Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Skattleggjum gróða fyrirtækjanna — en hættum að skattleggja rekstrarkostnað þeirra — sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍIá ársþingi iðnrekenda ígær Skárri afkoma 1986 Á síðastliðnu ári batnaði afkoma iðnaðarins nokkuð miðað við árið 1985 en það ár var iðnaðurinn í heild rekinn með tapi. Árið 1986 má ætla að iðnaðurinn hafí skilað smávægilegum hagnaði en þó alltof litlum til þess að tryggja eðlilegan vöxt. Það er einkennandi fyrir þessi tvö ár að verulegt misgengi er í afkomu iðnfyrirtækja, bæði einstakra fyrir- tækja og heilla greina iðnaðarins. Almennt var afkoma heimamark- aðsgreinanna betri á síðastiiðnu ári en afkoma útflutningsgreinanna þó með undantekningum sé. Á heimamarkaðnum á fataiðnað- urinn í erfíðleikum um þessar mundir, einkum vegna harðnandi samkeppni frá láglaunalöndum Suðaustur-Asíu, þar sem laun iðn- verkafólks eru víða aðeins um fímmtungur launa hér á landi. Þess sjást þó merki að fyrirtækin séu með markvissri vöruþróun að losa sig út úr þessari samkeppni með því að hverfa frá ódýrri fjöldafram- leiðslu jrfír í framleiðslu á tískuvöru í besta gæðaflokki. Nú er að hefj- ast víðtækt framleiðniátak í fata- iðnaði með allsheijar endurskipu- lagningu, öflugri starfsþjálfun og áframhaldandi tæknivæðingu. íslenskir neytendur geta stutt við þessar aðgerðir fyrirtælqanna með því að taka vel á móti þessari nýju viðleitni og aukið þannig markaðs- hlutdeild fataiðnaðarins á nýjan leik. Erfiðleikar í útflutningi Útflutningur iðnaðarvara gekk erfíðlega á síðstliðnu ári. Þar ber hæst mikið tap stóriðjufyrirtækj- anna vegna lækkandi markaðsverðs og tap í ullariðnaðinum. Megin- ástæðan fyrir taprekstri í ullariðn- aðinum er einnig lágt markaðsverð og fallandi gengi Bandaríkjadollars. Undanfarin tvö ár hefur greinin ekki náð neinum umtalsverðum verðhækkunum á erlendum mörk- uðum þannig að þrátt fyrir verulegt átak í fyrirtækjunum til að þróa nýjar vörur og auka framleiðni hef- ur það einfaldlega ekki dugað til. Ullariðnaðurinn var í heild rekinn með um 7% tapi á árinu 1986. Þrátt fyrir þessa erfíðleika eru engu að síður góðir möguleikar til þess að snúa þessu dæmi við með áfram- haldi á vöruþróun og nýrri markaðs- sókn, en frumforsendan er sú að verulegt nýtt áhættufé komi nú þegar inn í fyrirtækin í þessari grein. Mikill vöxtur í vörum til sjávarútvegs Ein grein iðnaðarútflutningsins, §árfestingar- og rekstrarvörur til sjávarútvegs, var áfram í örum vexti á síðastliðnu ári en þá nam heildarútflutningur þessarar fram- leiðslu 420 milljónum króna samanborið við 260 milljónir króna 1985. Það er skoðun mín að fyrir- tæki í þessari grein eigi geysilega vaxtarmöguleika ónýtta á næstu árum. Fjárfestingarfélög, áhættu- fjármagnssjóðir og einstaklingar ættu að huga vel að fj'árfestingar- kostum í fyrirtækjum í greininni því vaxtarmöguieikamir á þessu sviði, jafnt á heimamarkaði sem í útflutningi, eru meiri en í mörgum öðrum greinum og undanskil ég þá ekki tískugreinar augnabliksum- ræðunnar eins og fískeldi og loðdýrarækt. Með svipuðu áframhaldi stefnir í það að útflutningur þessara greina verði innan fárra ára jafnmikill og heildarútflutningur okkar á ullar- og skinnavörum. Stóriðja Eins og kom fram hér í upphafí á stóriðjuframleiðsla okkar nú í talsverðum erfiðleikum vegna lágs útflutningsverðs sem stafar af sam- drætti á alþjóðamörkuðum. Á þessu ári stefnir þó í framleiðslu- og sölu- aukningu á bæði áli og jámblendi þótt enn sé markaðsverðið lágt. Vegna samdráttar á þessu sviði er nú lítill möguleiki á nýfjárfestingu. Þetta ástand hefur nú leitt til þess að á íslandi eru stjómmálamenn og fjölmiðlar famir að afskrifa orkufrekan iðnað sem kost í at- vinnumálum. Hér sýnist mér að sé nokkuð fljótt í rassinn gripið. Tíma- bundinn samdráttur í orkufrekum iðnaði samhliða auknu framboði á vatnsorku í heiminum og lækkandi olíuverði í augnablikinu eru ekki gild rök til þess að afskrifa orku- frekan iðnað. Ekkert hefur enn breytt þeirri staðreynd að heimur- inn stefnir í raforkuskort á næstu áratugum. Við íslenskir iðnrekend- ur heyrum mjög þessa dagana að starfsbræður okkar á Norðurlönd- unum, t.d. í Noregi og Svíþjóð, hafa miklar áhyggjur vegna þess að þeir telja fýrirsjáanlegan raf- orkuskort í löndum sínum innan 10—15 ára. Það er því nokkuð snemmt að afskrifa orkufrekan iðn- að og orkuauðlindir okkar í íslenskri atvinnuumræðu. Við íslendingar verðum að varast þá þröngu einsýni sem oft einkenn- ir umræður um atvinnumál hér á landi. Við höfum alltof ríka til- hneigingu til að ræða atvinnumál á hveijum tíma undir þeim formerkj- um að vöxturinn verði helst í þessari eða hinni greininni, jafnframt sem slík umræða hefur jafnan þá til- hneigingu að afskrifa möguleika annarra greina. Staðreyndimar eru aðrar þegar þessi mál eru athuguð betur og skoðuð í samhengi yfír lengri tíma. Vaxtarsprotar eru í öllum greinum Vaxtarsprotamir em ekki ein- skorðaðir við einstakar greinar. Vöxturinn sprettur fram í einstök- um fyrirtækjum í öllum greinum framleiðslunnar. Með sama hætti sjáum við að samdrátturinn verður í einstökum fyrirtækjum og þau er einnig að finna í öllum greinum framleiðslunnar. Það sem öðm fremur skilur á milli vaxtar eða samdráttar er vöm- þróun og markaðssókn. Við sjáum þetta um allt þjóð- félagið í dag og gildir þar einu hvort við lítum til fískiðnaðar eða annarrar iðnaðarframleiðslu. Meira að segja landbúnaðurinn lýtur þess- um lögmálum einnig þrátt fyrir heljartök miðstýringar á sumum sviðum. Aukin rannsóknar- og þróunarstarf semi Eitt höfuðverkefnið í atvinnumál- um á íslandi í dag er að stórauka rannsóknar- og þróunarstarfsemi í atvinnufyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa að veija mun meira fjár- magni af sínum rekstrartekjum til þessarar starfsemi ef þau ætla að standast síharðnandi samkeppni við erlenda keppinauta. Jafnframt því þurfum við að bæta verulega nýtingu þeirra fjár- muna sem veitt er af íjárlögum á hveiju ári til rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í nafni atvinnuveganna. Á yfírstandandi ári veitir ríkis- sjóður nær 600 milljónum króna á fjárlögum til rannsóknarstofnana atvinnuveganna til þess að örva nýsköpun og þróun í atvinnulífínu. Það er nauðsynlegt að huga að því, hvort nýtingu þessara miklu fjármuna megi bæta, frá því sem nú er. Það er full ástæða til að ætla að vissrar sjálfvirkni sé farið að gæta í þessum fjárveitingum og að þar ráði núverandi stærð og mannafli einstakra rannsóknar- stofnana fremur en möguleikar þeirra og geta til að hagnýta fjár- magnið til jákvæðrar þróunar. Einnig er veruleg hætta á því að Víglundur Þorsteinsson flytur ræðu sína á ársþingi iðnrekenda í gær. „Það er tillaga mín að fastar fjárveitingar til rannsóknarstof:nana verði skornar verulega niður, t.d. niður í 200 milljónir króna, en jafn- framt að afgangnum, 400 milljónum króna, verði veitt í sérstakan rannsóknarsjóð þar sem fjármagni verði úthlutað til einstakra verkefna, annað hvort beint til fyrirtækjanna eða til verkefna í sam- starfi fyrirtækja og rannsóknar stof:nana eða annarra rannsókn- ar- og þróunaraðila.“ slík sjálfvirkni leiði til þess að starf- semi þessara stofnana slitni úr tengslum við atvinnufyrirtækin og falli um of í farveg gæluverkefna og þjónustu við Alþingi og fram- kvæmdavaldið á hveijum tíma. Ég tel að nú sé tímabært að breyta um stefnu í þessum efnum. Breytt stefna í fjárveitingum til rannsóknarstofnana Það er tillaga mín að fastar fjár- veitingar til rannsóknarstofnana verði skomar verulega niður, t.d. niður í 200 milljónir króna, en jafn- framt að afgangnum, 400 miíljón- um króna, verði veitt í sérstakan rannsóknarsjóð þar sem fjármagni verði úthlutað til einstakra verk- efna, annað hvort beint til fyrir- tækjanna eða til verkefna í samstarfí fyrirtækja og rannsókn- arstofnana eða annarra rannsókn- ar- og þróunaraðila. Með þessum hætti myndum við ná því marki að taka fyrir sjálf- virkni núverandi kerfís og örva verulega samkeppni um rannsókn- arfjármagnið. Eg hef þá trú að breyting sem þessi myndi hleypa miklu lífí í rann- sóknar- og þróunarstarfsemina hérlendis. Meginskilyrði fjárveitinga úr slíkum sjóði ætti að vera fjárhags- leg ábyrgð fyrirtælqa á rannsóknar- verkefnum með því að krefjast verulegrar eiginfjármögnunar þeirra sjálfra á slíkum þróunarverk- efnum. Slíkt skilyrði myndi auka veru- lega fjármagnið til þessarar starf- semi og virkja betur þá góðu þekkingu sem nú þegar býr með þjóðinni og fer ört vaxandi á hveiju ári með nýju, vel menntuðu fólki, sem krefst starfa við hæfí sinnar menntunar. Með slíkum breytingum munu einnig skapast aðstæður til að stofna og starfræki rannsóknar- og þróunarfyrirtækja í eigu einstakl- inga sem gætu selt öðrum atvinnu- fyrirtælqum þjónustu sína. Og síðast en ekki síst gæti slík breyting ásamt öðrum aðgerðum örvað verulega stofnun nýrra fyrir- tækja á ýmsum sviðum. Haldi einhver, að ég sé hér að leggja til sérstaklega byltingar- kenndar breytingar, er það mesti misskilningur. Þessar tillögur ganga ekki út á neitt annað en að við lærum af umheiminum og tök- um upp samskonar vinnubrögð hér og beitt hefur verið í okkar sam- keppnislöndum og sannað gildi sitt þar. Stofnun tæknigarða við Háskóla Islands Nú er á lokastigi stofnun tækni- garða sem staðsettir verða við Háskóla íslands. Það eru Reykjavíkurborg, Háskóli íslands, Þróunarfélag íslands, Félag íslenskra iðnrekenda og fyrirtækið Tækniþróun hf., sem er sameign Háskólans, Iðnlánasjóðs og nokk- urra fyrirtækja sem standa að stofnun tæknigarðanna. Skiptir þar mestu vilji borgarstjómar Reykjavíkur til að veita 50 milljón króna lán til þess að reisa tækni- garðana. Sú ákvörðun tryggir framgang málsins. Með tæknigörðum skapast leigu- aðstaða fyrir ný fyrirtæki til rannsóknar- og þróunarstarfsemi í tengslum við Háskólann. Nýjar aðferðir til fjármögnunar rannsóknarstarfseminnar og nýir möguleikar með tæknigörðum gefa fslenskum vísinda- og rannsóknar- mönnum fleiri tækifæri og em líklegir til þess að hleypa auknum krafti í rannsóknir og vömþróun hér á landi. Aukin sjálfvirkni og tæknivæðing Mér hefur verið tíðrætt um þýð- ingu rannsókna- og vömþróunar- starfsemi fyrir vöxt íslenskra framleiðslufyrirtækja. Annað atriði skiptir hér einnig sköpum en það er aukin sjálfvirkni og tæknivæð- ing. Fram til þessa hefur granntónn- inn í atvinnuumræðunni á íslandi verið: Við þurfum nýjar framleiðslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.