegar um Þýzkaland og Norðurlönd. Haustið 1938 söng María Mark- an hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Figaros eftir Mozart við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Þar heyrði hinn frægi hljómsveitarstjóri Fritz Busch til hennar og réð hana umsvifalaust til að syngja sama hlutverk við hina nafntoguðu óperu í Glynde- bourne á Bretlandi. I upphafi síðari heimsstyrjald- arinnar fór María Markan í 6 mánaða söngferðalag til Ástralíu. Þaðan lá leiðin til Kanada og loks til New York, þar sem María Markan var ráðin að Metropolit- an-óperunni, en það er einhver mesti heiður sem óperusöngvara getur hlotnast. María Markan starfaði við Metropolitan-óperuna 1941—42, en árið 1942 gekk hún að eiga Georg östlund. Þau hjón bjuggu fyrst í New York, síðan í Kanada en fluttust til Islands árið 1955. Þau eignuðust einn son, Pét- ur Östlund, sem er þekktur tón- listarmaður og býr og starfar í Svíþjóð. Eftir heimkomuna rak María Markan söngskóla í Reykjavík og kenndi mörgum ágætum söngvur- um. Eftir lát eiginmanns sins flutt- ist María Markan aftur í Laugar- nesið, þar sem hún ólst upp, og eyðir ævikvöldinu þar. María Markan var sæmd ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu árið 1940. María Markan mun taka á móti vinum og velunnurum sínum í Domus Medica á afmælisdaginn frá kl. 16-18. Það er einlæg ósk hennar að biðja þá, sem vildu minnast dags- ins með því að senda blóm, skeyti eða gjafir, að láta heldur Blindra- vinafélagið verða þes aðnjótandi. (FrétUtilkynning.) Böðvar Sigurðsson í verslun sinni Ný bókabúð í Hafnarfirði BÖÐVAR Sigurðsson hefur opnað bókaverslun á Reykja- gera efni sem að tölvum snýr góð skil, bæði hvað varðar víkurvegi 64. tímarit og bækur um tölvur sem og tölvuleikjum og I frétt frá versluninni segir að í bókaverslun þessari ýmsum tölvubúnaði. verði stefnt að að hafa sem fjölbreyttast úrval bóka og Þetta er önnur bókabúðin sem Böðvar opnar, en hin tímarita auk ritfanga. Sérstök áhersla verði lögð á að er við Strandgötu 3 í Hafnarfirði. Láttu ekki fara á bak við þig Nótulaus viðskipti virðast hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. FJÁRMÁIARÁDUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.