Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22.JÚNÍ1986 Myndlist Bragi Ásgeirsson Hinn 16. maí lauk sýn- ingu á verkum Jóhann- esar S. Kjarval í Kunstforeningen í Kaupmannahöfn. Sýn- ingin var á vegum Norræna lista- bandalagsins og er í formi farand- sýningar, sem mun ganga um ölll Norðurlönd. Sýningamefndin, sem sá um val mynda og ritmál, er öll íslenzk og skipa hana þeir Einar Hákonarson, Indriði G. Þorsteins- son og Jóhannes Jóhannesson. Rit- ari sýningarinnar er hins vegar Maaretta Jaukkurri frá Norræna listabandalaginu. Að sjálfsögðu er sýningin sett upp í tilefni 100 ára ártíðar Kjarvals og er þannig nokk- urs konar framhald á listaveislu þeirri, sem íslendingum sjálfum gafst kostur á að upplifa á sl. ári. Því miður auðnaðist mér ekki að sjá þessa sýningu í Kaupmanna- höfti, en vona, að ég eigi eftir að hitta á hana í einhverri annarri höfuðborg Norðurlanda og geta fjallað um hana af sjón og raun. Hins vegar hef ég verið beðinn um að fara yfir umsagnir um sýninguna og form hennar allt. Ljóst má vera, að gífurlega mikilvægt var hér að vel tækist, því að Kjarval er á hveijum stað auglýstur sem mesti og snjallasti myndlistarmaður, sem við höfum átt á 20. öld, ókrýndur konungur íslenzkrar málaralistar, og hlýtur því öll íslenzk myndlist að standa og falla með framtakinu. Ýmsar sögur fara af sýningunni og er ljóst, að allir eru hér ekki nægilega ánægðir með hana, sumir kenna þar vali mynda, aðrir slakri uppsetningu og enn aðrir sjálfu húsnæðinu. Um hið fyrsta er erfitt að dæma nema á staðnum sjálfum, jafnvel þótt maður þekki myndirnar, því að hér skiptir meginmáli, að útkom- an verði að sterkri heild. Um upp- setningu getur sá einn dæmt, sem séð hefur. En húsnæðið sjálft þekki ég mjög vel eftir ótal heimsóknir og get staðfest, að ekki fara allar sýningar vel í því. Persónulega skil ég illa, hví rúm- betra húsnæði skyldi ekki verða fyrir valinu. Það er fyrst og fremst mjög mikill og eftirsóttur heiður að sýna á þessum stað og þangað rata víst fæstir, nema þeim sé sér- staklega boðið. En sjálft húsnæðið er umdeilt, þótt það henti prýðilega í flestum tilvikum. Þetta er nefnilega ekki venjulegt sýningarhúsnæði, heldur einnig ein virtasta listastofnun Kaupmanna- hafnar, sem byggir starfsemi sína á kynningum á list þeirra, sem þegar hafa áunnið sér nafti. Virðuleikinn er ekki allt þegar settar eru upp mikilvægar sýningar, og ég held, að allir salir Den Frie hefðu t.d. verið öllu heppilegri, að ég tali nú ekki um Charlottenborg og Ríkislistasafnið. Það er undar- legt að íslendingar skuli vera eina norræna þjóðin, sem ekki hefur átt sýningu, að ég best veit, í hinum glæsilegu sölum hins nýuppgerða Ríkislistasafns. Óskastaðurinn hefði þó máski verði Lousiana- safnið í Humlebæk, og hví skyldu þeir ágætu menn þar ekki einnig geta kynnt list eins okkar mesta myndlistarmanns svo sem lista- menn annarra þjóða? mjög persónulegar skoðanir list- sagnfræðingsins og ber að meta og virða sem slíkar, en koma sýningu á list Kjarvals ekki par við... Ætti fremur heima í framúrstefnu- tímariti en virðulegri sýningarskrá, er kynnir ástmög þjóðarinnar á myndiistarsviðinu. Þá hefur prófarkalestur sannast ekki verið nógu nákvæmur. Á ein- um stað hefur nafn á málverki af lítilli stúlku í fallegum kjól, og sem ber nafnið Sirts og skírskotar til kjólefnisins, brenglast. (Hér er um að ræða málverk af Völu Ásgeirs- dóttur á Þingvöllum, sennilega árið 1933.1 í skránni verður heitið að SÍS og til að bæta um betur í vitleysunni er áréttað, að hér sé um samvinnu- félag að ræða (andelsforetagende)! Ég hélt, að slíkt gæti ekki skeð með tilliti til rúms undirbúnings og er þó mörgu vanur frá prentvillu- púkanum um ævina. Að öðru Ieyti er sýningarskráin prýðilega úr garði gerð, prentunin ágæt svo og niður- röðun efnis og val mynda. Vona ég þó að myndimar í skránni séu með á sýningunni! Æskilegt hefði verið að miklu minna og samræmdara lesmál hefði verið í skránni, en öllu fleiri myndir — það hefði haft margföld áhrif. Af framanskráðu má vera ljóst, að eitthvað hefur farið úrskeiðis um markvissan og metnaðarfullan undirbúning og ber að leiðrétta það Forsíða sýningarskrár. Ég tel að við hefðum alls ekki átt að sleppa Kjarvalssýningunni úr landi nema að vera fullkomlega ánægðir með sýningarhúsnæðið, ásamt því að umsjónarmaður frá okkur hefði átt að fylgja sýningunni úr stað og setja hana upp eftir fyrirfram skipulagðri hönnun, sem að sjálfsögðu hefði mátt breyta að einhverju marki með tilliti til að- stæðna á hveijum stað. En þetta, að láta einhveija starfsmenn við- komandi listastofnana á hveijum stað vera hér ábyrga, er mikið hættuspil, svo sem reynslan sýnir. Það er misráðið að senda frá sér mikilvægar sýningar upp á það að leggja sóma þjóðar sinnar í óþekkt- ar hendur. Við höfum nærtæka reynslu af þessu varðandi mikilvægar sýning- ar, sem hingað hafa ratað frá út- löndum, því að ávallt koma sérstak- ir fagmenn með þeim varðandi uppsetningu og framkvæmd alla. Lítum svo á sýningarskrána, sem hlýtur að vera þýðingarmikil kynn- ing á list Kjarvals, en á fyrst og fremst að markast af sjálfri sýning- unni og engin önnur sjónarmið eiga að komast að. Skráin er í stóru broti, forsíðan mjög myndræn, en nokkuð þung og ekki í samræmi við hinn mikla „artista" og meistara léttra strika, sem verið er að kynna. Mikið ritmál er í skránni — óþarf- lega mikið, og birtist það í almennri kynningu á list Kjarvals í gegnum tíðina eftir Guðbjörgu Kristinsdótt- ur, en greinin mun tekin úr sýning- arskrá sýningarinnar stóru að Kjarvalsstöðum, og er því ekki í nægilega beinu sambandi við það, sem verið er að sýna. Þannig er vitnað í allmargar myndir á þróun- arferli Kjarvals, sem ekki eru á sýningunni og Danir vita hvorki haus né sporð á! Sjálf greinin er ágæt úttekt ,á list Kjarvals, en um hana er ekki verið að Qalla hér. Það sem ég ekki skil, er stutt ágrip af íslenzkri listasögu eftir hinn unga listsagnfræðing, Gunnar Kvaran, er einnig prýðir skrána, og botna lítið í þvi, hvað hún kemur sýningunni við. Er hér um minni- máttarkennd útkjálkaþjóðfélagsins að ræða? Hér er að mínu viti á ferð vafasöm samantekt, sem kynnir sem hægt er og færa til betri vegar, áður en sýningin verður sett upp á næsta stað. Umsagnir Kaupmannahafnar- blaða einkennast af þeirri menning- arlegu kurteisi, sem fyrri opinberar sýningar héðan hafa hlotið í þeirri borg og víðast hvar erlendis og er naumast marktæk listrýni. Viðkom- andi gagnrýnendur leitast við að forma málflutning sinn sem best, en skrif þeirra eru hvorki átakamik- il né bera vott um einlæga og sjálf- sprottna hrifningu. Að miklu leyti eru skrifin öðru fremur í kynningarformi og falla þannig vel undir hugtakið„ An- meldelse“, sem í sjálfu sér er stór þáttur í listrýni, en þó ekki allt. Þannig er stöðugt verið að lýsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.