Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 37 Áskorendaeinvígin: Hxf4—Rg6, 25. Hf3—Hae8, 26. Hh3 Timman og Sokolov byrja vel UNDANÚRSLIT áskorendaein- vígjanna hafa farið allt annað en rólega af stað. í Minsk í Sovétríkjunum hefur hinn 22ja ára gamli Andrei Sokolov náð tveggja vinninga forskoti á landa sinn Rafael Vaganjan, 33ja ára, þó aðeins þijár skákir hafi enn verið tefldar. í Tilburg i Hollandi teflir Jan Timman, 33ja ára, á heimavelli og þar náði hann að vinna fyrstu skák- ina í einvígi sínu við 25 ára gamlan Sovétmann, Artur Ju- supov. I hvoru einvígi verða tefldar tólf skákir þannig að það er ekki öll nótt úti fyrir þá Vaganjan og Jusupov. Það er mikil undiralda í skák- heiminum um þessar mundir og forseti FIDE, Florencio Campo- manes, er harkalega gagnrýndur. Hvort og hvenær þeir Karpov og Kasparov tefla þriðja heimsmeist- araeinvígi sitt á 18 mánuðum veit enginn ennþá. Dæmigert fyrir ástandið er að þeir Timman og Jusupov hófu einvígi sitt á því að sameinast um að mótmæla gild- andi reglum um heimsmeistara- keppnina. Timman hafði jafnvel á orði að hætta þátttöku sinni í keppninni og það önduðu margir léttar þegar hann settist að tafli í Tilburg á fimmtudaginn var. Litlar fréttir hafa aftur á móti borist frá Minsk. Þar var Vaganj- an talinn sigurstranglegri áður en einvígið hófst, því hann er miklu reyndari en Sokolov. En eftir að jafntefli varð í fyrstu skákinni vann Sokolov tvær skákir í röð. Byijanaval Jusupovs í fyrstu einvígisskákinni við Timman var eitt það misheppnaðasta sem ég hef séð í slíku einvígi. Jusupov er traustur stöðuskákmaður, en tók strax í byijuninni á sig peða- veikleika, sem hann þurfti að rétt- læta með sókn. Að auki hefur Timman unnið marga góða sigra með þessu afbrigði Nimzoind- versku vamarinnar. Það var því ekki að furða þó Timman ynni skákina örugglega, það fórst Jusupov afar illa úr hendi að þurfa að tefla upp á sókn gegn uppá- haldsafbrigði andstæðingsins. Hvítt: Artur Jusupov Svart: Jan Timman Nimzoindversk vörn I. d4—Rf6, 2. c4-e6,3. Rf3-b6, 4. Rc3—Bb4, 5. e3 Hvassara er 5. Bg5 eins og Kasparov heimsmeistari lék gegn Timman í einvígi þeirra fyrir jólin. Orðstír afbrigðis þess sem Ju- supov velur hefur löngum verið lítill, ekki sízt vegna skáka sem Timman hefur unnið á svart. Re4 6. Dc2—Bb7, 7. Bd3-f5, 8. 0-0—Bxc3, 9. bxc3—0-0, 10. Rel. Að taka á sig tvípeð á c-línunni og gefa svörtum sóknarfæri þótti strax vafasamt árið 1920 eftir fræga skák þeirra Rabinovitsch og Aljekíns í Moskvu. Hinn fyrr- nefndi lék hér 10. Rd2, en fékk slæma stöðu eftir 10. — Dh4 11. f3—Rxd2 12. Bxd2—Rc6, 13. e4—fxe4,14. Bxe4?—Ra5! c5! Áður var hér jafnan leikið 10. — Dh4, en í skákinni Ehlvest- Vaiser, Sovétríkjunum 1983, náði hvítur öflugu frumkvæði eftir 11. f3—Rg5 12. c5!-bxc5 13. Hbl—Bc6 14. Ba3. Timman hindrar alla slíka möguleika. II. f3-Rd6,12. Ba3?! Jusupov virðist þegar kominn á villigötur. Af framhaldi skákar- innar er ljóst að þessi biskup á mun betur heima á skáklínunni cl—he en a3—f8, þar sem hann rekur sig á vegg. Betra var því 12. e4. Jan Timman, síðasta von Vest- urlanda i yfirstandandi heinis- meistarakeppni. Ra6 13.e4—De7 Opnun taflsins með 13. fxe4 — 14. fxe4—Hxfl+ 15. Kxfl-Dh4 16. Rf3—Hf8 17. Kgl er hvítum í hag, því þá fær biskupapar hans að njóta sín. 14. e5—Rf7,15. f4-g5! Jusupov hefur nú vafalaust nagað sig í handarbökin fyrir 12. Sokolov er 22ja ára eins og Kasparov. Hann gæti orðið næsti áskorandi. Ba3, því nú nær svartur að opna g-línuna og fá sóknarfæri á kóngsvæng. Jusupov ákveður að svara þessu með peðsfórn, en e.t.v. var 15. fxg5—Rxg5 16. d5 betra. 16. d5!?—gxf4, 17. Rf3—Rh8! í svo lokuðum stöðum má leyfa sér tímafreka liðsflutninga. Þessi riddari á að fara til g6 og valda umframpeðið. 18. Hael—Rg6, 19. Bcl-Kh8, 20. Df2—Dg7 Hvítur hefur nú komið mönnum sínum á þokkalega reiti, en samt getur hann ekki unnið peðið til baka. Með næstu leikjum sínum reynir Jusupov að hleypa taflinu upp, en það þýðir að Timman nær að skipta upp á drottningum. 21. h4—Dh6, 22. Rg5?!-Dxh4, 23. Dxh4—Rxh4, 24. Loksins er hvítur farinn að fá hótanir, en með drottningamar í stokknum nær svartur auðveld- lega að veijast. He7 27. Hh6—Hg8, 28. Kf2—Rf8, 29. d6—Heg7, 30. Hf6 Hvíta sóknin hefur nú borið þann árangur að svartur á enga viðunandi vöm við hótuninni Rf7+ sem vinnur skiptamun. En hvítur hefur þegar tapað einu peði, auk þess sem næstum öll önnur peð hans em veik. Skiptamunsvinn- ingurinn verður því of dýrkeyptur og Timman skeytir „hótuninni" engu. Rb8! 31. Hhl 31. Rf7 H—Hxf7 32. Hxf7—Hxg2+ 33. Ke3—Rg6 var enn verra. Rc6 32. Bf4—Hxg5! Loksins tekur Timman af skar- ið og lætur af hendi skiptamuninn. 33. Bxg5—Hxg5, 34. Hxf8+—Kg7, 35. He8—Rxe5, 36. Bfl—Rg4+, 37. Kel-Rf6, 38. He7+-Kg6, 39. Hh3?!-Bxg2, 40. He3-Bc6 og í þessari stöðu lék Jusupov biðleik. Eftir að hafa haft samráð við aðstoðarmenn sína, þá Dovretsky og Dolmatov, ákvað hann sfðan að gefa skákina. Ekki er hægt að lá honum það, Timman hefur fengið þijú peð fyrir skiptamuninn og fleiri hvít peð em á leiðinni í stokkinn. Drápslistamenn Kvikmyhdir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Hefnd vígamanns- ins — Revenge of the Ninja ☆ »/2 Leikstjóri Sam Firstenberg. Aðalhlutverk Sho Kosugi, Arth- ur Roberts. Virgil Frye, Mario Gallo. Frá Cannon Films, 1983. 88 min. Undirr. hefur aldrei talist að- dáandi þess afbrigðis kvikmynda- gerðarinnar sem nefnist kung-fu- myndir. Hagur þeirra stóð í hvað mestum blóma við upphaf síðasta áratugs, einkum fyrir tilstilli hins kattliðuga Bmce Lee, sem átti talsverðum vinsældum að fagna víða um heim. Eftir að hann lést árið 1973 hafa margir verið kall- aðir en fáir útvaldir að halda merki hans á lofti svo í dag er þessi myndaflokkur til allrar blessunar, sjaldséður. Hefnd vígamannsins mun vera önnur myndin í röð þriggja um vígamenn þá sem kaliast Ninja og nutu ógnblandinnar virðingar á miðöldum Japans, þar sem menn nema víst þessa fáguðu drápslist enn í dag. Áð hætti kung-fu-mynda er efnið baráttan milli góðs og ills. Hinn talaði texti aðeins hjálpar- gagn, enda nánast bull. Öll áhersl- an er lögð á hina mögnuðu slags- málalist, en fimi vígamannanna (Kosugi og Roberts) er með ólík- indum. Myndin er blanda af bamaskap og blóðugum listdansi og loftfimleikum sem oft eru það grípandi að óhætt er að mæla með henni fyrir aðdáendur þessar- ar kröfuhörðu íþróttar. Japanskir drápslistamenn i banastuði í Hefnd vígamannsins. Sjúkraliðaskóli íslands: Nýir sjúkraliðar útskrifast Þann 25. október 1985 útskrifuðust 27 sjúkraliðar frá Sjúkraliðaskóla íslands og var það 29. hópurinn sem útskrifast þaðan. í öftustu röð frá vinstri: Sigríður Hauksdóttir, Gyða Hauksdóttir, Kristín I. Birgisdóttir, Kolbrún Högnadóttir, Bergljót Aðalsteinsdóttir, Anna J. Gunnars- dóttir, Sædís Þorleifsdóttir, Sigríð- ur Ámadóttir, Amfríður Eysteins- dóttir. Miðröð frá vinstri: Sigríður Sivertsdóttir Hjelm, Gréta Guðlaug Bjamadóttir, Auður Harðardóttir, Unnur Sófaníasdóttir, Bima S. Helgadóttir; Kolbrún Þórarinsdótt- ir, Kristín Olafsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Stefanía L. Erlings- dóttir, Hrefna Jónsd. Thorsteins- son, Inga Þórs Ingvadóttir. Fremsta röð frá vinstri: Sólveig Hauksdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Matthildur Þ. Matthíasdóttir, Kristbjörg Þórð- ardóttir skólastjóri, Sólveig Guð- jónsdóttir, Bjamey K. Ólafsdóttir, Edith Vémundsdóttir og Pálína Bergey Lýðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.