Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 V 50 'rv M tm „Bg saqb\ aldreí orb. Hann saqbi jxál" A- Nei, forstjórinn er ekki til viðtals næsta hálftímann, eða því verið er að brenna skjöl. Með rnorgunkaffiriu Er að koma. Aðeins að ganga frá bílnum bér í skúrnum. HÖGNIHREKKVÍSI Bölsýni og bjartsýni landsmanna íslendingur, skrifar: í Víkveija í Morgunblaðinu 7. þ.m. var nokkrum orðum farið um þá bölsýni, sem útlendingar hefðu orðið varir við í tali landsmanna, þá er þeir erlendu menn sem til voru nefndir voru hér á landi. Er þeir komu svo hingað til lands nú fyrir nokkrum dögum hefðu þeir fundið að viðmælendur þeirra íslenskir væru mun bjartsýnni. Varð þeim á að spyija hvað hefði eiginlega gerst hér á landi sem gerði fólk svo bjartsýnt. Það er hárrétt hjá Víkveija, að svona athugasemdir erlendra, sem hingað koma með nokkurra mánaða millibili og þurfa að eiga samskipti við fólk hér og ræða við það, segja nokkra sögu. Víkveiji leggur það til grundvall- ar breytingunni, að viðhorf í landinu hafí gjörbreyst á skömmum tíma. Þar komi margt til, en nefnir t.d. fískverðshækkun, aukinn afla landsmanna og hugsanlega lækkun olíuverðs. Það kom fram, að annar þessara útlendinga, bankamaður, teldi þessa bjartsýni landsmanna alltof mikla. Hætta væri á, að landsmenn settust niður og biðu eftir betri tíð án þess að gea nokkuð til þess að hún gengi í garð eða hagnýta sér þau tækifæri sem fýrir hendi væru. „En ummæli hins erlenda banka- manns ættu að minna okkur á að ganga hægt um gieðinnar dyr,“ segir Víkveiji svo að lokum í hug- leiðingum sínum þann daginn. Sennilega er þetta líka rétt með biðina eftir betri tíð. Oft er það þannig, að við íslendingar bíðum ávallt eftir því, að stjómvöld taki afstöðu til þessa eða hins, og fyrr er ekki staðið upp á „biðstofunni". En þetta með bölsýnina og bjart- sýnina er svo annað, sem ég vildi skilgreina nánar. Ég held, að lands- menn séu yfirleitt mjög bölsýnir í lok ársins og síðustu mánuði þess. Veðurfarið hefur hér augljóslega áhrif. Yfirleitt er miklum mun auðveldar að efna t.d. til verkfalla að hausti en að vori eða sumri. Nú er grundvöllurinn t.d. lítill.þ Er dag tekur að lengja lyftist brúnin á fólki og það verður bjart- sýnna, þótt það hafí enga ástæðu til þess í raun. Veðrið, birtan, gerir þetta að verkum. Það sama gerist er sunnar dregur á hnettinum, fólk er glaðara og áhyggjulausara þar sem birtan er meiri, ásamt hlýrra loftslagi. Það verður aldrei ofsögum af því sagt, að við búum hér á mörkum hins byggilega heims, hversu stíft sem því kann að vera mótmælt. Auglýsing Landsbankans Velvakandi. Um áramótin barst mér bréf frá Landsbanka íslands, aðalbanka. Ég varð undrandi að sjá auglýsingu bankans hjá póststimplinum um sparilánin sem ég tel víst að fáir noti nú, eftir að kjörbókin og aðrar betri ávöxtunarleiðir eru til komnar. Nú þessa dagana auglýsir bankinn f ^ölmiðlum í tilefni 100 ára af- mælis síns, nýja ávöxtunarleið, sér- stakan 15 mánaða reikning. Því fínnst mér þessi sparilánaauglýsing bankans hálf hjákátleg og ekki vera í takt við tímann. Bankanum og öllu starfsfólki hans á öllum mannvirðingastigum, sendi ég mínar bestu hamingjuóskir á aldarafmælinu og þakka góð og ánægjuleg viðskipti um árabil. Ég vona sannarlega að bankinn eflist á næstu 100 árum, öllum lands- mönnum til heilla. Borgari Víkverji skrifar að er hárrétt ákvörðun og lofs- verð að auki hjá Bjama Felix- syni, íþróttastjóra sjónvarps, að vilja fremur leggja laugardags- knattspymuna bresku af en hlíta þeim fyrirmælum í reglugerð menntamálaráðuneytisins að skrúfa fyrir fréttaþulina sem lýsa þessum leikjum. í viðtali fyrir helgi nefndi hann raunar til fleiri íþróttaviðburði erlenda — svosem eins og banda- ríska körfuboltann — sem hann kærði sig ekki um að sýna við þessar aðstæður; og lái honum hver sem vill. í ofurkappi sínu virðist mönnum nefnilega hafa gleymst að það er ekki hægt að nema hljóðin úr myndum af þessu tagi eftir geð- þótta. Það er annaðhvort allt eða ekkert sem verður að fjúka; menn verða annaðhvort að sætta sig við dúndrandi þögn eða búa við óbreytt ástand. Lýsing Bjarna sjálfs sem staðgengils mundi auðvitað gjalda þess stórlega að hann hefði engu betri yfírsýn yfir atburðarásina en fólkið fyrir framan sjónvarpstækin; og leikimir sjálfir yrðu vitanlega ekki svipur hjá sjón án hrópanna og eggjunarorðanna og gaura- gangsins af áheyrendapöllunum. Hver kærði sig um að horfa á handboltagarpana okkar í sjón- varpssendinu þar sem pallagestir væm allir með tölu keflaðir? Ef þessu með bresku knattspymuna og bandarísku körfuna verður hald- ið til streitu, verður stemmningin fyrir framan sjónvarpstækin fram- vegis álíka mikil og á leiksýningu þar sem áhorfendum hefur ekki einungis verið stranglega bannað að klappa heldur eiga yfir höfði sér að verða varpað á dyr ef þeir dirfast að láta í ljós geðbrigði. XXX Asumrin skilar Seyðisfjarðar- feijan, sem svo mætti kalla, þeim farþegum sem þess óska á Iand í Hanstholm á Jótlandi, og þegar menn haida síðan við svo búið „niður“ þennan hluta Danaveldis, þá má heita að þeir aki um sam- felldan iðgrænan akur. Samt er engu líkara en að bændumir á þessum slóðum ráði ekki fyrir skóflu einu sinni, hvað þá hinum stórvirkari og fyrirferðarmeiri land- búnaðarvélum. Engin dráttarvél er að drabbast niður í túnfætinum, ekkert jámamsl úr herfum eða kermm húkir aflóga útundir vegg, ekkert kolryðgað hrúgald liggur fyrir hunda og manna fótum hand- an við þjóðveginn. Þeir fara vel með eigurnar sínar Jótamir eins og raunar aðrir bændur danskir. Þeim er snyrtimennskan í blóð borín, það er alveg augljóst mál, og fínnst þar að auki líklega fremur svona bú- skussalegt að fela dyntóttum veður- guðum umsjá og varðveislu sinna verðmætustu og nýtustu verkfæra. XXX Illu heilli er íslenski mátinn allur annar. Menn þurfa enda ekki langt útfyrir borgarmörkin núna á þorra til þess að verða þess áskynja rétt einu sinni. Það vantaði sannar- lega ekki vélakostinn á bæinn sem Víkveiji renndi framhjá um næst- liðna helgi, steinsnar frá öndvegiss- úlum Davíðs. Hitt var sönnu nær að hann væri í öfugu hlutfalli við jarðnæðið sem naskur samferða- maður og hagvanur forðum í sveit- inni fullyrti að væri bæði lítið og Iélegt. En þarna lágu vinnuvélar bóndans, nýjar sem gamlar, eins og hráviði útum hvippinn og hvapp- inn: fjögur fimm ár til viðbótar með viðlíka hirðusemi og hlaðvarpi ábú- andans verður líkt og svo margra annarra orðinn að þokkalegasta vísi að brotajárnsporti. Maður má ekki alhæfa, satt er það, og víst eru frávik frá þessu. En þó ekki fleiri en það að íslensk býli með .jóskum snyrtibrag" eru ennþá eins og vinjar í eyðimörkinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.