Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 57. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Andreotti falin stj ómarmyndun Rómaborgf, AP. Reuter. FRANCESCO Cossiga, forseti Italíu, fól Giulio Andreotti, ut- anrikisráðherra, að reyna stjórn- armyndun. Andreotti hefur fimm sinnum gegnt starfi forsætisráð- herra Italíu. Grænland: Stjómar- kreppu afstýrt Nuuk, Grænlandi, Reuter. Grænlenzki stjórnarand- stöðuflokkurinn Atassut féllst í gær á að veita minnihluta- stjórn Siumut stuðning til þess að ekki þurfi að efna til kosn- inga vegna brottgöngu Inuit- flokksins úr heimastjórninni. Inuit Ataqatigiit sagði sig úr ríkisstjóminni þegar stærri stjóm- arflokkurinn, Siumut, féllst ekki á kröfur flokksins um skipan þing- nefndar til þess að fylgjast með uppbyggingu og starfsemi banda- rísku herstöðvarinnar í Thule. Sovétmenn halda því fram að endurbætur á ratsjárstöðinni í Thule brjóti í bága við gagnflauga- samning stórveldanna (ABM- samkomulagið) frá 1972. Bandaríkjamenn segja aðeins um endurbætur á ratsjánum að ræða. Leiðtogar Atassut samþykktu síðan í gær að tryggja minnihluta- stjóm Siumut í sessi, svo fremi að flokksfélögin samþykktu það einnig. Af þessum sökum er ólík- legt að kosið verði fyrr en í apríl 1988, en þá rennur kjörtímabil stjómarinnar út. Leiðtogar Inuit sögðu þetta ólýðræðisleg vinnu- brögð og ítrekuðu kröfu sína um tafarlausar kosningar. Sjá „Verður boðað til kosn- inga...?“ á bls. 32. Búist er við að stjómarmyndun- artilraunir Andreottis verði erfíðar því sósíalistar höfðu lagst gegn því að hann fengi umboð til stjómar- myndunar. Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista, sagði af sér starfi forsæt- isráðherra í síðustu viku vegna ágreinings milli þeirra fimm flokka, sem aðild eiga að ríkisstjórninni. Andreotti, sem er 68 ára, sagðist myndu reyna að mynda stjórn sömu flokka er sæti þar til nýjar þing- kosningar færu fram vorið 1988. Claudio Martelli, varaformaður Só- síalistaflokksins sagði í gær að með útnefningu Andreottis væri stjórn- armyndun sjálfkrafa dauðadæmd. Reynist Martelli sannspár er talið að Cossiga ijúfi þing og boði til kosninga í stað þess að fela öðrum leiðtoga stjómarmyndun. Reuter Giulio Andreotti, utanríkisráðherra, ræðir við blaðamenn eftir að Francesco Cossiga, forseti, hafði veitt honum umboð til stjórnarmyndunar. Reyndu að loka stafn- lúgnnni með sleggjum London, AP. Reuter. Ríkisstjórnir Bretlands og Belgiu fyrirskipuðu í gær rann- sókn á því hvað olli feijuslysinu við Zeebrugge á föstudagskvöld, en þá fórust 135 menn. Sjór foss- aði inn um stafnlúguna með þeim afleiðingum að feijan tók ört inn sjó og valt á örskömmum tima. Talið er að lúgunni hafi verið illa lokað en einnig beinist athyglin að hleðslu og jafnvægisstillingu feijunnar. Þrír vörubílstjórar sögðu feijuna hafa lagt 10-15 mínútum of seint af stað vegna bilunar í stafnlúg- unni. Sögðust þeir hafa séð skipveija hamast við að loka dyrunum með slaghömrum. Aðstoðarbátsmaður feijunnar, Marc Stanley, sagðist hafa stjórnað lokun lúgunnar og kenndi sér um ferjuslysið, en lög- menn sögðu hann ekki bera ábyrgð á slysinu. Bílstjóramir sögðu að sjór hefði Fyrsta verk Stoltenbergs að fara til Reykjavíkur Osló, frá Jan Erík Laure, fréttarítara Morgunblaðsins. eftirvæntingar til fundarins í Reykjavík, þar sem reynt verður að komast að endanlegri niður- stöðu um skipan embættismanna- nefndar til að kanna möguleikana á kjamorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. „Norðurlöndin greinir á um þetta mál en það er nauðsynlegt að við reynum að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu,“ sagði Stoltenberg. Sjá einnig „Talinn munu verða...“ á bls. 31. FYRSTA opinbera embættis- verk Thorvalds Stoltenberg, sem tók við starfi utanríkisráð- herra Noregs í gær, verður að fara til íslands til fundar ut- anríkisráðherra Norðurland- anna, sem haldinn verður í Reykjavík síðar í þessum mán- uði. Stoltenberg sagði á blaða- mannafundi í gær að hann mundi fylgja þeirri stefnu sem forveri hans, Knut Frydenlund, hefði markað. Hann sagðist fara fullur tekið að fossa inn í ferjuna um leið og hún sigldi frá bryggju. Þegar skipstjórinn hafí síðan beygt á stjómborða til að sveigja frá sand- rifí rétt fyrir utan hafnarmynnið hafí sjórinn færzt yfír í vinstri hlið feijunnar og lagt hana á hliðina. Feijan var hlaðin að hámarks- þunga og þegar svo er skiptir jafnvægisstilling skipsins miklu. Hægt er að flytja þyngdarpunkt skipa til og er það algengt á feijum til að lyfta stefni þeirra eða lækka til að auðvelda akstur bíla um borð Harmagrátur Reuter Ættingjar eins þeirra sem fórust með feijunni koma út úr líkhúsi í Zee- brugge eftir að hafa borið kennsl á hinn látna. eða frá borði. Leikur gmnur á því að skipið hafí verið framhlaðið um of þar sem sjór fossaði svo hratt inn og að skipstjóri hafí ekki verið búinn að „rétta það af“ með því að flytja sjó til í jafnvægistönkum, en það getur hann gert úr brúnni. Algengt er einnig að feijur sigli af stað með stafnlúgu opna til að loftið í bílalest- inni hreinsist. I gær voru hafnar tilraunir til að rétta fetjuna af og koma henni á flot. Er það vandasamt verk. Jafn- framt var mikil áherzla lögð á að fínna og bjarga 61 tunnu af ban- vænu eitri, sem var um borð en ekkert er vitað um. Sjá ennfremur frásagnir af feijuslysinu á miðopnu. Altunyan látinnlaus Moskvu, AP. ANDREI Sakharov sagði í samtali við AP-fréttastofuna í kvöld að andófsmaðurinn Genrikh Altun- yan, hefði verið látinn laus úr fangelsi. Sakharov hefur barizt fyrir frelsi Altunyans, sem er 53 ára, og í gær kvaðst hann hafa fengið upphring- ingu ftá Altunyan, sem sagðist hafa verið látinn laus úr fangelsi í Úkra- ínu fyrr um daginn. Hringdi Altun- yan í Sakharov frá heimili sínu í Kharkov. Árið 1969 var Altunyan dæmdur til þriggja ára þrælkunarvinnu. Árið 1980 var hann aftur dæmdur til þrælkunarvinnu, þá til sjö ára, og í framhaldi af því skyldi hann dveljast í útlegð í fímm ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.