Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1986 25 ingur eða lur launa Ólafur Björnsson „Á hinn bóginn er það meira en skiljanlegt ekki sízt í ljósi bættra ytri skilyrða í íslenzk- um þjóðarbúskap, að launþegarnir vilji ekki semja um minni kaup- hækkanir en nemur áætluðu verðbólgustigi jafnvei þótt einhveijar bætur séu boðnar í mynd lækkunar beinna skatta.“ alltaf háðar óvissu, þannig að hér getur aldrei orðið um neitt einfalt reikningsdæmi að ræða. Hér verður ekki reynt að leggja á það tölulegt mat, hvað hægt sé að auka kaupmátt launa mikið, án þess að slíkt rekizt á önnur almennt viðurkennd markmið, svo sem at- vinnuöryggi. En drepið skal á fáein atriði er kjaramálin snerta, sem mér fínnst hafa verið rædd á óraunhæfum grundvelli í sambandi við kjaradeil- umar, þannig að neikvæð áhrif geti haft á það hvort þau megi leysa á skynsamlegum grundvelli. Þá má fyrst nefna framfærslu- vísitöluna, sem með samanburði við vísitölu er sýnir þróun kaupgjalds- ins sé sá mælikvarði, sem notaður er á kaupmátt launa. En þó að þetta sé mikilvægur þáttur lífskjar- anna, er það fleira, sem þar skiptir máli, og má þar í fyrsta lagi nefna óbeinu skattana. Ekki ætti að vera álitamál að það er kjarabót ef ég fæ t.d. 2.000 kr. lækkun á mánuði á þeirri ijárhæð, sem mér er gert að greiða í tekjuskatt og útsvar. Ég get nú keypt meira en áður fyrir mánaðarlaun mín og fínnst mér ekki óeðlilegt að segja, að kaup- máttur þeirra hafí aukizt. f öðru lagi og það tel ég öllu mikilvægara atriði, hefir það, svo sem ég hefi áður bent á í grein um lq'aramál hér f blaðinu, torveldað mjög allar málefnalegar umræður um verðbólguvandann, að talað hefir verið um hjöðnun verðbólg- unnar, sem fjárhagsleg byrði, sem þjóðin þyrfti að axla um skemmri eða lengri tíma og yrðu launþegar, sem aðrir í þágu þjóðarhagsmuna, að sætta sig við það að taka á sig meiri eða minni fómir í þessu skyni. í raun er þó ekki um annað að ræða en það, ef litið er á verð- bólguvandamálið eitt aðgreint frá öðmm efnahagslegum vandamál- um, að stöðvuð er rýrnun mæli- kvarðans sem lagður er á verðmæt- in. Raunverðmætin sem til ráðstöf- unar eru eiga að vera þau sömu og áður og því hvorki að bera nauðsyn til almennrar kjaraskerð- ingar eða breytingar á tekjuskipt- ingu. Óhjákvæmileg fóm laun- þeganna þegar verðbólga fer ört vaxandi, svo sem var sumarið 1983, ætti ekki að þurfa að vera önnur en sú ein, að skerða verður vísitölu- bætur um sinn svo sem gert var í júní það ár. En um meiri háttar fóm hefði ekki verið að ræða, ef við verðbólguna eina hefði verið að etja, því að launabótar, sem nema yfír 20% ársfjórðungslega eins og þá var, geta íaunþegar ekki notið nema fáeina daga ef ekki á að koma til víðtækrar stöðvunar framleiðslunn- ar. Með þessu er ekki sagt, að veruleg kjaraskerðing hafí ekki orðið sumarið 1983 þótt ýmis álita- mál komi upp í sambandi við ná- kvæmt tölulegt mat á henni, en þar var gengislækkun sú, sem var liður í þeim efnahagsaðgerðum sem þá var gripið til, aðalástæðan. Nú hefír spumingin um fómir í þágu nýs átaks til þess að lækka verðbólgustigið á ný skotið upp kollinum. Ég get ekki annað en verið sammála^ Ásmundi Stefáns- syni forseta ASf um það, að tæpast sé grundvöllur fyrir því, að krefjást þess af launþegum að þeir færi fómir í kaupmætti reiknað til þess að verðbólgan lækki úr 30% í 9%, svo ég haldi mig að þeim tölum, sem til umræðu hafa verið í þessu sambandi. Nú em engar vísitölu- bætur greiddar á laun, svo að ekki þarf að grípa til neinnar skerðingar hliðstæða þeirri, sem ekki varð hjá komizt 1983. Að vísu eru það kjarabætur fyrir launþega, ef verðbólgan lækkar svo sem ofangreindar tölur gefa til kynna, því að hraði verðbólgunnar er auðvitað meiri ef hún er 30% en ef hún er 9%, sem leiðir til þess að kauphækkanir sem launþegar kunna að fá eftir einhvetjum leiðum renna fyrr út í sahdinn við hátt en lágt verðbólgustig og í því jaðartil- viki að verðbólgan sé engin, haldast þær óskertar. En'erfítt er að meta tölulega þann beina hagnað, sem lægra verðbólgustig þannig færir launþegum, enda er sá hagnaður ekki á kostnað atvinnurekenda. Æskilegt er og að launþegar séu hvattir til þess að hafa jákvæða afstöðu til þeirrar stefnu, að halda verðlagi stöðugu, en sú hvatning er ekki fyrir hendi, ef allan þann ávinning, sem slíkt færir laun- þegum, þarf að borga fullu verði. Engu að síður er það mikilvægt hagsmunamál fyrir launþega, sem þeir vonandi missa ekki sjónar á við þá samningagerð sem fyrir dyrum stendur, ef unnt væri að koma kjaramálunum í þann farveg, að um yrði að ræða átök um skipt- ingu arðsins af framleiðslunni milli launa og ágóða, en ekki um það hve hröð verðbólgan þurfti að vera til þess að koma í veg fyrir það, að launahækkanir þær, sem um er samið, leiði til aukins kaupmáttar, þannig að atvinnuörygginu sé að dómi þeirra er marka stefnuna í peningamálum og gengismálum ekki stefnt í voða. Hér skal hvorki ræða kröfugerð ASÍ né það, hvort tölur þær um launahækkanir, sem þar eru fram settar, séu raunhæfar, enda hafa forystumenn þeirra samtaka sagt, að þessar tölur séu ekki heilagar kýr og er það í fullum samræmi við þá hefð í samningamálum að kröfugerð er ekki sett fram sem einhveijir úrslitakostir. Aðalkrafan er aukinn kaupmáttur launa og skal það ekki lastað. Þetta er undir- strikað á þann hátt, að gerð er krafa um tilteknar kauphækkanir umfram áætlað verðbólgustig og meðan um er að ræða samninga við atvinnurekendur eina, getur kröfugerðin varla verið í annarri mynd. En eins og reynslan hefir sýnt að undanfömu verðbólgutímabili nægir þetta ekki til þess að auka kaupmátt launa. Að kaup hækki umfram verðlag er, eins og stærð- fræðingar myndu orða það, að vísu nauðsynlegt skilyrði fyrir auknum kaupmætti en ekki nægilegt skil- yrði. I verðbólgufári undanfarinna ára hafa oft verið gerðir samningar um grunnkaupshækkanir, sem vísi- tölubætur á laun áttu svo að tryggja að yrðu raunhæfar kjarabætur. En aukinn hraði verðbólgunnar hefur svo komið í veg fyrir það, að sá árangur næðist. Atvinnurekendur eiga þess alltaf kost, að bjarga stundarhagsmunum sínum fyrir hom með því að gera „verðbólgusamninga" eins og þeir hafa verið skilgreindir hér að fram- an. Vinnulöggjöfin veitir launþeg- um vissulega mikilvæg réttindi, sem þátttakendum í framleiðslunni. En sem neytendur em þeir alveg óvarð- ir og það er afkoma þeirra, sem slíkra, sem ræður lífskjömm þeirra. í verðbólguþjóðfélagi er því ekki hægt að gera neina þá samninga milli atvinnurekenda og launþega einna, sem tryggi aukinn kaupmátt launa. Hvers konar kaup- máttartryg-ging-? Ein af meginkröfum launþega- samtakanna við þá samningagerð er nú stendur yfír er sú, að tryggt sé með einhveiju móti, að kaup- máttur sá er um semst sé með einhveiju móti tryggður. Er sú krafa ekki óeðlileg. En hvaða leiðir er hægt að fara í því efni, þannig að vænta megi raunhæfs árangurs? Þegar til lengri tíma er litið verður það auðvitað framleiðnin í þjóð- félaginu og þróun hennar, sem mestu ræður um raunlaun eða kaupmátt launa. — En hér er spum- ingin eingöngu sú, hvað launþegar geti samið um við vinnuveitendur, sem tryggt geti kaupmáttinn. Meginskilyrði kaupmáttartrygg- ingar er það, að þeim, sem ákvarð- anir taka um verðlag vöru og þjón- ustu hvort sem í hlut eiga einkaaðil- ar eða hið opinbera, sé veitt aðhald um það, að halda verðhækkunum í skefium. Hin hefðbundna leið í þessu efni hefír hér á landi verið sú, að launþegar ættu rétt á launa- bótum með vissu millibili til sam- ræmis við hækkun framfærslu- kostnaðar eða sérstakrar kaup- gjaldsvísitölu. Er þetta oft neftit „verðtrygging launa“. Ef hægt er eftir öðrum leiðum að hlda verðbólgu í skefjum, þannig að hún verði segjum innan við 10% á ári, geta hinar sjálfvirku vísitölu- bætur náð tilgangi sínum, a.m.k. að verulegu leyti. Ef verðlagsmálin hinsvegar fara alveg úr böndum, svo sem var t.d. hér á landi fyrri hluta ársins 1983, veita hinar sjálf- virku vísitölubætur ekki lengur neitt slíkt aðhald og hafa jafnvel öfug áhrif við tilgang sinn. Öllu öruggari leið er hin svoköll- uðu „rauðu strik“ sem allvíða munu tíðkazt í nágrannalöndum okkar. Samningar eru þá lausir, ef fram- færsluvísitalan fer fram úr ákveðnu marki. Slíkt veldur vinnuveitendum og ríkisvaldi auðvitað óþægindum og veitir þá um leið aðhald til þess að forðast slíka þróun. Rauðu strik- in þurfa þó, ef þau eiga að ná til- gangi sínum, að byggjast á raun- hæfum grundvelli bæði að því er snertir umsaminn kaupmátt og spár um verðlagsþróun, ella getur afleið- ing þeirra orðið sú, að samningar séu f raun alltaf lausir, sem engum væri í hag. Bezta kauptryggingin verður þó alltaf fólgin í því að hægt sé að halda gengi og öðrum mikilvægustu þáttum verðlagsins stöðugpi. Koma þar til greina bæði beinar og óbein- ar aðgerðir. Skoðun markaðshyggj- unnar er sú, að í því efni beri að leggja áherzlu á óbeinar aðgerðir, en forðast bein verðlagsákvæði nema í sérstökum tilvikum. Þessu er ég sammála, én það má ekki loka augunum fyrir því, að sæmi- legt jafnvægi í verðlagsmálum er skilyrði fyrir því, að neytendur geti notið hagkvæmni samkeppninnar. Hátt verðbólgustig kippir fótum undan eðlilegri verðsamkeppni og getur þannig valdið neytendum ómældri kjaraskerðingu., Ég drap á það í grein hér í blað- inu 1. desember sl. að tímabundin verðstöðvun gæti komið til greina, sem liður í nýju átaki til þess að koma verðbólgunni niður. Þetta hefír vafalaust hneykslað marga, sem telja sig fylgja markaðshyggju og ftjálshyggju. En þessum mönn- um skal á það bent, að samkeppni getur aldrei orðið virk í óðaverð- bólgu og ef tímabundin verðstöðvun gæti, þó ekki sé nema af sálrænum ástæðum, verið þáttur í því að skapa skilyrði fyrir virkari samkeppni, þá fínnst mér að sá kostur sé skoðunar verður, þó að æskilegast væri að geta eftir öðrum leiðum náð nauð- synlegu jafnvægi í verðlagsmálum. Atvinnuöryggi og kaupmáttur launa Rök þeirra stjómmálamanna, sem að völdum hafa setið á hinu langa verðbólgutímabili hér á landi, fyrir því að óhjákvæmilegt hafí verið að beita verðbólgunni, sem tæki til þess að hindra það, að hærra kaupgjald kæmi fram sem tilsvarandi hækkun raunlauna, hafa verið þau, að slíkt væri nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir það, að kauphækkanimar yllu sam- drætti og atvinnuleysi. Þessum rökum hefír verið beitt af öllum ríkisstjómum, sem setið hafa á tímabilinu, óháð pólitískum lit þeirra. Því verður og varla á móti mælt, að á sama hátt og það em raunvextir, en ekki nafnvextir, sem ráða því, hvort arðvænlegt sé að ráðast í einhveija fjárfestingu, þá em það raunlaunin, ekki launin reiknuð í krónum, sem ráða því hve marga menn borgar sig að hafa í vinnu. Þetta vandamál kemur fram í dulbúinni mynd þegar farið er að ræða kjaramálin á kaupmáttar- gmndvelli eins og gert er í samning- um þeim, er nú standa yfír. At- vinnurekendur benda á það, að þótt einstök fyrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar geti borið einhveija umtalsverða hækkun raunlauna, þá sé það svo og svo stór hluti atvinnu- rekstursins, sem ekki þoli slíkt, svo að afleiðingin verði meira eða minna atvinnuleysi. Á hinn bóginn er það meira en skiljanlegt ekki sízt í ljósi bættra ytri skilyrða í íslenzkum þjóðarbúskap, að launþegamir vilji ekki semja um minni kauphækkanir en nemur áætluðu verðbólgustigi jafnvel þótt einhveijar bætur séu boðnar í mynd lækkunar beinna skatta. Þetta er sá erfíði hnútur sem leysa verður. Hættan sem yfír þjóð- inni vofír er sú, að niðurstaðan verði einhvers konar verðbólgusamning- ar, e.t.v. eftir meiri eða minni átök. En þá nær enginn þeirra aðila er að samningum standa markmiðum sínum. Það verður engin kaup- máttaraukning nema e.t.v. í örfáa daga eftir að samningamir hafa verið gerðir og engin hjöðnun verð- bólgu. Vonandi kemur ekki til slíks, þótt erfítt sé að koma auga á aðrar lausnir en þær, þar sem tekin yrði meiri eða minni áhætta hvað snertir hin ýmsu markmið, sem að er stefiit svo sem kaupmátt launa, viðskipta- jöfnuð, atvinnuöryggi og afkomu ríkissjóðs og atvinnuveganna, þannig að við því má búast búinn, að markmiðin náist ekki að fullu. Stefna verður að einhverri heildar- lausn, því að óraunhæft er að ætla sér að taka einhvem þessarra þátta út úr og leysa hann án tillits til áhrifa þeirrar lausnar á aðra þætti efnahagslífsins. Höfundur er fyrrverandi prófess- or við viðskiptafræðideild Háskóla íslands. „Til góðs að leyfa skiptiá kvóta“ — segir Guðmundur Lárusson formaður Félags kúabænda á Suðurlandi um hug- myndir um að leyfa verslun með kvóta „ÉG held að það geti orðið til góðs að leyfa skipti á kvóta á milli búgreina á milli búmarks- svæða en 'þó innan mjólkursam- lagssvæða," sagði Guðmundur Lárusson formaður Félags kúa- bænda á Suðurlandi þegar leitað var álits hans á hugmyndum Jó- hannesar Torfasonar um að heimila verslun með kvóta á milli bænda innan búmarkssvæðana. Guðmundur sagði að bein verslun með kvóta bænda í milli gæti í sumum tilvikum átt rétt á sér, en það yrði þá að vera gert í samráði við viðkomandi svæðabúmarks^ nefndir. Varðandi skipti á kvóta á milli svæða sagði Guðmundur að á Suðurlandi gæti það til dæmis verið hagkvæmt að Ámesingar létu Skaftfellinga fá kindakjötskvóta í skiptum fyrir mjólkurkvóta. Trillukarlar á Húsavík: Vilja loka innri hluta Skjálfanda fyrir dragnót Húsavík, 20. febrúar. Skiptar skoðanir eru um drag- nótaveiði, sem leyfð er i Skjálf- andaflóa. Félag smábátaeigenda, Vörður á Húsavík, hefur sent bæjarstjórninni erindi um þetta mál og lýst yfir ákveðinni and- stöðu við þessar veiðar og smækkun möskva i dragnót. Erindinu lýkur með þessum orð- um: „Af framansögðu má yður^, vera þ'óst, að rétt er að friða innri hluta Skjálfandafióa fyrir dragnótaviiðum. Þvi förum við þess á leit við yður að þér beinið þeim tilmælum til hæstvirts sjáv- arútvegsráðherra, að hann loki innri hluta flóans fyrir dragnóta- veiðum, þannig að veiðar verði með sama hætti og þegar opnað var 1965.“ Ennfremur hafa bátasjómenn lýst óánægju sinni yfir því, að veðurlýsing frá Grímsey er ekki lesin klukkan sjö á morgnana eins og áður var. Og er óskað eftir því að úr verði bætt. Frétt&ritari Siglufjörður: Góður þorskafli Sigluílrði, 20. febrúar. ÞAÐ er nóg að gera við höfnina héraa um þessar mundir. Hofs- jökull lestaði 19.000-20.000 tonnum af frystum fiski nýlega og Ljósafoss á að taka fisk fyrir Evrópumarkað. Þá hefur afli verið góður. Svein- borg landaði 120 tonnum af góðum þorski í gær og Sigluvík kom með 140—150 tonn af úrvals þorski í dag. Þorlákur Helgi landaði í morg- un 19 tonnum af rækju. - Matthías

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.