Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1986, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 154. tbl. 72. árg. Nýtækni til að vinna bug á skalla Chicago, AP. NÝ TÆKNI hefur verið fundin upp til að vinna bug á skalla. Er hún í því fólgin að teygja á hársverðinum, þar sem enn vex hár. Tækni þessi hefur reynst árangursrík, og hafa nokkrir lýtalæknar þegar tileinkað sér hana. Samkvæmt skýrslu, sem gerð hefur verið um aðferðina, getur hún markað tímamót í bar- áttunni við skallann. Dr. Sheldon Kabaker, sem er lýtalæknir, sagði á föstudag, að engin auðveld lausn væri hugsanleg til að vinna bug á skalla, en nýja tæknin „er mikilsverður sigur og gerir okkur kleift að „rækta upp“ stór skallasvæði, sem við réðum ekki við áður.“ Kabaker sagði í símaviðtali, að aðgerðin fælist í því, að belglaga hlutum, svokölluðum „vefstrekkjur- um“, væri komið fyrir undir hár- sverðinum, í því skyni að teygja á húðvefnum, þar sem enn væri hár- vöxtur. Sagt er frá tilraunum Kabakers og samstarfsmanna hans í júlíhefti vísindarits, sem bandarísku lækna- samtökin gefa út í Chicago. Mesti vandinh í sambandi við þessa nýju meðferð, samkvæmt því sem fram kemur í frétt tímaritsins, hefur verið „tregða sjúklinganna við að láta sjá sig á almannafæri með strekkjarana skagandi út í hársvörðinn". Evrópa: Alnæmis- sjúkling- um fjölgaði um fjórðung — áfyrstu þremur mánuðum þessa árs Genf, AP. SKRÁÐUM alnæmissjúklingum fjölgaði um tuttugu og sjö pró- sent í Evrópu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og eru þeir nú 2.542. Af upplýsingum má ráða að veiran breiðist nú hratt milli eiturlyfjaneytenda, segir í tilkynningu frá heilbrigðismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO). í fréttabréfí WHO, sem kemur út vikulega, segir að ijörutíu og tvö alnæmistilfelli hafi verið skráð að meðaltali á viku frá 1. janúar til 31. mars. Alnæmissjúklingum fjölg- aði mest í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Tuttugu og fimm ríki létu af hendi upplýsingar um alnæmis- sjúklinga. Frá aprílbyijun 1985 til marsloka 1986 þrefaldaðist fjöldi sjúklinga í sautján ríkjum, sem veitt hafa upp- lýsingar frá upphafi. I þessum löndum var greint frá 940 atnæmis- sjúklingum í mars 1985, en 2.477 ári síðar. Alnæmissjúklingum fjölg- aði um 163 prósent í þessum löndum. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson RenntíLaxá íKjós DularfuII herþota hrapar Bakersfield, Kaliforníu, AP. BANDARÍSK herþota hrapaði niður í skógarsvæði í Sequoia- þjóðgarðinum i Sierra Nevada snemma á föstudagsmorgun. Flugmaðurinn fórst og eldar kviknuðu, þar sem þotan skall niður, um 19 km norðaustur af Bakersfield. Mikil leynd hvildi yfir rannsókn slyssins og var skógarsvæðinu þegar lokað. Talsmenn flughersins neituðu að greina frá tegundarheiti vélarinnar eða hvort þarna hefði verið um að ræða tilraunaflugvél frá Edwards- flugstöðinni, sem er um 129 km suðvestur af slysstaðnum. Skógareldurinn breiddist ört út, og voru um 18 hektarar sviðin jörð, áður en unnt reyndist að slökkva hann. Sérfræðingar telja, að flugvélin hafi verið tilraunavél frá Lockheed- verksmiðjunum, af gerðinni F-19. Vélar af þeirri tegund eru búnar tækni, sem gérir þær „ósýnilegar" í ratsjá. Talsmenn hersins viður- kenna ekki tilvist þeirra. Egyptolaiid: 27 manns fór- ust er íbúð- arhús hrundi Kaíró, Egyptalandi, AP. TUTTUGU og sjö manns fórust og 30 slösuðust, þegar sjö hæða íbúarhús hrundi í borginni Mit- Ghamr í Nílaróshólmunum á föstudag. í Kaíróblaðinu AI-Ahram sagði á laugardag, að 100 manns hefðu búið í húsinu, sem var aðeins fárra ára gamalt. Atburðurinn átti sér stað snemma morguns að staðar- tíma, og voru björgunarmenn enn að leita í rústunum, samkvæmt frétt blaðsins. Mit-Ghamr er um 75 km norður af Kaíró. Annað Kaíróblað, Al-Gomhouria, sagði, að eigandi hússins og átta böm hans hefðu verið meðal þeirra, sem fórast. í hvoragu blaðinu var getið um ástæður þess, að húsið hrandi. Herinn mun verða áfram við stjómvölinn í Chile — segir Pinochet forseti Santiago, AP. AUGUSTO Pinochet, forseti Chile, lýsti yfir því á föstudag að herinn myndi áfram sitja í ríkisstjórn landsins og gaf aukinheldur í skyn að hann ætlaði að sækjast eftir forsætisem- bættinu eftur að þetta tímabil rennur út 1989. fram til forseta 1989 og sitja til „Ég er þess fullviss að þjóðin mun styðja stjómina til næsta kjörtí- mabils," sagði Pinochet í ræðu í næst stærstu borg Chile, Concepic- on. Samkvæmt stjómarskrá Chile á Pinochet þess kost að bjóða sig 1997. Pinochet gat þess einnig í ræðu á fimmtudag að herforingjastjóm- in væri til reiðu búin að halda áfram um stjómartaumana S Chile. Herforingjastjómin settist að völd- um 1973 eftir að hafa steypt lýðræðislega kjörinni stjóm Salvadors Allende af stóli. Stjóm Chile sendi á föstudag mörg hundrað hermenn inn í höf- uðborg landsins, Santiago, til þess að aðstoða lögreglumenn og út- sendara leyniþjónustunnar við að hafa hendur í hári „grunaðra hryðjuverkamanna og ótíndra glæpamanna í fátækrahverfi borg- arinnar". Hermennirnir umkringdu hverf- ið meðan lögreglan athafnaði sig. Lögreglan hefur oft gripið til að- gerða af þessu tagi á undanförnum mánuðum. Fréttaskýrendur telja yfirlýsing- ar Pinochets á fimmtudag og föstudag bera því vitni að hann ætli að reyna að ná endurkjöri í forsetaembættið. „Meirihluti landsmanna virðir ekki þrjósku Pinochets og af því leiðir ágreiningur, sem hann ber fulla ábyrgð á,“ segir Gabriel Vald- es, forseti stjórnarandstöðuflokks kristilegra lýðræðissinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.