Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 31 Ibúasamtök Vestur- bæjar gefa út afmæl- isblað og halda há- tíð á sjómatinadagiim ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar halda útihátið á Stýrimannastíg á sjómannadaginn hinn 14. júní. Hátíðin hefst kl. 10.00 um morg- uninn og stendur til kl. 12.30. Hér er um að ræða afmælishátíð en einnig er ætlað að minnast sérstaklega uppruna hverfisins og að leggja áherslu á þá ósk að gamli Stýrimannaskólinn verði færður f betra lag og taki við hlutverki menningar- og félags- miðstöðvar í hverfinu. Margt verður til skemmtunar, bæði söngur og talað mál. Seldir verða handunnir listmunir og lista- verk einnig sýnd. Þá verður gamli Stýrimannaskólinn við Öldugötu skreyttur að utan með verkum nem- enda. Dagskráin er ætluð bæði fyrir unga og aldna og alla þar á milli. Björgvin Schram og Pétur Gunnars- son rifla upp sögu hverfisins og æskuminningar. Bubbi tekur lagið, harmonikkuleikur verður og al- mennur söngur. Bömum gefst kostur á að teikna og Bryndís Schram stjómar leikjum þeirra. Reiptog verður milli gatna undir stjóm Kristínar Ólafsdóttur og eru menn hvattir til að senda lið í keppnina og einnig að styðja óspart fulltrúa sína með viðeigandi köllum og hvatningarorðum. I hverju reip- togsliði þurfa að vera 3 konur, 3 karlar, 3 stelpur og 3 strákar. Á útihátíðinni verða seld blóm í tilefni dagsins en einnig kaffí og ávaxtadrykkir, fiskréttir og ávextir. Þátttakendur geta því væntanlega farið beint að útihátíðinni lokinni til aðalhátíðahalda sjómannadags- ins. Sjálfsagt er að búa sig skemmtilega á hátíðinni, gjaman í sjómannastfl. Söngvum verður dreift á blöðum svo að allir geti tekið undir. Og stólar verða á staðn- um fyrir eldra fólkið. Vesturbær, blað íbúasamtaka Vesturbæjar, er gefið út í tilefni 10 ára afmælis samtakanna. í blað- inu er íjölbreytt efni, bæði í máli og m}mdum. Sagt er frá byggð við Stýrimannastíg, upphafi Landa- kotsspítalans, þjónustu við aldraða allt frá elliheimilinu Grund að ný- byggingunni sem rísa mun á homi Vesturgötu og Garðastrætis, af- mælisgreinin Ibúasamtök Vestur- bæjar 10 ára, viðtal er við listamanninn Magnús Tómasson m.a. vegna skreytingar nýja Vest- urbæjarskólans og stutt viðtöl við aðra Vesturbæinga. Sýndar eru teikningar úr hverfísskipulagstil- lögum Guðrúnar Jónsdóttur sem kynntar voru í Hlaðvarpanum í vet- ur, birt er ljóð eftir ungan Vest- urbæing, sagt frá ráðstefnu um íbúasamtök í Reykjavík og að lokum er fjöldi mynda víðs vegar að úr hverfínu. Umsjón blaðsins önnuðust Guðjón Friðriksson og Sævar Guð- bjömsson en ábyrgðarmaður er Anna Kristjánsdóttir. Blaðinu Vesturbær verður dreift í öll hús í gamla Vesturbænum og reynt að láta það liggja frammi í verslunum í öllum Vesturbænum og miðbænum fyrir þá sem áhuga hafa á að eignast blaðið. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Bjami Það var hart saumað að flokksformönnunum að fimm stunda fundi þeirra loknum i Borgartúni 6 á sjötta tímanum í gær. Frá vinstri: Steingrímur Hermannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn ____________ Pálsson. Formennirnir á f imm tíma löngum „leynifundi“ í gær: Famir aö ræða skip1> ingn ráðuneytanna ÞEIR Þorsteinn Pálsson, form- aður Sjálfstæðisflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins áttu með sér fimm klukku- stunda langan „leynifund“ í húsakynnum fjármálaráðu- neytisins í gær, og sögðu eftir þann fund við fréttamenn að framhaldið stæði og félli með því hvort samkomulag um fyrstu aðgerðir til viðnáms gegn verðbólgu næðist. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins ræddu formennimir ýtarlega um ágreining í skatta- málum og var að skilja af máli þeirra að tun þau stæði helsti ágreiningurinn, en ekki um landbúnaðar- og húsnæðis- mál. Þá fóra þeir yfir skipt- ingu ráðuneyta, en telja að flokkarnir hver um sig þurfi að taka afstöðu til breyttrar skipunar ráðuneyta, áður en gengið verður frá skipting- unni. Mun þar einkum vera átt við það að færa utanríkisvið- skiptin undir utanrikisráðu- neyti, frá viðskiptaráðuneyti. „Við fórum mjög ýtarlega yfír fjölmörg atriði, sem þarf að láta meta þjóðhagslega," sagði Steingrímur að fundinum lokn- um. „Við höfum lýst pólitískum vilja til samstarfs um myndun ríkisstjómar, með fyrirvara um það að samkomulag takist um fyrstu aðgerðir um viðnám gegn verðbólgu," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þar hefðu for- mennimir rætt í þaula þá kosti sem kæmu til álita, en þeir vildu fá betur metna þjóðhagsleg áhrif þeirra leiða. „Það verður sett sérstök nefnd i að fara yfír þau mál og meta þjóðhagsleg áhrif þeirra hug- mynda sem uppi eru og menn reyna að ná saman þar um. í það verk verður gengið núna,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Formennimir sögðust hafa rætt skiptingu ráðuneyta og for- ystu stjómar á þessum fundi. Þar hefðu þeir velt upp hugmyndum um hugsanlega breytingu á verkaskiptingu ráðuneyta, sem ekki hefði verið rætt um áður. Á meðan þær hugmyndir væru óútkljáðar, yrðu spumingar um skiptingu ráðuneytanna að bíða. Þorsteinn sagðist telja að ráðu- neytum yrði frekar fækkað en fjölgað, en um þetta hefðu ekki verið gerðar neinar tillögur. „Ég legg áherslu á það að við höfum hér almennan fyrirvara um endanlegt samkomulag um fyrstu aðgerðir gegn verðbólgu," sagði Jón Baldvin, „en ég held að niðurstaðan sé sú um önnur mál sem við ræddum hér í þaula, að um þau sé samkomulag af því tagi, að þau muni ekki koma í veg fyrir samstarf, ef samstaða tekst um fyrstu aðgerðir." Formennimir sögðust mundu hraða viðræðunum eins og frek- ast væri kostur, og Steingrímur sagðist endilega vilja ljúka þessu fyrir 17. júní. Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Kjamorkuvopn fari ekki út í höfin ÞINGFLOKKUR Alþýðubanda- lagsins sendi Carrington lávarði, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, opið bréf í gær, þar sem fagnað er tillögum um fækkun kjarnorkuvopna, en um leið er harðlega mótmælt „hug- myndum, sem komið hafa fram m.a. ínjá Caspar Weinberger á fundi vamarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsríkja f Sta- vangri á dögunum, um að færa kjarnorkuvopnin af .andi út í höfin,“ eins og orðrétt 9egir. Haf narfj örður: Fiskmarkaðurinn hefur starfsemi á mánudag Faxamarkaður í Reykjavík hefur starfsemi viku síðar Fiskmarkaðurinn í Hafnar- firði hefur starfsemi næstkom- andi mánudag og mun togarinn Otur frá Hafnarfirði landa þar fyrst skipa, aðallega þorski. Aætlað er að Faxamarkaður í Reykjavík hefji starfsemi viku síðar. Þar er nú verið að leggja síðustu hönd á aðstöðuna og full- kominn búnað við að flokka fisk og verður útbúnaðurinn reyndur á mánudaginn. Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðarins í Hafnarfírði sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt mikill afli hafí borist á land undanfarið og búist sé við að miklu verði landað um helgina vegna sjó- mannadagsins á sunnudag sem nú er lögbundinn frídagur ætti það ekki að koma að sök fyrir fiskmark- aðinn. Það væru aðallega togaranir sem hefðu veitt vel undanfarið og þegar mikið aflaðist á einstök skip væri oft ákveðin takmörkun á dreif- ingu aflans. Með tilkomu markaðar- ins myndi kaupendahópurinn víkka og fískur á markaðnum ætti að vera eftirsóttur hjá þeim sem verka í saltfísk, sérstaklega ef uppistaðan væri þorskur. Bjami Thors framkvæmdastjóri Faxamarkaðar sagði í samtali við Morgunblaðið að vissulega fylgdi því áhætta að byija þessa starfsemi á þessum tíma árs en þar sem eng- in reynsla væri af fískmörkuðum hér á landi væri á hinn bóginn á- gætt að fá tíma til að komast yfír helstu bamasjúkdómana áður en vertíð hefst í haust. Einar Sveinsson sagði að öllum útgerðarmönnum og fískverkend- um hefði verið sent bréf og ágrip af reglum fískmarkaðarins sem eru aðallega þær að skip þurfa að til- kynna sig með ákveðnum fyrirvara eftir magni, og kaupendur verða að leggja fram bankatryggingar ef þeir staðgreiða ekki. Miðað er við að ekki verði keypt minna en 10 kassa eða 5-600 kfló í einu. í bréfí þingflokksins segir að lífsafkoma íslendinga byggist á auðlindum hafsins og nýtingu þeirra og fáum þjóðum stafí jafn mikil ógn af slysum eða átökum á höfunum þar sem kjamorka komi við sögu. „Það hlýtur því að vera krafa okkar íslendinga að Atlants- hafsbandalagið eða forustumenn ríkja þess taki engar þær ákvarðan- ir né geri neina þá samninga sem fela í sér tilflutning vopna af landi út í höfín. Aðeins alger og endanleg lqamorkuafvopnun, eyðing kjam- orkuvopna og ýtrustu öryggiskröfur við aðra notkun kjamorku geta tryggt mannkyni og öllu lífríki jarð- arinnar viðunandi öryggi,“ segir ennfremur. Loks segir f bréfí alþýðubanda- lagsmanna til Carringtons, að þeir ítreki hörð mótmæli stn gegn þeirri miklu hemaðaruppbyggingu sem átt hafí sér stað á Islandi á undanf- ömum ámm á vegum bandaríkja- hers og Atlantshafsbandalagsins, enda sé sú uppbygging augljóslega í hrópandi mótsögn við þá almennu viðleitni sem nú sé uppi til að draga úr spennu og vígbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.