Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Einar Magnússon fyrr- verandi rektor MR Fæddur 17. mars 1900 Dáinn 12. ágúst 198G Einar Magnússon, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, lézt 12. ágúst sl. eftir langa van- heilsu. Er þar genginn sá maður, sem næstlengstan starfsaldur hefur átt við stofnunina, 48 ár, einu ári skemmri en Halldór Kr. Friðriks- son, og fer nú mjög fækkandi þeim, sem kenndu við skólann á meðan hann var 6 ára skóli. Einar fæddist 17. marz árið 1900 á Miðfelli í Hrunamannahreppi og voru foreldrar hans hjónin Magnús Einarsson bóndi þar og Sigríður Halldórsdóttir frá Lágum í Olfusi. Hann lauk stúdentsprófi utanskóla frá Menntaskólanum vorið 1919. Síðan fór hann í frægt ferðalag suður um alla Evrópu, en innritað- ist síðan í guðfræði og varð cand. theol. árið 1925. Sama ár kvæntist hann Rósu Guðmundsdóttur, Guðnasonar skipstjóra og Mattínu Helgadóttur. Þau eignuðust tvær dætur, Helgu, sem gift er Ólafi Guðnasyni heildsala, og Sigríði, sem gift er Guðmundi Ingólfssyni tækni- fræðingi. Einar var óvenjulega ungur, er hann hóf kennslu við Menntaskól- ann, aðeins 22 ára gamall, og starfaði við skólann til sjötugs, síðustu 5 árin sem rektor. Það leiddi af hinum tiltölulega litla aldursmun á honum og nemendum skólans, að hann varð meiri félagi nemenda en eldri kennaramir, og þegar Pálmi Hannesson, sem varð stúdent frá skólanum ári á undan Einari, varð rektor 1929 jukust félagsleg sam- skipti nemenda og kennara mikið, ekki sízt við tilkomu skólabílsins Grána, sem Einar var óþreytandi við að aka nemendum í. Unnu þeir Einar, Pálmi og Valdimar Svein- bjömsson ótrúlega mikið og óeigin- gjamt starf í frístundum sínum við fræðslu- og skemmtiferðir nemenda á meðan Gránamir vom enn í öku- fæm standi, og allt án annarrar umbunar en þeirrar, sem ánægjan veitti þeim. Einar hélt þessum áhuga sínum á tómstundastörfum nemenda allt til loka starfsferils síns. Seinni árin beindist áhuginn mest að Selinu og leiklistinni og var hann, sem fyrr, óþreytandi við að aðstoða og leið- beina nemendum varðandi viðgerðir á Selinu og allan rekstur leikfélags- ins. Ef til vill minnast nemendur kennara sinna fremur fyrir þann tíma, sem þeir vom fúsir til að fóma þeim utan kennslustundanna sjálfra, því að í kennslustundum situr kennsluefnið í fyrirrúmi, og nemendur em misjafnlega brenn- andi í andanum. Þeir kennarar, sem vilja sinna nemendum utan kennslu- stunda, öðlast ekki aðeins ánægju sjálfir, heldur njóta þeir þess líka í kennslustundum. Einar var því ákaflega vinsæll kennari, og hefur líklega komið við að kenna fleiri greinar í mennta- skóla og öðmm skólum en flestir aðrir, þó að aðalkennslugreinar hans seinni árin væm saga og danska, og marga hef ég heyrt prísa hann fyrir latnesku orðstofnana í dönsku, sem hann neyddi menn til að Jæra. Eg kynntist Einari Magnússyni ekki sem kennara og raunar ekki mikið fyrr en hann varð rektor, en þá kynntist ég því sérkennilega samblandi sveigjanleika og festu, sem mér fannst einkenna hann. Hann var lipur stjómandi og kom skólanum klakklaust gegnum þann óróleikatíma, sem gekk yfir þjóð- félagið og skólann á síðari hluta rektorsferils hans. Ef um var að ræða „prinsípmál", barðist Einar hins vegar af festu fyrir sinni sann- færingu og lét í engu sinn hlut, sbr. deilumar um flutning skólans úr miðbænum, og gilti þá einu þótt losnaði um gömul vináttubönd. Hann bar heiður og sögu skólans ávallt fyrir bijósti, ekki aðeins skól- ans sem stofnunar heldur einnig sjálfra skólahúsanna, sem hann bætti og fegraði á ýmsan hátt. Er Einar hafði látið af störfum, 30. september 1970, stijáluðust mjög ferðir hans í skólann. Þó leit hann inn við og við og var boðs- gestur á samkomum kennara og leiksýningum nemenda fram á síðustu ár, er heilsu hans tók að hraka svo, að hann treysti sér ekki lengur á mannamót. Hans verður lengi saknað sem góðs kennara og félaga og góðviljaðs manns og yfir- manns. Fyrir hönd skólans og okkar hjóna sendi ég frú Rósu og dætmm þeirra, Helgu og Sign'ði, eigin- mönnum þeirra og bömum, samúðarkveðjur og þakka Einari fyrir þann spöl, sem við urðum sam- ferða. Guðni Guðmundsson Haustið 1938 hófu 25 nemendur nám í 1. bekk Menntaskólans af rúmlega 100, er þreyttu prófið um vorið. Við lukum námi í skólanum vorið 1944 og vomm útskrifuð að morgni 17. júní sem hinir síðustu „konunglegu" Menntaskólanemar. Mörg okkar höfðu þó kynnst skólanum áður í strangri kennslu í undirbúningsdeild Einars Magnús- sonar veturinn 1937 til 1938. Einar naut aðstoðar Ágústs Sveinbjörns- sonar, verkfræðings, er seinna flutti til Ameríku. Var ekki slakað á í því námi, enda Einar ótrúlegur áhlaupamaður í kennslu og stjórnun með mjög vítt þekkingarsvið. Töldum við nem- endui- hann einan kennara hafa nægilega breidd til að ná stúdents- prófí. Nutum við dugandi og elskulegr- ar handleiðslu Einars öl) sex árin okkar í Menntaskólanum, ekki bara innan veggja skólans heldur líka í ótal, ferðalögum út um landið. Viljum við minnast hans með þakklæti og virðingu. Björn Tryggvason Frá því að skóli reis í brekkunni austan Lækjar hafa tveir menn átt þar lengstan feril, stigið þar flest spor. Þetta em þeir Halldór Kr. Friðriksson, dáinn 1902, og Einar Magnússon, sem lézt hinn 12. þessa mánaðar á 87. aldursári. Halldór Kr. Friðriksson kenndi við Reykjavíkurskóla í 47 ár, 1848- 1895, og Einar Magnússon í 48 ár, 1922-1970. Þegar Halldór hvarf frá skólanum orti Ingólfur Gíslason, síðar læknir, til hans og standa þar þessar línur. Þú hefúr unnið, lokið stóru starfi og stríðir eins og bezta hetja enn og landi voru miðlað miklum arfi og menntað alla vora helztu menn. Síðasta línan minnir á það, að Halldór Kr. Friðriksson mun hafa verið lærifaðir nær allra embættis- manna landsins, en í hans tíð brautskráðust þó ekki nema liðlega 500 stúdentar frá Reykjavíkur- skóla. Einar Magnússon menntaði auðvitað ekki alla „helztu menn“ þjóðarinnar, því að tímar höfðu breytzt, en miklu vom nemendur hans fleiri. Á kennara- og rektors- ferli Einars vom nemendur Mennta- skólans níu sinnum fleiri en í tíð Halldórs eða u.þ.b. 4500. Þessir tveir kennendur lifðu því ólíka tíma en eiga þó eitt og annað sameigin- legt. Báðir kenndu þeir hinar aðskiljanlegustu greinar og vom þar á meðal danska, þýzka og landafræði. Báðir vora þeir at- hafnamenn utan skóla og báðir höfðu þeir afskipti af ýmsum þjóð- málum. Halldór Kr. Friðriksson glímdi við niðurskurðarmenn, sem skera vildu niður fé bænda vegna fjárkláðans, en Einar Magnússon glímdi við þá niðurrifsmenn, sem rífa vildu gamla skólann eða a.m.k. flytja hann á brott frá hans gamla stað. Einar Magnússon sagði oft frá því hvemig kennaraferill hans hófst við Menntaskólann. Það var á góð- um degi í ágúst 1922, að Einar mætti Bjama Sæmundssyni uppi í Þingholtsstræti. Þeir ræddu fyrst um veðrið og ýmis almælt tíðindi en síðan á Bjami að hafa sagt: „Nú er skólinn orðinn svo fjölmennur (nemendur vora þá um 200), að ég kemst ekki lengur yfir mína kennslu. Þér hafið verið í Grikk- landi, svo að þér getið kennt fyrir mig landafræði." Einar sagði ,já takk“ og þar með var hann orðinn stundakennari við Menntaskólann. En Einar Magnússon hafði auð- vitað fyrr stigið fæti inn í Mennta- skólann því að þangað kom hann til náms austan úr sveitum skömmu eftir að fyrri heimsstyijöldin hófst. Hefur Einar lýst þröngum hag sínum á námsárunum í dagbókum, sem gefnar hafa verið út. En vel sóttist honum námið og dúx varð hann á stúdentsprófi 1919. Einar tók þátt í félagslífi í skólanum og var um tíma formaður í félagi gagn- fræðadeildarmanna, Framsókn. í því félagi tíðkaðist nokkuð undar- legt spumingaform og átti Einar m.a. að svara þessari spumingu: „Ertu ánægður með vald kennara og rektors hér við skólann?" Þessu svaraði Einar þannig, „að ef rektor og kennarar væru dugandi menn, þá væri vald þeirra yfir nemendum til góðs“. Þama í öðrum bekk hefur því sú skoðun verið tekin að mótast með Einar Magnússyni, að dugnað- ur væri sá eiginleiki, sem kennarar ættu helzt að hafa. Sjálfur var hann trúr þessari skoðun með því að kenna fleiri tíma á viku og fleiri greinar en flestir aðrir kennarar. Eftir stúdentspróf lagði Einar Magnússon land undir fót og ferð- aðist einkum um Suður-Evrópu. Hann hóf síðan nám í guðfræði og lauk prófi í þeirri grein árið 1925, en þá hafði hann fyrir nokkru byij- að að kenna í Menntaskólanum eins og áður sagði. Ekki fer miklum sögum af Einari fyrstu kennsluár hans, en hann kenndi einkum í gagnfræðadeildinni og fékkst raun- ar við ýmis önnur störf. Leið svo fram til skólaársins 1929—30, sem á ýmsan hátt er tímamótaár í sögu skólans. Þá tók Pálmi Hannesson við rektorsstörfum og hreyfing komst á ýmsa hluti. Pálmi hafði mikinn áhuga á, að kennarar tækju þátt í félagsstarfi nemenda og auk hans sjálfs urðu þeir Einar Magnús- son og Valdimar Sveinbjömsson leikfimikennari iykilmenn í því starfi. Valdimar hóf ýmiss konar íþróttastarf og um vorið 1930 eign- aðist skólinn bifreiðina Grána. Valdimar lærði fyrstur að fara með hana, en síðan kenndi hann þeim Einari og Pálma að keyra. Fyrsta ferð Grána með nemendur var á Alþingishátíðina, en um haustið hófust styttri ferðir út úr bænum. Meðan tíð var góð að haustinu var að jafnaði farið á laugardagseftir- miðdögum og þá ekið að einhvetju Qalli og gengið á það. Heim var haldið um kvöldið. Einar og Valdi- mar fóra þessar ferðir og komust þannig í betra samband við nem- endur en nokkrir aðrir kennarar á þeim árum. Seinni hluta vetrar var farið í skíðaferðir og á vorin var Gráni notaður i svonefndar fimmta- bekkjarferðir. Gamli Gráni var talinn ónýtur árið 1935 og var þá keyptur annar bíll, sem nefndur var nýi Gráni. Einar Magnússon ók honum í fyrstu ferð hans með nem- endur og var hún farin með 2. bekk austur að Geysi. Á heimleiðinni tókst svo illa til að bíllinn fór út af veginum í Svínahrauni. Ekki urðu teljandi meiðsli á fólki og eft- ir þetta var nýi Gráni mesti happabíll. Auk ferðanna á Grána átti Einar Magnússon ýmsan annan þátt í fé- lagslífi nemenda á áranum fyrir stríð. Hann fór árið 1934 með nem- endahóp til Danmerkur og var það í fyrsta sinn, sem slík ferð var far- in. Þá var hann í nokkur ár umsjónarmaður með bókasafni skólans í íþöku, en lestrarsalur þess var endurbættur og opnaður á ný á skólaárinu 1930—31. Þessi salur var um tíma opinn á kvöldin til þess að nemendur gæiu setið þar og hlýtt á útvarp, en útvarpstæki vora þá ekki á hveiju heimili. Við hersetu Breta í skólahúsinu 1940—42 fóru ýmsir hlutir úr skorðum í skólanum og hófst upp úr því umræða um framtíð skóla- hússins gamla. Á þeim árum báru menn ekki mikla virðingu fyrir gömlum húsum og var jafnvel minnst á að rífa gamla skólahúsið eða flytja það til. Einar Magnússon barðist í ræðu og riti gegn slíkum hugmyndum og vildi hafa Mennta- skólann áfram á sínum stað. Skyldi í skólanum vera sá nemendafjöldi, sem rúmaðist í gamla húsinu við Lækjargötu. Ef það dygði ekki yrði stofnaður annar skóli í einhveiju nýju hverfi í bænum. Vegna bar- áttu sinnar fyrir varðveizlu Mennta- skólahússins má hiklaust telja Einar Magnússon til framkvöðla húsfrið- unar hér á landi. Eftir að Kristinn Ármannsson varð rektor árið 1956 og allt til 1970 hafði Einar Magnússon for- ystu um ýmsar endurbætur á skólahúsinu, og mun þeirra lengi sjá stað. Má í því sambandi nefna, að Einar lét rífa bárujárnsklæðingu utan af húsinu og setja í staðinn viðarklæðingu, sem líkari var upp- runalegri klæðningu og mun fegurri. Hann fann líka af hyggju- viti sínu eða innlifun í sál gamalla húsa, að ekki væri allt með felldu í bitum undir gólfi á neðsta gangi. Kom í ljós við athugun, að lokað hafði verið af handvömm fyrir loft- göt á sökkli hússins og því höfðu fúi og húsasveppur tekið að búa um sig undir gólfinu. Allt var þetta lagað undir öraggri verkstjóm Ein- ars. Áhugi Einars Magnússonar á félagsmálum nemenda dvínaði ekki þó að áram hans við skólann fjölg- aði og beindist sá áhugi síðari árin einkum að leiklistariðkunum. Hann hafði gjarnan hönd í bagga með leikritavali og fylgdist með æfing- um og sýningum. Sparaði hann hvorki tíma né fyrirhöfn í þessum málum og mátti kallast sérstakur vemdari leiksýninga og leikara inn- an skólans. Svo hittist á, að á fyrsta rektorsári Einars Magnússonar, 1965-66, var ekki lengur rúm fyrir Herranótt Menntaskólans í Iðnó, en þar hafði hún (áður leikkvöld Menntaskólans) haft aðsetur frá 1922. Var nú mikill vandi á höndum og leystist hann svo að nemendur fengu sjálft Þjóðleikhúsið til sýning- anna. Einar og aðrir aðstandendur leiksins kviðu því mjög, að sýningin mundi ekki heppnast í svo stóra húsi, og á svo stóru sviði. Þeim mun meiri var ánægjan yfir því að sýningin tókst prýðilega og var flutt fjórum sinnum fyrir fullu húsi. Þegar Einar Magnússon varð rektor árið 1965, þá 65 ára gam- all, vora ýmsar breytingar í vændum í menntaskólum. Aðalat- riði þeirra var að fjölga deiidum og auka valfrelsi. Þessar breytingar voru ekki að skapi Einars, því að hann vildi að menntaskólanemend- ur tileinkuðu sér tiltölulega fáar en menntandi greinar. Meðal þeirra var iatínan, sem hann taldi nauð- synlega öllum menntuðum mönn- um. Þrátt fyrir þessa óánægju lét Einar hefja undirbúning að þeim breytingum, sem meirihluti kennara taldi að koma mundu í anda nýrra menntaskólalaga. í rektorstíð Einars Magnússonar, kom að því, sem hann hafð lengi búizt við, að stofnaðir yrðu nýir menntaskólar í Reykjavík. Fyrst kom Menntaskólinn við Hamrahlíð, 1966, og síðan annar 1969, en sá hét síðar Menntaskólinn við Tjörn- ina og enn síðar Menntaskólinn við Sund. Svo tókst til, að Einari rektor var falin umsjón með síðamefnda skólanum á fyrsta ári hans. Mun Einari vel hafa líkað að hið gamla bamaskólahús Reykjavíkur var tek- ið til nýrrar notkunar, enda hafði hann alitaf rneiri trú á gömlum húsum en nýjum. Þrátt fyrir þessa skólafiölgun í Reykjavík mun Einar Magnússon hafa haft að jafnaði fleiri nemendur í skóla sínum en nokkur annar rektor hér á landi. Þetta sést af því, að á fimm rekt- orsárum hans, 1965-70, fór nemendafjöldi í MR aldrei niður fyrir 900 og komst hæst í nær 1050. Hann brautskráði alls 1127 stúdenta eða u.þ.b. 225 að meðal- tali á ári. í þúsund manna skóla hefur rekt- or ekki tækifæri til þess að kynnast stóram hluta nemenda. Liðnir voru þeir tímar, þegar safna mátti saman þorra nemenda með því að stofna til göngu- og skíðaferða. Þetta fékk Einar að reyna þegar hann hugðist hverfa til fyrri hátta með því að kaupa fyrir skólann lítinn skíða- skála í Hveradölum árið 1967. Sú tilraun tókst ekki og skálinn var brátt seldur aftur. En Einar kunni önnur ráð til þess að rækta sinn gamla áhuga á góðu samstarfi í skólanum. Hann stofnaði sam- starfsnefnd kennara og nemenda og lagði sig fram um að hafa sem bezt samband við „inspectora" sína. Með því móti taldi hann sig ná eins konar jarðsambandi við allan nem- endaskarann og geta staðið við orð, sem hann lét stundum falla á kenn- arafundum. Þau voru eitthvað á þá leið „að skólinn væri til vegna nem- endanna en ekki vegna kennar- anna“. Hér hefur verið fyallað um aðal- starfsvettvang Einars Magnússon- ar, Menntaskólann í Reykjavík, en hann kom auðvitað víðar við sögu. Hann gaf út guðfræðitímarit, var ritstjóri Alþýðublaðsins, gaf út kennslubækur í dönsku, sat í lands- prófsnefnd, vildi ekki hafa Vatns- berann í miðbænum og stundaði kennslu við aðra skóla en Mennta- skólann. Það var sem nemandi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar að ég kynntist honum fyrst, haustið 1949. í fyrsta tímanum sagðist hann ætla að sjá um að við lærðum dönsku almennilega og til þess væri hann kominn til kennslu í þessum skóla. Síðar hef ég áttað mig á því, að þetta var fyrsti veturinn, sem Menntaskólinn var án gagnfræða- deildar og Einar ætlaði að láta okkur læra sama námsefni og tíðkast hafði um marga áratugi í gagnfræðadeildinni. Ég býst við að þetta hafi tekizt og við höfðum sum Einar sem dönskukennara allt til stúdentsprófs eða í fimm vetur, fyrst í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og síðan í Menntaskólanum. Var sú kennsia nokkuð fast bundin við textalestur, málfræði og stíla en æðioft var þó farið út í aðra sálma, landafræði, sögu og ýmis almenn mál. Eftir nokkurt hlé lágu leiðir okk- ar Einars Magnússonar næst saman sumarið 1961, en þá hringdi hann til mín og spurði hvort ég vildi taka að mér sögukennslu við MR um haustið, þar sem Skúli Þórðarson hafði slasazt í Kaupmannahöfn og yrði ekki við kennslu um veturinn. Ekki var gefinn langur frestur til umhugsunar og varð þetta að ráði. Fór því svo að ég starfaði með Ein- ari Magnússyni og síðan undir stjórn hans næsta áratuginn. Eftir að hann lét af rektorsembætti 1970 hitti ég hann alloft og þá einkum vegna ritunar skólasögunnar, en hann hafði mikinn áhuga á að þar yrði sem flestu haldið til haga, þó að ekki vildi hann rita þá sögu sjálf- ur nema að mjög litlu leyti. En margt sótti ég í smiðju til Einars Magnússonar, sem aðrir kunnu ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.