Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Fjölbreytileg námskeið haldin á Hvanneyri Hvannatúni í Andakíl. BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hefur haldið margvísleg nám- skeið í vetur. Eitt fjölmennt í ferðamannaþjónustu er fyrir- hugað í þessum mánuði. Um síðustu mánaðamót sóttu 13 konur og karlar 2 byrjunarnám- skeið í loðdýrarækt. Þátttakendur voru fleiri en upphaflega var ráð- gert. Þeir komu frá Suðurlandi, Vesturlandi og úr Skagafirði og ætla allir að undirbúa breytingar á loðdýrabúum eða að bæta loðdýrum við annan bústofn. Námskeiðin stóðu í 3 daga hvert og var kennt bóklegt um fóðrun og hirðingu loð- dýra og verklegt um algeng handbrögð við hirðingu. Aðalkenn- ari var Magnús B. Jónsson, Hvanneyri, og auk hans kenndi Trausti Aðalsteinsson, loðdýrahirð- ir. Að sögn Magnúsar var ánægju- legt hve áhuginn var mikill og að konur sýndu þessu jafn mikinn áhuga og karlar. í haust hélt Bændaskólinn nám- skeið fyrir bændur á Vesturlandi. Þar var tekin fyrir förgun og flán- ing loðdýra og verkun skinna. Einnig var haldið upprifjunamám- skeið í samvinnu við Bændaskólann á Hólum og Samband íslenskra loð- dýraræktenda. Það var fyrir starfs- fólk á skinnaverkunarstöðvum og kenndu þar Magnús B. Jónsson, Álfheiður Marinósdóttir og Snorri Stefánsson. Mjög góð aðstaða til kennslu er í loðdýrahúsum Bænda- skólans. Mosfellingar vorum við, Mosfellingar erum við, og Mosfellingar viljum við áfram vera. vert. Bæjarbúar einfaldlega kallaðir Bringur. Þannig væri hægt að halda áfram og stinga upp á ýmsum nöfnum leiddum af góðum og gildum bæjar- nöfnum eða ömefnum í sveitinni. Af nógu er að taka, þótt margt hafi vissulega týnst og breyst á undanfömum áratugum. Eftir stendur þó að ekkert nafn hentar okkur betur en Mosfellsnafnið, hvort sem á eftir því fer „sveit" eða „bær“. Ef einhver mglingur hefur verið með það í sambandi við önnur samfélög landsins, stór eða smá, dregur ömgglega úr honum með tímanum; altént versnar hann varla þótt sveit breytist í bæ. í þessum skilningi vil ég taka undir niðurlagsorð fréttaritara vors og gera þau að mínum: „Hvað sem þessu líður er mest um vert að menn komi sér saman og nafnið verði ekki deiluefni." Góðir Mosfellingar fyrr og síðar! Megi þessi tilfærðu orð verða að áhrínsorðum. Mosfellssveit í mars 1987. Höfundur er ritstjórí Úrvals. Mosfellsbær eða ... ? í dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í Austurveri. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks svína- og nautakjöt á hagstœðu tilboðsverði. M®0' R AU STURVE RI eftir Sigurð Hreiðar Mosfellsbær eða Varmárbær — þannig var yfirskriftin yfir hugleið- ingu sem fréttaritari Mbl. á Reykj- um í Mosfellssveit reit í blað sitt nú í byijun mars. Enda ekki nema von, því þama er hann að velta vöngum yfír því hvað byggðin okk- ar geti heitið nú þegar hún fær kaupstaðarréttindi á þessu ári. Fréttaritari vekur verðskuldaða athygli á hversu gmnnhyggið það var er samþykkt vom á liðnu ári lög sem kveða á um að byggðarlög, sem þessi réttindi hljóta, skuli skeyta orðinu „bær“ aftan við það nafn sem þau velja sér. Menn eiga bágt með að hugsa sér þetta sem algilda reglu og hugsa til þess með skelfingu ef þetta hefði alltaf verið svo eða eigi eftir að verða svo um alla framtíð. Við getum hugsað okkur nokkur slík nöfn, núverandi og tilvonandi: Kópavogsbær, Hveragerðisbær, Hellubær, Hvols- vallarbær, Víkurbær, Hafnarbær, Búðakaupstaðarbær, Neskaupstað- arbær, Kópaskersbær, Sauðár- króksbær, Hvammstangabær, Patreksfjarðarbær svo nokkuð sé nefnt; eða myndi ekki slagarinn frægi hljóma hálf ankannalega, ef hann byijaði svona: „Er ég kem heim í Búðardalsbæ ...“ Hvað okkar byggðarlag snertir, Mosfellssveit, er þetta kannski ekk- ert erfítt. Hvort á eftir hnýtist sveit eða bær skiptir engu um lengd heit- isins. Heldur ekki styttingar út frá því. Mosfellingar vomm við, Mos- fellingar emm við, og Mosfellingar viljum við áfram vera, í sveit eða bæ. Ef ekki kæmu þar lög til, hefði mátt setja „byggð“ í staðinn fyrir „sveit“ og tala um Mosfellsbyggð, eða hreinlega sleppa viðskejrti og láta kaupstaðinn heita stutt og laggott Mosfell. Fréttaritari bendir raunar á að Mosfellsnafnið sé til víðar en í Mosfellssveit. Við það má bæta að það er til á fleiri en einum stað í sveitinni: Mosfell er kirkjustaður og prestsetur (ennþá) í Mosfellsdal; þar er einnig sjálfstætt smábýli með sama nafni. Minna-Mosfell er einnig heiti á lögbýli í Dalnum. Þar að auki er til trésmiðja í niðursveitinni sem kennir sig við Mosfell, og fleiri fyrirtæki tengjast nafni Mosfells- sveitar beint eða óbeint: Mosfells- leið, Mosfellsapótek, Mosfellsbak- arí, Mosfellspósturinn, Mosraf. Svo okkur er alveg sama þó einhver Mosfell séu til utan sveitar. Einhverra hluta vegna hefur komist á kreik, eins og fréttaritari segir, sú undarlega tillaga og óþjála að nefna byggðarlagið okkar eftir gamalli eyðijörð, sem ekki er til lengur sem býli, og kalla það Varmá eða Varmárbæ. Vissulega var hér- aðið sem Mosfellssveit tilheyrir kallað Varmárþing einhvem tíma í fymdinni. Með þeim rökum gætum við allt eins kallað byggðina Kjalar- nesbæ, af því við erum í Kjalames- þingi núna og höfum lengi verið. Eða Kjósarbæ af því við emm í Kjósarsýslu. En við höfum mörgu fleiru af að státa núna heldur en Varmámafni; enda Varmáin sem um sveitina rennur ekki til yndis- auka, og vandséð hvort hún er nokkuð skárri en sú Varmá er lið- ast um Ölfusið. Þá þekki ég skap- lyndi Mosfellinga illa ef þeir vilja láta kenna sig við þessa nafn- greindu fúlulæki. Enda fer illa í munni að vera Varmæingur. Ennfremur bendir fréttaritari á að hin ýmsu hverfí byggðarlagsins hafí „áunnið sér nöfn sem tengjast nöfnum gömlu jarðanna, sem lenda í þéttbýlinu, t.d. skólasvæðið að Varmá, Teigar, Tún, Holt, Ásar, Melar o.s.frv." Mér er svo farið að mér þykir öll þessi nafnatenging ærið losaraleg, svo ekki sé meira sagt, að Varmá undanskilinni. Ég veit ekki til að hér hafi verið bæir með þessum nöfnum: Teigur, Tún, Holt, Ás/ar, Melur/ar, þó sum þess- ara nafna (ekki nærri öll) hafí verið hlutar af bæjanöfnum, og heiti sín áunnu hverfín sér aðeins af því að hreppsyfirvöld völdu þeim þau. Éf við vildum endilega finna okk- ur nýtt nafn og hætta að vera Mosfellingar, eigum við af ýmsu að taka til tengingar og réttlæting- ar. Við getum faríð lauslega yfír sveitina í huganum til þeirra hluta, og byijað Reykjavíkurmegin frá (þó svo æðinokkuð hafí trosnað af sveit- inni þeim megin síðan Reykjavík fór að óttast landleysi): 1. Blikastaðabær, eða bara Blika- bær. íbúamir þá Blikar. 2. Úlfarsfellsbær — Úlfarsbær. Bæjarbúar kallaðir Úlfar. 3. Hamrahlíðarbær — Hamrabær. Bæjarbúar kallaðir Hamrar (galli: hætta á uppnefninu „smíðatól"). 4. Hafravatnsbær — Hafrabær. Bæjarbúar Hafurvetningar eða bara Hafrar. 5. Reykjabær. Það hefur ótvíræðan kost að því leyti að þá getum við auðveldlega breytt nafninu í Reykjaborg, þegar við fáum borgar- réttindi, án þess að þurfa lengi að leita fyrirmyndar. Á sama hátt yrði breytingin óveruleg fyrir íbúana, ef Reykjavík yrði fyrri til að leggja undir sig Mosfellssveit/bæ alla/n. — íbúamir yrðu kallaðir Reykir (galli: hætta á ýmiskonar uppnefnum). 6. Hrísbrúarbær. íbúar kallaðir Hrísbrúingar eða bara Hrísir. 7. Æsustaðabær. Þetta er álitlegur kostur, því íbúarnir yrðu frekar kallaðir Æsir en Æsstöðungar. 8. Skammadalsbær. Mjög álitlegur kostur, því Skammidalur mun ekki vera til annars staðar en í Mosfells- sveit. íbúamir Skammdælingar eða bara Skammir. 9. Helgadalsbær. íbúamir Helgdæl- ir (það hljómar vel en færi illa í munni á þriðja glasi). 10. Laxnessbær. Bæjarbúar Lax- nesingar, eða bara Laxmenn. 11. Gljúfrasteinsbær. Bæjarbúar Gljúfrsteinungar (fer illa í munni strax áður en sopið er á fyrsta glasi). 12. Bringnabær. Þetta er mjög sér- stætt kaupstaðarheiti og athyglis- LENI rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því ódýrari. Gerðu þinn eigin verðsamanburð. ( . ■ • ■ ■ LENl «% ELDHUSRULLU? & SALERNISPAPPIR Allt að 20 nemendur geta komist að námskeið, sem Ferðaþjónusta bænda stendur fyrir. Það verður haldið í Bændaskólanum 23. til 27. þessa mánaðar. Nemendum 2. bekkjar í Bænda- skólanum var seinnipartinn í vetur boðið að taka þátt í valfagi í kanínu- rækt. Mikill áhugi er hjá nemend- um, því meirihluti nemenda eða 37 taka þátt í því. Kenndir verða 10 tímar bóklegt nám og að auki verða heimsótt nokkur kanínubú. Kennari er Ingimar Sveinsson. Ekki er enn- þá aðstaða til verklegs náms í Íoðkanínurækt á Hvanneyri, en ver- ið er að undirbúa málið. Stefnt er að búi með 100 kanínum, þar sem m.a. er hægt að gera tilraunir með nýtingu á íslensku fóðri. í undirbún- ingi er námskeið seinna í vor, ætlað þeim sem þegar eiga loðkanínur. - D.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.