Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 23
essemm s(a Kohl Fréttamenn aðvaraðir Bonn, 20. febrúar. AP. ÞAU óvenjulegu tíðindi gerðust í dag, að vestur-þýska ríkis- stjórnin tók fréttamönnum vara fyrir að vera með lítt rökstuddar hugleiðingar um rannsókn þá sem ríkissaksóknari í Koblenz hefur ákveðið á framburði Kohls kanslara fyrir tveimur rannsókn- arnefndum, sem höfðu Flick mútuhneykslið til athugunar. í bréfi sem sent var erlendum fréttastofum sagði að núverandi staða málsins ætti ekki að verða tilefni til lítt rökstuddra hugleið- inga. „Rannsóknin sem hefst nú mun sýna hvort nokkur fótur er fyrir kærunni," sagði þar . MORGUNBIiAÐIÐ,' FÖSTUDAGUR 21. ’FEBRÚ AR1986 Iðnnjósnir: Sovétmenn reyndu að ná eignarhaldi á 3 bandarískum bönkum SOVÉTRÍKIN gerðu leynilega tilraun um miðjan síðasta áratug til að ná eignarhaldi á þrem bönkum í Norður—Kaliforniu í þeim til- gangi að fá aðgang að bandariskum hátækniiðn- aði, að sögn háttsetra manna hjá bandarisku leyniþjónustunni. Er þessu lýst sem víðtækri áætlun Sovétmanna til að fá aðgang að vestrænni hernaðar— og framleiðslutækni, i grein i Herald Tribune fyrir skömmu. Áætlun þessi rann út í sandinn þegar bandaríska leyniþjónustan varð vör við sérstakt lánafyrirkomu- lag hjá bönkum í eign Sovétmanna í Singapore sem miðaði að því að ná eignaraðild að bandarískum bönkum. Yfirmenn leyniþjónustunnar, hersins og banka kerfisins segja að þetta mál hljóti að vekja spumingu um það hvort bandaríska bankakerfið sé fært um að útiloka ógnanir af þessu tagi við öryggi þjóðarinnar. Hefði Sovétmönnum tekist að ná eignarhaldi á bönkunum hefði það gert þeim kleift að komast að ýmsum trúnaðarmálum varðandi fjármál banda- rískra hátæknifyrirtækja, og það hefði aftur opnað þeim leið til að beita fyrirtækin þrýstingi og jafnvel ná völdum innan þeirra. Bankarnir sem Sovétmenn reyndu að ná meiri- hluta í eru Peninsula National Bank í Brulingame, First National Bank í Fresno og Tahoe National Bank í Lake Taboe. Einnig reyndu Sovétmenn að ná ítökum hjá Califomia Bank í San Franscisco. Peninsula National bankinn hefur lánað mikið til hátækniiðnaðar og em margir háttsettir starfsmenn hjá hátækniiðnaðarfyrirtækjum meðal viðskiptavina hans. „Þarna var greinilega um lævíslega tilraun KGB að ræða til að ná ítökum í bandaríska banka- kerfinu," segir Bartholomew Lee lögfræðingur í San Francisco sem fengist hefur við málið. „Hér er greinilega um nýja tegund iðnnjósna að ræða," segir öldungadeildarþingmaðurinn Daniel Patrick Moyni- han. „Þessi aðferð fellst ekki í því að áætlunum og gögnum fyrirtækja sé stolið heldur gæti leyniþjón- usta Sovétmanna komist yfir þær með löglegum hætti." Indverjar banna Rambo II Bombay, 19. febrúar. AP. INDVERSK yfirvöld hafa bann- að sýningar á hinni vinsælu kvik- mynd Rambo II vegna andsov- ésks og andvíetnamísks innihalds myndarinnar. Sýningar á myndinni verða bann- aðar með öllu á Indlandi. Megin- ástæðan að sögn talsmanns kvik- myndaeftirlits landsins, er andsov- éskur andi myndarinnar, en í mynd- inni „kvelja og pína sovéskir þorpar- ar hina amerísku hetju“. „Sýning myndarinnar gæti leitt til versnandi samskipta við vinveitta þjóð," sagði talsmaðurinn, Anna Dani og var með þessum orðum að vísa til klás- úlu í indverskri löggjöf um kvik- myndasýningar. COROLLA er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gœðaflokki ofar en verðið segir til um. Hún er framhjóladrifin, með fyrsta flokks fjöðrunar- og stýrisbúnaði. Léttbyggð 12 ventla vélin er f senn kraftmikil og sparneytin. Farþega- og farangursrýmið stenst allan samanburð ö nýtingu, þœg- indum og hagkvœmni. COROLLA D)' SPECIAL SERIES er sérbúinn bfll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. enndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að COROLLA DX SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.