Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 47 Oaufur leikur á Hlíðarenda VALSVOLLUR1. DEILD: Valur-Víðir 1:0(0:0) Mark Vals: Ámundi Sigmundsson á 71. mín- útu. Gul spjöld: Guðni Bergsson, Val, og Daníel Einarsson, Víði. Dómari: Baldur Scheving, dæmdi þokkaiega og var samkvæmur sjálfum sér. Áhorfendur: Um 550. EINKUNNAGJÖFIN: Valur:Guömundur Hreiðarsson 2, Ársæll Kristjánsson 3, Guðni Bergsson 3, Guömundur Kjartans- son 2, Hilmar Sighvatsson 2, Valur Valsson 3, Ingvar Guðmundsson 2, Magni B. Pótursson 2, Jón Grét- ar Jónsson 1, Hilmar Harðarson 1, Ámundi Sigmundsson vm. á 65. mín. 2, Sigurjón Kristjánsson 2. Samtals: 24 Víðir: Jón Örvar Arason 3, Vilhjálm- ur Einarsson 2, Mark Duffield 2, Daníel Einarsson 3, Guðjón Guð- mundsson 2, Helgi Bentsson 1, Svanur Þorsteinsson vm. lék of stutt, Björn Vilhelmsson 2, Ólafur Róbertsson 1, Vilberg Þorvaldsson 1, Grétar Einarsson 2, Guðmundur Knútsson 1, Klemenz Sæmunds- son vm. lék of stutt. KNATTSPYRNAN sem leikmenn Vals og Víðis sýndu á Valsvellin- um bar þess ekki merki að leikið vœri við ákjósanlegustu vallar- og veðurskilyrði. Mikið var um ónákvæmar sendingar, kýlingar fram og til baka, fá marktækífæri og það litla sem sást af samleik sýndu Valsmenn. Leikurinn var frekar tíðindalaus og var fyrri hálfleikur öllu daufari. Víðismenn ógnuðu ekkert, en Vals- menn fengu tvö umtalsverð mark- tækifæri. Það fyrra kom þegar á 2. mínútu eftir ágætan samleik. Sigurjón Kristjánsson gaf út á vinstri kant og þaðan sendi Jón c Texti: Steinþór Guðbjartsson Mynd: Einar Falur Grétar Jónsson fyrir markið, en Ingvar Guðmundsson skallaði beint á Jón Örvar Arason í Víðis- markinu. Á 11. mínútu gaf Valur Valsson góða sendingu frá vinstri á Sigur- jón, sem var í opnu færi, en Jón Örvar var vel á verði, þó Sigurjón fengi tvær tilraunir til að skora. Undir lok hálfleiksins fengu Jón Grétar og Sigurjón stungusending- ar inn fyrir vörn Víðis, en þeir nýttu ekki færin. Seinni hálfleikur var nánast endurtekning á þeim fyrri. A 51. mínútu sendi Hilmar Sighvatsson á Ingvar sem gaf fyrir markið og þar var Jón Grétar einn og óvaldað- ur á markteig, Vfðismarkið opið, en hann skallaði í stöng. Víðismenn tóku smáfjörkipp um miðjan hálfleikinn, ógnuðu fyrir utan vítateig Valsmanna, en náðu ekki aö skapa sér færi. Þessi kipp- ur Víðismanna ýtti við Valsmönn- um og á 71. mínútu kom eina mark leiksins. Jón Grétar fékk knöttinn nálægt endamörkum, gaf fyrir markið þar sem Ámundi Sig- mundsson, sem var nýkominn inn á, var réttur maður á réttum stað og skoraði örugglega sigurmark Vals. Á síðustu sekúndum leiksins fékk Amundi tvö gullin marktæki- færi. Jón Örvar varði fyrra skotið en hélt ekki knettinum og síðara skotinu bjargaði hann í horn. • Sigurjóni Kristjánssyni, Val, tókst ekki að skora úr þessu færi í fýrri hálfleik, þó hann fengi tvö tæki- færi. Bræðurnir Daníel og Vilhjálmur horfa á. Skagamenn í toppsætið eftir öruggan sigur Kópavogsvöllur 1. deild: UBK-fA: 1-4(1-0) Mark UBK: Benedikt Guðmundsson á 3. mín- útu. Mörfc ÍA: Olafur Þóröarsson ó 48. mínútu, Höröur Jóhannesson á 69. mínútu. Þorsteinn Geirsson, sjálfsmark á 81. mínútu, Siguröur B. Jónsson á 88. mínútu. Guft spjald: Júlíus P. Ingólfsson, (A. Dómari: Eysteinn Guömundsson og var slak- ur. Notaði hagnaðarregluna ekki sem skyldi og bitnaði þaö á gæðum knattspyrnunnar og hraöa leiksins. Ahorfendur: 450. EINKUNNAGJÖFIN: UBK: Öm Bjarnason 1, Sigurður ViSisson 2, Olafur Bjömsson 2, Magnús Magnússon 2, Benodikt Guömundsson 2, Jón Pórir Jónsson Toxti: Frosti Eiðsson Mynd: Einar Falur Í Annað mark íA staðreynd. Boltinn syngur f netinu eftir skot Harðar Jóhannessonar af stuttu færi. 2. deild: Völsungur vann á Húsavík VÖLSUNGUR vann Vfking f 2. deild með þremur mörkum gegn tveimur f spennandi og fjörugum ieik á Húsavfk f gærkvöldi. Sigur- markið var gert úr vftaspyrnu á síðustu mfnútu. Völsungar byrjuðu leikinn með látum og eftir fimm mínútur lá knötturinn í Víkingsmarkinu. Vil- helm Frederiksen skoraði þá af stuttu færi. Eftir 20. mínútna leik bætti svo Svavar Geirfinnsson öðru marki við — á glæsilegan hátt. Hann einlók þá frá vallar- miðju, í gegnum Víkingsvörnina og inn í teig, og skoraði með því að renna í netið af stuttu færi. 10 mínútum síðar skoraði Andri Mar- teinsson glæsilegt mark fyrir Vík- ing beint úr aukaspyrnu. Á 69. mínútu jöfnuðu Víkingar leikinn og skoraði Björn Bjartmarz af stuttu færi. Víkingar sóttu meira það sem eftir var leiksins, en það voru Völsungar sem skoruðu sig- urmarkið á síðustu mínútu leiksins. Vilhelm braust inn í teig Víkinga, var felldur og fékk dæmda víta- spyrnu. Jónas Hallgrímsson, sem hefur aldrei misnotað viti fyrir Völsung, skoraði örugglega. Víkingar voru óheppnir að tapa leiknum og áttu skilið jafntefli. Andri Marteinsson var bestur Vík- inga en Vilhelm Frederiksen og Svavar Geirfinnsson hjó Völsung- um. 1, Þorsteinn Geirsson 1, Jóhann Grétarsson 2, Gunnar Gylfason 1, Guðmundur Valur Sig- urðsson 3, Rögnvaldur Rögnvaldsson 2. Steindór Elísson og Helgi Ingason vm. léku of stutt. Samtals: 19. fA: Birkir Kristjénsson 2, Guöjón Þóröarsson 2, Heimir Guðmundsson 3, Siguróur Lárusson 3, Sigurður B. Jónsson 3, Valgeir Barðason 2, Sveinbjörn Hákonarsson 2, Olafur Þórðar- sson 2, Július Ingólfsson 2, Guðbjörn Tryggva- son 2, Höröur Jóhannesson 3, Hafliðl Guðjóns- son vm. 2. Samtats: 28. Jón Hermannsson þjálfari Blika gerði þrjár breytingar á liði sínu frá tapleiknum við KR. Það virtist ætla að gefa góða raun. Strax á 3. minútu skoraði varnarmaðurinn og fyrirliðinn Benedikt Guðmunds- son fyrsta mark leiksins fyrir Kópa- vogsbúa. Hann fékk þá boltann rétt utan markteigs eftir auka- spyrnu Guðmundar Vals og skaut honum örugglega upp undir þver- slána á marki ÍA. Heimamenn voru síðan sprækari aðilinn í fyrri hálf- leiknum en lítið sást af áhugaverðri knattspyrnu framan af. það var ekki fyrr en á 27. mínútu að varnir liðanna fóru að opnast illa. Jón Þórir Jónsson fór iila að ráði sínu upp við Skagamarkið. Hitti boltann illa eftir sendingu Benedikts. Tveimur mínútum síðar fékk Jón annað gullið færi eftir sendingu Guðmundar Vals en að þessu sinni varði Birkir Kristjánsson snilldar- lega. Þegar hér var komið sögu voru Skagamenn komnir í gang. Mark- vörður Blika, Örn Bjarnason, þurfti tvívegis að taka á honum stóra sínum til að verja. Fyrst skot Guðjóns Þórðarsonar eftir auka- spyrnu og síðan skalla Guðbjörns Tryggvasonar. A lokamínútu hálf- leiksins risu síðan margir Skaga- menn úr sætum sínum í Kópavogi til að fagna marki eftir skot Val- geirs Barðasonar en boltinn fór öfugu megin við stöngina. Skagamenn komu ákveðnir til leiks f síðari hálfleiknum og upp- skáru mark eftir aðeins þrjár mín- útur. Ólafur Þórðarsson var þar á ferðinni með þrumuskot úr auka- spyrnu sem rataöi í gegnum varn- armúr UBK og í netið aftan við Örn markvörð. Tuttugu mnútum síðar kom síð- an annað mark ÍA er Hörður Jó- hannessson skoraði af stuttu færi eftir þvögu í vítateig UBK. Blikarnir orkuðu aldrei að ógna marki ÍA þaö sem eftir lifði leiksins og því var spurningin aðeins hvort Skagamenn mundu bæta við mörkum. Það tókst þeim. Fyrst með sjálfsmarki Þorsteins Geirs- sonar sem mistókst stutt sending á Örn markvörð í einni skyndisókn ÍA. Sigurður B. Jónsson átti síðan lokaorðið. Hann skoraði fjórða mark ÍA sem jafnframt var falleg- asta mark leiksins. Hann fékk boltann utan vítateigs og skaut honum viðstöðulaust í vinstra markhom Kópavogsbúa. Það er líklegt að Breiðablik og Akranes hljóti misjafnt hlutskipti í 1. deildinni. Blikarnir, sem unnu sig upp í fyrra, munu eflaust þurfa að berjast með kjafti og klóm til að halda sæti sínu en Skagamenn, sem skutust upp í efsta sætið með sigrinum, verða líklega í baráttunni umtoppsætin. Blikana skorti tilfinnanlega meiri biturð í sóknarleikinn. Aðeins góð- ar sendingar frá Guðmundi Val og sprettir Rögnvalds Rögnvaldsson- ar í fyrri hálfleik náðu að velgja Skagamönnum undir uggum. Akurnesingar virkuðu ósann- færandi í fyrri hálfleik en í þeim síðari breyttist leikur þeirra til batnaðar. Liðið varö fyrir áfalli i fyrri hálfleiknum er Guðjón Þórðar- son þurfti að yfirgefa völlinn, meiddurá hné. Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir leikina f qærkvöldi: IA Valur KR Fram ÍBK Víðir Þór FH UBK ÍBV «r m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.