Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 12. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá bardögunum í Beirút. Hermenn hliðhollir Hobeika, verjast f ramsókn liðsmanna Gemayels. AP/Símamynd Breska þingið: Harðar árás- ir á Thatcher Lundúnum, 15. janúar. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir hörðum árásum stjórnarandstæðinga í dag í umræðum á breska þinginu um málefni Westland þyrlufyrirtækisins. Var hún ásökuð ntn að hafa kerfisbundið lokað augunum fyrir mistökum Leons Brittans, viðskiptamálaráðherra, í sambandi við það mál og fyrir að vera drottnunargjörn úr hófi fram. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að sérstök þingnefnd ætti að skoða atvik sem leiddu til þess að skjöl voru opin- beruð, sem sýna að nokkur ástaeða er til þess að ætla að Brittan hafí skýrt þingheimi rangt frá er fjallað var um málið í þinginu fyrir fáein- um dögum. Sagði hann að Brittan ætti að segja af sér embætti. Thatcher kvað enga ástæðu til rannsóknar og sagði að stjómin hefði í einu og öllu hegðað sér rétt íþessumáli. í skjölum þeim sem gerð voru opinber, þar sem er á meðal bréf til forsætisráðherrans, kemur fram Sorfið að sveitum Gemayels í Líbanon RoWd 1K ianúor AP Beirút, 15. janúar. AP. HERSVEITIR, sem Sýrlendingar styðja, sóttu i kvöld fram á svæði, sem stjómarherinn hefur á valdi sínu austur af Beirút, og höfðu þær lagt þijú þorp undir sig í hörðum bardögum. Stjórnarherinn kveðst hafa fellt 30 hermenn i bardaga við heimaborg Gemayels forseta, Bikfaya, en misst þrjá menn. Óttast er að borgarastríðið, sem legið hefur meira og minna niðri að nndanfömu, kunni að bijótast út á ný. Ríkisútvarpið í Líbanon sagði vinstrimenn og menn múhameðs- trúar skipa árásarsveitimar, sem virtust hafa það að markmiði að Suður-Yemen: Stj órnarherinn hefur yfirhöndina Manama, Bahrain og Lundúnum, 15. janúar. AP. BARDAGAR héldu áfram í Suður-Yemen í dag, þriðja daginn í röð, en virtust heldur í rénun, þó átökin hafi nú breiðst út til alls landsins. Stuðningsmenn stjómarinnar höfðu töglin og hagld- irnar í höfuðborginni Aden og fregnir hermdu að forseti lands- ins, Ali Nasser Mohammed, hefði komið fram í sjónvarpi og skorað á fólk að halda ró sinni. Hann hafði verið sagður látinn eða hættulega særður. sveitir úr landhemum era staðsettar og sama gildir um höfnina. Leynileg útvarpsstöð uppreisnarmanna hélt uppi útsendingum. Einkum vora spiluð hergöngulög og lesnar upp tilkynningar andstæðar ríkisstjóm- inni, þar sem fregnir þess efnis að íjórir forsprakkar uppreisnarinnar hefðu verið líflátnir vora bomar til baka. Hljóðmerki stöðvarinnar var mjög óljóst og talið líklegt að hún sé staðsett einhvers staðar úti á landsbyggðinni. leggja undir sig stöðvar stjómar- hersins á Metn-svæðinu austur af Beirút. Jafnframt er því haldið fram að sýrlenzkir hermenn taki þátt í bardögunum. Talið er að um sé að ræða hefndaraðgerðir Sýrlendinga þar sem Gemayel neitar enn að leggja blessun sína yfír friðarsamn- inga, sem Sýrlendingar komu í kring. Ætlan Sýrlendinga mun einnig að koma sveitum Elie Hobeika til hjálpar, en hann keppir við Gemayel um hylli kristinna manna og undir- ritaði friðarsamkomuiagið í Dam- ascus 28. desember. Hobeika gafst upp fyrir sveitum Gemayels í dag eftir 10 stunda harða bardaga. Sveitir, sem Samir Geagea, yfír- maður heraflans, stjómar, lögðu sveitum Gemayels lið og stjómaði Geagea sókninni gegn sveitum Hobeika. Hermt er að á annað hundrað manns hafí verið felldir og um 300 særst. Gemayel vár vart snúinn frá Damascus er hann fékk Geagea á sitt band. Geagea stýrði uppreisn gegn Gemayel í marz sl. Gemayel neitar enn að fallast á friðarsam- komulagið, sem hann segir draga taum múhameðstrúarmanna um of. að Brittan lagði að breska fyrir- tækinu British Aerospace að standa ekki að tilboði í Westland þyrlufyrirtækið með flugvélaverk- smiðjum í þremur öðram Evrópu- löndum. Hins vegar kemur ekkert fram í skýrslu um fund Brittans með framkvæmdastjóra British Aerospace, sem skýtur stoðum undir þær ásakanir. Michael Heseltine, fyrrverandi vamarmálaráðherra, sagði af sér embætti vegna þessa máls í fyrri viku og sakaði stjóm Thatchers um að vera ekki hlutlaus gagnvart bandarísk/ítölsku tilboði, sem hafði einnig komið fram í West- land. Hann kom þingheimi á óvart með því að saka stjómina um að hafa reynt að hafa afskipti af því að viðtal væri tekið við hann í breska útvarpinu, BBC og fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á ítölsku ríkisstjómina. Miðjarðarhaf: Sovéskum herskipum fjölgar Istanbul og Suezborg, 15. janúar. AP. SOVÉSK freigáta og beitiskip búið eldflaugum fóru um Bospor- ussund snemma í morgun, mið- vikudag, á leið til Miðjarðar- hafsins. Bandaríska flugmóðurskipið Saratoga hélt inn í Suezskurðinn í morgun og má gera ráð fyrir að það verði komið gegnum skurðinn seint í kvöld. Hafa þá Bandaríkin tvær flotadeildir í Miðjarðarhafinu. Flugher og floti landsins annars vegar, sem virðast styðja uppreisn- armenn, og landherinn hins vegar, sem styður stjómina, eigast við, en fregnir era mjög óljósar vegna þess að landið hefur mikið til verið sambandslaust við umheiminn síðan uppreisnin var gerð. Ríkisstjómin nýtur stuðnings Sovétríkjanna. Forsætisráðherra landsins, Abu Bakr Al-Attas, sem staddur var á Indlandi þegar til uppreisnarinnar kom, var að sögn á leið til Moskvu í dag, til viðræðna við stjómvöld þar. Flugherinn hefur gert loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Khormaksar, í úthverfí Aden í dag, þar sem Sjá ennfremur Af erlendum vettvangi: „Óljóst hveijir beij- ast gegn hveijum" á bls. 22. Tillaga Sovétmanna: Engin kjamorku- vopn um aldamót Moskvu, 15. janúar. AP. SOVÉTRÍKIN hafa lagt fram áætlun sem miðar að því að öllum kjarnorkuvopnum á jörðinni verði eytt á næstu 15 árum. Einnig hefur verið tilkynnt að Sovétrikin framlengi einhliða bann sitt við tilraunum með kjarnorkuvopn um þijá mánuði, en bannið rann út um síðustu áramót. Forseti Bandaríkjanna tók vel í tillög- ur Sovétmanna og sagði að þær yrðu grandskoðaðar. Tillögur Sovétmanna voru kynnt- ríkjanna, að áætlunin feli í sér að ar í upphafi fréttatima sovéska sjónvarpsins í kvöld og fer það saman við að í dag hófust á ný viðræður stórveldanna í Genf um takmörkun vígbúnaðar. Þar segir Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovét- kjamorkuvopnum verði eytt skref fyrir skref, þannig að þau verði með öllu horfin áður en þessi öld er úti. Fyrsta stigið yrði bann við meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópu. Á öðru stiginu, sem ekki ætti að hefjast siðar en 1990, kæmu hin kjarnorkuveldin inn í viðræður um afvopnun, sem fæli meðal annars í sér bann við að hafa kjamorkuvopn annars staðar en á eigin landsvæði. Þegar stórveldin hefðu minnkað kjamorkuvígbúnað sinn um helm- ing, þá ættu öll kjamorkuveldi að eyða skammdrægum kjamorku- vopnum sínum. Þriðja stigið, sem ætti að heflast ekki síðar en 1995, fæli í sér eyðingu allra kjamorku- vopna sem þá væra eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.