Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Áfangastaður: Mývatn og nágrenni eftir Signrð Sigurðarson Mývatn og nágrenni telst án efa til eins fegursta staðar á öllu ís- landi. Tugir þúsunda ferðamanna gera sér grein fyrir þessu, en ferða- mannastraumurinn til Mývatns getur orðið allt að hundrað þúsund manns á einu sumri, og er hér átt við útlendinga og íslendinga. Margt veldur, en þó einkum einstæð nátt- úrufegurð og stöðugt veðurfar. A sumrin er oft langtímum saman sólskin og tiltölulega lyngt, nokkuð sem þekkist ekki eins vel sunnar í landinu. Nýtur Mývatnssveit góðs af Vatnajökli sem tekur til sín regn í sunnanátt. Lítið er vitað um upphaf búsetu í Mývatnssveit, en þó hafa fundist merkar fomminjar á þremur bæjum og þá einkum . í Baldursheimi. Skammt frá Skútustöðum er Þang- brandspollur, en í honum skírði Þangbrandur kristniboði Mývetn- inga til kristinnar trúar. Á Skútu- stöðum hefur lengi verið kirkjustað- ur og stendur þar kirkja sem byggð var á árunum 1862 til 1863. Kirkja hefur staðið frá upphafí kristni í Reykjahlíð. Mývetningar hafa alla tíð haft framfæri sitt af sauðíjárrækt, sil- ungsveiði og eggjatöku. Á undan- fömum áratugum hefur þó þjónusta við ferðamenn færst mikið í auk- ana. Hótel Reynihlíð er mjög veglegt hótel á íslenskan mæli- kvarða. Hótel Reykjahlíð er sumarhótel og víða um sveitina má fá svefnpokapláss og tjaldsvæði eru nokkur. Nýleg sundlaug er í sveit- inni, matvöruverslanir og ferða- mannaverslanir. Kísilgúmám í Mývatnssveit hófst 1966 og nokkru síðar verksmiðjurekstur. Skammt er í Kröflu og Kröfluvirkjun, sem veitir mörgum íbúum sveitarinnar atvinnu, beint og óbeint, og er mik- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þá er ótalin önnur þjónustufyrirtæki fyrir ferðamenn, eins og ferðaskrif- stofan Eldá og áætlunarbflaakstur Jóns Áma Stefánssonar. Af þessu má ljóst vera að byggð- in við Mývatn stendur mjög traust- um fótum með fjölbreyttum atvinnurinstri. Hér verður nú Qallað stuttiega um Mývatn og nágrenni M ■ * % - '■ A 4 « • $<:, 4, 1 '■ ' '» • » f ■•,•■•• . f - ' s»;Ƨ5i. ■ ■ ■■■"& ,•«>>• ■;■■ ■■/;■■ Ai ■ rif, . js.?_■»• '■ 4- r. V, • *> ' .■■'.:' Frá Dimmuborgum. þar er nokkuð mikið kjarr. bmna og að Hverfjalli. Þaðan má annað hvort fara að Lúdent eða í Dimmuborgir. Sé farið að Lúdent er best að fara sömu eða svipaða leið til baka. Dimmuborgir em hrikaleg nátt- úrusmíði, sem varð til fyrir þá tilviljun að stór hrauntjörn tæmdist skyndilega og stóðu þá hraunstrýt- ur eftir í margvíslegum og furðuleg- um myndunum. Þekktust þessara mjmdana er Kirkjan, há og falleg hvelfíng. Frá Dimmuborgum er farið eftir þjóðveginum til baka. Höfði er almenningsgarður en er í raun tangi sem gengur fram í Mývatn að austanverðu. Þetta er einn fegursti staðurinn við vatnið sökum sérkennilegra hraunmynd- ana og mikils gróðurs. Skammt frá em Kálfstandarklasar, þekktar hraunmyndanir, súlur og gatklett- ar. Ekki má gleyma Kröflu, sem er skammt austan við Mývatn og Námafjall. Krafla er í raun mó- bergsíjall sem er um 818 m hátt. Kringum Qallið er askja, um 8 km og það sem þangað er að sækja. Því miður hefur það viljað bregða við að íslendingar hafí Mývatn sem áningastað á hringleið, en ástæða er fyrir fólk að stoppa nokkra daga á Mývatni og kynnast staðnum og nánasta nágrenni. Gönguleiðir og staðir Fjölmargar góðar gönguleiðir em í Mývatnssveitinni, bæði á fjöll og milli staða. Þá má ekki gleyma að í kringum Mývatn er ágætur veg- ur, sem hentar vel fyrir hjólríðandi fólk, en á hótel Reynihlíð er reið- hjólaleiga að sumarlagi. Um þriggja klukkustunda ferð er kringum Mý- vatn á hjóli og á leiðinni má víða stoppa og skoða. Áf gönguleiðum má nefna göngu á Vindbelgsfjall, sem stendur við norðvestanvert vatnið. Nokkur spölur er að fjallinu eftir slóð frá Vagnbrekku, en um 45 mínútna gangur er upp á topp. Þaðan er skemmtilegt útsýni yfír Mývatn og nágrenni, allt suður í Vatnajökul og Trölladyngju. Það kemur ferða- fólki ekki síst á óvart að sjá Sandvatn, sem er norðan við Vind- belg. Sandvatn er að norðanverðu umlukið eyðisöndum en mjór kjarr- kragi er með ströndinni. Vindbelgur er aðeins 529 m á hæð yfír sjávar- máli, en um 400 m yfír umhverfinu. Hlíðarfjall er skammt fyrir ofan Reykjahlíð. Þangað er nokkuð lang- ur gangur en af fjallinu er mjög gott útsýni yfir Mývatn og Kröflu- svæðið. Af fjallinu má glögglega sjá eldána sem rann 1729 og fór yfír þtjá bæi. Á kafla rann þessi eldá í mjórri kvísl sem nú heitir Eldá. Hraunið rann í Mývatnseldun- um frá Leirhnúki og allt í Mývatn. Það heitir Eldhraun. Hraunið rann umhverfis kirkjuna og kirkjugarð- inn í Reykjahlíð, án þess að skaða hana og hafa menn það sem dæmi um þá helgi sem á kirkjunni hvíli. Reykjahlíðarbærinn fór hins vegar undir hraun og má enn sjá móta fyrir honum ef grannt er skoðað. Hverfjall setur mikinn svip á Mývatnssveit. Fjallið er í raun geysistór sprengigígur, einn sá feg- ursti á íslandi og í röð þeirra stærstu í heiminum. Að dýpt er hann um 140 m og um 1,3 km í þvermál. Lúdent er líka mjög stór gígur, sem myndaðist vð gjóskugos fyrir um 6000 árum. Ummál gígsins er nær 1 km. Sunnan við gíginn eru klepra- og gjallgígir, sem nefnast Horft í austur af Vindbelgjarfjalli í áttina að Námafjalli. Á milli er Neslándatangi, Ytriflói fjær. Lúdentsborg. Mæla má með gönguleið frá Reykjahlíð að Gijótagjá, sem hér áður fyrr var mikið notuð til baða. Gijótagjá er mikil jarðsprunga og er vatn í henni víða. Nú er hún óhæf til baða vegna þess hversu heit hún er. Hitinn í gjánni jókst við upphaf Kröfluelda 1977. Frá Gijótagjá er farið um Hverfjalls- í þvermáli. Þarna urðu mikil elds- umbrot á árunum 1724—1729 og svipaðir atburðir hófust að nýju 1975. Á árunum 1975 til 1984 urðu þama 9 eldgos og stóð það lengsta í 14 daga. Kröflusvæðið er eitt af háhitasvæðum landsins og var byggð jarðgufuvirkjun þar á árun- um 1975—1977. Sú virkjun er nú í eigu Landsvirkjunar, minna en Kröflufjall, fagurlita og dalbotninn skreyttur gufupípum. Myndin er tekin af Námafjalli og horft er yfir þorpið í Reykjahlíð og Ytriflóa. Myndin er tekin af Vindbelgjarfjalli og lengst í fjarska er Búrfell. Næst er Buðlungaflói og handan vegarins fyrir miðri mynd skagar út í vatnið tangi er heitir Vindbelgur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.