Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 21 BANKARÁÐ VERZLUNARBANKANS Guðmundur H. Garðarsson, viðsklptafræðingiir, Ámi Gestsson forstjóri, Sverrir Norland, verkfræðingur, formaður, Leifur ísleifsson, kaupmaður og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Þórður Sverrisson markaðsstjóri og Indriði Jóhannsson starfsmanna- Starfsfólk tölvudeildar Verzlunarbankans, f.v.: Aðalsteinn Júlíusson stjóri Verzlunarbankans: „Starfsfólkið ræður mestu um það hvort forstöðumaður, Kjartan Konráðsson deildarstjóri, Þorleifur Magnús viðskiptavinurinn kemur aftur." Magnússon, Gylfi Skarphéðinsson og Anna Guðmundsdóttir. Miðstýring er útilokuð „Banki er þjónustufyrirtæki og það er útilokað að miðstýra öllum markaðsmálum frá markaðsdeild. Það eru starfsmennimir sem ráða mestu um það hvort viðskiptavinur- inn kemur aftur eða ekki,“ sagði Þórður Sverrisson og lagði áherslu á að ákvarðanir séu teknar af þeim sem vandamálin fá upp í hendumar og þurfa að leysa úr þeim. Þannig fær viðskiptavinurinn betri, fljótari og öruggari þjónustu. Hann sagði einnig að menn vildu fá að ráða sem mest yfir sínu umhverfi og starfí. Eigin tölvudeild gjör- breytir samkeppnis- stöðu bankans Verzlunarbankinn rekur eigin tölvudeild er sér um allt er lítur að færslum, vinnslu gagna o.s.frv. fyrir bankann fyrir utan færslu tékkareikninga, sem fer í gegnum Reiknistofu bankanna. Forstöðumaður tölvudeildarinn- ar, sem er staðsett í Húsi verzlunar- innar, er Aðalsteinn Júlíusson og deildarstjóri er Kjartan Konráðsson. En hvers vegna sjálfstæð tölvu- deild? „Reiknistofa bankanna hefur ekki aðstöðu til að vinna ýmis sér- hæfð verkefni fyrir okkur," svöruðu þeir Aðalsteinn og Kjartan. Og tölvudeildin gefur bankanum tæki- færi, sem hann hefði ekki annars í harðnandi samkeppni. Þegar bankar og sparisjóðir fengu takmarkað frelsi til eigin vaxtaákvarðana í ágúst 1984 var Verzlunarbankinn fyrstur til að bjóða sparifjáreigendum að ávaxta fé á sérkjarareikningum. „Kaskó“ leit dagsins ljós nokkmm vikum á undan öðmm sérboðum bankanna. Annað dæmi nefndu þeir Aðalsteinn og Kjartan, sem er Húsfélagaþjón- usta Verzlunarbankans, sem bank- anum væri ekki mögulegt að bjóða upp á ef ekki væri sjálfstæð tölvu- deild starfrækt. „Við emm því vel í stakk búnir að svara breyttum þörfum markað- arins og getum því boðið betri þjón- ustu en ella,“ sagði Aðalsteinn. Fyrstir meö klasa- tengingu Tölvudeildin var sett á fót 1965 og var IBM-tölva fyrir valinu. Sex ámm áður hafði verið tekin í notkun vél er var sérhæfð í víxlaútreikn- ingi. Nú em vélar bankans tvær Vax vélar frá Digital. Önnur vélin er með 4 Mb vinnslu- minni og var keypt fyrir tveimur ámm. Hin er með 6Mb vinnsluminni og keypt fyrir fáeinum mánuðum. Við vélamar em tengdar 50 út- stöðvar sem em í afgreiðslustöðum bankans, þar af er 21 útstöð í aðalbankanum. Verzlunarbankinn er fyrsti aðil- inn, að sögn Kjartans sem tekur upp svokallaða klasatengingu á ís- landi. Klasatenging gerir útstöðv- unum kleift að mjmda upplýsinga- og samskiptanet, sem tengt er gagnageymslu bankans í tölvu- deildinni. Öll vinna við gerð hugbúnaðar fer fram innan tölvudeildar Verzl- unarbankans. Afgreiðslustaðir Verzlunarbank- ans em í beinu lfnusambandi við tölvudeildina. Þannig skiptir það engu máli fyrir viðskiptavini bank- ans inn á hvaða afgreiðskustað þeir koma: „Þjónustan á að vera sú sama og upplýsingamar sem veittar em einnig," sagði Kjartan. Áburðarverksmiðjur ríkisins: Stóraukinn viðbúnaður gagnvart eldsvoða í kjölfar sinubruna á nýársnótt ÁKVEÐIÐ hefur verið af hálfu stjórnenda Áburðarverksmiðja ríkisins að stórauka viðbúnað gagnvart eldsvoða og er það gert í framhaldi af atvikum á nýársnótt er flugeldur varð þess valdandi að eldur komst í sinu á verksmiðjusvæðinu. í ljósi þessa atburðar hefur verið ákveðið að eyða gróðri á þeim svæðum þar sem sinubruni gæti skapað einhveija hættu. Þá hefur verið ritað bréf til íbúa í næsta nágrenni verksmiðjunnar og mælst til þess við þá að þeir sýni varkámi í meðferð elds. Ennfremur em hafnar viðræður við slökkviliðsstjórann í Reykjavík um hvort ástæða sé til að tengja brunaaðvörunarkerfi Áburðar- verksmiðjunnar við slökkvistöðina í Reykjavík þannig að ef aðvömn fer í gang hjá verksmiðjunni komi hún samstundis fram í Slökkvi- stöðinni. Þegar umrætt atvik átti sér stað á nýársnótt náðist ekki samband við slökkvistöðina vegna álags á símanum. Starfsmönnum verksmiðjunnar og lögreglu tókst hins vegar að koma í veg fyrir að eldurinn næði að komast í tengivirki og vetnistank, sem hefði getað valdið stórtjóni. „Krísuvíkurskólinn“ seldur: Skólinn verði aðsetur fyrir ungt fólk sem á í fíkniefna- erfiðleikum SKÓLABYGGINGIN ónotaða í Krísuvík var á föstudag seld óformlegum samtökum áhuga- manna um úrbætur fyrir ungt fólk sem farið hefur illa vegna fikniefnaneyslu. Hugmyndin er að nota skólann sem aðsetur til eftirmeðferðar, þar sem ungling- arnir geta byggt sig upp eftir læknismeðferð áður en þeir hverfa aftur inn í hringiðu þjóð- félagsins. Kaupverð er 7,2 miRj- ónir króna, verðtryggt, en samn- ingurinn var undirritaður með fyrirvara um að allir eigendur hússins geti sætt sig við söluna. Séra Birgir Ásgeirsson, formaður stjómar Krísuvíkursamtakanna, eins og hópurinn nefnir sig, sagði að stofnunin yrði rekin sem sjálfs- eignarstofnun. Hann sagði að það væri tilfínnanleg þörf fyrir endur- hæfingarstöð af þessu tagi fyrir ungt fólk sem ætti við erfiðleika að etja vegna fíkniefnaneyslu, og því hefði hópur áhugamanna komið saman og rætt þann möguleika að festa kaup á þessu húsi. Aðrir í stjóminni eru: Ragnar Aðalsteins- son, Finnbogi Albertsson, Ragnar Lámsson og Snorri Welding. Að sögn Bjöms Ölafssonar, en hann er formaður nefndar sem hefur haft það verk með höndum að koma þessu draugahúsi í gagnið, var tekin ákvörðun um að selja húsið í fyrra, en áður höfðu verið gerðar tilraunir til að leigja það. Fjögur tilboð bárust í júní á síðasta ári, og þótti tilboð Krísuvíkursam- takanna raunhæfast, að sögn Bjöms. Krísuvfkurskólinn (sem reyndar stendur ekki undir því nafni því hann hefur aldrei verið notaður sem skóli) er í eigu sveitarfélaga f Reykjaneskjördæmi, Vestmanna- eyjakaupstaðar og ríkisins, sem á 75% í húsinu. Byggingarfram- kvæmdir hófust þar árið 1972 og stóðu til 1976. Upphaflega var ætlunin að nota húsið sem heima- vistarskóla fyrir böm á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum, sem byggju við erfiðar heimilisaðstæður. En vegna breyttra viðhorfa í skóla- og uppeldismálum, var ákveðið að hætta við bygginguna, að sögn Bjöms. Var álitið að betra væri að leysa vandamál slíkra bama á heimavelli. Bjöm sagði að kaupverðið væri milli 23-24% þeirrar upphæðar sem lögð hefur verið í byggingu hússins frá öndverðu. Hins vegar væri ekki raunhæft að ætla sér að selja húsið á hærra verði, þar sem byggingunni hefði lítið sem ekkert verið haldið við og væri því í nokkurri niður- níðslu. Hannes á Varðarfundi „STRAUMHVÖRF í íslenskum stjómmálum“ nefnist erindi sem dr. Hannes H. Gissurarson flytur á fundi Landsmálafélagsins Varðar í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll. Að loknu framsöguerindi verða umræður. (Fréttatílkynning) Vjterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.