Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 Grænlensk- • * ir sjonvarps- menn hér í GÆR héldu af landi brott eftir um vikudvöl og störf hérlendis hóp- ur sjónvarpsmanna frá grænlenska sjónvarpinu í Nuuk. Var hópurinn ánægður með árangur ferðarinnar en allvíða höfðu Grænlendingamir leitað fanga í Reykjavík og víðar. Meðal þeirra sem þeir áttu samtal við var Davíð Oddsson, borgarstjóri, í tilefni af 200 ára afinæli Reykja- víkur. Einnig ræddu þeir við Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra. Grænlensku sjónvarpsmenn- imir voru fimm, þar af ein kona, og létu vel yfir íslandsleiðangrinum. Sagði foringi þeirra, Isak Kleist, að þakka mætti það mjög góðum undirtektum hinna mörgu er til var leitað í efnisöflun. Leiðrétting í BRÉFI Þórarins St. Sigurðssonar til Grundfirðinga í blaðinu sl. föstu- dag segir að mestu erfiðleikamir hafi verið að baki 1979. Hér átti að standa 1969. INNLENT 33 Stöðvarfjörður: Talsvert tjón í hvassviðri Stððvarfirði, 27. janúar. AÐFARANÓTT sunnudagsins 26. jan. sl. varð þó nokkurt tjón I suðaustan roki á Stöðvarfirði. Félagar úr Björgunarsveit- inni Björgólfi voru fyrst kallað- ir út skönxmu eftir miðnætti, en þá höfðu m.a. fokið járn- plötur af húsum, rúður brotnað og ýmislegt fleira gengið úr lagi. Um kl. 2 hafði verið Iokið við lagfæringar á helztu skemmdunum og var þá mikið farið að lægja. Bjuggust flestir við því að eiga náðugar stundir það sem eftir lifði nætur. En það var bara lognið á undan storminum því um.kl. 5 sömu nótt hvessti hann aftur. Var áttin þá austlægari og sýnu hvassara en í fyrra áhlaupinu. Fyrst fauk stór hluti útihúsa og í sömu rokunni þeyttist lítill árabátur 2—300 m og gjöreyðilagðist. Höfðu þó fest- ingar hans verið treystar fyrr um nóttina. Brak úr útihúsunum mun hafa skemmt 2 íbúðarhús og bíl, en rúður brotnuðu í nokkrum farartækjum. Mesta tjónið varð þó við höfn- ina, en þar skemmdust 2 bátar, sem stóðu uppi á landi. Tókst þó að afstýra frekara tjóni með dyggri framgöngu smábátaeig- enda og björgunarsveitarmanna, sem voru á þönum þar til veðrið fór að lægja. Ekki urðu teljandi skemmdir á smábátum þeim, er voru á floti í höfninni. Félagar úr björgunarsveitinni unnu allan sunnudaginn meðan að birtu naut við að tína saman jámplötur og hreinsa til eftir óveðrið. Steinar Brak úr útihúsum fauk á tvö íbúðarhús og bifreið. Tveir bátar skemmdust allmikið þó reynt hefði verið að ganga tryggilega frá þeim. Morgunblaðið/Steinar Fyrirlestur um rannsóknir á lestrar- örðugleikum ERNIR K. Snorrason, sálfræðingur, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 4. febrúar í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst hann klukkan 16.30. Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála er um „Lífeðlisfræðilegar rann- sóknir á lestrarörðugleikum". Öll- um er heimill aðgangur. (Úr fréttatilkynningu) uittíaá - - —*-• Útsala -60% afsláttur af flísum, Marmara baðherbergisinnréttingum Baðherbergisflísar nú kr. 300.- áður kr. 960.* Frostheldar flísar nú kr. 780.- áður kr. 1.280.- Stakir baðskápar nú kr. 1.260.- áður kr. 2.600.- Gólf og veggkorkur nú kr. 300.- áður kr. 560.- Baðherbergisinnréttingar með 35% afslætti Marmarahandlaugar með 30-60% afslætti Gerið góð kaup strax í dag Nýborgc§) á nýjum stað.... Skútuvogi 4, Sími 686755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.