Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRtJAR 1986 6 Að höggva mann... Eg verð víst að fara nokkrum orðum um nýjasta „smell" rík- isútvarps/sjónvarpsþáttinn hans Ómars, Á líðandi stundu er skartaði á skerminum síðastliðinn miðviku- dag. Aðalgestur þáttarins að þessu sinni var sjálfur dr. Jóhannes Nord- al sem Agnes kallaði valdamesta mann á Islandi. í samræmi við áætluð völd Nordals voru þau Agnes og Ómar nánast bljúg og afar mjúkmál, spurðu í mesta lagi hvort Jóhannes væri álíka laginn við að veiða stjómmálamenn og lax á flugu. Að sjálfsögðu var Nordal afar ljúfur viðræðu og varð rabbið um tíma álíka manneskjulegt og þegar Jónas Jónasson tekur menn tali en slík manneskjulegheit virðast nú nánast útlæg úr ljósvakafjöl- miðlunum. Menn eiga helst að vera ágengir og „þrýsta" á viðmælendur. Hvurskonar þjóðfélag er eiginlega að rísa hér á íslandi, á að innleiða hér samfélag frekjudólga er geta ekki talast við nema í hálfkveðnum vísum eða með ónotum. Ég hef það á tilfinningunni að „dólgafijáls- hyggjan" (andheiti við dólgamarx- isma) valdi því að menn séu ekki gjaldgengir nema þeir kunni að rífa kjaft og sá í mestum hávegum hafður er setur viðmælandann rækilegast úr jafnvægi. Það er svo aftur stór spuming hvort Agnes Bragadóttir skyggnist dýpra í sína viðmælendur en Jónas Jónasson. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að menn kynnist fólki ekki nema fara varlega að því og hafí þá frum- reglu í heiðri að ... aðgát sé höfð í nærvem sálar. Óttast ég að hinn ljúfí stfll Jónasar, er hefír svo oft opnað útvarpshlustendum víða sýn inná sálarlendur, hverfí þegar samkeppnin harðnar og Ijósvaka- fjölmiðlamenn neyðast til að taka upp hinn ágenga stfl, en vissulega munu aðeins þeir útvarps- og sjón- varpsmenn lifa af á öld „dólgafrjáls- hyggjunnar" er halda athygli áhorf- andans. Auðveldasta leiðin að því marki er sú sem gjaman hefír verið farin í þættinum Á líðandi stundu. Þar eru fáfengileg smáatriði úr fortíð þekktra persóna grafín upp og notuð til að „þrýsta“ á viðmæ- landann í þeim tilgangi að sýna fram á öfluga „rannsóknarblaða- mennsku" en þó fyrst og fremst til þess að „klekkja" á viðmælandan- um — menn hafa jú alltaf gaman af því að sjá þekktar persónur fara úr jafnvægi. Sjónvarpsáhorfendur fá þar með sitt „brauð" og sína „leika" rétt eins og lýðurinn í Róm forðum er aftur þýðir að auglýsend- ur fá eitthvað fýrir sinn snúð og einnig þeir ríkisfjölmiðlamenn er hringsnúast nú í valdastólunum af ótta við samkeppnina við nýju út- varpsstöðvamar. Myndlistin Það fór sum sé vei á með Jóhann- esi Nordal og fyrirspyijendunum og bæði Agnes og Ömar virtust njóta samverunnar eins og vera ber. Þá ber þess að geta að Sig- mundur Emir brá sér niðrí Gallerí Borg og ræddi við nokkra myndlist- arfróða menn um ástandið á mynd- listarmarkaðnum! I þeirri umræðu kom berlega í ljós að laun myndlist- armanna hafa lækkað í réttu hlut- falli við laun annarra launþega enda næsta eðlilegt þar sem almenningur á Islandi er helsti kaupandi mynd- verka. þannig virðist nokkur lægð á myndlistarmarkaðnum þessa dag- ana en máski snýst þessi þróun til betri vegar í kjölfar nýs listmiðlun- arfyrirtækis, Islenskrar listmiðl- unar sf., sem §órir sómamenn hafa stofnað, þeir bræður Gunnar og Ólafur Kvaran listfræðingar og lögmennimir Haraldur Johannessen og Hallgrímur Geirsson. Mikið væri annars gaman að hitta þá félaga í sjónvarpssal og kynnast viðhorfum þeirra til listarinnar. Ólafur M. Jó- hannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Aðbúnaður o g öryggi á öyggingar- vinnustöðum !■■■ Á dagskrá út- 1 '740 varpsins í dag A í “ klukkan 17.40 verður á dagskrá þátturinn „Úr atvinnulífínu" í umsjá Harðar Bergmann. í þætt- inum í dag verður að sögn Harðar íjallað um aðbúnað og öryggi á byggingar- vinnustöðum og aðallega varpað ljósi á það efni með því að birta brot úr ræðum framsögumanna á ráð- stefnu sem haldin var þann 18. þ.m., en þangað var boðið fulltrúum iðnmeist- arafélaga, iðnaðarmanna- félaga og verkamannafé- laga sem tengjast bygg- ingariðnaði og fujltrúum Verktakasamtaka íslands, Vinnuveitenda og Alþýðu- sambandsins. „Komið hefur í ljós að slysatíðni er með mesta móti í byggingariðnaði samanborið við aðrar at- vinnugreinar," sagði Hörð- ur. „I ljós hefur komið að vinnupöllum er víða ábóta- vant, handrið vantar á ýmsum stöðum, og örygg- ishjálmar eru lítt notaðir." Hörður sagði að í ráð- stefnulok hefði verið sam- þykkt tillaga um að mynda samstarfsnefnd til að vinna nánar að þessum málum. Eiginmaðurinn óhamingjusami sem grípur til þess örþrifaráðs að koma konu sinni fyrir kattamef. Charles Laughton í hlutverki Philip Marshall. Bresk sakamálamynd frá 1945: Grunaður um græsku Á dagskrá sjón- 50 varpsins í kvöld “‘ klukkan 20.50 er bresk sakamálamynd frá 1945. Myndin fjallar um miðaldra Lundúnabúa, Philip Marshall, sem giftur er Coru. Cora er að gera út af við Philip með stöðugu nöldri, einkasonur þeirra yfírgefur heimilið af henn- ar völdum og Philip er óhamingjusamur og ein- mana. Þá hittir hann hina ungu Mary Grey, sem er jafn einmana og hann, og þau verða ástfangin hvort af öðru. Philip biður Coru konu sína um skilnað, en er hún þvertekur fyrir það grípur hann til örþrifaráðs; kemur konu sinni fyrir kattamef og lætur sem hún hafi látist af slysförum. Lögreglufulltrúi Scotland Yard grunar hann þó um græsku. Philip segir Mary frá því að hann sé grunaður um morð, en hún vill að þau standi saman í erfíð- leikunum. Leikstjóri mynd- arinnar er Robert Siodmak. í aðalhlutverkum era Char- les Laughton, Ella Raines, Dean Harens og Stanley C. Ridges. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 21.febrúar 7.00 Veðurfregnír. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um„ eftir Bjarne Reuter. Ól- afur Haukur Símonarson les þýðingu sína (9). 9.20 Morguntrimm. Til- kynningar. Tónleikar, þul- ur valurog kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Siguröur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri). 11.10 „Sorg undir sjóngleri" eftir C.S.Lewis. Séra Gunn- ar Björnsson les þýðingu sína (3). 11.30 Morguntónleikar a. Andante fyrir flautu og hljómsveit K.315 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Claude Monteux og St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur; Neville Marrin- erstjórnar. b. Janet Baker syngur þrjár aríur eftir Christoph Willi- bald Gluck með Ensku kammersveitinni; Reymond Leppard stjórnar. c. Konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi. Heinz Zickl- er og Herbert Thal leika með Kammersveitinni í Mainz; Gunther Kehr stjórn- ar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Svað- ilfjör á Grænlandsjökul 1888" eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Ás- laug Ragnars les (10). 14.30 Sveiflur. - Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar 17.00 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu- staöir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.15 Á döfinni. Umsjónar- maður Karl Sigtryggsson. 19.25 Húsdýrin. 1. Kýrin. Barnamyndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristín Mantylð. (Nordvision — Finnska sjónvarpið.) 19.35 Finnskar þjóðsögur. Teiknimyndaflokkur í fimm þáttum. Þýðandi Kristin Mántylá. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö). 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkararnir geta ekki þagnaö. ( þessum þætti veröur rifjuð upp og kynnt I 19.45 Þingmál. Umsjón Atli Rúnar Halldórsson. 19.50 Daglegtmál Örn Ólafsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. „Hvar er sjalið hennar móður þinnar?" Óskar Ingi- marsson les síðari hluta frá- sagnar eftir Jón Gíslason. b. Alþýðufróðleikur (3). Hall- freður Örn Eiríksson tekur saman og flytur. c. „Síðasta gangan" eftir Rögnvald Erlingsson. Gyða Ragnarssdóttirles. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir tónverkið „Um ástina og dauðann" eftir Jón Þórarins- son. 22.00 Fréttir. Frá Reykjavíkur- skákmótinu. Dagskrá morg- FÖSTUDAGUR 21.febrúar Rokkveita ríkisins, unglinga- þættir frá árinu 1977, en þáttarööin verður öll endur- sýnd í vor. Kynnir: Jón Gúst- afsson. Stjórn upptöku: GunnlaugurJónasson. 21.05 Þingsjá. Umsjónarmað- ur Páll Magnússon. 21.20 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Helgi E. Helgason. 21.55 Ævintýri Sherlock Holmes. 4. Dansandi karl- arnir. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum sem gerðir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aðalhlutverk: Jer- emy Brett og David Burke. Eiginmaöur leitar til Holmes undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma (23). 22.30 Kvöldtónleikar a. Paata Burchuladze syng- ur tvær aríur úr óperunni eftir Giuseppe Verdi með Ensku kammersveitinni; Edward Downes stjórnar. b. Gideon og Elena Kremer leika á fiðlu og píanó „Cho- ses vues á droite et á gauc- he" eftir Eric Satie og „Le Printemps" eftir Darius Mil- haud. 23.00 Heyrðu mig — eitt orð Umsjón: Kolbrún Halldórs- dóttir. 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. vegna kynlegra skrípa- mynda sem hafa skotið konu hans skelk í bringu. Þýðandi Björn Baldursson. 22.45 Seinni fréttir. 22.50 Grunaöur um græsku. (The Suspect) s/h. Bresk sakamálamynd frá 1945. Leikstjóri Robert Siodmak. Aöalhlutverk: Charles Laughton, Ella Raines, Dean Harens og Stanley C. Ridges. Miðaldra versl- unarstjóri myrðir eiginkonu sína til aö geta gengið aö eiga þá konu sem honum er meir að skapi. Þýðandi Björn Baldursson. 00.20 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 21. febrúar 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og ÁsgeirTómasson. 12.00 Hlé. 14.00 Pósthólfiö . Stjórnandi: Valdís Gunnars- dóttir. 16.00 Léttir sprettir Jón Ólafsson stjórnar tón- listarþætti með íþróttaívafi. 18.00 Hlé 20.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00 Dansrásin Stjórnandi: Hermann Ragn- arStefánsson. 22.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP AKUREYRI 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. REYKJAVÍK 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.