Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Afmæliskveðja: Ole Bentzen yfirlæknir í dag er dr. med. Ole Bentzen, f.v. yfirlæknir_ heymarstöðvar danska ríkisins í Arósum, sjötugur. Hann er sérfræðingur í háls-, nef- og eymalækningum og var skipaður yfirlæknir heymarstöðv- arinnar þegar hún var stofnuð árið •1952 og á langan og heillaríkan starfsdag að baki nú þegar hann hefur lokið störfum. Hann er þekkt- ur fyrir þjóðfélagsleg umbótastörf og ber ótakmarkaða umhyggju fyr- ir öllum sem eiga í erfiðleikum með að samlagast þjóðfélaginu sökum einhvers konar andlegra eða líkam- legra vanheilinda. Einkum leggur hann þó rækt við heymarskert böm en það er sérgrein hans að rann- aska þau, lækna og ákveða á hvem hátt þeim verði sem best hjálpað. Er þetta ekki síst til að stuðla að því að þau geti lifað eðlilegu lífi innan um heilbrigða jafnaldra sína en þurfi ekki að alast upp á sérstök- um hælum og útilokast þannig frá 'venjulegu samfélagi. Hann telur að böm, sem þurfa að læra að tala sitt eigið móður- mál, geri það hvergi betur en innan um talandi fólk og talandi böm. Málleysingjar læra ekki að tala af öðmm málleysingjum. Ole Bentzen segir: „Heymardauf böm þurfa fyrst og fremst á þessu að halda: að þau séu tekin til skoðunar nógu snemma og fái góð heymartæki sem allra fyrst. Þá þurfa þau að alast upp í fijálsu samneyti við önnur böm, ganga í venjulega skóla og vera ekki álitin öðmvísi en ann- að fólk. Ekki er síst mikilsvert að sambandið við fjölskylduna styrkist sem best." „Það er ekki í mínum verkahring að sækjast eftir vinsældum," sagði dr. Bentzen einu sinni, „hinsvegar er mitt verkefni að hafa á réttu að standa. Og við fömm ekki með neitt fleipur. Við höfum margra ára reynslu að baki og vitum vel um hvað við emm að tala.“ Sá sem mælti þessi orð var sérfærðingur á sviði skipulags heymarmála og öt- ull starfsmaður Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) um margra ára skeið. Á Zontamóti í Kaupmannahöfn árið 1959 heyrðu íslenskar Zonta- konur þessa merka manns fyrst getið, eldhuga sem kom hugsjónum sínum í framkvæmd. Á mótinu kynntust þær forstöðukonu leik- skóla þar sem heymarskert böm vom með hinum heilbrigðu talandi bömum. Var skólinn rekinn í tengslum við heymarstöðina og fylgst þar með málþróun heyrnar- skertu bamanna og framfömm. Þegar forstöðukonan, Bodil Wille- moes, heyrði að Zontaklúbbur Reykjavíkur hefði stofnað styrktar- sjóð til hjálpar heymarlausum árið 1944 hvatti hún íslensku Zontakon- umar til að heimsækja heymarstöð- ina og kynnast starfinu þar. Boðið var þegið og stöðin heimsótt. Zontakonunum var tekið opnum örmum. Það sem kom þeim nokkuð á óvart var hvemig allt virtist ganga eðlilega fyrir sig. Þegar bet- ur var að gáð vom mörg böm með heymartæki í báðum eyrum. Þarna ríkti glaðværð og gasprið glumdi. Þessu næst var heymarstöðin skoðuð. Yfírlæknirinn, dr. med Ole Bentzen, tók vingjamlega á móti Islendingunum, skýrði starfið, kynnti starfsfólk og sýndi hús, heymarmælitæki og hvers kyns búnað sem nauðsynlegur er í full- kominni heymarstöð. Ekki aðeins fengu bömin fullkomna þjónustu heldur og foreldramir sem einnig þurfa á hjálp að halda. Þegar dr. Bentzen heyrir að eng- in heymarstöð sé til á íslandi verður honum að orði: „ísland getur ekki án heymarstöðvar verið. Úr því að Zontaklúbburinn á sjóð til styrktar heymardaufum þarf að veija hon- um til að koma slíkri stöð á fót.“ Þegar hann sá hvemig konunum varð við bætti hann við: „Ef ég get aðstoðað við að slík stöð komist upp skal sú aðstoð fúslega veitt, ef leit- að er til mín.“ Þau orð, sem dr. Bentzen lét sér þama svo óvarlega um munn fara, drógu dilk á eftir sér og urðu upp- haf merkra starfa hans í þágu íslendinga. £ Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásarar frá Hitablásarar: Thermozone: Geislaofnar: Kant bofnar: Viftur: tilnotkunar: iðn.húsnœði, nýbyggingum, skipum. — lúguop, hurðarop, o.fl. — svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði. — skipum, útihúsum, rökum stöðum. — skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- nœði. 23 kw. 1 fasa og 3 fasa. 2kw. lfasa■ Stærðir: 2- Talið við okkur. - Við vitum allt um hitablásara. JT’RÖNNING Sundaborg, sími 84000 Eftir áhrifamikla heimsókn var haldið heim á leið og Zontaklúbbn- um færðar fréttir af heimsókninni í heymarstöðina í Ársósum. Áhuginn var vakinn og ákveðið að hefjast handa þótt styrktarsjóð- urinn væri ekki digur. Frá þessari stundu varð nánast bylting í félagsstarfínu og allt sner- ist um heymarmál. Skipulagsskrá sjóðsins var breytt og klúbburinn fékk fijálsar hendur til að hefjast handa um að verða litlu bömunum að liði. Fyrra verkefninu, að halda árlega skemmtun fyrir heymar- lausa, skyldi þó haldið áfram óbreyttu. Enginn vafí er á að viðkynning klúbbsins við heymarlausa, sem tókst á skemmtikvöldunum, hafði brýnt Zontakonumar til dáða. Hin alvarlega fötlun, heymarleysið, snerti þær djúpt. Hér var verkefni til að láta að sér kveða_ heyrnleys- ingjum til framdráttar. Ákveðið var að heijast handa. Og á löngum tíma og eftir mikið starf kom árangurinn í ljós. Þegar litið er til baka furðar mig á hve mikið og erfítt starf var lagt á herðar dr. Bentzen við að koma á fót heymarstöð hér á landi. Aldr- ei dvínaði samt elja og áhugi þessa stórhuga brautryðjanda. Farsælt starf hans varð til þess að heymar- stöðin var opnuð og tók til starfa l. nóvember 1962. Allir styrkþegar Zontaklúbbsins nutu kennslu dr. Bentzen. Hann skipulagði þjálfun þeirra í ýmsum deildum sem voru hluti af heymar- stöðinni í Árósum og lagði sig til hins ýtrasta fram við að undirbúa þá sem allra best undir ábyrgðar- mikil störf sem biðu þeirra heima. Leit hann á þá sem hlekki í sér- fræðikeðju sem hvergi mátti bila. Leið dr. Bentzen og konu hans Lotte lá oft til íslands eftir þetta, m. a. til fyrirlestrahalds. Þegar Nordisk Audiologisk Selskab hélt hér ráðstefnu 1968 var hann for- maður samtakanna. Þau þinguðu um stefnumarkið: Að vanheil böm skyldu ekki einangruð, þau til- heyrðu þjóðfélaginu og þjóðfélagið þarfnaðist þeirra. Síðast kom hann til landsins fyrir þrem árum og flutti enn erindi um uppeldismál. Við heimsóknimar til Islands hefur dr. Bentzen notið þess að sjá heymarstöðina þróast og verða að merkri sérfræðistofnun, Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Yfírlæknir stöðvarinnar, Einar Sindrason, og forstöðumaður hennar, Birgir Ás Guðmundsson, voru báðir undir handleiðslu dr. Bentzen á námsár- unum. Annar forystumaður, Stefán Skaftason, sem varð yfirlæknir ný- stofnaðrar háls-, nef- og eyma- deildar Borgarspítalans 1969, dvaldi einnig um skeið undir hand- aijaðri dr. Bentzen við nám í Árósum. Gegnum alla lærisveina sína hefur dr. Bentzen auðnast að hafa veruleg áhrif á þróunina á Islandi. Lotte, kona dr. Bentzen, var hon- um stoð og stytta en hún er nú látin fyrir nokkmm árum. Þekkti hún lítið til landsins en var af merkri íslenskri ætt, Stephensen- ættinni, sem hún kynntist hér í fyrsta sinn. I stuttri grein verða ekki gerð tæmandi skil víðfeðmu ævistarfí manns sem starfaði ekki aðeins í heimalandi sínu og hér á landi. Hann var og ráðgjafi alþjóðastofn- ana og skipulagði heymarvemdar- mál víða um heim. Fyrir störf sín að íslenskum heyrnarmálum var dr. Bentzen veitt Fálkaorðan árið 1970. Metur hann þá gjörð þjóðarinnar mikils sem staðfestu náinna tengsla og vináttu. Áður en látið er staðar numið skal hér eins getið sem lýsir mann- inum vel. Þegar hann hlaut að láta af störf- um í Danmörku fyrir aldurs sakir kom hann auga á nýtt framfarasvið í heilbrigðismálum. Gekkst hann árið 1984 fyrir því ásamt fleirum að stofnað var heilsuhæli við Lima- fjörð á Jótlandi, Ranum-centret. Þessi stofnun hefur síðan fengið fulla viðurkenningu heilbrigðis- og tryggingayfírvalda Danmerkur þótt óvenjulegt sé. í stofnuninni er leit- ast við að samhæfa alþýðu- og náttúmlækningahefð nútímalækn- isfræði. Er þetta gert í því skyni að hið besta væri jafnan notað úr hvaða flokki fræða sem væri; hnykklækningar, nálarstunga, ilja- nudd, smáskammtalækningar, grasalækningar, náttúrulækning, jurtafæði og þannig má lengi telja. Þarna er dr. Bentzen í essinu sínu í hópi færustu sérfræðinga, leitandi nýrra aðferða, brautryðjandi sem fyrr. Þessum orðum skal nú lokið með því að ég færi vini mínum dr. med. Ole Bentzen hugheildar kveðjur á 70 ára afmælinu. Fyrir hönd margra íslenskra vina hans vil ég einnig færa honum þakkir þeirra sem kynntust í honum merkum manni, lækni og íslandsvini. Megi honum endast líf svo nýtt verkefni fái að skila miklum árangri ekki síður en hin margháttuðu brautryðjandastörf hans í þágu heyrnarskertra víða um lönd. Friede P. Briem Morgunblaðið/EG Endurvarpsstöðin á Vogastapa sem verður tekin í notkun eftir 2-3 vikur. Vogar: Endurvarpsstöð sjón varps tekin í notkun eftir 2-3 vikur Vognm. ENDURVARPSSTÖÐ fyrir sjón- varp verður tekin ínotkun eftir 2-3 vikur fyrir Vogana, en þar hefur hæð fyrir norðan þorpið skyggt á sjónvarpssendingar. Endurvarpsstöðin er við Fálka- þúfu á Vogastapa og mun varpa sjónvarpssendingum yfir Voga. Síðar er gert ráð fyrir að frá stöð- inni verði sjónvarpsefni endurvarp- að til Grindavíkur. - EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.