Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 37 2ltotgsiiifrlafrtí> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. „Eyðni er ógrmn“ Ráðstefna Arkitektafélags Islands: Umhverfíð mótar mannlífíð Morgunblaðið/Júlíus Skipulag Kvosarinnar var til umræðu á ráðstefnu Arkitektafélags íslands um miðborgir, mannlíf og mannvirki. Eyðni (alnæmi) er alvar- leg ógnun við heilbrigði ^úsunda Islendinga. Fyrir tæp- um tveimur árum var þessi sjúkdómur óþekktur hér á landi. Nú er vitað um 29 manns, sem eru smitaðir af eyðni, en talið er að 200—300 aðrir séu smitað- ir. Fræðilega séð getur hver sem er smitast af eyðni en þeir, sem lifa einlífi eða með einum lífsförunaut, eiga ekki að öllu jöfnu að vera í hættu.“ Þannig hefst grein Olafs 01- afssonar, landlæknis, í blaðauka Morgunblaðsins um síðustu helgi, sem er upphaf kynning- arátaks heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins „til að veijast útbreiðslu alnæmissjúkdómsins á íslandi. Blaðaukinn er framlag Morgunblaðsins til þessarar kynningar. í kjölfarið verður kynning í öðrum fjölmiðlum, auglýsingar, útgáfa bæklinga, kynning í skólum og á vinnu- stöðum," eins og segir í hvatn- ingarorðum Ragnhildar Helgadóttur, heilbrigðisráð- herra, í blaðaukanum. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að þessari nýlega til- komnu drepsótt (alnæmi, eyðni, ónæmistæringu), sem er veiru- sýking á lokastigi og leggur ónæmiskerfi líkamans í rúst, svo mikla fréttaumfjöllun sem hún hefur þegar fengið. Drep- sóttin hefur víða breiðst hratt út. Tugþúsundir sjúklinga eru þegar skráðir, en sýkingin er margfalt útbreiddari en þær tölur gefa til kynna. Sjúk- dómurinn hefur þegar greinst í rúmlega 70 löndum í öllum heimsálfum; fer víða eins og eldur í sinu, t.d. í Mið-Afríku. Yfírgnæfandi meirihluti skráðra sjúklinga er hinsvegar í Banda- ríkjunum. I októbermánuði síðastliðnum höfðu 29 einstaklingar fundist með smit af völdum veirunnar hér á landi. Flestir vóru úr svo- kölluðum áhættuhópum, þ.e. úr hópum homma eða eiturlyfja- sjúklinga, en fræðilega séð getur hver sem er smitast — og 7% sýktra einstaklinga hér vóru utan þessara hópa. Þegar hafður er í huga ferill (aukning) ónæmistæringar með öðrum þjóðum er ástæða til að óttast verulegan vöxt drepsótt- arinnar hér á landi, ef ekki koma til skipulegar vamir og almenn varúðarvakning. Þess vegna ber að fagna því að heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið hefur hafið víðtækt kynningar- átak til að hamla gegn út- breiðslu alnæmis hér á landi. I blaðauka Morgunblaðsins, sem hér er vitnað til, er lögð megináherzla á þrennt: * 1) Að engin lækning er til, enn sem komið er, við ónæmis- tæringu. * 2) Að helzta vöm fólks gegn sýkingu felst í lífsmáta þess, þ.e. að forðast lauslæti og skyndikynni, þar eð helzta smit- leið alnæmis em kynmök við sjúkan einstakling. * 3) Aðgerðir gegn fíkniefnum em og taldar til vama gegn eyðni, en „sameiginleg notkun sprautunálar" telst mikill áhættuþáttur. Landlæknir segir í í grein sinni, „Eyðni er ógnun“, að heil- brigðisyfirvöld hafi haldið uppi mikilli fræðslu um þennan sjúk- dóm, en hún verði nú stóraukin. Fræðslu verði haldið uppi í efstu bekkjum gmnnskóla, fram- haldsskólum og á vinnustöðum, sérstaklega þar sem yngra fólk starfar. Auk þess verði sendir fræðslubæklingar til allra á aldrinum 15—24 ára, auk fólks í svonefndum áhættuhópum. Aðalinntak fræðslunnar verður um áhættuhegðun og vamir gegn sýkingu. Morgunblaðið hvetur almenning til að ljá þessu fræðsluátaki lið, ekki sízt ungt fólk, sem horfír fram á viðsjála tíma, hvað þessa lífshættulegu sótt varðar. Kynningarátakið, sem er fyr- irbyggjandi aðgerð, skiptir að sjálfsögðu miklu máli. En fieira kemur til. Sjúkrastofnanir hafa þegar þurft og verða fyrirsjáan- lega enn frekar að búa sig undir að mæta því aukna álagi á heil- brigðiskerfíð, sem ónæmistær- ing hefur óhjákvæmilega í för með sér, bæði að því er varðar meðferð sýktra einstaklinga og sóttvarair. Sá viðbúnaður hefur þegar krafizt og á enn eftir kreQast mikils kostnaðar í hús- næði, búnaði, tækjum og starfs- fólki. Þar kemur til kasta Qárveitingavaldsins, því fjár- munir eru afl þeirra hluta, sem gera skal, hér sem annars stað- ar. Meginmálið er þó fyrirbyggj- andi aðgerðir. Þær hefur hver og einn að hluta til í hendi sér. Fræðsluherferð ráðuneytisins er nauðsynlegt átak til að gera fólki grein fyrir alvöru málsins og persónulegri ábyrgð hvers og eins í fyrirbyggjandi vömum. BIFREIÐASTÆÐI og aðkoma að miðborginni voru meðal helstu umræðuefna á ráðstefnu Arki- tektafélagsins um „Miðborgir, mannlíf og mannvirki", sem haldin var í Norraena húsinu um helgina. Meðal annars kom fram sú hugmynd að byggð yrði brú yfir hafnarmynnið milli Ingólfs- garðs og Norðurgarðs, sem tengdi Skúlagötu við Granda- garð. í framsöguerindunum var fjallað um þróun miðborga og hlutverk þeirra. Höfundar Kvos- arskipulagsins kynntu hugmynd- ir sína og svöruðu fyrirspumum. Morabondi Sveinn Einarsson leikstjóri ávarpaði ráðstefnuna í upphafí og lýsti viðhorfi sínu til þeirra skipu- lagshugmynda sem unnið hefur verið eftir í Reykjavík á undanföm- um áratugum. Hann benti á að umhverfið er það sem mótar fólk og þvf ætti það helst að vera í sam- hljómi við náttúruna. í borginni Morabondi, sem hann sagði vera á sömu breiddargráðu og Reykjavík, hefðu íbúamir lítinn áhuga á úti- samkomum og því væm þar fá torg. Samkomustaðir og stofnanir væm dreifðir um alla borgina en flugvöll- ur í henni miðri til að skapa spennu. Á nesjum og við sjó þar sem útsýni er frá borginni em byggðar verk- smiðjur sem byrgja mönnum sýn svo að þeir glepjist ekki á að leggj- ast í gón. „Sömuleiðis er hægt að leggja þar hraðbrautir. Líka inn í gömul gróin sögufræg hverfí, það er til dæmis hægt að gera með því að taka af gróðri eða vötnum og tjömum ef svo óheppilega vill til, að eitt slíkt hefur slæðst inn í lands- lagið þrátt fýrir skipulagið," sagði Sveinn meðal annars. Viðkvæm svæði rúma ekki tilraunir í erindi sínu um „Borgarskipulag í sögulegu samhengi", rakti Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins þróun skipulagshugmynda frá iðnbylting- unni til okkar daga. Hann benti á að í skipulagsvinnu þyrfti að taka tillit til hagrænna, félagslegra, Laugarhóli, Strandasýslu Hreppsnefndarfundur í hinni nýju hreppsnefnd Kaldrananes- hrepps var haldinn á fimmtu- dagskvöldið og var það þriðji fundur kjörtímabilsins og um marga hluti sögulegur. Var hann haldinn í félagsheimilinu Daldri að Drangsnesi. Þetta er í fyrsta sinni sem hald- inn er hreppsnefndarfundur hér fyrir opnum dymm. Hann var þó tæpast í heyranda hljóði, því hreppsnefnd sat við borð inn við svið hússins en tveimur stólaröðum fyrir áhorfendur var komið fyrir frammi við dyr. Nægði það hvergi nærri fyrir áhorfendur en þeir vom yfir 20 og ur'u því sumir að standa. Gerðu áhorfendur stax í upphafi athugasemdir við að ekkert heyrðist til hreppsnefndarmanna en þá frá- bað oddvitinn sér sérhverja tmflun sögulegra og listrænna þátta. „Það er því augljóst að hér er um gríða- lega flókið verkefni að ræða sem krefst opinnar umræðu og rök- studdrar stefnumörkunar stjóm- málamanna áður en endanleg ákvörðun er tekin. Á viðkvæmum svæðum er ekki rúm fyrir tilraunir því eftir að framkvæmd áætlunar er hafín er ekki auðveldlega aftur snúið," sagði Stefán. Hann sagði að því yrði að vera ljóst að hveiju ætti að stefna með skipulagi mið- borga. Stundum vildi gleymast hversu langt er frá samþykktri skipulagsáætiun að fullbyggðum raunveruleika. Semja þurfí við lóð- areigendur og lóðarhafa og samkomulag að nást milli þeirra innbyrðis. Þá þarf ákveðna eftir- spum svo að fjármagnseigendur sjái sér hag í uppbyggingun og vilja yfirvalda ríkis og sveitarfélaga til að taka þátt í framkvæmdum. „Þetta vekur upp spurningar um stjórntæki, hvort hægt sé að stjóma þróun í uppbyggingu miðborga eða á fundinum. Flutti sig þá kona ein fram á gólfíð áreitnilaust. Þriðja mál á dagskrá var bréf frá 23 íbúum hreppsins þar sem farið var fram á að hreppsnefndarfundir yrðu auglýstir og haldnir fyrir opn- um dyrum, og var vísað um það til sveitarstjómarlaga. Var því erindi vel tekið og ákveðið að svo skyldi vera framvegis og fundir auglýstir með dagskrá. Fjórða mál fjallaði um að setja upp varmadælur til kyndingar skól- ans og félagsheimilsins á Laugahóli en þar er nú kynt með rafmagni þó jarðhiti sé á staðnum. Með þessu væri hægt að spara 156.000 kflo- vattstundir á ári en svona hefur verið kynt þar frá árinu 1972. Var oddvita falið að athuga það mál, samanber ennfremur tillögur um spamað við skólarekstur síðar. hvort þar ráði önnur lögmál," sagði Stefán. Kenningar um myndun miðborga Bjami Reynarsson landfræðing- ur og deildarstjóri hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur talaði um miðborgir og borgarskipulag. Hann rakti þætti úr skipulagssögu Reykjavíkur, gerði grein fyrir land- notkun og þróun verslunar. Einnig fjallaði hann um nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem nú er verið að kynna. Haukur Viktorsson arkitekt flutti framsögu um miðbæjarhverfi og skýrði Dynapoliskenningu Doxiades um þróun miðborga og rakti sögu Reykjavíkur í ljósi þessarar kenn- ingar. í lokin varpaði hann fram hugmynd um framtíðarskipulag verslunar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiðin Gijótaþorp - Hlemm- ur mynda einn þéttan verslunarás. Við gatnamót Kringlumýrarbraut- ar, Laugavegar og Suðurlands- Lánsfé til framkvæmdanna er fyrir hendi. Nú fluttu tvær konur sig nær fundarmönnum til að heyra betur mál þeirra. Varð þá einum hrepps- nefndarmanni að orði: „Viltu ekki bara fá þér sæti héma við borðið hjá okkur?" Fimmta mál var erindi skóla- nefndar Drangsnesskóla varðandi viðbyggingu við skólann. Er form- aður skólanefndar hafði reifað málið urðu nú í fyrsta sinn umræð- ur á fundinum. Taldi hún ekki rétt að notað hefði verið fé af fjárveit- ingu til Drangsnesskóla til sund- skýlabygginar við Klúkuskóla. Svaraði oddviti því að þetta hefði verið gert sökum þess að á Drangs- nesi hefðu menn ekki verið í stakk búnir að nota þá fjárveitingu sem brautar rísi miðbæjarkjami og að miðbæjarkjamamir tveir, ásamt Kringlubæ, myndi hin eiginlega miðbæ Reykjavíkur. Jóhannes Kjarval arkitekt og deildarstjóri á Borgarskipulagi Reykjavíkur talaði um stjómtæki í skipulagi og framkvæmd skipulags og komst að þeirri niðurstöðu að það sem þarf til að skipulag nái fram að ganga er áætlanagerð um framkvæmdaröðun, fjármögnun og lagalegan framgang ýmissa deilu- mála. Hann benti á að ef varðveita á gömul mannvirki þurfí að koma til lána- og styrktarsjóður og að endurskoða þurfi fasteignagjöld á ákveðnum svæðum. Hús segja sögu Valdís Bjamadóttir arkitekt tal- aði um arkitektúr í miðborgum og skírskotaði til Evrópuþjóða um hvemig þar hefði verið staðið að uppbyggingu gamalla miðborga. „Við eigum öðruvísi hús. Einmitt þess vegna eru þau kannski ennþá fyrir lá. Hefði Hákon Torfason deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu sagt við sig: „Svo lengi sem ekki þarf á þessu fé að halda á Drangsnesi er einfalt mál að nota það þama." Taldi oddvitinn að ekk- ert hefði verið til fyrirstöðu að fá fé til Drangsnesskóla ef fram- kvæmdir þar hefðu verið hafnar. Taldi oddviti þetta því ekkert mál. Var samþykkt að sælga áfram um fé til viðbyggingar á Drangsnesi. Þess má geta hér að sundlaugin við Klúkuskóla er kennslulaug fyrir Drangsnesskóla, Klúkuskóla, skól- ann á Hólmavík, og í Broddanesi. Kennsla sunds hefur ekki getað farið fram í lauginni síðastliðin tvö ár sökum þess að sundskýlin vant- aði. Þá var gerð ályktun um skóla- mál hreppsins. Hreppsnefnd skal stefna að því á þessu kjörtímabili að aðeins verði einn skóli í hreppn- um. Skal þar öll áherslan lögð á að hann verði í Drangsnesi og allar framkvæmdir þar hafa forgang samkvæmt því. Lauk þeirri sam- þykkt með því að oddvita var falið að gæta ítrasta aðhalds og spamað- ar í rekstri beggja skólanna, samanber kyndingarmálið hér að framan. Þess má geta hér að Klúku- skóli hefur jafnframt þjónað sem skóli fyrir Hróðbergshrepp. Tólfta mál á dagskrá fjallaði um flutning þingstaðarins frá Laugar- hóli að Drangsnesi. Var oddvita falið að vinna að því máli og ganga formlega frá því. Þeir sem undirrit- merkilegri, vegna þess að þau segja okkur aðra sögu en er að gerast úti í heimi, okkar sögu,“ sagði Valdís. „Við eigum að nota þau í sínu uppr- unalega umhverfi, ekki sem hom- rekur, heldur til að auðga þá byggð sem fyrir er eða eftir á að koma.“ Tengsl viö höfnina end- urnýjuð Að loknum framsöguerindum tóku arkitektar og fulltrúar ýmissa samtaka til máls og lýstu hugmynd- um sínum um miðbæjarskipulag. Höfundar Kvosarskipulagsins, arki- tektamir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson, skýrðu skipulags- hugmyndir sínar og þau markmið sem stefnt væri að. Fulltrúi leið- sögumanna Friðrik Haraldsson rakti nokkur atriði sem að ferða- mönnum og þjónustu við þá snúa. Skúli Jóhannesson talaði fyrir hönd samtakanna Gamli miðbær- inn, og lagði meðal annars til að tengslin við höfnina yrðu bætt, Slippstöðin yrði gerð að sjóminja- safni og fískmarkaður í húsnæði Granda. Skemmtiferðaskipum yrði búin aðstaða í höfninni og að Geirs- gata færi á brú milli vitanna á Norðurgarði og Ingólfsgarði í hafn- armynninu. Fyrir hönd Torfusam- takanna talaði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og taldi hann ekki ólíklegt að Hagkaupshúsið nýja í Kringlunni hefði áhrif á þungamiðju verslunar í borginni. Hann bar síðan saman Rotterdam þar sem hröð uppbygging hefur átt sér stað frá stríðslokum og Amsterdam, með sínum gömlu og skökku húsum og miðaldarskipulagi, en þangað flykkjast ferðamenn. Þorvaldur S. Þorvalddsson for- stöðumaður Borgarskipulagsins gerði grein fyrir kanadískri stofnun sem Qallar um vandamál vetrar- borga. Hann sýndi myndir frá Edmonton þar sem ráðstefna sam- takanna var síðast haldin. Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunarráðs benti á að einkabifreiðar væru stað- reynd og skipulag yrði að miðast við það. Hann taldi að fasteigna- verð mundi falla í gamla miðbænum þegar verslunarmiðstöðin í Kringl- unni kæmi í gagnið. Það yrði gamla miðbænum til góðs sem þá stæði sterkari að vígi í samkeppninni. Loks sýndi Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt myndir frá samkeppni sem haldin var um viðbyggingu við gamla höll í Feneyjum. Þá tóku við almennar umræður, sem aðallega snérust um þá skipu- lagstillögu sem fyrir liggur að Kvosinni. að höfðu bréf það sem getur um í þriðja máli hér að framan höfðu farið þess á leit að hreppsnefndar- fundir yrðu auglýstir á þingstað hreppsins. Var það til þess að þeir sem búa í sveitarhluta hreppsins gætu fylgst með hvenær hrepps- nefndarfundir yrðu haldnir og hvaða mál væru til umfjöllunar. Síðasti dagskrárliður var um vaxtamál. Var samþykkt að taka sömu vexti af skuldum viðskipta- vina hreppsins og Kaupfélag Steingrímsfjarðar tekur af sínum viðskiptavinum. Þá var einnig sam- þykkt að taka fulla dráttarvexti af vanskilum gjalda frá og með næstu áramótum. Gefur þá auga leið að þeir sem hafa skuldað gjöld til hreppsins til þessa munu ekki hafa borgað dráttarvexti. Bændahöfðinginn Ingimundur Ingimundarson á Hóli hafði með- ferðis bréf sem hann lagði á borð oddvita á fundinum og vildi koma fram, en þá voru viðstaddir áminnt- ir harðlega að valda ekki truflun á fundinum. þetta væri hreppsnefnd- arfundur en ekki borgarafundur. Að flestu leyti tókst fundunnn vel. En ekki varð betur séð en menn væru svolítið óstyrkir svona í fyrsta skipti á opnum fundi þrátt fyrir undirbúningsfund fyrr í mán- uðinum . Hins vegar var illa búið að áhorfendum, þeim þrengt svo langt frá hreppsnefnd sem hægt var og hávært kynditæki í gangi svo gagnið af því að koma og hlýða á mál manna var kannski heldur lítið. Hlýtur að verða að bæta úr þessu framvegis. B.H.Þ. Kaldrananeshreppur: Stefnt er að fækkun skóla í hreppnum Ákveðið að reikna dráttarvexti af vanskilum þinggjalda AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ÁSGEIR SVERRISSON Jean-Bedel Bokassa: Mannæta, myndasmiður og aðdáandi Napóleons Steypti frænda sínum Jean-Bedel Bokassa fæddist þann 22. febrúar 1921 í litlu þorpi skammt frá höfuðborginni Bangui. Hann tók katólska trú og íhugaði alvarlega, líkt og Jósef Stalín, að gerast prestur. Hann féll þó frá þeirri hugmynd og gerðist franskur málaliði þegar síðari heimsstyijöldin skall á. Bokassa varði 22 árum ævi sinnar í franska nýlenduhernum. Þegar Mið-Afríkulýðveldið hlaut sjálf- stæði árið 1960 varð hann yfirmaður í her landsins. Hann komst til valda árið 1965 en til þess þurfti hann að steypa frænda sínum, David Dacko forseta, af stóli. Árið 1972 útnefndi Bokassa sjálfan sig forseta til lífstíðar og fjórum áður síðar var hann „kjör- inn“ keisari. Krýningarathöfnin þótti ákaflega sérkennileg og það vakti almenna hneykslun þegar ljóst varð að kostnaðurinn við hana nam fjórðungi af útflutn- ingstekjum landsins það árið. Því má bæta við til fróðleiks að kór- óna keisarans kostaði fimm millj- ónir dollara. Meðal fyrstu embættisverka keisarans var að breyta nafni þessa fátæka lands í „Keisaraveldið Mið-Afríka“. Glæpaverk og hin ótrúlegustu uppátæki einkenndu valdaskeið Bokassa. Á mæðradaginn árið 1971 gaf hann skipun um að öll- um konum skyldi sleppt úr fangelsum landsins. Sama dag voru allir þeir karlar sem dæmdir höfðu verið fyrir að ráðast á kon- ur, teknir af lífí. í framhjáhlaupi má geta þess að keisarinn var alla tíð kvensamur með afbrigðum og er talið að hann eigi að minnsta kosti 55 afkomendur. Sama ár tilkynnti Bokassa að þjófum skyldi hér eftir refsað með þeim hætti að eyru þeirra væru skorin af. Gerðust menn þrívegis sekir um þjófnað misstu þeir hægri höndina auk eymanna en eftir §órða þjófnaðinn voru þeir teknir af lífi. Bokassa var viðstaddur þegar glæpamennimir tóku út refsingu sína og að því loknu vom þeir sýndir, almenningi til viðvör- unar, í miðborg Bangui. ÞAÐ vakti heimsathygli er Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisari Mið-Afríkulýðveldisins, sneri aftur til heimalands sins í síðasta mánuði. Hann hafði dvalist í útlegð í sjö ár og verið dæmdur til dauða fyrir hin hryllilegustu glæpaverk. Löngum hafði verið vit- að að geðheilsa keisarans væri i besta falli umdeilanleg en að hann skyldi ganga sjálfviljugur í snöru böðulsins þótti með ólikindum. Glöggir menn bentu hins vegar á að Bokassa hefði fylgt fordæmi Napóleons Frakklandskeisara er hann sneri aftur úr útlegð frá Elbu. En ólíkt átrúnaðargoði sínu mun Bokassa likast til ekki fá tækifæri til frekari utanlandsferða. Honum hef- ur verið gert að svara til saka fyrir glæpi sína; fjárdrátt, fjölda- morð og mannát. það meinfyndið að helsta áhuga- mál manns, sem sagður var mannæta, skyldi vera ljósmyndun! Takmarkalaus dýrkun hans á Napóleon þótti einnig mjög sér- kennileg. Skömmu eftir að Bokassa neyddist til að leggja niður völd birtust fréttir í frönskum blöðum þess efnis að hann hefði gefíð Valery Giscard d’Estaing ,þáver- andi Frakklandsforseta, demanta sem sagðir voru milljónavirði. Þetta vakti almenna hneykslun og reiði í Frakklandi. Að lokum neyddist forsetinn til að viður- kenna að hann hefði tekið við gjöf keisarans en hann kvaðst hafa selt gimsteinana og látið ágóðann renna til lfknarmála. Réttarhöld Árið 1983 hugðist Bokassa snúa aftur til heimalands síns en franska leyniþjónustan fékk veður af fyrirætlunum hans og lét hand- taka hann á flugvellinum í Abidjan en svo nefnist höfuðborg Fflabeinsstrandarinnar. í síðasta mánuði tókst honum að komast frá Frakklandi og var hann snim- hendis handtekinn er flugvél hans nam staðar á flugvellinum í Bangui. Réttarhöld yfír honum hófust 26. nóvember en eftir að ákæruat- riðin höfðu verið lesin upp var frekari réttarhöldum frestað til 15. þessa mánaðar. Ákærandinn sagði Bokassa þjást af sjúklegum kvalalosta og takmarkalausri sjálfsdýrkun auk þess sem hann væri kynferðislega brenglaður. Að viðbættu því sem fyrr var nefnt er Bokassa sakaður um að hafa falið lík, ógnað öryggi lands- ins, pyntað böm, fyrirskipað ólöglegar handtökur og gefíð komabami inn eitur. Bokassa hefur jafnan sagt frönsku ríkisstjómina hafa brotið lög þegar honum var steypt af stóli. Ennfremur hefur hann sak- að Valery Giscard d’Estaing um að hafa skipulagt „áróðurs og lygaherferð" gegn sér og kveðst saklaus af öllum ákæmatriðum. Enn er of snemmt að segja til um hvort fyrri dauðadómur yfir hon- um verður staðfestur því þótt það sé lyginni líkast bendir ýmislegt til þess að hann njóti töluverðra vinsælda í heimalandi sínu. Heimildir-.AP, Reuter. Þrettán ára ógnarstjóm Jean- Bedel Bokassa lauk í sept- embermánuði árið 1979 er franskir hermenn steyptu honum af stóli. Sannað þótti að hann hefði látið myrða 200 skólaböm sökum þess að þau neituðu að klæðast sérstökum skólafötum, sem verksmiðja í eigu keisarans framleiddi. Efnt var til réttarhalda að honum fjarverandi og fullyrtu vitni að maðurinn hefði oftlega snætt mannakjöt auk þess sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld- an Ijárdrátt og fjöldamorð. Keisarinn fyrrverandi var dæmd- ur til dauða. Takmarkalaus sjálfsdýrkun Bokassa lýsti sér m.a. í þvi að hann lét reisa styttur af sjálfum sér I garði keisarahallarinnar. Myndelsk mannæta í fjölmiðlum „hins siðmenntaða heims" voru einkum dregnar upp tvær ólíkar myndir af Bokassa. Hann var ýmist sagður stórhættu- legúr einræðisherra eða spaugi- legur spjátmngur. Þannig þótti milljónir dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.